Morgunblaðið - 19.10.1996, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 19.10.1996, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR GREINARGERÐ Lag’færing’ á Djúpvegi er nauðsynleg í BLAÐINU Vestra á ísafírði 10. október sl. ritar Hallgrímur Sveinsson á Hrafns- eyri grein þar sem __,hann leggur til að ekki verði lagaður vegur um ísafjarðardjúp. í grein þessari kemur fram að hann sé að taka undir grein um sama efni sem birtist í Morgunblaðinu 3. október sl. eftir Jónas Guðmundsson, sýslu- mann í Bolungarvík. Þar sem greinar þess- ar eru þannig fram settar að draga eigi úr samgöngubótum á Vestfjörðum með því að hafa ekki viðunandi veg um ísafjarðardjúp og til þess notaðar kostnaðartölur varðandi ^síegalagningu sem fá alls ekki stað- ist þegar fjallað er um vegi, sama er og að segja um vegalengdir, þá finnst mér nauðsynlegt að benda á þessar rangfærslur. Þessi afstaða Hallgríms Sveinssonar til vega- lagninga milli bæja í Djúpi er að vísu ekki ný m.a. skrifaði hann um það í Morgunblaðinu á sínum tíma að lagning vegar yfir Steingríms- fjarðarheiði væri ein af verstu að- gerðum, sem framkvæmdar hafa verið í samgöngumálum á Vest- ~ fjörðum. Ég er viss um það að all- ir þeir sem ekið hafa veginn úr Djúpi yfir Steingrímsfjarðarheiði hljóta að undrast mjög þessa af- stöðu Hallgríms. I grein sinni vísar Hallgrímur til norskra sérfræðinga sem fengnir voru til ráðuneytis á sínum tíma um gerð Vestfjarðaá- ætlunar. Við lestur á ráðleggingum þessara norsku sérfræðinga er al- veg ljóst að þegar tekið er tillit til allra þátta álitsgerðarinnar og far- ið hefði verið eftir henni að öllu leyti hefði hún flýtt fyrir byggða- eyðingu á Vestfjörðum. Sem betur fer höfðu Vestfírðinga þá þannig þingmenn að þeir sáu hvernig verkanir álitsgerðin gæti haft á ‘byggð- Það er rangt að fólk á norðan- verðum Vestfjörðum vilji ekki Djúpveg til þess að geta sem fyrst hagnýtt sér Gilfjarðarbrú. Þetta kemur augljóslega fram í áskorun- arskjali til þingmanna Vestfjarða sem er undirritað af 800 mönnum, þar sem farið er fram á að þing- mennimir beiti sér fyrir því að lagður verði vel fær vegur yfir Þorskafjarðarheiði. Skjal þetta af- henti Sigurður Ólafsson, ísafirði, þingmönnunum sem voru staddir á aðalfundi Fjórðungssambands Vestfjarða á Isafirði í byijun maí 1996. Lengd Djúpvegar frá ísafirði að vegamótunum við Hvannadalsá þar sem farið er nú upp á Stein- grímsfjarðarheiði og Þorskafjarð- arheiði er 177 km. Búið er að ganga frá á viðunandi hátt 81 km af þessum vegi þannig að eftir eru aðeins 96 km sem þarfnast endur- bóta af þessum hluta Djúpvegar. í sumar var endurbyggður 12,6 km. kafli af Djúpvegi milli Ögurs og Gilseyrar. Verk þetta var boðið út og var tilboð Fyllingar hf. á Hólmavík upp á 39.842.400 kr. Skv. þessu kostaði kílómetrinn 3.162.095 kr. Miðað við hversu miklar framkvæmdir þetta voru er ekki óeðlilegt að miða kostnað við lagfæringu á framangreindum 96 km af Djúpveginum, sem eftir er að laga við þetta verð. Kostnað- urinn yrði því 303.5612.120 kr. jjlreinahöfundamir segja að lagn- ing á þessum 96 km muni kosta 1.500 milljónir. Alveg er ljóst að þetta getur ekki staðist hjá þeim og því ekki óeðlilegt að álíta að þessi fjár- hæð sé fram sett til að draga úr sam- göngubótum um Vest- firði. Varðandi lagn- ingu vegar yfir Þor- skafjarðarheiði vil ég benda á að frá vega- mótum Steingríms- fjarðarheiðar og Þorskafj arðarheiðar að vegamótum í botni Þorskafjat'ðar eru 23 km. Miðað við sama kostnað á km og var á nefndum vegi frá Ögri að Gils- eyri mundi þessi 23 km kafli yfir Þorskafjarðarheiði kosta 72.728.185 kr. Þannig að það er víðsfjarri að sú tala sem kemur Það er rangt, að fólk á norðanverðum Vest- fjörðum, segir Jóhann Þórðarson, vilji ekki Djúpveg til þess að geta hagnýtt sér Gilsíjarðar- brú. fram hjá greinarhöfundum að veg- ur yfir Þorskafjarðarheiði muni kosta 400 til 450 milljónir sé rétt. Skv. þessu er ljóst að þegar menn horfa til þess að geta sem fyrst nýtt sér Gilsfjarðarbrú á leið sinni frá byggðum á norðanverðum Vestfjörðum er vegur um Djúp og Þorskafjarðarheiði langódýrastur og fljótlegast að laga hann, þar sem leiðin er þetta stutt. Það er því alveg furðulegt að menn skuli leggja það til og það Vestfirðingar að ekki megi veija fé til lagfæring- ar á vegum inn Djúp. Af því að Jónas Guðmundsson sýslumaður segir að ekki sé hægt að brúa firði á leiðinni inn Djúp vil ég benda á að mjög hefur verið í athugun að brúa Mjóafjörð. Jónas bendir á að auðvelt sé að brúa firðina á vestur- leiðinni þ.e. inn Barðastrandar- sýslu. Ef farið væri út í slíkt mundi það auka verulega á kostnað við lagfæringu á vegi austur Barða- strandarsýslu og um leið færa veg- inn frá þeim bæjum sem eru í byggð. Sá kostnaðarauki sem því fylgdi mundi draga verulega úr hraða á lagfæringu á vegum þarna. Ég vil að lokum taka það fram að með þessari grein minni er ég ekki að mæla því í gegn að vegir í Barðastrandarsýslu verði lagaðir en það á að gera án þess að loka fyrir lagfæringu á vegum á öðrum stöðum á Vestfjörðum. Að sjálf- sögðu mun það dragast mjög hjá þeim sem búa norðan Rafnseyrar- heiðar að komast vesturleiðina miðað við færð allt árið vegna þarfar á göngum milli Dýrafjarðar og Amarfjarðar, en kostnaður við þau eru sgaður muni nema tveimur milljörðum króna. Þegar litið er á þetta er vonandi að þingmenn Vestfjarða geti orðið við áskorun þeirra 800 manna sem ég nefndi hér að framan, sem vilja fara Djúpleiðina til að geta hagnýtt sér Gilsfjarðarbrúna. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og VestfínJingur, sem lcngi hcfur verið búsettur í Rcykjavík. Jóhann Þórðarson Leignkostnaður lækkar um tæpar þrjár milljónir Vegna bréfs starfs- manna Landmælinga íslands til alþingis- manna og borgarfull- trúa, óskar umhverfis- ráðherra, Guðmundur Bjarnason, eftir að fá birta eftirfarandi grein- argerð um flutning stofnunarinnar. ÞAÐ hefur verið stefna flestra stjórnmálaflokka og ríkisstjórna undanfarna tvo áratugi að flytja ríkisstofnanir frá_ höfuðborgar- svæðinu út á land. Á vegum stjórn- valda hefur á undanförnum árum verið lögð mikil vinna í tillögugerð um flutning ríkisstofnana, síðast með áliti og tillögum nefndar for- sætisráðherra um flutning ríkis- stofnana frá 1993. Lítið hefur þó orðið úr framkvæmdum, ef frá er talinn flutningur Skógræktar ríkis- ins til Egilsstaða og Embættis veiðistjóra til Akureyrar. Það er stefna núverandi ríkis- stjómar að flytja ríkisstofnanir út á land og var raunar stefna þeirrar síðustu einnig. Ákvörðun um flutn- ing Landmælinga Islands er því tekin á stjórnmálalegum forsendum til að framfylgja stefnu ríkisstjórn- arinnar. í ríkisstjórnarsáttmála stjómarflokkanna segir m.a. að stuðlað verði að eflingu þjónustu- kjarna með ákvörðun um staðsetn- ingu opinberra stofnana. Með stefnu sinni um flutning opinberra stofnana vilja stjórnvöld m.a stuðla að jafnvægi í byggð landsins, styrkja byggðakjarna, dreifa opin- berri þjónustu og stuðla að fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifærum utan höfuðborgarsvæðisins. Þá vilja stjórnvöld gefa ungu fólki sem leitar sér háskólamenntunar á höfuðborgarsvæðinu eða erlendis kost á vinnu við sitt hæfí í heima- byggð eða velja sér búsetu á lands- byggðinni og jafnframt hamla gegn þeirri þróun að fólk og fyrirtæki flytji í auknum mæli af Iandsbyggð- inni á höfuðborgarsvæðið. Með sí- fellt bættum samgöngum og fjar- skiptum, svo og aukinni tækni, verður flutningur og rekstur ríkis- stofnana utan höfuðborgarsvæðis- ins auðveldari en áður. I samræmi við þessa stefnu hefur nú verið tekin ákvörðun um flutning Land- mælinga íslands til Akraness og var hún samþykkt af ríkisstjórn þann 2. júlí sl. Langur og vandaður undirbúningur Athugun á flutningi Landmæl- inga íslands hefur staðið lengi yfir. Fyrrgreind nefnd á vegum for- sætisráðherra undir forystu Þor- valds Garðars Kristjánssonar, fyrr- verandi alþingismanns, sem í áttu sæti fulltrúar allra stjórnmála- flokka sem sæti áttu á Alþingi, lagði á árinu 1993 til að stofnunin yrði flutt á Selfoss. Sagði í áliti nefndarinnar að verkefni Land- mælinga Islands væru þess eðlis að þau væru ekki bundin við aðset- ur á höfuðborgarsvæðinu. Af hálfu fyrrverandi umhverfisráðherra var hafín athugun á flutningi stofnun- arinnar í nýtt stjórnsýsluhús á Akranesi. Gerð var könnun á hús- næðisþörf stofnunarinnar og leitað álits Framkvæmdasýslunnar og Hagsýslu ríkisins á flutningnum. Jafnframt ræddi stjórnunarráðgjafi við starfsmenn Landmælinga Ís- lands og viðskiptamenn stofnunar- innar og kannaði hug þeirra til flutnings. Þá var leitað lögfræði- legra álita, m.a. um réttarstöðu starfsmanna. Á þessu kjörtímabili hefur athugun á flutningi verið haldið áfram og ráðherra jafnan gefið til kynna er eftir því var leit- að að verið væri að skoða málið. Ákveðið var að halda sig við Akra- nes í stað þess að kanna nýjar hugmyndir um staðsetningu enda höfðu bæjaryfirvöld lýst miklum áhuga og boðið fram aðstoð til að auðvelda flutninginn. Þá var á ný leitað lögfræðilegra álita og á grundvelli nýrra forsendna beðið um nýtt mat Framkvæmdasýslunn- ar og Hagsýslu ríkisins. Ákvörðun um flutning er því tekin að vand- lega athuguðu máli. Lægri húsaleiga á Akranesi Nýlega var gengið frá leigu- samningi þar sem Landmælingar íslands tóku á leigu 1.300 fermetra húsnæði í nýja stjómsýsluhúsinu að Stillholti 16 - 18 á Akranesi. Leigutími er 15 ár frá og með 1. október 1998 og er leiguverð 570 krónur á fermetra, sem er lægri leiga en á því skrifstofuhúsnæði sem stofnunin leigir í dag. Ársleiga verður tæpar 8,9 milljónir króna en til fróðleiks má geta þess að þetta sama húsnæði var fyrir tveim- ur árum boðið til leigu undir starf- semi Landmælinga á 11,5 milljónir á verðlagi þess árs. Samkvæmt samningnum mun leigusali innrétta húsnæðið á eigin kostnað í samráði og í samræmi við eðlilegar þarfir stofnunarinnar og mun Fram- kvæmdasýslan hafa eftirlit með framkvæmdum. í dag leigja Land- mælingar 1.590 fermetra -skrif- stofuhúsnæði við Laugaveg á 584 krónur fermetrann, sem gerir um 11,1 milljón í ársleigu, auk tæplega 155 fermetra geymsluhúsnæðis og er kostnaður við það um 600 þús- und á ári. Leigukostnaður stofnar- innar er því um 11,7 milljónir á ári og mun því lækka um tæpar 3 milljónir á ári eða tæp 25%. Hús- næðið verður að auki hannað og innréttað sérstaklega fyrir stofnun- ina og er í fyrrnefndum samningi getið nokkurra þeirra atriða sem hafa þarf í huga við framkvæmdir, m.a. vatnslagnir, stöðugt rafmagn, lofthæð, dempuð gólf vegna mynd og tölvuvinnslu, raka- og hitajafn- vægi í gagnageymslum og hreinsi- búnað í frárennsli. Núverandi hús- næði í Reykjavík var að mati ráðu- neytisins of stórt og leigutími runn- inn út og því aðeins tímaspursmál að taka ákvörðun um annað og hentugra húsnæði. Kostnaður við rekstur stofnunarinnar á ekki að vera hærri eftir flutning en nú er. í minnisblöðum Framkvæmdasýsl- unnar og Hagsýslu ríkisins um flutninginn, sem getið er um í bréfí starfsmanna, kemur fram, að fjár- hagslegar ástæður mæli ekki í mót flutningi og geti ekki ráðið ákvörð- un þar að lútandi. Ný löggjöf um landmælingar og kortagerð Á haustþingi verður lagt fram frumvarp til laga um landmælingar og kortagerð, þar sem fjallað verð- ur i fyrsta sinn um málaflokkinn í heild og honum gerð stjórnsýsluleg skil í lögum. Þar verður m.a. kveð- ið á um skyldur ríkisins, sem Land- mælingum íslands er ætlað að sinna. I frumvarpinu verður ákvæði um að stofnunin geti falið öðrum aðilum verkefni og er fyrirhugað að kanna hagkvæmni þess að bjóða út einstök verkefni. Er það í sam- ræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að draga úr ríkisafskiptum þar sem slíkt hentar og verður við kom- ið með góðu móti. Hefur ráðuneyt- ið hafið samstarf við Fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu vegna þessa. Einkum er horft til markaðs- og söludeildar í þeim efn- um. Flutningur undirbúinn Sérstök framkvæmdanefnd und- irbýr flutninginn, en í henni eiga sæti fulltrúar umhverfisráðherra og fjármálaráðherra, auk bæjar- stjórans á Akranesi og forstjóra Landmælinga íslands. Ljóst er að umræddur flutningur mun valda röskun á högum starfsfólks. Er því mikilvægt að því gefíst nægilegur fyrirvari og ráðrúm til að ákveða hvort það vill vinna hjá stofnuninni á Akranesi og hefur verið gert ráð fyrir því í áætlunum að starfsmenn tilkynni fyrir 1. janúar 1998 hvort þeir hyggist starfa hjá stofnuninni á nýjum stað. Þannig hefur starfs- fólk í reynd hálft annað ár til þess að gera upp hug sinn. Stofnunin mun síðan hefja starfsemi á Akra- nesi í ársbyrjun 1999. Af hálfu umhverfisráðuneytisins og Akra- nesbæjar er lögð áhersla á að sem flestir starfsmenn vinni áfram hjá stofnuninni. Ákvörðun um flutning er því tekin með löngum fyrirvara til að hægt sé að vinna að flutningi í samráði og samvinnu við stjórn- endur og starfsfólk Landmælinga íslands. Skipaður verður sérstakur vinnuhópur fulltrúa ráðuneytisins, Akranesbæjar og starfsmanna til að fjalla sérstaklega um málefni þeirra starfsmanna, sem vilja flytja á Akranes, s.s. um flutning, aðgang að félagslegri þjónustu, húsnæðis- mál, vinnu fyrir maka o.fl. Af framansögðu má sjá að flutn- ingur Landmælinga íslands hefur fengið vandaðan undirbúning og aðdragandi er góður. Áfram verður unnið að flutningnum með því hug- arfari að hann hafi sem minnst áhrif á starfsemi stofnunarinnar og að starfsfólki verði gerðar þess- ar breytingar eins auðveldar og frekast er kostur. Auk þess er aug- ljóst að húsnæðiskostnaður mun lækka umtalsvert en ekki hækka eins og haldið hefur verið fram. Höfundur er umhverfisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.