Morgunblaðið - 19.10.1996, Síða 60
Wm^ows
NT4.0
TVÖFALDUR1. vinningur
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Hópslys
Aætlun-
um áfátt
ÁÆTLUNUM margra ís-
lenzkra sjúkrahúsa um hvernig
bregðast skuli við hópslysum
og öðrum stóráföllum er ábóta-
vant. Þetta kom fram í máli
Olafs Þ. Jónssonar, yfirlæknis
á gjörgæzlu Sjúkrahúss
Reykjavíkur, á ráðstefnunni
Björgun 96, sem hófst á Hótel
Loftleiðum í gær, en erindi
hans fjallaði um viðbrögð heil-
brigðisþjónustunnar við stór-
áföllum.
10 af 17 hafa áætlun
Olafur benti á, að samkvæmt
nýjustu upplýsingum Almanna-
vama hefðu aðeins 10 af 17
helztu sjúkrahúsum landsins
tilbúna hópslysaáætlun, þ.e.
áætlun sem segir fyrir um
hvernig starfslið sjúkrahússins
bregðist við ef neyðarástand
kemur upp og meðhöndla þurfi
með skömmum fyrirvara fjölda
fórnarlamba stórslyss eða nátt-
úruhamfara. Fjögur sjúkrahús-
anna hafa enga slíka áætlun,
en þijú eru að vinna að gerð
þeirra. Umrædd sjö sjúkrahús
eru dreifð um landsbyggðina.
Einungis þrjú sjúkrahúsanna
hafa rýmingaráætlun, þ.e. ná-
kvæma áætlun um hvernig
rýma skuli húsnæði sjúkra-
hússins á sem skemmstum tíma
ef aðstæður krefjast þess, s.s.
vegna skemmda á húsinu
vegna jarðskjálfta, eldsvoða
eða því um líks.
Öryggismál
sjúkrahúsa
Ólafur sagði brýnt, að
sjúkrahúsin skerpi öryggismál
og viðbúnað vegna stórslysa.
Hópslysaáætlanir ættu að vera
fyrir hendi á öllum sjúkrahús-
um og þær þurfi að kynna stöð-
ugt, svo að starfsfólkið sé alltaf
viðbúið.
Auka þurfi fræðslu og þjálf-
un starfsfólks heilbrigðisþjón-
ustunnar í viðbrögðum á neyð-
arstundu. Lítil fræðsla í stór-
slysalæknisfræði hafi verið í
boði og úr því verði að bæta.
Columbia ræður Nomura Bank og Babcock & Brown sem
fjármálaráðgjafa vegna framkvæmda á Grundartanga
Undirbúa fjár-
mögriun nýs álvers
Morgunblaðið/Golli
Ákaf í
Perlunni
FJÖLSKYLDURATLEIKUR,
Islandsmót í veggjaklifri innan-
húss og tilraun til að slá heims-
metið í köfun innanhúss er með-
ai þess sem verður í boði í tengsl-
um við sýninguna Björgun 96,
sem Landsbjörg, Landssamband
björgunarsveita og Slysavarna-
félag íslands gangast fyrir i Perl-
unni um helgina.
-----*—*—*-----
Verðmætur
farmur í
nýja bræðslu
á Akranesi
Akranesi. Morgunblaðið.
ÍRAFOSS, skip Eimskips, kom til
Akraness í gær frá Noregi með einn
verðmætasta farm sem þar hefur
verið skipað upp; vélbúnað og þurrk-
ara í nýja fiskimjölsverksmiðju Har-
aldar Böðvarssonar hf.
Að sögn Haralds Sturlaugssonar
framkvæmdastjóra HB er um að
ræða nær allan tækjabúnað sem
þarf í verksmiðjuna. Lætur nærri
að farmurinn sé 400 m.kr. virði.
Áætlað er að framkvæmdir við
hina endurbættu fiskimjölsverk-
smiðju fyrirtækisins kosti 750-800
milljónir króna. Stefnt er að því að
hún taki til starfa fullbúin í janúar
nk. Afköst hennar verða þá 1.000
tonn af hráefni á sólarhring miðað
við vinnslu á hágæðamjöli.
COLUMBIA Ventures Corporation
hefur ráðið Babcock & Brown og
Nomura Bank í London sem fjár-
málaráðgjafa sína vegna væntan-
legrar byggingar álvers á Grundar-
tanga. Þessi fyrirtæki voru ráðgjafar
Spalar við undirbúning og fjármögn-
un Hvalfjarðarganganna. „Verkefnið
er bæði að skipuleggja fjárhagslega
hvemig álverið verður byggt upp og
að vinna að útvegun fjármagns,"
sagði Erlendur Magnússon hjá Nom-
ura Bank í London í samtali við
Morgunblaðið í gær. Hann er einn
þriggja starfsmanna fyrirtækjanna
sem munu hafa umsjón með þessu
verkefni.
Erlendur sagði að þar með yrði
það verkefni þeirra þremenninganna
að sjá til þess að einstakir íjárfestar
væru sáttir við þá ávöxtun og áhættu
sem hver og einn þyrfti að taka.
Hann sagði að ekkert lægi fyrir á
þessu stigi um það hvaða hópur fjár-
festa yrði með í fjármögnun þessa
verkefnis enda hefði ekki verið geng-
ið frá samningi við Columbia fyrr en
í gær.
Erlendur sagði að einnig væri
ómögulegt að segja til um það nú
hversu langan tíma starf þeirra sem
fjármálaráðgjafar kæmi til með að
taka. „Það fer auðvitað eftir því hver
niðurstaða okkar og Columbia verður
um það hver sé vænlegasti kostur-
inn.“
Aðspurður um ástæður þess að
þessi tvö fyrirtæki, sem eru systurfyr-
irtæki, urðu fyrir valinu sagði Erlend-
ur að Babcock & Brown væru sér-
fræðingar í því sem kallað væri verk-
efnisfjármögnun, eins og fjármögnun
álvers og orkufyrirtækja væri.
„Þá búum við yfir ákveðinni
reynslu vegna fjármálaráðgjafar
okkar fyrir Spöl vegna Hvalfjarðar-
ganganna, en við unnum saman að
henni. Það er fyrsta og eina verkefn-
isfjármögnun á Íslandi til þessa. Þá
þurftum við, íslensk fjármálafyrir-
tæki og íslenskir lögfræðingar, að
leysa ýmis vandamál og getum því
á vissan hátt byggt á þeirri reynslu
okkar,“ sagði Erlendur Magnússon.
Morgunblaðið/Halldór
Kaupendur og seljendur fíkniefna taka tölvur í þjónustu sína
Viðskipti með fíkniefni
á spiallrásum alnetsins
GRUNUR leikur á að íslenskir kaupendur og
seljendur fíkniefna noti svokallaðar spjallrásir á
alnetinu til að koma boðum sín á milli. Björn
Halldórsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögregl-
--- vainar, upplýsti þetta á opnum fundi um fíkniefna-
mál, sem haldinn var í vikunni. Björn sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær, að hann vildi
ekki tjá sig frekar um málið.
Á fundinum beindi Björn máli sínu til fundar-
manna og spurði, hve margir hefðu tölvu heima
hjá sér með alnetstengingu. Hann upplýsti, að á
netinu væri að finna ýmiss konar ritmál um fíkni-
efni og væri ekki allt jafnnákvæmt og rétt sem
þar kæmi fram. Að auki væru mörg dæmi um
að hvatt væri til fíkniefnaneyslu. Loks sagði
Björn, að grunur léki á að spjallrásir væru notað-
ar til fíkniefnaviðskipta.
Spjallrásirnar, sem kallast IRC (Internet relay
chat), eru ýmist lokaðar og ætlaðar fyrir tveggja
manna „tal“, eða öllum opnar. Notendur á spjall-
rásum gefa ekki upp eigið nafn, heldur nota dul-
nefni, sem geta verið af ýmsum toga. Sá sem
stofnar rás stjórnar henni jafnframt. Ef rásin er
opin geta allir tekið þátt í spjalli, eða tekið þann
kostinn að fylgjast með spjalli annarra, án þess
að leggja orð í belg.
Jólasveinninn kemur
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru
dæmi um spjall á slíkum rásum, sem ekki er
hægt að skilja öðruvísi en svo, að viðskipti með
fíkniefni fari fram. Ekki er þó talað opinskátt um
viðskiptin, heldur notuð ýmis kunn slanguryrði,
svo sem hippi, gras, hraði og talað um komu jóla-
sveinsins. Til þess að einn notandi geti selt öðrum
þarf kunningsskapur að vera fyrir hendi, svo þeir
þekki dulnefni hvor annars. Er óttast að þessi við-
skiptamáti sé að ryðja sér til rúms, þar sem notk-
un síma hafi ávallt ákveðna áhættu í för með sér.
Björn Halldórsson vildi í gær ekki tjá sig um
hvort lögreglan myndi hugsanlega grípa til ein-
hverra aðgerða vegna þessa. „Eg get staðfest
það eitt, að það leikur grunur á að þessir við-
skiptahættir séu við lýði, en að öðru leyti vil ég
ekkert tjá mig um málið," sagði hann.
Burstað
í blíð-
viðrinu
ÁSGEIR Eggertsson kraup og
burstaði skó vegfarenda á
Lækjartorgi í gær, Iíkt og hann
hefur gert aðra góðviðrisdaga í
höfuðborginni frá 4. júlí, að eigin
sögn. Ásgeir var að pússa skóna
hennar Arnbjargar Gunnars-
dóttur þegar ljósmyndara bar að
og gaf ýmis góð ráð um skóhirðu
í kaupbæti.
Viðskiptavinir sem nýta sér
þjónustu Ásgeirs borga 150 krón-
ur í fyrsta skipti, en þeir sem
koma í annað sinn greiða 100
krónur fyrir hveija burstun seg-
ir hann. Ásgeir segir ennfremur
að burstunin gangi prýðilega
þótt margir séu feimnir við að
stoppa. „Þetta skapar nefnilega
áhorf,“ segir Ásgeir.