Morgunblaðið - 02.11.1996, Side 20
20 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Forsetakosningarnar í Búlgaríu prófsteinn á stefnu stjórnar Zhans Videnovs
Stoyanov tal-
inn öniggnr
með sigur
Sofia. Reuter.
FLEST bendir til öruggs sigurs
lögmannsins og umbótasinnans
Petars Stoyanovs, frambjóðanda
stjórnarandstöðunnar, í seinni
umferð forsetakosninganna í
Búlgaríu, sem fram fara á morg-
un, sunnudag. Kosið verður milli
Stoyanovs og Ivans Marazovs,
menningarmálaráðherra, fram-
bjóðanda Sósíalistaflokks Zhans
Videnovs, forsætisráðherra.
Stoyanov mun lítinn tíma hafa
til að fagna sigri því við þeim, sem
tekur við völdum, blasir gífurleg
og versnandi efnahagskreppa.
Samkvæmt skoðanakönnun Gall-
ups nýtur hann fylgis 64% kjós-
enda en Marazov einungis 36%.
Könnun annarrar markaðsrann-
sóknastofnunar mældi fylgi Stoy-
anovs 57% og fylgi Marazovs 37%.
Prófsteinn
Að sögn stjórnmálaskýrenda
hafa kosningarnar snúist upp í
þjóðaratkvæði um stefnu ríkis-
stjórnar sósíalistaflokks Zhans
Videnovs forsætisráðherra. Segja
þeir, að gjaldi frambjóðandi
flokksins, Marazov, afhroð muni
það draga dilk á eftir sér, leiða
til klofnings í flokknum og stjórn-
aruppgjörs.
Videnov sagði í vikunni, að upp-
stokkun í ráðherraliðinu kæmi
ekki til greina, en stjórnmálaskýr-
endur sögðu hann ekki myndu eiga
annarra kosta völ. Hann yrði jafn-
vel að mynda nýja samsteypu-
stjórn eða hugsanlega boða til
nýrra þingkosninga.
Stoyanov er frambjóðandi
flokks and-kommúnista, Lýðræð-
issambandsins. Hann segir efna-
hagsástandið svo slæmt, að al-
mennir borgarar viti ekki hvað
bíður þeirra næsta dag er þeir
ganga til rekkju að kvöldi. Verði
þeir að velja milli þess að kaupa
sér mjólk eða brauð eða að kveikja
á rafmagnstækjum. Matvæla- og
eldsneytisskortur er viðvarandi og
þykir eiga eftir að aukast í vetur.
I gær áttu að hefjast viðræður
fulltrúa ríkisstjórnarinnar og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF).
Búlgarar hafa farið fram á lána-
fyrirgreiðslu sem þá sárvantar en
búist er við, að IMF setji ströng
skilyrði fyrir þeim.
Reuter
ALDRAÐUR Búlgari hirðir úr ruslatunnu drasl til að selja í
endurvinnslu. Bakvið hann eru kosningaspjöld Petars Stoy-
anovs, sem flest bendir til að kjörinn verði forseti
í stað Zhelyu Zhelevs.
Hjartaaðgerðin á Jeltsín Rússlandsforseta
Búist við ákvörðun
á hverri stundu
Moskvu. Reuter.
GERA má ráð fyrir því að ákveðið
verði á hverri stundu hvenær Bor-
ís Jeltsín Rússlandsforseti verði
skorinn upp, að sögn Sergejs
Jastrzhembskís, talsmanns forset-
ans, í gær. Hann sagði að læknar
forsetans bæru nú saman bækur
sínar daglega. Bandaríski skurð-
læknirinn Michael DeBakey segir
Jeltsín vera „ágætlega á sig kom-
inn“ og hægt verði að skera hann
upp í næstu viku.
Jeltsín dvelst nú á Barvíkha-
heilsuhælinu, skammt frá Moskvu.
Hann þjáist af lélegu blóðstreymi
til hjartans og hefur fengið nokkur
hjartaáföll á undanförnum árum.
Víktor Tsjernomýrdín forsætisráð-
herra tekur við skyldustörfum
Jeltsíns, þ. á m. æðstu yfirstjórn
kjamorkuheraflans, meðan á að-
gerðinni stendur. Sagði Jastrz-
hembskí að forsetinn hefði undir-
ritað tilskipun um að Tsjernomýrd-
ín fengi tímabundna heimild til að
gera samninga fyrir hönd embætt-
isins við stjómvöld í einstökum
hémðum Rússlands.
Ekki bein útsending
Talsmaðurinn sagðist hafa fulla
samúð með því sjónarmiði læknis-
ins sem annast mun uppskurðinn,
Renats Aktsjúríns, að óþarft væri
að skýra fyrirfram frá dagsetning-
unni en það yrði samt sem áður
gert. Á hinn bóginn vísaði Jastrz-
hembskí eindregið á bug orðrómi
um að sjónvarpað yrði frá aðgerð-
inni.
„Uppskurðurinn sjálfur og allt
sem hann snertir er ekki einhvers
konar leiksýning og það verður
að sjálfsögðu ekki um beina út-
sendingu að ræða,“ sagði hann.
Jastrzhembskí sagði að erlendir
læknar myndu ekki verða til stað-
ar í skurðstofunni en DeBakey
veitir rússneskum læknum forset-
ans nú ráðgjöf. Hefur hann útveg-
að læknunum fullkomin tæki af
sjúkrahúsi sínu í Bandaríkjunum
og er að sögn talsmanns forsetans
væntanlegur til Moskvu um helg-
ina. DeBakey sagði í viðtali við
blaðið Moskovskí Komsomolets í
gær að aðgerðina á Jeltsín yrði
hægt að framkvæma hvenær sem
væri í næstu viku, ekkert væri því
til fyrirstöðu.
„Læknunum hefur tekist að
vinna bug á hættulegu blóðleysi
og aúka virkni skjaidkirtilsins,"
sagði DeBakey og taldi undirbún-
ing fyrir aðgerðina hafa tekist
mjög vel.
Danir bjóða
Rushdie
Kaupmannahöfn. Reuter.
DANSKA stjórnin lét undan alþjóð-
legum þrýstingi í gær og ákvað að
bjóða breska rithöfundinum Salman
Rushdie til Kaupmannahafnar til að
taka við bókmenntaverðlaunum Evr-
ópusambandsins (ESB).
Danir báru við
öryggisástæðum er
þeir tilkynntu, að
ekki gæti orðið af
því að Rushdie
fengi verðlaunin
afhent í Dan-
mörku. Sögðu þeir
lögregluna 'of hart
keyrða í glímunni
við norræn mótor-
hjólagengi sem borist hafa á bana-
spjót þar í landi.
Til stóð að afhenda þau í Kaup-
mannahöfn, menningarhöfuðborg
Evrópu 14. nóvember, en athöfninni
hefur verið frestað fram í desember
og er dagsetning hennar óákveðin.
Rushdie fagnaði ákvörðun dönsku
stjórnarinnar í samtali við BBC-
útvarpsstöðina. Hann hefur farið
huldu höfði frá 1989 er Iranir lýstu
hann réttdræpan vegna bókarinnar
Söngvar Satans, skáldverks þar sem
spámaðurinn Múhammed er m.a.
gagnrýndur. j
Rushdie
Frekari sannanir
fyrir lífi á Mars
London. Reuter.
BRESKIR vísindamenn skýrðu
frá því á fimmtudag, að þeir
hefðu fundið frekari sannanir
fyrir þeirri kenningu bandarískra
geimvísindamanna, að líf hefði
þróast á Mars. Studdust Banda-
ríkjamennirnir við rannsóknir á
loftsteini, sem borist hafði frá
Mars til jarðar, en Bretarnir
rannsökuð jafnt hann sem annan
yngri. Telja þeir hugsanlegt, að
enn sé að finna örverulíf á plán-
etunni.
„Við teljum þetta styðja þá til-
gátu, að líf sé að fínna á Mars,“
sagði Colin Pillinger, stjarnfræð-
ingur við Opna, breska háskólann,
á ráðstefnu í fyrradag. Sagði
hann, að hann og samstarfsmenn
hans hefðu skoðað nánar sýnis-
horn úr loftsteininum ALH84001,
sem NASA, Bandaríska geim-
ferðastofnunin, hefði haft til rann-
sóknar, og fundið kolefnissam-
sætu, sem oft væri afurð örveru-
lífs á jörðu.
Kolefni 12
NASA vakti mikla athygli í
ágústsl. þegar tilkynnt var, að
ýmis efni og efnasambönd í loft-
steininum hefðu líklega verið fram-
leidd af örsmáum bakteríum en
síðan hafa ýmsir orðið til að draga
þá niðurstöðu í efa. Pillinger sagði
hins vegar, að þeir hefðu fundið
kolefni 12 i sýnishomunúm.
„Það eina, sem inniheldur kol-
efni 12 á jörðu, er metan, sem
örverur framleiða," sagði hann.
Auk rannsókna á ALH84001
skoðuðu bresku vísindamennirnir
nánar annan loftstein, EETA-
79001, en talið er, að hann hafí
yfirgefið Mars fyrir 600.000 árum
en hinn fyrir 16 milljón árum. Kom
þeim niðurstaðan á óvart. I honum
fundu þeir einnig lífrænt efni, sem
þó á eftir að kanna nánar. Sagði
Pillinger, að af þessum sökum
væri ekki óhugsandi, að frumstætt
líf þrifíst enn á Mars.
Skilyrðum
efnavopna-
banns
fullnægt
UNGVERJAR urðu í vikunni
65. aðildarþjóð Sameinuðu
þjóðanna sem staðfesti bann
við allri notkun efnavopna og
mun því alþjóðasamningur í
þá veru taka gildi 29. apríl
nk. Fulltrúar 160 aðildarþjóða
hafa þegar undirritað samn-
inginn. Eru í þeim hópi öll
stórveldin sem hafa fast sæti
í öryggisráðinu en aðeins tvö
þeira, Bretland og Frakkland,
hafa endanlega staðfest sam-
komulagið. Svipaður samn-
ingur tók gildi árið 1975 um
bann við notkun sýklavopna.
í samningi sem gerður var
í Genf árið 1925 er kveðið á
um bann við gashernaði en
hins vegar ekki við tilraunum
og framleiðslu á slíkum vopn-
um og ríki mega eiga birgðir
af þeim.
Reuter
ARAFAT heilsar Prím-
akov á skrifstofu sinni í
Gaza í gær.
Prímakov
vongóður
um frið
JEVGENÍ Prímakov, utanrík-
isráðherra Rússlands, átti
fund með Yasser Arafat, for-
seta Palestínumanna, í Gaza
í gær og sagðist eftir hann
vera vongóður um að friðar-
viðræður í Miðausturlöndum
myndu bera árangur. Það
gætu þó liðið nokkrir mánuðir
áður en mál tækju að þokast
fram á við á ný en mikil
spenna hefur verið í samskipt-
um araba og ísraela eftir að
stjórn hægrimannsins Beny-
amins Netanyahus tók við í
ísrael fyrr á árinu. Prímakov,
sem hefur heimsótt nokkur
ríki Miðausturlanda síðustu
daga, sagði Rússa vilja auka
þátttöku sína í friðarviðleitn-
inni.
Spáir endan-
legu hruni
kommún-
ismans
LECH Walesa, fyrrverandi
forseti Póllands, er í fimm
daga heimsókn á Tævan og
hrósaði hann í gær lýðræðis-
umbótum í eyríkinu. Spáði
Walesa því að kommúnism-
inn, sem enn er að nafninu
til við lýði í Kína og fáeinum
ríkjum að auki, myndi endan-
lega leggja upp laupana á
næstu fimm árum.