Morgunblaðið - 19.10.1996, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 21
ERLENT
Forseta- og þingkosningarnar í Bandaríkjunum í næsta mánuði
Brakið
Ná demókratar
meirihluta á ný
í fulltrúadeild?
Almennt er talið að Bill Clinton farí með
sigur af hólmi í forsetakosningunum í
Bandaríkjunum í næsta mánuði. Fullkomin
óvissa einkennir hins vegar stöðuna
í þingkosningunum vestra.
VONIR bandaríska Demókrata-
flokksins um að endurheimta meiri-
hluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings
í kosningunum í næsta mánuði þykja
hafa glæðst til muna. Repúblíkanar
hlutu meirihluta í báðum þingdeild-
um í kosningunum 1994 en hinir
bjartsýnustu í röðum stuðnings-
manna Bills Clintons forseta telja
hugsanlegt að demókratar nái á ný
völdum bæði í öldungadeild og full-
trúadeild.
Talið er að neikvæðar auglýsingar
stuðningsmanna demókrata þar sem
einkum hefur verið lögð áhersla á
meinta „aðför“ þingmanna repúblík-
ana að mennta- og heilbrigðiskerfinu
séu teknar að hafa umtalsverð áhrif.
Sérstaklega er talið að ungir þing:
menn Repúblíkanaflokksins, sem
kjörnir voru til setu í fulltrúadeild-
inni í sigrinum sögulega 1994, standi
höllum fæti.
Neikvæðar auglýsingar
Það eru einkum verkalýðsfélög í
Bandaríkjunum sem staðið hafa fyrir
þessum neikvæðu auglýsingum og
nýverið viðurkenndi leiðtogi repú-
blíkana í öldungadeildinni, hinn um-
deildi Newt Gingrich, að líkumar á
að demókratar næðu á ný völdum í
þingdeildinni hefðu batnað til muna.
Demókratar þurfa að bæta við sig
18 þingsætum til að ná meirihluta í
fulltrúadeildinni. Almennt er litið svo
á að repúblíkanar hafí mun traustari
tök á öldungadeildinni hvar sitja 100
þingmenn sem kjömir eru til sex ára
í senn, en aðeins er kosið um þriðj-
ung sæta þar í hverjum þingkosning-
um. Demókratar þurfa að vinna þrjú
sæti í öldungadeildinni og síðan að
treysta á oddaatkvæði Als Gore vara-
forseta til að ná þar völdum. Atta
þingmenn fiokksins í öldungadeild-
inni hafa á hinn bóginn afráðið að
setjast í helgan stein og demókratar
hafa átt í erfiðleikum með að svara
auglýsingaherferð repúblíkana, sem
miðar að því að tryggja kjör fram-
bjóðenda þeirra í þessum ríkjum.
Vonir bundnar við Clinton
Mun meiri spenna ríkir nú al-
mennt í þingkosningunum í Banda-
ríkjunum en í forsetakosningunum
þar sem Bill Clinton virðist hafa
nokkuð öruggt forskot á frambjóð-
anda Repúblíkanaflokksins, Bob
Dole. Menn hafa hins vegar í gegnum
tíðina deilt um áhrif forsetakosninga
Reuter
BILL Clinton Bandaríkjaforseti er nú á kosningaferðalagi um
Kaliforníuríki en hann hefur þar yfirburði í skoðanakönnunum
þótt Bob Dole, mótframbjóðandi hans, hafi heldur bætt stöðuna
undanfamar vikur. Dole freistar þess nú einnig að vinna hug kjós-
enda í Kaliforníu, sem löngum hefur verið vígi repúblikana, m. a.
á ríkisstjóraárum Ronalds Reagans. Sigur í Kaliforníu vegur þungt
þar sem þaðan koma 54 kjörmenn, eða fleiri en frá nokkru öðra
sambandsríki Bandaríkjanna. Til að vinna þarf stuðning 270 kjör-
manna um land allt.
á niðurstöður þingkosninga í Banda-
ríkjunum. Sérfræðingur einn, Gary
Jacobson, sem starfar við Kaliforníu-
háskóla í San Djego, fullyrðir að
Demókrataflokkurinn geti gert sér
nokkrar sigurvonir í fulitrúadeildinni
vinni Clinton Dole með 10% mun.
Hann telur sýnt að flokkurinn nái
meirihluta verði munurinn á fram-
bjóðendunum 15%.
í fulltrúadeildarkosningunum
verður m.a. tekist á um 30 sæti þar
sem þingmenn demókrata hyggjast
ekki sækjast eftir endurkjöri. Tals-
menn Repúblíkanaflokksins hafa
fullyrt að nægilegur hluti þeirra,
einkum i suðurríkjunum muni falla
flokknum í skaut til að vega upp á
móti hugsanlegum ósigrum í öðrum
kjördæmum. Kveðast þeir gera sér
vonir um að vinna 31 sæti sem nú
er í höndum fulltrúa Demókrata-
flokksins. Stuðningsmenn Clintons
segja hins vegar ijóst að forsetinn
muni bera sigur úr býtum og áhrifa
þessa muni gæta víða í þingkosning-
unum.
Óvissa í öldungadeild
Hið sama á raunar við í kosningun-
um til öldungadeildarinnar. Alfonse
D’Amato, einn valdamesti þingmað-
ur flokksins í öldungadeildinni, segir
ljóst að flokkurinn muni heldur bæta
við sig sætum. Höfuðandstæðingur
hans innan Demókrataflokksins, Bob
Kerrey, spáir því að flokkur sinn fái
48-52 fulltrúa kjörna í deildinni.
Hann telur m. ö.o. hugrsanlegt að
meirihluta verði ekki náð.
Oháðir sérfræðingar telja almennt
ógerlegt að spá fyrir um niðurstöður
kosninganna til fulltrúadeildarinnar.
Gera megi ráð fyrir því að annar
flokkurinn nái 4-5 sæta meirihluta
þar en hugsanlegt sé að afstaða kjós-
enda ráðist ekki fyrr en á kjördag.
Byggt á The New York Times.
Asahara játar o g
lýsir yfir sakleysi
Tókýó. Reuter.
SHOKO Asahara, leiðtogi sértrúar-
safnaðarins, sem stóð að baki eitur-
gasárásinni í neðanjarðarlest í Tókýó
í fyrra, hleypti málaferlunum gegn
sér í uppnám í gær þegar hann byrj-
aði á að játa upp úr eins manns hljóði
að hann bæri ábyrgð á verknaðinum,
en lýsti því næst yfir sakleysi sínu.
Asahara hefur ekki sagt aukatekið
orð svo vikum skiptir í réttarhöldun-
um, en í gær greip hann orðið á
meðan einn af helstu lærisveinum
hans var að bera vitni.
Asahara kvaðst hafa heyrt frá
„guðurn" sínum og sagði að saksókn-
ararnir mundu deyja héldu þeir
áfram að yfirheyra lærisveininn, Ys-
hihiro Inoe.
„Yoshihiro Inoue var áður læri-
sveinn minn,“ sagði Asahara. „Hann
er einnig maður afreka. Ég tek á
mig ábyrgð á öllum atburðum. Hætt-
ið því að spyija hann.“ Asahara hef-
ur ekki áður játað á sig árásina í
mars. 11 manns létu lífið í árásinni
og 6.000 veiktust.
Gert var 40 mínútna réttarhlé eft-
ir að Asahara tók til máls. A meðan
ráðfærði Asahara sig við lögfræð-
inga sína. Að því loknu stóð hann
upp og lýsti nú yfir sakleysi sínu:
„Þótt ég sé saklaus að öllu leyti vil
ég ekki að sál mikilhæfs manns á
borð við Inoue sé pínd.“
Inoue hefur borið vitni gegn Asa-
hara eftir að hann var handtekinn
og segir að Asahara hafi fyrirskipað
árásina í neðanjarðarlestinni.
Asahara er leiðtogi dómsdagssafn-
aðar, sem nefnist Aum Shinri Kyo
(Söfnuður æðsta sannleika). Akæru-
valdið segir að markmið safnaðarins
hafí verið að steypa japönsku stjóm-
inni.
bendir til
bilunar
ÍTWA-
þotunni
YFIRGRIPSMIKLAR málmfræði-
rannsóknir á braki Boeing 747-breið-
þotu bandaríska flugfélagsins TWA,
sem sprakk á flugi skömmu eftir
flugtak í New York 17. júlí sl., benda
til þess, að flugvélin hafi farist af
völdum vélrænnar bilunar, ekki af
völdum sprengju. Kemur þetta fram
i Washington Post í gær.
Blaðið hefur eftir háttsettum
mönnum er að rannsókninni vinna,
að skemmdir á brotum úr meginelds-
neytistanki þotunnar bendi til þess,
að sú sprenging, sem varð í þot-
unni, hafi orðið mun hægari og afl-
minni en á sér stað af völdum
sprengju eða flugskeytis. Málmurinn
hafi verið boginn en ekki splundrast
eða orðið að mulningi.
Því til viðbótar hafi málmfræði-
rannsóknin staðfest, að hlutar elds-
neytistanksins hafi sprungið út, er
bendi til að sprenging hafi orðið inni
í tanknum.
Aðrir aðilar tengdir rannsókninni
gerðu lítið úr fréttinni í gær, og
sögðu, að aðrir hlutar tanksins virt-
ust hafa bognað inn á við.
Tekist hefur að ná um 80% tanks-
ins af hafsbotni og raða brotunum
saman og um 90% þotunnar allrar.
Þá tjáði Kevin Longwell, verk-
fræðingur hjá Boeing-verksmiðjun-
um, fréttamönnum sl. þriðjudag, að
útilokað væri, að rafneisti gæti vald-
ið sprengingu í megineldsneytistanki
jumbóþotu.
í gær var tilkynnt, að nýir hátæknis-
kannar bandaríska flotans hefðu
fundið um 400 ný brot úr þotunni á
þeim slóðum þar sem hún fórst, en
fyrir nokkrum dögum var talið, að
ekki væri meira brak að finna á þeim
slóðum. Hafist var handa um að ná
því upp og rannsóknarmenn heyja
nú stríð við tímann áður en haust-
og vetrarveður ná yfírhöndinni á
hafsvæðinu undan Long Island í New
York-ríki.
í mál við Boeing
Samkvæmt frásögn blaðsins
Seattle Times hefur lögfræðistofan
Kreindler og Kreindler hrundið af
stað lögsókn á hendur Boeing-fyrir-
tækinu fyrir hönd a.m.k. 25 fómar-
lamba flugslyssins 17. júlí sl. en þar
biðu 230 manns bana. Lögfræðistofa
þessi var fulltrúi ættingja langflestra
fómarlamba sprengingarinnar í breið-
þotu Pan American sem splundraðist
yfír Lockerbie í Skotlandi 1988.