Morgunblaðið - 02.11.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 19
Júrí Lúzhkov tekur undir með
þjóðernissinnum
Sevastopol
verði rússnesk
Moskvu. Reutcr.
JÚRÍ Lúzhkov, borgarstjóri
Moskvu, hvatti til þess á fimmtu-
dag að Rússar gerðu kröfu til borg-
arinnar Sevastopol á Krímskaga,
aðalbækistöðvar Svartahafsflotans
sem Rússar og Úkraínumenn hafa
nú ákveðið að skipta á milli sín
eftir fimm ára þref. Fá Rússar
framvegis að leigja flotastöðina.
„Öllu skiptir að staðfesta í
samningnum milli Rússlands og
Úkraínu lagalega stöðu Sevastop-
ol, sem er hluti rússneska rikja-
sambandsins, þannig að hún verði
helsta bækistöð rússneska Svarta-
hafsflotans," sagði Lúzhkov. Hann
var endurkjörinn borgarstjóri í vor
með um 90% atkvæða og er oft
nefndur sem hugsanlegur arftaki
Borís Jeltsíns Rússlandsforseta.
Sovétstjórnin ákvað árið 1954
að heiðra Úkraínu í tilefni 300 ára
sambands Rússa og Úkraínu-
manna með því að afhenda hinum
síðamefndu skagann. Rússneskir
þjóðernissinnar fullyrða að um
Sevastopol gegni öðru máli, laga-
leg staða hennar sé sérstök. Borg-
arstjórinn tók undir þetta sjónar-
mið í grein sinni í blaðinu Ísvestíu.
Meirihluti íbúa Krímskaga og
nær allir borgarbúar í Sevastopol
eru rússneskir að uppruna. Rússar
tóku skagann seint á 18. öld og
byggðu þegar flotastöð í Sevastop-
ol og hafa frægar orrustur verið
háðar um hana, m.a. í Krímstríðinu
um miðja síðustu öld og í seinni
heimsstyijöld. Minnist Lúzhkov á
þetta í grein sinni, segir að Seva-
stopol sé „bókstaflega lauguð rúss-
nesku blóði“.
Litblinda greind
með blóðrannsókn
Washington. Reuter.
VÍSINDAMENN við læknahá-
skólann í Wisconsin í Bandaríkj-
unum hafa fundið upp einfalda
aðferð til að finna og greina lit-
blindu með rannsókn á blóðsýni.
Skýrt er frá aðferðinni í tímarit-
inu Science og sagt að nota
megi hana m.a. við starfsþjálfun
þotuflugmanna, lyíjaeftirlits-
manna og fleiri stétta þar sem
greining milli lita skiptir sköpum.
Einn af hverjum 10 er með lit-
blindu í einhveijum mæli og einn
af hveijum 20 svo mikla að hann
ruglar saman rauðu og grænu.
Aðferðin er enn á tilraunastigi
og ekki byijað að markaðssetja
hana. Hægt verður að nota hana
til að ákveða hvort barn sé með
skerta námsgetu eða ástæðan
fyrir lélegum árangri sé að bam-
ið sé litblint og geti því ekki
lært að nota leikföng og tæki
þar sem litir gegna mikilvægu
hlutverki.
„Þegar mágur minn var barn
var úrskurðað að hann gæti ekki
lært að hlýða fyrirmælum," sagði
Jay Neitz sem fann upp aðferð-
ina með eiginkonu sinni og sam-
starfsmanni, Maureen Neitz. „En
hann var litblindur - þegar hon-
um var sagt að lita nefið á trúð
rautt vissi hann ekkert hvað
hann átti að gera“.
Jay Netz sagðist vona að ein-
hvern tíma yrði hægt að þróa
aðferðir á sama grunni til að
greina og meta flóknari erfða-
galla sem hafa áhrif á hegðun
fólks, jafnvel greina arfgenga
geðsjúkdóma.
ESB-andstæðingar í máli
gegn dönsku stjórninni
Heímta fjall af
málsskjölum
Kaupmannahöfn. Reuter.
DÓMSTÓLL í Kaupmannahöfn
frestaði því í gær að kveða upp
úrskurð um umfang dómsmáls ell-
efu Evrópusambandsandstæðinga
á hendur stjómvöldum. Sækjend-
urnir í málinu krefjast þess að
ógrynni af skjölum verði lögð fram
í málinu.
Dómurinn þarf að skera úr um
hvort málið, sem snýst um það
hvort valdaframsal Danmerkur til
ESB standist stjórnarskrána, skuli
takmarkast við Maastricht-sátt-
málann eða hvort það skuli einnig
taka til Rómarsáttmálans.
Dómstóllinn tók sér frest fram
í næstu viku til að kveða upp úr-
skurð í málinu.
Lögfræðingar ellefumenning-
anna kröfðust þess við réttarhaldið
í gær að fundargerðir ríkisstjórna,
umræður úr Þjóðþinginu og skjöl
um ýmsar stjórnvaldsákvarðanir
allt frá árinu 1972, er Danir sam-
þykktu að ganga í þáverandi Efna-
EVRÓPA^
hagsbandalag, yrðu lögð fram sem
gögn í málinu.
Dráttur til 2010?
Ríkisstjórnin, sem vill að dóms-
málið takmarkist við valdaframsal
samkvæmt Maastricht-sáttmálan-
um, heldur því hins vegar fram
að það myndi taka svo langan tíma
að safna saman og fara yfir slíkt
skjalafjall, að niðurstöðu í málinu
gæti seinkað til ársins 2010.
Lögfróðir segja að sá málsaðil-
inn, sem hafí betur í deilunni um
umfang og tilhögun réttarhaldsins,
muni hljóta forskot í hinum eigin-
lega málarekstri.
BJÖRGUNARMENN leita í rústum húsa sem brasilíska þotan hrapaði ofan á í Sao Paulo.
Annar knývendirinn
fór í gang í flugtakinu
Sao Paulo. Rcutcr.
FLUGVIRKI að störfum á flugvellin-
um í Sao Paulo tók eftir því að kný-
vendar á hægra hreyfli Fokker-100
þotu flugfélagsins TAM komu á og
fóru af trekk í trekk í flugtaksbrun-
inu en þeir vinna gegn flugstefnu
þotunnar. Kann það að skýra hvers
vegna þotan fórst í flugtaki í fyrra-
dag og hrapaði niður á þéttbýlt
íbúðahverfi rúman kílómetra frá
flugbrautarenda.
Að sögn flugvirkjans, sem tók
eftir einkennilegum hávaða frá þot-
unni, náði hún aldrei meira en 30
metra hæð áður en hún steyptist í
jörðina. Sérfræðingar hófu rannsókn
á orsökum slyssins í gær.
Mikill fjöldi yfirmanna fjármála-
stofnana var meðal 90 farþega þot-
unnar. Fórust háttsettir menn fjöl-
þjóðafyrirtækjanna Citibank, Bost-
onbanka, Chase, Siemens, Parmalat,
Coca Cola og ABB Brown Boveri.
Þá missti Unibanco, næst stærsta
fjármálastofnun Brasilíu, átta hátt-
setta yfírmenn í slysinu.
Slökkviliðsmenn sögðu að af lík-
um farþega að dæma, hefðu þeir
gert sér grein fyrir hvert stefndi og
hniprað sig saman í sætum sínum.
16 fórust við Tikal
Sextán manns, 14 farþegar og
tveir flugmenn, fórust með skrúfu-
þotu, smíðaðri í Brasilíu, nyrst í
Guatemala, við mexíkósku landa-
mærin. Óljóst er hvers vegna flug-
vélin hrapaði ofan í frumskóg, átta
km frá áfangastaðnum Tikal.