Morgunblaðið - 19.10.1996, Qupperneq 40
" 40 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓNA
- ÞORSTEINSDÓTTIR
+ Jóna Þorsteins-
dóttir fæddist í
Grindavík 25. mars
1930. Hún lést í
Sjúkrahúsi Suður-
nesja 9. október
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Þorsteinn Ólafs-
son, bóndi á Hópi í
Grindavík, f. 13.
mars 1901 í
Grindavík, d. 20.
maí 1982, og Mar-
grét Daníelsdóttir,
f. 17. janúar 1899
í Garðbæ, d. 15.
ágúst 1981. Systkini Jónu eru
Óskar, f. 26. mars 1923, Guð-
mundur, f. 25. janúar 1926, og
Ingibjörg, f. 31. janúar 1941.
Eftirlifandi eiginmaður
Jónu er Guðmundur Kristjáns-
son, f. 18. maí 1928 í Baldurs-
haga í Grindavík, fyrrum verk-
stjóri og nú bankastarfsmaður.
Börn þeirra eru: 1) Margrét,
fædd 3. mars 1953, verslunar-
maður, gift Jóni Guðmunds-
. A syni trésmíðameistara. Börn
þeirra eru: 1. Jóna Rut, f. 22.
desember 1972, leikskólakenn-
Fallin er í valinn mikil heiðurs-
kona eftir erfiða og langa baráttu
við illvígan sjúkdóm. Hún Jóna var
hvunndagshetja, sem ekki lét bug-
ast en huggaði aðra ef eitthvað
bjátaði á og gladdist með fólki á
góðum stundum. Fjölskyldan og
heimilið var henni allt. Ekki bara
hinir allra nánustu, heldur stórfjöl-
-'■'áityldan. En mestur er missir eftir-
lifandi eiginmanns, Guðmundar
Kristjánssonar. Guðmundur,
annálað ljúfmenni, stóð eins og
klettur við hlið hennar og sat við
dánarbeðinn til hinsta dags. Jóna
og Guðmundur voru um margt
einstök hjón. Þau voru ein af þeim
sem ávallt voru nefnd saman. Svo
samhent um allt voru þau og mik-
ari í Grindavík. 2.
Birkir Rafn, f. 15.
apríl 1979, nemi. 2)
Kristín f. 19. des-
ember 1957, banka-
starfsmaður, maki
Hilmar Sigurðsson,
viðskiptafræðing-
ur. Börn þeirra
eru: 1. Heiðar Már,
f. 26. febrúar 1991.
2. Heimir Daði, f.
25. maí 1994. 3)
Hermann Þorvald-
ur, f. 9. apríl 1961,
trésmíðameistari,
kvæntur Kristínu
Eddu Ragnarsdóttur, hjúkr-
unarfræðingi. Börn þeirra
eru: 1. Guðmundur Davíð, f.
4. janúar 1982. 2. Hulda Mar-
ía, f. 27. desember 1985. 3.
Ragnar Hjörvar, f. 20. sept-
ember 1991. 4. Hjördís Björg,
f. 4. september 1994. Jóna var
húsmóðir og starfaði enn-
fremur í um 15 ár þjá Vörubíl-
stjórafélagi Grindavíkur, eða
til ársins 1993.
Útför Jónu verður gerð frá
.Grindavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
ill kærleikurinn og vináttan á milli
þeirra að ef annað var að sinna
verki var hitt aldrei langt undan.
Sár er söknuður barna, tengda-
bama og barnabarna, allra þeirra,
sem hún lét sér svo annt um.
Systkini hennar og börnin og
bamabörnin þeirra fóm ekki var-
hluta af ástúð hennar og um-
hyggju fyrir velferð þeirra. Aldrei
leið Jónu betur en í návist fólksins
síns, og eru ættarmótin, sem hún
átti svo stóran þátt í að undirbúa
og koma í kring, til vitnis um
það. Til vitnis um glæsilega mann-
kosti Jónu er fallega heimilið.
Snyrtimennskan í fyrirrúmi og
alltaf verið að huga að fallegum
hlutum. Ljósmyndum af fjölskyld-
SINDRI
KONRÁÐSSON
'4- Sindri Konráðs-
I son fæddist á
Akureyri 15. maí
1978. Hann lést af
slysförum í Gnúp-
verjahreppi 1. októ-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Dómkirkjunni
11. október.
Kom nótt með þinn frið. Lát
daggir drjúpa
á dauðþyrstan, brennandi
svörð.
Gef andartak hvíld öllum ör-
þreyttum bömum
og öllu, sem þjáist á jörð.
Læg hugarins öldur, unz hljómar í strengjum
hvers hjarta þitt mildasta lag.
Svæf þrána, sem brennir mitt bijóst svo ég titra
af beyg við hvem n'sandi dag.
(Jakobína Sig.)
Elsku Sindri, þú varst okkur
góður bróðir og vinur, traustur og
trúr, íhugull, sjálfum þér nógur en
samt svo fullur af krafti og ein-
beitni að fátt stóð lengi í vegi þeg-
ar þú settir höfuðið undir þig og
ákvaðst að ná settu marki. Þú,
- yngsti bróðirinn, litla barnið í fjöl-
skyldunni allt í einu orðinn ungur
maður, sem horfðir þessum óvið-
jafnanlega brúnu augum svo
áhyggjulaus til framtíðar. Framtíð-
in var nefnilega sjálfsögð, tryggð,
örugg og full af tónlist, gítarspili,
körfubolta, endalausum vökum
með bræðrunum, spjalli frammi í
"eldhúsi, skreppitúrum í bæinn. Það
var svo margt framundan, svo
mörg tækifærin, sem
aðeins biðu eftir því
að þú gripir þau. Við
héldum öll að sá samn-
ingur væri gulltryggð-
ur.
Spurningin, um
hvað gerðist á sek-
úndubrotinu þegar þú
varst tekinn frá okkur,
hefur nagað okkur öll.
Aftur og aftur leitar
hjartað svars í þrot-
lausri leit að einhverju,
sem hægt er að festa
hendur á og styðja sig
við. Einhveiju, sem
gerir augnablikin áður en svefninn
nær að deyfa sviðann og beyginn
við rísandi dag, örlítið bærilegri.
Við vorum samstilltur hópur,
náin fjölskylda áður en þú fórst
og nú verðum við að vanda okkur
enn betur, standa enn betur sam-
an, hlúa hvert að öðru og mynda
óijúfandi skjól; skjaldborg ástúðar
og styrks þar sem ljósið þitt mun
loga um alla eilífð. Skólafélagar
þfnir og vinir hafa sýnt okkur öllum
ómetanlega samúð og vitnisburð-
ina, sem skipta hundruðum, um
vinarþel þitt og trúmennsku, mun-
um við ávallt geyma líkt og dýr-
gripi við bijóst okkar.
Elsku drengurinn okkar, þú lifð-
ir lífinu fallega og skilur eftir þig
svo mikla ást og hlýju að ekkert,
jafnvel ekki þessi sári aðskilnaður
fær kastað skugga á vonina og
ljósið, sem ávallt fylgir sál þinni.
Hvíldu rótt, kæri bróðir.
Systkinin.
unni fann hún ávallt verðugan
stað, þó alltaf væri börnunum að
fjölga.
Jóna var blómakona. Rómaðar
eru rósirnar hennar í sólstofunni
í Mánasundi. Gestrisni var henni
í blóð borin enda gestkvæmt hjá
þeim hjónum með afbrigðum og
vináttu mat hún mikils. Við Krist-
ín og Heiðar Már bjuggum í Mána-
sundi í u.þ.b. fjóra mánuði fyrir
nokkrum árum, er við vorum „á
milli íbúða“. Þessi tími var okkur
afar dýrmætur og eftirminnilegur.
Af mörgu er að taka. Jóna rækt-
aði m.a. grænmeti í litlu skoti í
bakgarðinum. Þegar hún setti nið-
ur eða hugaði að uppskerunni, þá
setti hún upp sérstaka húfu. Þarna
var komin hin íslenska alþýðukona
í sinni bestu mynd. Að verki loknu,
stundarkorni síðar, gat hún verið
búin að klæða sig til veislu. Þá
var hún líka eins og drottning.
Hún bar sig svo vel. Hún hafði
glæsileika til að bera en hluti af
honum var glaðlyndið, sem henni
var eðlislægt.
Lengi verður í minnum haft, er
þær systur, Jóna og Inga hlógu
saman. Ekki lagði óregla Jónu að
velli, öðru nær. Hún var reglu-
manneskja, sem og þau hjón bæði.
Ef vinkonur bar að garði, var þó
gefin ein fíngurbjörg af sherry
endrum og eins. Aldrei sást Jóna
bregða skapi. En skaplaus var hún
ekki. Ef henni mislíkaði þá kom
eins og ský eða slæða yfir augun
en ekki var endilega verið að fjöl-
yrða um skapraunina.
Jólin verða aldrei hin sömu án
Jónu. Þá var hún í essinu sínu að
taka á móti fólkinu sínu í dýrindis
jólamat. Þessa tíma naut hún út
í ystu æsar. Alveg sama hvað
fjölgaði það var henni allt að halda
gleðileg jól og hafa barnahópinn
í kringum sig.
Kristín hefur misst ástsæla
móður og kæra vinkonu. Dreng-
irnir yndislega ömmu, og Linda
Björk, dóttir Hilmars, sér á eftir
konu, sem tilbúin var að ganga
henni í ömmustað. Við finnum öll
til og söknum sárt. Færðar eru
kveðjur frá börnum Hilmars, Evu
Úllu og Sigurði Gunnari, er dvelja
erlendis við nám. Elsku pabbi,
tengdapabbi og afi Gummi. Megi
góður Guð styrkja þig í sorg þinni
og hjálpa þér að komast í gegnum
erfiðan tíma.
Kristín, Hilmar, Heiðar Már,
Heimir Daði og Linda Björk.
Orð þitt er ilmur blóma,
ást þín gróandi vor,
sál þín ljósið, sem ljóma vefur
löndin og bræðir hjarnið kalt.
í hvilunni engin jafn sólhvít sefur.
Þú gefur -
og gefur - allt.
(Davíð Stef.)
Á fallegum haustdegi lést á
Sjúkrahúsi Suðurnesja tengda-
móðir mín Jóna Þorsteinsdóttir.
Hún hafði átt við vanheilsu að
stríða undanfarin ár, en var þó svo
gæfusöm að geta verið sem lengst
heima, því að þar leið henni best.
Við þessi tímamót hrannast upp
minningarnar alveg frá þyí að ég
kom fyrst inn á heimili þeirra
hjóna í Grindavík. Við höfum oft
hlegið að því síðar þegar ég kom
fyrst til þeirra í heimsókn. En
svona eru minningarnar, þær ylja
okkur um hjartaræturnar um
ókomna tíð.
Jóna var ákaflega glaðleg og
glæsileg kona, alltaf svo létt í
kringum hana, þannig að mér
fannst geisla af henni. Hjartahlý
og umhyggjusöm. Hennar mesta
gæfa var að kynnast eftirlifandi
eiginmanni sínum Guðmundi
Kristjánssyni. Þau Jóna og Guð-
mundur voru einstaklega samrýnd
á lífsgöngunni, samband þeirra
var byggt á gagnkvæmri virðingu,
djúpri umhyggju og ástúð alla tíð.
I veikindum Jónu stóð Guðmundur
með henni heilshugar - eins og
klettur.
Þau sköpuðu sér afskaplega
fallegt og vinalegt heimili, prýtt
glæsilegum hannyrðum Jónu. Hún
var mikil húsmóðir sem og hann-
yrðakona. Allt sem hún gerði var
gert af mikilli natni og vand-
virkni, hvort sem um var að ræða
hannyrðir, matargerð, blóma- eða
matjurtarækt. Allt lék í höndum
hennar. Einu sinni trúði hún mér
fyrir því að sig hefði dreymt um
að verða handavinnukennari. Án
efa hefði hún sómt sér glæsilega
á þeim vettvangi en stærsta hlut-
verkið var móður- og eiginkonu-
hlutverkið, sem er líklega það þýð-
ingarmesta fyrir hverja konu.
Nú er mér efst í huga þakklæti
fyrir að hafa fengið að kynnast
Jónu, fyrir að hafa þegið ráð henn-
ar og leiðbeiningar, sem verða
dýrmæt í minningunni. Oft spjöll-
uðum við heilmikið um lífsins gagn
og nauðsynjar, en við áttum það
sameiginlegt að hafa afskaplega
gaman af að hlusta á vandaða
útvarpsþætti og gátum spjallað
um þá fram og aftur.
Það er ekki sjálfsagður hlutur
að vera samferða á þessari lífs-
göngu, enginn veit hve sú sam-
fylgd varir lengi. Því er hver dag-
ur mikilvægur með þeim sem okk-
ur þykir vænt um.
Þið eruð meira en líkaminn,
annað en hús ykkar og eigur.
Hið sanna sjálf dvelst ofar Qöllum
og svífur á vængjum vindanna.
(Úr Spámanninum.)
Með söknuði og virðingu kveð
ég þig nú. Megi Guð vera með þér
á nýjum slóðum. Minning þín mun
alltaf lifa með okkur.
Þín
Kristín Edda.
Elsku amma.
Nú er langri baráttu við hræði-
legan sjúkdóm lokið. Þótt ég væri
búin að undirbúa mig er missirinn
mikill. Heimili ykkar afa var mitt
annað heimili hér í Grindavík og
alltaf var tekið svo vel á móti mér
þegar ég kom til ykkar. Alltaf
áttirðu eitthvað gott handa mér
og þú varst aldrei ánægð fyrr en
ég var búin að bragða á því, sem
þú bauðst upp á. Þú varst
stórglæsileg kona, og heimili ykk-
ar afa var alltaf fallegt og snyrti-
legt. Sólhúsið þitt með rósunum
var stolt þitt og kom oft fyrir að
þú bjargaðir mér um blóm ef mér
var óvænt boðið eitthvert, og það
var alltaf stolt mitt að geta fært
rós úr sólhúsinu hennar ömmu,
og hugsa ég að dálæti mitt á rós-
um sé frá þér komið. Ef einhver
hafði virkilega trú á mér, þá varst
það þú, enda er það alltaf að koma
betur og betur í ljós hversu líkar
við vorum á mörgum sviðum. Ég
gat rætt við þig um ýmislegt, allt
frá því hvað við vinkonumar vor-
um að bralla til stjórnmála. Þú
studdir mig alltaf í ákvörðunum
mínum og oft kom ég til þín til
þess að fá hugmyndir. Engu skipti
hvað ég færði þér, þú varst alltaf
jafnánægð með það og sagðir: „En
fallegt af þér að muna eftir okk-
ur.“ En elsku arama, hvernig gæti
ég gleymt ykkur? Þið afi voruð svo
góð við mig, ég gat alltaf leitað
til ykkar, það var alveg sama hvað
það var, það var reynt að bjarga
því á einhvern hátt. Það er mikið
til í því, sem ég las einhverntíma
áð „amma er besta gjöf, sem barn
getur fengið".
Elsku amma, ég á eftir að sakna
þín sárt, og það verður mjög tóm-
legt að koma í Mánasund án þess
að þú komir og takir á móti mér
í dyrunum, stórglæsileg, með bros
á vör. En lífið heldur áfram og
ég reyni að hugga mig við það
að núna líður þér vel og baráttu
þinni við hræðilegan og ósann-
gjarnan sjúkdóm er lokið. Elsku
afi, þú hefur misst lífsförunaut
þinn og besta vin, hana Nonnu
þína. Guð gefi þér styrk í sorginni
og um ókomna tíð.
Jóna Rut.
Við lát Jónu, frænku minnar
og vinkonu, má ég til með að minn-
ast þessarar sérstaklega hugrökku
og jákvæðu konu, sem aldrei lét
neinn bilbug á sér finna í sínum
löngu veikindum. Það glaðlyndi
og bjartsýni sem hún sýndi var
hennar aðalsmerki og þeirra hjón-
anna beggja. Það var virkilega
aðdáunarvert.
Jóna var félagslynd og hafði
mjög gaman af að umgangast fólk
og ræða við það. Hún var myndar-
leg í höndunum og átti fallegt
heimili. Þegar ég var lítil í Þór-
kötlustaðahverfínu fannst mér
mikið til koma að eiga frænku
niðri á bæjum, frænku sem var
þremur árum eldri en ég og hún
átti heima á símstöðinni, Sól-
bakka. Ég man enn hvað ég var
hrifin þegar hún vildi að ég svæfi
nótt hjá henni.
Síðar fór hún á Húsmæðraskóla
ísafjarðar, en þá var ég í gagn-
fræðaskóla { Reykjavík. Þá
skrifuðumst við á og höfðum
ánægju af. Ég minnist þessarar
frænku minnar, en við vorum
systkinadætur, við vorum meira
en frænkur við vorum vinkonur.
Það var alltaf mikið samband á
milli okkar þótt við værum ekki
alltaf inni á gafli hvor hjá ann-
arri, en töluðum mikið saman í
síma. Jóna hafði áhuga á mörgu
og meðal annars stjórnmálum og
sýndist okkur ýmislegt um þau
mál, en sammála vorum við. Einn-
ig hafði hún mikinn áhuga á
blóma- og garðrækt og hafði mikla
ánægju af því.
Okkur hjónunum er minnisstætt
er þau hjónin fóru með okkur til
Spánar í fyrstu Spánarferð okkar
allra. Það var gaman og minnis-
stætt hvað Jóna var hrifin er hún
óð út í Miðjarðarhafið, hún var svo
meðvituð um hvar hún var stödd.
Þá fórum við líka öll til Afríku í
tvo daga. Þetta varð okkur
ógleymanleg ferð og áttum við
margar ánægjustundir við að rifja
upp ferðina.
Jóna bar mikla umhyggju fyrir
eiginmanni sínum sem var og er
sjúklingur. Hún bar líka mikla
umhyggju fyrir börnunum og
bamabörnunum og ein síðasta ferð
hennar var til Reykjavíkur í af-
mæli lítillar sonardóttur sinnar
sem varð tveggja ára og er raunar
óskiljanlegt hvernig hún komst
það, en löngunin og viljinn báru
hana áfram.
Það er mikill söknuður að fjöl-
skyldu Jónu kveðinn. Jóna, við
hjónin þökkum þér fyrir vináttuna
og fordæmið sem þú sýndir okkur
en þú hélst reisn þinni allan tím-
ann. Gummi, við hjónin sendum
þér og ykkur öllum samúðarkveðj-
ur. Það er gott að eiga góðar minn-
ingar. Guð styðji ykkur öll.
Þóra og Erling.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð bama þinna,
þú vildir rækta þeirra ættaijörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum eins og þú.
Elsku Jóna.
Þessar ljóðlínur skáldsins frá
Fagraskógi lýsa þér svo vel. Þú,
sem alltaf varst svo glöð og jákvæð
þrátt fyrir hinn óvægna sjúkdóm,
sem að lokum tók öll völd, svo að
jarðvist þinni lauk alltof fljótt.
Okkar kynni eru búin að vara í
tæp 30 ár og hefur það verið sönn
vinátta alla tíð. Margar skemmti-
legar stundir áttum við saman,
bæði hér heima og erlendis. Hvort
sem var í heimahúsi, á vinnustað
eða á ferðalagi, varst þú góður
félagi. Þú gerðir gott úr öllum
aðstæðum, lund þín létt og hlátur-
inn nærri. Nú eru þessar minning-
ar allar svo dýrmætar og í söknuð-
inum ylja þær og þannig lifir þú
áfram með okkur. Enginn getur