Morgunblaðið - 02.11.1996, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hvalur á
hvern bát?
AÐALFUNDUR LÍÚ samþykkti
samhljóða ályktun þess efnis að
hvalveiðar verði hafnar án tafar.
Ljóst sé að helztu hvalastofnar við
landið þoli veiðar. Án veiða muni
óheft fjölgun hvala hafa óæskileg
áhrif á lífríki hafsins vegna hinnar
miklu fæðuþarfar þessara dýra.
Jafnfram hvatti fundurinn
stjórnvöld til að stuðla að kynn-
ingu á erlendum vettvangi á
ástandi hvalastofna við ísland.
Þessi tillaga var samhljóða tillögu,
sem samþykkt var á aðalfundi LIÚ
í fyrra, en nokkrir fundarmanna
bættu nú um betur og hnýttu við
álytkunina athyglisverðri viðbót.
Þar er lagt til að þegar hvalveiðar
verði hafnar, verði veiðiheimildum
úthlutað á bátaflotann, þannig að
hver bátur fái til dæmis einn hvai
í sinn hlut.
Morgunblaðið/Golli
FRÁ aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna á Hótel Sögu.
> * >
Ragnar Arnason, prófessor í fiskihagfræði, í erindi á aðalfundi LIU
Engin knýjandi rök
eru fyrir veiðigjaldi
HVORKI brýn ástæða né gild eða
knýjandi rök eru fyrir veiðigjaldi, að
mati Ragnars Árnasonar, prófessors
í fiskihagfræði. Fiskveiðiarður gæti
hinsvegar orðið mjög verulegur, eða
allt að 15-30 milljarðar árlega eftir
að fyllstu hagkvæmni er náð, sem
öflugt og rétt útfært fiskveiðistjórn-
unarkerfi gæti varðveitt. Til saman-
burðar nefndi hann að allir tekju-
skattar landsmanna næmu á þessu
ári um 22 milljörðum króna.
Ragnar sagði rök veiðigjaldssinna
byggð á veikum grunni. Ekki væri
t.d. hagkvæmt að flýta fyrir minnkun
flotans með skattlagningu því við
skilyrði fullkomins kvótakerfis
myndu fyrirtækin sjálf velja besta
aðlögunarferil flotans. I öðru lagi
væru réttlætisrök hæpin því í reynd
mætti færa hvaða rök sem er fyrir
réttlæti. Allt eins mætti hugsa sér
skattlagningu á auðlindanýtingu al-
mennt, þ.á m. landbúnað, orku-
vinnslu, stóriðju og iðnað, einnig lax-
veiðiár, ijúpnaveiði og notkun lofts
og lands. Þá væri tekjuskattskerfið
hannað til að jafna tekjur og því
mætti þá allt eins beita almennt. Auk
þess mætti nefna að þorri fiskveið-
iarðsins færi hvort eð er til þjóðarinn-
ar. í þriðja lagi væri sú röksemdar-
færsla að veiðigjald jafnaði starfs-
skilyrði atvinnuvega hagfræðilega
röng. Nafngengi réðist ekki af af-
komu í útgerð heldur framboði og
eftirspurn eftir gjaldeyri og afkoma
í útgerð sem slík skipti engu máli
heldur aðeins aflamagn og verð-
mæti. Enn síður væri unnt að stýra
raungengi, sem réðist m.a. af fram-
boði og eftirspurn eftir vinnuafli, en
ákvarðaðist ekki af nafngengi. Ef
unnt væri að lækka raungengi,
starfsskilyrði iðnaðar myndu batna
og hann færi að spyija eftir fleira
fólki, þá myndu launin hækka og
raungengið sömuleiðis þannig að
ekkert meira rúm yrði.
Ragnar sagði að ekki væri unnt
að jafna raunverulegar sveiflur, eins
og veiðigjaldssinnar vildu meina, með
millifærslum. Aðeins væri unnt að
dreifa byrðunum á fleiri og hann dró
í efa að ríkið væri vel til þess fallið
að jafna sveiflur með veiðigjalds-
breytingum. í fimmta lagi væri frá-
leitt að ætla að útgerðin hagnýtti
auðlindarentuna illa. I sjötta lagi
fælust engin rök með veiðigjaldi í
fyrstu grein laga um stjóm fiskveiða
því hún væri ekkert bindandi nátt-
úrulögmál. Auk þess fæli kvótakerfið
ekki í sér eign á fiskistofnum, aðeins
aflarétt. Ragnar sagði hinsvegar að
í þeirri staðhæfingu veiðigjaldssinna
að um gæti verið að ræða hagkvæm-
an skatt mætti vinna allsterk rök þar
sem skattur á afla í kvótakerfi væri
t.d. miklu betra tekjuöflunartæki
fyrir ríkissjóð en tekjuskattur: Flest-
ir skattar yllu brenglun og óhagræði
í markaðskerfinu. I áttunda lagi kall-
aði Ragnar það pólitíska fjárkúgun
að byggja á þeim rökum að veiði-
gjald væri nauðsynlegt til að viðhalda
kerfinu.
Framsalið lykilatriði
Ragnar sagði mikilvægt að menn
áttuðu sig á því að í aflakvóta fælist
afnotaréttur en ekki eignaréttur. Ef
aflakvótar væru örugglega varanleg-
ir, framseljanlegir og skiptanlegir,
væri unnt að sýna fram á að hin
venjulegu lögmál markaðskerfisins
giltu og handhafar aflakvótanna
hefðu ríka tilhneigingu til að haga
fiskveiðunum á sem hagkvæmastan
hátt þjóðhagslega .
„Séu aflakvótar framseljanlegir
mun myndast um þá markaður. Með
hjálp þessa markaðar munu aflakvót-
amir hafa ríka tilhneigingu til að
leita til hagkvæmustu útgerðanna.
Því fullkomnari og óhindraðri sem
þessi markaður er þeim mun ríkari
verður þessi tilhneiging. Þannig mun
afiakvótakerfíð hafa tilhneigingu til
að tryggja að hagkvæmustu útgerð-
irnar hveiju sinni veiði leyfilegan
heildarafla. Séu aflakvótarnir jafn-
framt varanlegir, munu útgerðarfyr-
irtækin jafnframt sjá sér hag í því
að laga veiðiflotann að afkastagetu
fiskistofnanna. Aðeins hagkvæm-
ustu útgerðirnar munu veiða fiskinn.
Slíkar útgerðir hafa ekki óþarflega
mörg skip.
Lykilatriðið í öllu þessu er framsal
aflaheimilda. Það er forsenda þess
að hagkvæmustu útgerðimar veiði
leyfilegan heildarafla og veiðiflotinn
lagi sig að þjóðhagslega hagkvæm-
ustu stærð. Því eru allar hömlur á
framsal, og reyndar eignarhald einn-
ig, þjóðhagslega kostnaðarsamar.
Eg sé ástæðu til að taka þetta skýrt
fram því stundum heyrast raddir í
þá veru að skynsamlegt sé að tak-
marka framsal á aflaheimildum, rétt
eins og það kosti land og þjóð lítið
sem ekkert.
Kvótakerfi skilar árangri
í máli Ragnars kom fram að
kvótakerfi hafi fyrst verið komið á
þegar síldveiðar hófust hér að nýju
árið 1975. Kvótar þessir hafi í upp-
hafi verið óframseljanlegir en gerðir
framseljanlegir árið 1979. Kvótar í
loðnuveiðum hafi verið teknir upp
1980 og gerðir framseljanlegir árið
1986. Kvótar í botnfiskveiðum hafi
verið teknir upp árið 1984 í kjölfar
djúprar kreppu í þeirri grein vegna
aflasamdráttar og verðfalls, en því
miður hafi verið gerð þau mistök
þegar árið 1985 að heimila skipum
að fara út úr aflakvótakerfinu og
velja sóknarmark í staðinn. „Afleið-
ingin varð sú að á fimm ára skeiði,
frá 1986-1990, var að meðaltali
minna en helmingur þorskafla tekinn
skv. aflakvótakerfinu. Það er því
hæpið að tala um að á því árabili
hafí gilt kvótakerfi í botnfiskveiðun-
um. Miklu nær er að tala um að þá
hafi ríkt hér sóknarmarkskerfi.
Sóknarmarkið var afnumið með lög-
um árið 1990. Síðan hefur ríkt hér
samræmt kvótakerfi í öllum fiskveið-
um sem skilað hefur verulegum efna-
hagslegum árangri, þótt það sé ekki
gallalaust."
Ragnar sagði allar vísbendingar
hníga í sömu átt. Þar sem kvótakerf-
ið væri óbrenglað til staðar, skapað-
ist stóraukin hagkvæmni í veiðunum.
Sókn og floti minnkaði, stofnar
stækkuðu, sókn yrði hagkvæmari,
aflagæði bötnuðu, hagnaður yxi og
framlag sjávarútvegsins til þjóðar-
búsins sömuleiðis.
Þekkir ekki fræðin
Ragnar gerði þátt Nóbelsverð-
launahafans í hagfræði, Gary Beck-
er, að sérstöku umræðuefni og sagði
að ýmsir hefðu gert mikið úr skoðun-
um hans, þar á meðal Morgunblaðið.
Á hinn bóginn væri óljóst hvort þess-
ir aðilar áttuðu sig fyllilega á því sem
Becker væri að segja. „Becker er
nefnilega alls ekki að tala um veiði-
gjald í þeim skilningi sem gert er
hér. Becker er ekki að tala um að
innheimta fiskveiðiarð, sem skapaður
hefur verið með kvótakerfi, með
veiðigjaldi, heidur að stjórna eða
stýra fiskveiðunum með sköttum.
Hann vill afnema kvótakerfið og
væntanlega aðra hefðbundna fisk-
veiðistjórn. Þess í stað vill hann
leggja á skatta, sem eru nægilega
háir til að takmarka bæði flotastærð
og sókn við það sem hæfilegt er tal-
ið af sérfræðingum. Tekjur hins opin-
bera af þessum skatti eru ekki aðal-
atriðið í hans augum.
Þessar hugmyndir Beckers eru
mjög á skjön við það sem sérfræðing-
ar hafa talið á þessu sviði. Skattaleið-
inni, sem skynsamlegu stjórntæki í
fiskveiðum, sem og öðrum sviðum,
hefur verið hafnað. Fyrir liggur að
Becker þekkir ekki þessi fræði og
hefur ekki kynnt sér þau. Þá hefur
hann ekki sett þessar kenningar fram
á vísindalegum vettvangi þar sem
þær er unnt að gaumgæfa og gagn-
rýna. Einhverra hluta vegna hefur
hann kosið að setja þessar skoðanir
einungis fram í blaðapistlum og
raunar aðeins einum, þótt hann hafi
nú verið endurprentaður í safnriti
slíkra pistla. Það er því, að mínu
viti, með öllu fráleitt að leggja mikið
upp úr þessum skrifum Beckers,"
sagði Ragnar Ámason.
Samþykktir aðalfundar LIÚ
Endurnýjun
fiskiskipa verði
gefin frjáls
Hugmyndum um auðlindaskatt á útgerðina hafnað
AÐALFUNDUR LÍÚ hafnaði hugmyndum
um sérstakan auðlindaskatt á útgerðina og
mótmælti áformum um hækkun á trygg-
ingagjaldi á sjávarútveginn. Jafnframt
hafnaði fundurinn núverandi reglum um
endumýjun fiskiskipa og taldi rétt að út-
gerðarmönnum væri í sjálfsvald sett á hve
stórum skipum þeir veiða kvóta sinn. Þá
var lagt til að hvalveiðar yrðu hafnar án
tafar. Fundinum lauk í gær með samþykkt-
um ályktana og stjórnarkjöri. Kristján
Ragnarsson var endurkjörinn formaður LÍÚ
með lófataki en hann er jafnframt fram-
kvæmdastjóri LÍÚ.
Hér fer á eftir ályktun fundarins um
efnahagsmál:
Þróunarsjóður verði lagður niður
„Þau jákvæðu umskipti sem orðið hafa
í efnahagslífinu á undanförnum árum eru
að skila sér í sjávarútveginum. Staða út-
gerða er almennt talin góð, það fer þó eft-
ir því hversu skuldug fyrirtækin eru. Marg-
ar útgerðir eru skuldsettar vegna taprekstr-
ar liðinna ára. Mikilvægt er að atvinnu-
greininni gefist svigrúm til að laga ijárhags-
lega stöðu sína. Til þess að svo megi verða
þarf að standa vörð um þá efnahagsstefnu
sem hér hefur verið fylgt. Þæta verður
aðhalds í rekstri og skapa svigrúm fyrir
atvinnuveginn til þess að draga úr tilkostn-
aði eins og aðstæður leyfa hveiju sinni.
Þannig verður kaupmáttur launafólks best
tryggður til frambúðar.
Lagt er til að inngreiðslur í Þróunarsjóð
verði notaðar til að greiða niður þær skuld-
bindingar sem hann hefur þegar stofnað
til. Að því loknu á að leggja sjóðinn niður.
Mótmælt er harðlega áformum ríkis-
stjórnarinnar um að hækka tryggingagjald
á sjávarútveginn. Slíkt mundi leiða tii þess
að útgerðin greiddi helmingi meira til rikis-
ins fyrir hvern starfsmann heldur en versl-
unar- og þjónustugreinar. Þessi áform
skerða samkeppnisstöðu sjávarútvegsins
gagnvart öðrum atvinnugreinum, sem geta
velt þessum kostnaði út í verðlagið hér inn-
anlands.
Mikilvægt er að sérstakt útflutningsálag
á ferskan fisk verði afnumið.
Auðlindaskattur mun rýra afkomuna
Hafnað er tillögum um auðlindaskatt eða
veiðileyfagjald í hvaða formi sem er. Fagn-
að er afdráttarlausum yfirlýsingum og við-
horfum forystumanna ríkisstjórnarflokk-
anna gegn sérstökum auðlindaskatti á sjáv-
arútveginn. Auðlindaskattur mun rýra af-
komu greinarinnar í harðri alþjóðlegri sam-
keppni við ríkisstyrkta samkeppnissaðila,
sem ekki er gert að greiða slíkan skatt.
Efnahagur landsmanna og afkoma sjáv-
arútvegsins hafa alltaf verið samofín. Þann-
ig hefur þjóðin notið þess með einum eða
öðrum hætti þegar vel árar í greininni. Með
því að standa vörð um trausta stöðu sjávar-
útvegsins tekst að tryggja velsæld þjóðar-
innar.“