Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 15
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
SIÐASTI vinnudagnrinn í Þvottahúsinu Mjöll sem hætti starf-
semi í gær, Sigríður Stefánsdóttir og Asta Þórðardóttir önnum
kafnar við að pressa húfur kokkanna á KEA.
Þvottahúsið Mjöll hættir starfsemi
Vönduð vinna þó
nýtískutæki skorti
„ÞETTA hefur verið ágætis tími
og auðvitað kveður maður með
nokkurri eftirsjá," segir Ásta
Þórðardóttir forstöðukona Þvotta-
hússins Mjallar í Kaupvangsstræti,
en starfsemi þvottahússins var
hætt í gær. Höfði, fatalitun og
þvottahús, hefur keypt vélar og
tæki auk þess sem viðskipti fyrir-
Lekja KEA sem verið hafa uppi-
staða í starfsemi Mjallar verða
færð þangað.
Það var mikill erill síðasta
starfsdaginn, búið var að hringja
í þá sem áttu þvott í húsinu og var
mikið að gera við að afgreiða hann.
Ásta byrjaði upphaflega að
vinna í þvottahúsinu árið 1958, en
hætti eftir tvö ár, vann þar svo
síðar að sumarlagi i nokkur ár
áður en hún byijaði aftur í föstu
starfi sem hún hefur gegnt í fjölda
ára. Þvottahúsið Mjöll er margra
áratuga gamalt, „Þetta var upp-
haflega einkafyrirtæki, það átti
það kona sem ævinlega var kölluð
Laufey straukona, svo keypti
Gunnar Jónsson það og loks kaup-
félagið,“ sagði Ásta.
Hún lét vel af lífinu í þvottahús-
inu, andinn hefði alla tíð verið
ágætur og starfsfólkið gott. Mest
er að gera fyrir hátíðir, jól, páska
og fermingar og þá er mikil törn
allt sumarið, á háannatíma Hótel
KEA. Stærstur hluti þvottarins
kemur frá fyrirtækjum KEA, hót-
elinu, mjólkursamlaginu, slátur-
húsi og kjötiðnaðarstöð, „en við
eigum Iíka marga fasta viðskipta-
vina, sem koma hingað með þvott-
inn sinn,“ sagði Ásta. „Við höfum
fengið mikil viðbrögð frá okkar
viðskiptavinum, sem eru ósáttir við
að þvottahúsinu verður lokað, þeir
sjá eftir okkur.“
Heim að pijóna
„Eg lærði handbrögðin hjá
gömlum konum sem hér unnu
þegar ég var að byija, vönduð
vinnubrögð voru í öndvegi, það
var vandað til allra verka og allt
varð að vera eins vel gert og unnt
var,“ segir Ásta. „Ég geri mér
grein fyrir að það hafa verið svo-
lítið gamaldags vinnubrögð við-
höfð hér, en við höfum skilað góð-
um verki þó aðferðirnar séu ekki
alltaf þær nýtískulegustu," bætti
hún við en sumar vélanna eru
komnar til ára sinna.
En hvað skyldi Ásta nú taka sér
fyrir hendur eftir áratuga starf í
þvottahúsinu? „Nú fer ég heim og
pijóna."
Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
MYNDIN „Að spjalla við gesti“ úr myndröðinni Athafnir, en
röðin sýnir 25 algengar athafnir fólks í heimahúsum.
Listasafnið á Akureyri
Eilíft líf
EILÍFT líf er yfirskrift sýningar Þor-
valdar Þorsteinssonar sem opnuð
verður í Listasafninu á Akureyri á
morgun, laugardaginn 2. nóvember,
kl. 16.
Á sýningunni eru verk unnin í
samvinnu við fólk sem fæst leggur
stund á myndlist en á það hins veg-
ar sameiginlegt að vera einkar vel
að sér í listinni að lifa.
Meðal verkanna má nefna Athafn-
ir, ljósmyndaröð sem sýnir 25 al-
gengar athafnir fólks í heimahúsum.
Akademíur, skólaspjöld tileinkuð
akureyrskum akademíum sem ennþá
hafa ekki fengið fullnaðarviðurkenn-
ingu menntamálaráðuneytisins, Mar-
íumyndir, en það eru myndir fengnar
að láni hjá þeim Maríum sem finna
má í símaskránni á Akureyri og Mín-
útumyndir, 16 einnar mínútu hljóð-
verk, unnin í samstarfi við Þorstein
J. Vilhjálmsson, en þau munu birtast
í morgunþætti Rásar 2, ein á dag,
kl. 08.33, alla daga sýningartímans.
Við opnun sýningarinnar verður
kvenfélagið Framtíðin með kökubas-
ar og Kór aldraðra syngur nokkur
lög.
Verk Þorvaidar Þorsteinssonar
hafa verið kynnt víða á undanförnum
árum, einkum í Hollandi, Belgíu,
Þýskalandi, Finniandi og Svíþjóð og
í sumar var hann fulltrúi Reykjavík-
ur á sýningunni Container '96 í
Kaupmannahöfn.
LAIMDIÐ
Fulltrúar björgunarhópa í hádegismat
Flateyri - Magnea Guðmunds-
dóttir oddviti Flateyrar bauð
fulltrúum þeirra hópa sem
komu að björguninni í snjóflóð-
inu á Flateyri 26. október 1995
í hádegismat til sín. Fréttaritari
Morgunblaðsins leit við og tók
myndir af hluta hópsins að
snæðingi. Talið frá vinstri:
Hörður Einarsson, Samhugur í
verki, Jónas Þórisson, Hjálpar-
stofnun kirkjunnar, Jón Gunn-
arsson, Landsbjörg, Þórir Stein-
grímsson, slökkviliðsmaður í
Slökkviliði Reykjavíkur, Gunn-
ar Pétursson, varðstjóri í
Slökkviliði Reykjavíkur, Sig-
urður Steinar Ketilsson skip-
herra á Tý og Sólveig Þorvalds-
dóttir, framkvæmdastjóri Al-
mannavarna ríkisins.
Morgunblaðið/Egill Egilsson
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
AKRANESHOFN. Unnið að endurbótum á gamla „sementsgarðinum“.
Nýtt stálþil hefur verið sett utan um hann.
Gamli „sementsgarðurinn" á
Akranesi endurbyggður
Akranesi - Nú standa yfir miklar
framkvæmdir við Akraneshöfn. Um
er að ræða endurbyggingu á gamla
sementsgarðinum svokallaða sem
byggður var jafnhliða byggingu
Sementsverksmiðjunnar á sjötta
áratugnum. Framkvæmdir hófust á
síðasta ári og er nú verið að ljúka
öðrum áfanga þeirra af fjórum sem
fyrirhugaðir eru. Lætur nærri að
hér sé um að ræða framkvæmd sem
kostar um 150 milljónir króna.
Þessi gamli hafnargarður þarfn-
ast mikilla endurbóta, að sögn Gísla
Gíslasonar bæjarstjóra á Akranesi.
Steinkerin sem garðurinn er byggð-
ur á eru orðin gömul og morkin
og má ekki tæpara standa að huga
að endurbyggingu. Verkið verður
eins og fýrr er sagt unnið í fjórum
áföngum. Á síðasta ári var garður-
inn breikkaður og grjótfyllingu
komið fyrir. Þar var um að ræða
framkvæmd fyrir um 15 milljónir
króna. I öðrum áfanga, sem nú er
langt kominn, var komið fyrir stál-
þili og hefur verið unnið fyrir um
54 milljónir króna á þessu ári. Þriðji
áfanginn er að ljúka við stálþilið
og þar er um að ræða aðra eins
upphæð og var í öðrum áfanga.
Fjórði og síðasti áfanginn þar sem
lokið verður gerð þekjunnar svo og
að koma fyrir lögnum og lýsingu
er áætlaður að upphæð um 30 millj-
ónir króna.
Þessi hafnargarður hefur að
mestu verið notaður vegna starf-
semi Sementsverksmiðjunnar og
svo verður áfram. Þá er gert ráð
fyrir þeim möguleika að koma upp
þarna aðstöðu til gámaflutninga og
yrði það þáttur í að aðskilja löndun
á ferskum físki frá öðrum flutningi
í Akraneshöfn.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
FRÁ verzluninni Lóninu. Áhugasamir Þórshafnarbúar á öllum
aldri silja við tölvurnar og kynna sér veraldarvefinn. Starfs-
menn Nett.is fylgjast með.
Tölvukynning á Þórshöfn
Þórshöfn - Sparisjóður Þórshafn-
ar og nágrennis og Verslunin
Lónið hér í bæ stóðu fyrir áhuga-
verðri kynningu fyrir skömmu en
það var sýning og tilboð á tölvum
og prenturum í samvinnu við
Tölvutæki-Bókval á Akureyri.
Tölvumar vom til sýnis í Spari-
sjóði Þórshafnar og versluninni
Lóninu en þar voru einnig stadd-
ir starfsmenn Nett.is sem kynntu
möguleika veraldarvefsins, póst-
sendinga og spjallrása fyrir
áhugasömu fólki. Að sögn Steina
Þorvaldssonar, framkvæmda-
stjóra Lónsins, fékk þetta fram-
tak góðar viðtökur og mun tölvu-
eign Þórshafnarbúa og nærsveit-
unga aukast nokkuð eftir þessa
kynningu.
Aðalfund-
ur SSV
AÐALFUNDUR Samtaka sveitar-
félaga í Vesturlandskjördæmi
stendur nú yfír í Hótel Stykkis-
hólmi.
Á fundinum sem hófst í gær var
auk hefðbundinna aðalfundarstarfa
m.a. rætt um sorpurðun, en ætlun-
in er að í landi Fíflholta í Borgar-
byggð verði tekið við öllu urðanlegu
sorpi af Vesturlandi.
Einnig flutti heilbrigðismálaráð-
herra, Ingibjörg Pálmadóttir, erindi
um stefnumörkun í heibrigðsmálum
m.a. á Vesturlandi.
Aðalfundinum lýkur síðdegis í
dag.
UNO
D A N M A R K
fafUn, *táttci,u(4ól&
Tilhoð-iangur laugardagur
20—50% afsláttur
uf barnafötum.
Ný sending, nýjar vörur.
Opið kl. 11-17.
UNO DANMARK
Vesturgötu 10A, S. 561 0404,
(við hliðina á Naustinu).