Morgunblaðið - 02.11.1996, Side 22
22 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
íslenskujóla-
sveinarnir
ájólaefni
BJARNI Jónsson listmálari hefur
hannað ogteiknað íslensku jólasvein-
ana á jólaefni sem nú er til sölu.
Jólasveinarnir eru þrettán og er efn-
ið ætlað bæði í gluggatjöld og dúka.
Efnið er 1,40 sm á breidd og kostar
1.130 krónur metrinn. Metrinn af
eldhúskappa, földuðum og frágengn-
um að ofan, 65 sm á hæð, er á sama
verði. Dúkaefnið verður framleitt
með þvottekta vistvænni akrýlhúð.
Efnið fæst í Vogue verslununum,
Allt búðinni í Breiðholti, kaupfélög-
unum á Vopnafirði, Höfn, Hvolsvelli,
Borgarfírði, Dýrafírði og Sauðár-
króki, Felli í Grundarfirði, Undir
nálinni í Vestmannaeyjum, Ósk á
Akranesi. Kotru á Dalvík, Dalakjöri
í Búðardal, Kjallaranum á Patreks-
fírði og Palómu í Grindavík.
Tilboð á No7
snyrtivörum
UM þessar mundir er tilboð á No7
snyrtivörum, þ.e. hreinsilínu og
kremiínu fyrirtækisins. Viðskiptavin-
ir fá tvær vörutegundir á verði einn-
ar. Tilboðið gildir meðan birgðir end-
ast og þær fást í ýmsum snyrtivöru-
verslunum og apótekum.
----♦ ♦ ♦---
Jarðarber
á tilboðsverði
HRAÐBÚÐIR Essó eru með tilboð á
jarðarbeijum um þessar mundir.
Kostar 250 gramma askja af jarðar-
berjum 99 krónur og stendur tilboðið
meðan birgðir endast. Hraðbúðir
Essó eru á fimm stöðum á höfuðborg-
arsvæðinu, við Gagnveg, Skógarsel
og Ægisíðu í Reykjavík, við Stóra-
hjalla í Kópavogi og Lækjargötu í
Hafnarfirði.
----♦ ♦ ♦---
V eitingahúsasýning
í Perlunni
Bitiaf
Reykjavík
í DAG, laugardaginn 2. nóvember,
og á morgun, sunnudaginn 3. nóv-
ember, stendur yfir veitingahúsasýn-
ing í Periunni. Yfirskrift sýning-
arinnar er Biti af Reykjavík en til-
gangurinn er að kynna veitingahúsa-
líf Reykjavíkur fyrir gestum.
Um 35 veitingastaðir og þjónustu-
fyrirtæki tengd veitingarekstri taka
þátt í kynningu þessari og fá gestir
að smakka á ýmsum réttum. Allur
ágóði sýningarinnar rennur til góð-
gerðarmála og er sýningin opin frá
13-18 báða dagana.
Nýtt
upplýsingarit
VERIÐ er að dreifa á heimili þjón-
ustuskrá Gulu línunnar sem ber
nafnið A til Ö. Handbókin inniheldur
upplýsingar um öll fyrirtæki, stofn-
anir og alla þjónustu á höfuðborgar-
svæðinu, alls um 9.000 nöfn. Auk
þess er að fínna í henni götukort.
Bókin er 400 blaðsíður og gefín út
í 70.000 eintökum.
Enskjólakaka
Bökuð átta
vikum fyrir jól
ÞEIR sem hafa vanist því að baka
ekta enska jólaköku fyrir jólin fara
að huga að bakstri núna. Kate
Harrison hefur verið búsett á ís-
landi síðastliðin tíu ár en alltaf far-
ið til Bretlands um jólin nema síð-
ustu tvö ár. „Ég er alin upp við
enska jólaköku og þekki reyndar
enga breska fjölskyldu sem ekki
borðar ekta enska jólaköku um jól-
in. Kökumar eru skreyttar með litl-
um jólasveinum, eða hreindýrum
úr plasti en sumir búa til fígúrur
úr marsípani og skreyta þannig.“
Kate segir að kökuna þurfi að baka
átta vikum fyrir jól og síðan er
kakan vikulega tekin fram og
áfengi dreypt yfir hana. „Fólk not-
ar áfengi eftir smekk. Ég notaði
viskí í fyrra í staðinn fyrir koníak
og veit að fólk notar allt að hálfri
flösku í kökugerðina!
Kate segir að í fyrra hafí hún
aðeins breytt uppskriftinni. í hana
á að nota kúrenur (currants), kú-
rennur (sultanas) og rúsínur. Hún
fann kúrennur í Kornmarkaðnum
en notaði gulleitar rúsínur í stað
þeirra sem kallast á ensku currants.
Kökuna á að þekja með marsíp-
ani 10 dögum fyrir jól og setja
sykurbráðina á nokkrum dögum
fyrir jól.
Ensk jólakakn
450 g kúrennur (currants)
175 g Ijósar rúsínur (sultanas)
175 g rúsínur
50 g gljóð kirsuber, hreinsuð og
skorin í fínlega bita
50 g sykraður börkur, fínt
niðurskorinn
3 msk koníak (viskí)
225 g hveiti
Vitsk salt
'Atsk ferskt malað múskat
'ótsk kökukrydd (kanill,
engifer. . . )
225 g ósaltað smjör
225 g púðursykur
4 stór egg
50 g niðurskornar möndlur meó
húð
1 msk Ijóst síróp
_____börkur af einni sitrónu
börkur af einni appelsínu
Hitið ofninn í 140°C. Hyljið
hringlaga jólakökumót (20x18)
með bökunarpappír. Kvöldið áður
en gera á kökuna eru allir þurrkað-
ir ávextir og börkur sett í skál og
látið liggja í koníaki í að minnsta
kosti tólf tíma. Hyljið skálina með
hreinum bómullarklút.
Sigtið hveiti, salt og krydd í skál
og þeytið síðan saman í annarri
skál sykur og smjör þangað til
blandan er orðin ljós og létt. Þeyt-
ið eggin og setjið út í sykurblönd-
una. Þegar búið er að bæta öllum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
KATE Harrison bakar ekta enska jólaköku
átta vikum fyrir jól.
)
>
eggjunum í bætið þá í sykurblönd-
una hveiti og kryddi. í lokin er
ávöxtum og berki hrært samanvið
deigið, svo og möndlum. Setjið
deigið í kökuformið. Hyljið topp
kökunnar með smjörpappír og not-
ið brúnan pappír eða smjörpappír
meðfram forminu. Bakið kökuna
neðarlega í ofni í um fjórar og
hálfa klukkustund og ekki opna
ofninn fyrr en að minnsta kosti fjór-
ar klukkustundir eru liðnar.
Þegar kakan er orðin köld pakk-
ið henni inn í smjörpappír og setjið
í loftþétt ílát. (Dollur undan Mac-
hintosh sælgæti eru tilvaldar). Tak-
ið kökuna út vikulega, gerið lítil
göt á pappírinn eða takið hann af
og sprautið koníaki eða viskíi með
lítilli sprautu hér og hvar í kökuna.
Tíu dögum fyrir jól er kakan
tekin út og hún þakin með marsíp-
ani. Fyrst er kakan smurð með
marmelaði og síðan þakin með
marsípaninu. Leyfíð marsípaninu
að þorna á kökunni og hafið hana
þá ekki í pappír en áfram í loft-
þéttu dollunni.
Sykurbráð er sett ofan á kökuna
tveimur dögum fyrir jól:
500 g flórsykur
3 eggjahvítur
1 'Amsk sítrónusafi
Sigtið flórsykur og þeytið eggja- "
hvítur lauslega. Bætið sykri í eggin
og sítrónusafa. Þeytið kröftuglega
með trésleif þangað til blandan er
orðin mjúk og hvít en mjög stíf.
Setjið kökuna á fallegan disk,
þekið með sykurbráð og skreytið.
Hefðbundin kaka er skreytt með
plastdýrum, plasttrjám og hrein- .
dýrum. Einnig má skreyta með *
marsípanfígúrum.
Kökuna má ljúka við nokkrum |
dögum fyrir jól en sykurbráðin
harðnar með tímanum.
Brauðgerðin Krútt á Blönduósi
Nýtt
Kynnir tvenns konar brauð
á íslenskum dögum
BRAUÐGERÐIN Krútt á Blöndu-
ósi tekur þátt í íslensku átaki sem
um þessar mundir stendur yfír á
Norðurlandi. „Við erum með vöru-
kynningar í verslunum á Blönduósi
og Skagaströnd þar sem við kynn-
um ný brauð“, segir Óskar Hún-
fjörð eigandi brauðgerðarinnar
Krútt á Blönduósi. Um er að ræða
matarbrauð sem hafa verið í þróun
undanfarið ár, endurbætt pálma-
brauð og þriggja korna brauð í
nýjum umbúðum. „Nöfnin eru ekki
ný á brauðunum en samsetningin
er ný. “ Brauðgerðin Krútt hefur
verið starfrækt á Blönduósi frá
árinu 1968 en það var faðir Ósk-
ars, Þorsteinn Húnfjörð, sem stofn-
aði hana. Hann starfar reyndar enn
við bakaríið en feðgarnir eru báðir
bakarameistarar.
Ekta súrdeigsbrauð
„Á tímabili var rekstur brauð-
gerðarinnar mjög umfangsmikill.
Við vorum með þijá bíla í út-
keyrslu og seldum brauð um allt
land. Samkeppnin hefur hinsvegar
harðnað mikið og við drógum okk-
ur til baka af þeim markaði og
settum upp brauðbúð á Blönduósi
sem hét Krútt kökuhús. Þetta var
eitt fyrsta konditori á íslandi.“
Óskar segist hafa hætt þeim
rekstri eftir sex ára tímabil, það
var mikið að gera yfir sumarmán-
uðina en heimamarkaður ekki
nægilega stór til að halda bakarí-
inu opnu yfir vetrarmánuðina.
Vöruþróun okkar hefur leitt af
sér sérstök brauð sem við ætlum
að markaðssetja von bráðar. Það
eru ekta súrdeigsbrauð og ég held
að við séum nánast einir á landinu
sem notum gamalkunnar
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
FEÐGARNIR Óskar og Þorsteinn Húnfjörð.
vinnsluaðferðir með súrdeig í
bakstur okkar. Auk brauðgerðar-
innar reka Óskar og fjölskylda
Blönduskálann á Blönduósi og
einnig Sveitasetrið sem er hótelið
á Blönduósi. „Þar höfum við verið
að vinna okkur upp og staðið í
endurbótum á húsnæði og þjón-
ustu. Við létum endurhanna hús-
næðið og erum komnir áleiðis með
þær breytingar.“ Óskar segir þá
leggja áherslu á vandaðan veit-
ingasal því á veturna gegnir hótel-
ið hlutverki samkomu- og
skemmtistaðar líka.
Rekstur þessarar athafnafjöl-
skyldu er ekki upptalinn því kona
Óskars, Brynja Ingibersdóttir, er
útibússtjóri ÁTVR á Blönduósi auk
þess sem hún rekur þar efnalaug
og þvottahús.
Næring og
heilsa í
Blómavali
í DAG, laugardag, og á morgun
verður dagskrá á Græna torginu
í Blómavali við Sigtún sem nefn-
ist Næring og heilsa. Hallgrímur
Þ. Magnússon læknir heldur
stutta fyrirlestra klukkan þijú
og fjögur um næringu og heilsu
og svarar fyrirspumum. Einnig
mun Ragnar Þjóðólfsson kynna
drottningarhunang og blómafijó-
kom frá tvö til sex báða dag-
ana. Upplýsingarit liggja frammi
og 10% afsláttur er veittur af
þessum fæðubótarefnum.
Snuð sem er
hitamælir
í apótekum
og hjá B.
Magnússyni
er nú hægt
að kaupa
sérstök snuð
sem gegna
hlutverki
hitamælis
líka.
Potta-
galdrar í
vín-anda
POTTAGALDRAR í vín-anda er ný 1
framleiðslulína fyrirtækisins Potta-
galdra. Á ensku verður hún sett á |
markað undir nafninu Potmagic in *
Spirit. Er um að ræða kryddblöndur
sem eru vættar í ýmsum víntegund-
um uns kryddin hafa mettast. Verð-
ur þá til blautur kryddmassi.
Sjö mismunandi afbrigði koma á
markað um miðjan nóvember, villi-
jurtir í koníaki, villijurtir í púrtvíni,
villijurtir í rauðvíni, creole í rauð- s
víni, ítalskt pastakrydd í rauðvíni,
fískikrydd í hvítvíni og lamb Island-
ia í hvítvíni.
í fréttatilkynningu frá Potta-
göldrum segir að varan hafi verið
reynd við matreiðslu um hálfs árs
skeið og má meðal annars nota
hana í kryddlög á kjöt og fisk eða
sem bragðbæti í sósur og súpur.
Þá má nota kryddmassann í paté-
gerð, í pottrétti, í innbakaða rétti,
í fyllingar í fugla og margt fleira. j
Engum aukefnum er bætt í fram-
leiðsluna og í þeim tilfellum sem
salti er bætt í vörulínu Pottagaldra
er um að ræða Eðalsalt.
Morgunblaðið/Emilía