Morgunblaðið - 02.11.1996, Page 10

Morgunblaðið - 02.11.1996, Page 10
10 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dansráð íslands hefur staðið fyrir keppni í 10 ár Islendingar hafa eignast danspör á heimsmælikvarða Á þessu ári eru liðin 10 ár síðan * Dansráð Islands stóð fyrir fyrstu íslandsmeistarakeppni í samkvæmis- dönsum. Jóhann Gunnar Arnarson skoðar hvað er á döfinni í vetur. FYRSTA keppnin sem Dansráð íslands stóð fyrir fór fram á Hótel Sögu í maí 1986. Síðan hefur mik- ið vatn runnið til sjávar. í fyrstu var einungis ein keppni í boði en svo bættust smátt og smátt fleiri við og nú í vetur er séð fram á að keppnimar verði 9 talsins fyrir utan skólakeppnir. Mikil framþróun hefur átt sér stað síðan fyrsta keppnin fór fram og í dag eiga íslendingar danspör sem jafnast á við það bezta sem gerist í heiminum í dag. Allt hefur þetta gerst á ótrúlega stuttum tíma og því undravert hversu árangur íslendinga á alþjóðavettvangi er góður því við etjum kappi við þjóð- ir sem hafa áratuga reynzlu í keppnisdansi. íslandsmeistaramót og hinir beztu Nú þegar er einni keppni lokið og framundan eru tvær, nú um helgina. Laugardaginn 2. nóvem- ber fer fram úrtökumót vegna Norðurlandamóts í dansi sem fram fer hér á íslandi í desember. Úr- tökumótið hefur fengið nafnið Bar- átta hinna beztu. Er þar keppt í fimm flokkum; flokki 10-11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára, 16-18 ára og 19 ára og eldri. Efstu tvö pörin í hveijum flokki öðlast þátttöku- rétt á Norðurlandamótinu og er miðað við samanlögð stig, nema í flokki 19 ára og eldri, þar fá þátt- tökurétt eftsu tvö pörin í stand- arddönsum, í suður-amerískum dönsum og báðum flokkum saman- lagt, alls 6 pör. Sunnudaginn 3. nóvember fer fram Islandsmeistaramót í 5&5 dönsum með frjálsri aðferð. Keppt er í fjórum flokkum með frjálsri aðferð auk þess í flokki atvinnu- manna. Einnig er boðið upp á keppni í einum og tveimur dönsum með grunnaðferð. Sunnudaginn 24. nóvember stendur Dansskóli Auðar Haralds- dóttur fyrir sinni árlegu Lottó- danskeppni. Er þar keppt í fjöl- mörgum flokkum, bæði með grunnaðferð og frjálsri aðferð, einnig er þar boðið upp á liða- keppni sem er mjög skemmtilegt keppnisform. Norðurlandamót í dansi á Islandi og opin keppni Norðurlandamótið í dansi fer fram hér á íslandi laugardaginn 7. desember. Keppendur verða frá fjórum löndum auk íslands; Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Sví- þjóð. Keppnin fer fram í íþrótta- húsinu við Strandgötu í Hafnar- firði. Norðurlöndin eru mjög fram- arlega í keppnisdansi í heiminum og verður því eflaust ákaflega gaman að sjá ölj þessi sterku pör á keppnisgólfi á íslandi í desember. Sunnudaginn 8. nóvember, stendur Samband íslenzkra áhuga- dansara fyrir opinni danskeppni með frjálsri aðferð. Keppendur verða frá Islandi og Norðurlöndun- um, einnig hafa borist fyrirspurnir frá fleiri löndum. Skemmtileg nýj- ung hér á ferð. Bikarkeppni Dansráðs Islands Dansráð íslands stendur svo fyrir sinni árlegu bikarkeppnp þann 9. febrúar. Bikarkeppni DI er létt og skemmtileg keppni sem sérstaklega er hugsuð fyrir kepp- endur sem keppa í dansi með grunnaðferð. Hún verður haldin í Iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi eins og áður. Rokk-og gömlu dansakeppnin Laugardaginn 15. mars verður svo haldin Islandsmeistarakeppni í 5&5 dönsum. Þar er keppt í mörgum flokkum með frjásri að- ferð og er keppt í öllum 10 dönsun- um. Islandsmeistarar í þessari keppni verða fulltrúar íslands á heims- og Evrópumeistaramótum í standard og suður-amerískum dönsum á næsta ári svo að til mik- ils er að vinna. íslandmeistaramótið í gömlu dönsum og rokki fer svo fram sunnudaginn 16. mars. Það er gaman og gott til þess að vita að íslenzkir danskennarar viðhalda OPIÐ HÚS - HAGSTÆTT VERÐ SUÐURVANGUR 2, HAFNARFIRÐI Til sölu rúmgóð 3ja herb. íbúð á 1. hæð I fjölbýlishúsi. (búðin er 94 fm að stærð og skiptist í góða stofu, rúmgott hol (sjónvhol) og eidhús m/borðkrók. Sér þv.hús og búr inn af eldhúsi. Þá eru einnig 2 svefnherb. og bað á sérgangi. Góðar svalir, snyrtileg sameign. Lækkað verð, nú aðeins 6.4 millj.lbúðin laus til afhendingar og til sýnis í dag, laugardag, kl. 14-16. Gjörið svo vel og lítið inn. Dyrabjalia merkt opið hús. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, símar 551 9540 og 551 9191. ELÍSABET Haraldsdóttir og Sigursteinn Stefánsson eru í hópi þeirra íslenzku danspara sem komist hafa í fremstu röð í heiminum. þeirri stuttu danshefð, sem við ís- lendingar eigum, með því að keppa í gömlu dönsunum. Að keppa í þessum dönsum gefur þeim án efa meira gildi og skipar þeim annan sess í huga unga fólksins. Einnig er svo með rokkið, það er mjög skemmtilegt og fjörugt á að horfa. Rokk er erfiður dans og krefst þess að þol og líkamsstyrkur séu í góðu lagi. Maí-keppnin í maí er svo síðasta keppni vetr- arins og er það íslandsmeistara- keppni í dansi með ^grunnaðferð. Hún verður haldin í Iþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði dag- ana 3. og 4. maí. Þetta er yfirleitt stærsta keppni vetrarins og tekur hún tvo daga. Einnig er keppend- um með fijásri aðferð boðið að taka þátt í keppninni til að öðlast meiri keppnisreynzlu, sem er ákaf- lega mikilvægt fyrir þessa kepp- endur, því í alþjóðlegri keppni skiptir reynzlan mjög miklu máli. Dans er almenningseign í öllu þessu umtali um keppni vill oft gleymast að dans er ekki einungis keppnisíþrótt, heldur er dans miklu frekar almenningseign okkar allra og mikill minnihluti þeirra sem stunda dans keppa nokkurn tíma í þessari grein. Allir geta stundað dans, sér til ánægju og yndisauka, og er úr fjölbreyttri flóru að velja, t.d. samkvæmis- dansar, línudansar (kúrekadans- ar), barnadansar, rokk, stepp, jazz- ballet, og ballet, svo eitthvað sé nefnt. Greinilegt er að allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Og verðið kemur skemmti- lega á óvart, að stunda dans kost- ar hjón svipað og að fara einu sinni í viku í kvikmyndahús. rrn 11 rn rrn 1 Q7f1 lárusþ.valoimarsson,framkvæmdastjóri UUL I luU'UuL lu/U JÓHANNÞÓRBARSON,HRL.LÖ6GILHIRFftSTElGNASflLI. Ný á fasteignamarkaðinum m.a. eigna: Rúmgóð - bílskúr - skipti Mjög góð 4ra herb. ibúð 108,2 fm nettó við Blikahóla á 3. hæð. Stórar sólsvalir. Innbyggður bílskúr með vinnuplássi. Mikið útsýni. Selst i skiptum fyrir góða 2ja-3ja herb. íbúð. Raðhús - vinnupláss - skipti Mjög gott raðhús við Hrauntungu, Kóp. Á aðalhæð er glæsileg 5 herb. ibúð. 50 fm sólsvalir. Á jarðhæð er ibúðar-/vinnuhúsnæði. Innbyggður góður bílskúr með rúmgóðri geymslu. Skipti möguleg á minna sérbýli. Góð eign - hagkvæm skipti Steinhús á Grundunum, Kóp., ein hæð 132,5 fm. Nýlegt og vandað. 4 svefnherb. Bílskúr 30 fm. Ræktuð lóð 675 fm. Vinsæll staður. Skipti möguleg á 2ja-3ja herb. góðri íbúð. Vinsamlegast leitið nánari uppl. íbúðir á góðu verði 3ja herb. íbúðir íbúðir m.a. við: Kaplaskjólsveg, Grettisgötu, Eskihlíð og Gnoðarvog. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Laugavegur - Bankastræti - nágrenni Fjársterkir kaupendur óska eftir húsnæði. Má þarfnast endurbóta, stækkunar eða niðurrifs. Margt kemur til greina. Mjög gott verð fyrir rétta eign. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. • • • Opið í dag frá kl. 10-14. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margs konar eignaskipti ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 -5521370 Ólafur H. Johnson skólastjóri með nýjan skóla í bígerð Hyggst útskrifa stúd- enta á tveimur árum ÓLAFUR H. Johnson skólastjóri Hraðlestrarskólans hefur í hyggju að setja á fót nýjan framhalds- skóla sem útskrifa mun stúdenta á tveimur árum. Nýi skólinn á að heita Hraðbraut ef af rekstrinum verður og stefnir Ólafur að því að hámarksfjöldi nemenda í skólanum verði 80, það er 20 í fjórum bekkj- ardeildum á tveimur árum. „Nýju lögin eru þannig að það má í sjálfu sér hver sem er stofna framhaldsskóla ef honum sýnist svo. Hins vegar er æskilegra að fá viðurkenningu menntamála- ráðuneytisins og heimild til þess í lögunum að ráðherra veiti slíka viðurkenningu," segir Ólafur. Hann segir unnið að reglugerð þar sem fram kemur með hvaða hætti slík viðurkenning eigi að fást. „Mönnum er því ekki alveg ljóst hvert ferlið verður. Hins vegar er ég búinn að fara yfir þetta mál með ráðherra og embættismönnum og hef alls staðar fengið mjög góðar og jákvæðar undirtektir." Erfitt nám fyrir duglega nemendur Markmiðið er að bjóða upp á 140 eininga stúdentspróf í Hrað- braut, sambærilegt við stúdents- próf annarra framhaldsskóla, segir Ólafur. „Það er ekki ljóst hvenær skólinn tekur til starfa enda þarf að nást samningur við ráðuneytið um fjárhagslegan stuðning. Undir- tektirnar við þeirri málaleitan eru góðar og ef ég næ samningum á skömmum tíma gæti skólinn tekið til starfa í janúar. Enn á ný að því gefnu að ég fái nemendur,“ segir hann. Ólafur segir kostnað við stúd- entspróf um 600 þúsund á hvern nemanda og hafi hann falast eftir þeirri upphæð. „Þetta á að vera mjög lítill skóli og ég myndi byija með 20 manna hóp. Námið mun jafnframt verða erfitt og er hugsað fyrir mjög dug- lega nemendur," segir hann að lokum. Hörður Lárusson deildarstjóri framhaldsskóladeildar í merinta- málaráðuneytinu segir að verið sé að vinna að reglugerð með nýjum lögum um framhaldsskóla, þar sem komið er inn á hvernig veita skuli einkaskólum viðurkenningu. Sagði hann að Ólafur hafi kynnt hug- myndir sínar í ráðuneytinu en að engin afstaða hafi enn verið tekin til erindisins. \ 1 I I I í 1 1 I I t l \ I \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.