Morgunblaðið - 19.10.1996, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 47
FRETTIR
Fyrirlestur í Háskóla
Islands um bankamál
PRÓFESSOR David T. Llewellyn
heldur fyrirlestur í stofu 101 í Odda
þriðjudaginn 22. október nk. kl.
16.15 með yfirskriftinni „The
Theory of Banking, a Reconsider-
ation“
Prófessor David Llewellyn kemur
hingað til lands á vegum Rannsókn-
arframlags bankanna. Hann er
kunnur fyrirlesari og hefur verið
fenginn til ráðgjafar og fyrirlestra-
halds víða um heim, segir í fréttatil-
kynningu. Aðallega hafa störf hans
og fyrirlestrar tengst peninga-
stjórnun og bankamálum. Síðustu
ár hefur hann til dæmis veitt stjórn-
völdum í S-Afríku ráðgjöf um
bankareglugerðir og verið seðla-
banka landsins innan handar um
peningastjórnun.
Þá hefur Llewellyn starfað all-
nokkuð í Svíþjóð, Noregi og Finn-
landi eftir bankakreppuna sem þar
varð, en Skandinavísk yfirvöld og
bankar fengu hann til að rannsaka
orsakir kreppunnar og veita ráðgjöf
til úrlausnar. Þá má nefna að í dag
er Llewellyn ráðgjafi stjórnvaida í
ýmsum fyrrverandi ríkjum komm-
únista, svo sem Póllandi og Tékk-
landi. Gífurlegur umbætur hafa
verið gerðar á fjármálakerfum þess-
ara landa á undanförnum árum.
Prófessor David Llewellyn er út-
skrifaður úr London School of
Economics 1964. Hefur hann meðal
annars starfað fyrir Alþjóðagjald-
eyrirsjóðinn og ríkissjóð Bretlands
og setið í stjórn fjölmargra fyrir-
tækja og stofnana sem sinna efna-
hagsráðgjöf. Llewellyn er nú pró-
fessor í Loughborough University.
Öllum, sem áhuga hafa, er vel-
komið að sækja fyrirlesturinn.
Námskeið
í andlegum
vísindum
LJÓSBLIK er að fara af stað með
námskeið í andlegum vísindum og
segir í tilkynningu frá félaginu að
markmiðið sé að þjálfa og fræða
menn og konur sem óska að starfa
sem heimsþjónar. Að vera heims-
þjónn þýði einfaldlega að taka að sér
að starfa sem ljósberi, meðvitaður
starfsmaður ljóssins í öllu sem maður
tekur sér fyrir hendur.
Þar segir jafnframt: „Námskeiðið
byggir m.a. á bókinni Ljósið, lífið og
kærleikurinn, miðluð í gegnum Jyttu
Eiríksson, stofnanda Norræna heil-
unarskólans á íslandi 1985. Mun hún
og dóttir hennar, Racel Eiríksson,
sjá um kennslu á námskeiðinu.
Kennslan verður í formi fyrirlestra,
hugleiðslu- og heilunaræfinga og
samræður um vandamál líðandi
stundar. Tónlist verður mikið notuð.“
Kynningarfundur verður í Pýr-
amídanum 21. október kl. 20.30.
Fær tekjur af
Sögu-Biblíu
BARNASPÍTALI Hringsins, Land-
spítalanum, og aðstandendur Al-
þjóðlegu Barnasögu Biblíunnar
hafa gert með sér samning á þann
veg að Barnaspítali Hringsins fær
600 kr. af hverri seldri Barnasögu
Biblíu frá og með 15. október 1996.
Alþjóðlega Barnasögu Biblían er
aðgengileg bók sem inniheldur 100
valdar sögur úr Biblíunni og 100
myndir í lit gerðar af börnum um
víða veröld. Bókin kostar 1.900 kr.
„Ævintýri á
skrifstofunni“
og „Óþelló“ í
bíósal MÍR
KVIKMYNDIN sem sýnd verður í
bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, næst-
komandi sunnudag 20. október kl.
16 nefnist „Ævintýri á skrifstof-
unni“ (Sluzhebnyi roman). Þetta er
mynd í léttum dúr frá árinu 1977.
Leikstjóri er Eldar Rjazanov, einn
afkastamesti og vinsælasti kvik-
myndaleikstjóri í fyrrum Sovétríkj-
unum og Rússlandi síðustu fjóra
áratugina. Myndin er talsett á
ensku.
Mánudagskvöldið 21. október kl.
20 verður sýnd kvikmyndin
„Óþelló“, sem gerð var í Moskvu
árið 1956 undir leikstjórn Sergeis
Jútkevits. Myndin er byggð á sam-
nefndu leikriti Shakespeares og
hlaut á sínum tíma margvíslega
viðurkenningu.
Tónlist er eftir Aram Khatsatúrj-
an. Sergei Bondartsúk fer með titil-
hlutverkið, A. Popov leikur Jagó
og Irina Skobtsjova leikur Desdem-
ónu. Myndin er sýnd eins og aðrar
mánudagsmyndir í bíósalnum án
þýddra skýringartexta.
Aðgangur að kvikmyndasýning-
um MIR er ókeypis og öllum heimill.
Þing’ Æskulýðs-
sambands
Islands
TUTTUGASTA þing Æskulýðs-
sambands íslands verður haldið í
dag, laugardaginn 19. október, á
Snorrabraut 60, 3. hæð (Skátahús-
inu).
Forseti íslands, hr. Ólafur Ragn-
ar Grímsson, ávarpar þingið kl.
10.30 en þingið hefst kl. 9.30 og
lýkur kl. 16.30.
Kirkjudagur
Fríkirkjunnar í
Hafnarfirði
ÁRLEGUR kirkjudagur Fríkirkjunn-
ar í Hafnarfirði verður haldinn
sunnudaginn 20. október. Eins og
alla sunnudaga verður barnaguðs-
þjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta verður kl. 14. Sr.
Guðmundur Óskar Ólafsson, predik-
ar en sr. Guðmundur Óskar þjónaði
Fríkirkjunnar á árunum 1972-1975.
Barnakór kirkjunnar mun syngja við
athöfnina undir stjórn Sigríðar Ásu
Sigurðardóttur og kirkjukórinn leiðir
söng undir stjórn nýs organista,
Þóru Guðmundsdóttur.
Að lokinni guðsþjónustu verður
kaffisala Kvenfélagsins í Álfafelli,
sal íþróttahússins við Strandgötu.
Lagareglurnar
þijár um útivist-
artíma barna og
unglinga
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi áskorun frá Umboðs-
manni foreldra og barna, Fræðslu-
miðstöð Reykjavíkur og stjórn SAM-
FOKS (Sambands foreldrafélags í
grunnskólum Reykjavíkur);
„Börn 12 ára og yngri mega ekki
vera á almannafæri eftir kl. 20 nema
í fylgd með fullorðnum.
Unglingar, sem eru á aldrinum
13 til 16 ára, mega ekki vera á al-
mannafæri eftir kl. 22 nema þeir séu
á heimferð frá viðurkenndri skóla-,
íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Á tímabilinu 1. maí til 1. septem-
ber lengist útivistartími barna og
unglinga samkvæmt 1. og 2. reglu
um tvær klukkustundir.
Þá viljum við skora á foreldra að
vera heima með börnum sínum ef
þau halda bekkjar-„partý“. Einnig
viljum við hvetja foreldra til að ger-
ast virkir þátttakendur í foreldrarölt-
inu.
Foreldrar, fylgist vel með hvar
börnin ykkar eru og hvað þau hafa
fyrir stafni.“
Jólakort Hringsins
komið út
EIRÍKUR Smith, listmálari, hef-
ur gefið Barnaspítala Hringsins
vatnslitamynd sína Jól og prýðir
þessi mynd jólakort félagsins
1996.
Jólakortaútgáfa Hringsins
hefur í rúma tvo áratugi verið
ein aðaluppistaðan í tekjuöflun
þess til styrktar barnaspítala.
Eiríkur Smith er þekktur list-
málari og hefur haldið fjölda
einkasýninga og tekið þátt í
mörgum samsýningum. Verk eft-
ir hann eru í eigu opinberra lista-
safna og einkasafnara.
Jólakortið er að öllu leyti unn-
ið í Odda ehf. Útgefandi og dreif-
ingaraðili er Hringurinn, Asval-
lagötu 1,101 Reykjavík.
FULLTRÚAR Umsjónarfélags einhverfra afhentu Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur, borgarsljóra, fyrsta eintakið af kynningarbækl-
ingi um Aspergerheilkenni. Það var Hannes Adam Guðmundsson
sem afhenti Ingibjörgu bæklinginn ásamt blómum. Aðrir á mynd-
inni eru Þröstur Sverrisson, Ástrós Sverrisdóttir, Bjarni H. Sigfús-
son, Hlynur Guðlaugsson, Bjartur Guðlaugsson, Agatha Agnars-
dóttir, Ragnheiður Ingadóttir og Ester J. Adamsdóttir.
Kynningarbæklingur um
Aspergerheilkenni
Guðmundssyni, en hann er í hópi
þeirra sem eru með Asperger-
heilkenni.
Umsjónarfélag einhverfra gaf
bæklinginn út með tilstyrk lyfja-
fyrirtækjanna Delta, Omega og
Pharmaco. Páll Magnússon, sál-
fræðingur, las texta bæklingsins
yfir og veitti fagleg ráð.
UMSJONARFELAG einhverfra
gaf nýverið út kynningarbækling
um Aspergerheilkenni sem dreift
er til skóla, leikskóla og heil-
brigðisstofnana. Fyrsta eintak
bæklingsins var formlega aflient
borgarstjóranum í Reykjavík,
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur,
af 14 ára pilti, Hannesi Adam
Námstefna
um andfélags-
lega hegðun
unglinga
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
Háskóla íslands gengst fyrir nám-
stefnu föstdaginn 25. október nk.
um andfélagslega hegðun unglinga
og ungs fólks.
Áhersla verður lögð á árásar-
hegðun og ofbeldi meðal unglinga
og ungs fólks og tengsl þess við
ýmsa þætti s.s. þroskabreytingar
unglingsáranna, vímuefnaneyslu,
fjölskylduaðstæður, fjölmiðla og
aðrar félagslegar aðstæður. Enn-
fremur verður fjallað um greiningu
og meðferðarúrræði.
Fyrirlesarar verða þeir Einar
Gylfi Jónsson, sálfræðingur, deild-
arstjóri forvarnadeildar SÁÁ, Hugo
Þórisson, yfirsálfræðingur við ungl-
ingadeild Félagsmálastofnunar
Reykjavíkur, Ingvar Guðnason, sál-
fræðingur við Meðferðarstöð ríkis-
ins fyrir unglinga og Karl Steinar
Valsson, afbrotafræðingur og lög-
reglumaður hjá lögreglunni í
Reykjavík.
Efni fyrirlestranna verður: Staða
ofbeldis- og afbrotamála í dag.
Lögð verður sérstök áhersla á þátt
unglinga í þeim breytingum sem
orðið hafa í þessum efnum; Ungl-
ingurinn í frumskóginum. Fjallað
verður um ýmsar kenningar um
árásarhneigð og hlutverk hennar I
mannlegu samfélagi, með sérstakri
áherslu á unglingsárin; Aðstæður
unglinga í dag, með sérstakri
áherslu á vímuefnaneyslu; And-
félagsleg hegðun, greining og úr-
ræði.
Umsjónarmaður námstefnunnar
er Ásgeir Sigurgestsson, sálfræð-
ingur. Nánari upplýsingar og skrán-
ing er á skrifstofu Endurmenntun-
arstofnunar.
Októbermessa
Kvennakirkj-
unnar
OKTÓBERMESSA Kvennakirkj-
unnar verður í Árbæjarkirkju, Ár-
bæjarhverfi, sunnudagskvöldið 20.
október kl. 20.30. Yfirskrift mess-
unnar er Kennsla.
Þrír starfandi kennarar tala:
Halla Mangúsdóttir, barnakennari
við Grandaskóla, Helga Friðfinns-
dóttir, skólastjóri Hvaleyrarskóla í
Hafnarfirði, og Regína Stefnisdótt-
ir, kennari við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti. Einnig mun Anna Mál-
fríður Sigurðardóttir, tónlistar-
kennari, ræða um tónlistarkennslu
og leika á píanó.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir og
Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
stjórna kirkjusöng.
Skagamenn
heimsækja
Hafnarfjarðar-
kirkju
AKURNESINGAR koma í safnað-
arferð til Hafnarfjarðar sunnudag-
inn 20. október og taka þátt í messu
í Hafnarfjarðarkirkju sem hefst kl.
14.
Sr. Björn Jónsson predikar og
þjónar fyrir altari ásamt sr. Þór-
hildi Ólafs og Kirkjukór Akranes-
kirkju og Hafnarfjarðarkirkju
syngja undir stjórn organista kirkn-
anna, Katalin Lörincz og Nataliu
Chow. Eftir messuna er kirkjukaffi
í Strandbergi, safnaðarheimili
Hafnarfjarðarkirkju.
Stefna í nátt-
úruvernd
NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hefur
gefið út Stefnu í náttúruvernd.
„Stefnumörkuninni er ætlað að auð-
velda yfirsýn um vandamál náttúru-
verndar og leiðir til þess að leysa
þau. Stefnan er lögð fram í því
skyni að hvetja til umræðu um
strauma og stefnur í náttúruvernd
og sem tillögur til hinnar nýju stofn-
unar, Náttúruverndar ríkisins, um
hvar þurfi að gera betur. Jafnframt
eru í stefnunni ábendingar til lög-
gjafans um ýmsa vankanta sem eru
á núgildandi lögum um náttúru-
vernd.“ segir í frétt frá Náttúru-
verndarráði.
Fjölrit Náttúruverndarráðs nr.
28, Stefna í náttúruvernd, er í 8
köflum sem hver um sig fjallar um
afmarkað svið náttúruverndar. Inn-
an hvers kafla eru ákveðnar tillögur
og greinargerðir við þær. Tillögur
eru þannig upp settar að með grein-
argerðum geti þær staðið einar og
óstuddar.
Stefnan fæst á skrifstofu Nátt-
úruverndarráðs, Hlemmi 3.
LEIÐRÉTT
Slóð borgarinnar
ÞAU mistök urðu í vinnslu fréttar
af opnun heimasíðu Reykjavíkur-
borgar á Veraldarvefnum í fyrradag
að slóð síðunnar féli niður. Slóðin
er: http://www.rvk.is.
Um gigt
SAGT var í Morgunblaðinu síðastlið-
inn miðvikudag að talið væri að að-
eins 1,2% mannkyns þjáðust af gigt.
Gigtarfélag íslands hefur sent Morg-
unblaðinu athugasemd, þar sem seg-
ir að um misskilning sé að ræða,
því að einstakir gigtsjúkdómar eins
og iktsýki (liðagigt) og hrygggigt
geta einir og sér staðið fyrir þessari
prósentu í heiminum. Beðizt er vel-
virðingar á þessu.