Morgunblaðið - 02.11.1996, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
NIUTIU ARA EFNI
/ lífínu
Níræðisafmælið
nálgast og afmælis-
barnið er ekkert
annað en plastið
sjálft. Ótrúlegt en
satt, heil níutíu ár
liðin síðan fyrsta
plastefnið varð að
veruleika árið 1907.
Plast er auðvitað
ómissandi og ríkur
þáttur í umhverfi
okkar og
birtist í öll-
um mynd-
um. Plastið
klikkar ekki,
og við nánari
umhugsun fær
maður á tilfínning-
una að kannski sé plastið
besti vinur mannsins? Plast-
ið virðist nefnilega alltaf til
staðar og þegar fokið er í
flest skjól og veröldin
virðist-fallvölt og brot-
hætt: Upp úr kafinu
kemur að plastið er
enn á sínum stað. Nóg
er að kíkja í ísskápinn
og sjá her plastumbúða
brosa á móti manni. Plast-
umbúðimar fagna fals
laust þegar maðurinn
á síst von á. Oft
hefur afmælis-
barni verið fagn-
að af minna til-
efni.
En plastið hefur átt
misgóða daga á níutíu ára tilvist
sinni. Pví hefur ýmist verið hampað
eða verið svínbeygt í svaðið. Margir
hafa óbeit á blessuðu plastinu vegna
þess að það er ólífrænt og samlagast
ekki náttúrunni. Plast er samansett
úr flóknum sameindakeðjum
kolefna- og vetnisatóma. Plastpoki
getur verið mörg hundmð ár að eyð-
ast í náttúrukeðjunni og það hefur
gert umhverfissinna óvinveitta
plastinu. En fyrir hálfgerða slysni
uppgötvuðu vísindamenn að plast
sem legið hafði í sól brotnaði hraðar
niður en plast sem naut ekki sólar-
Ijóssins. Uppgötvunin varð til þess
að nú hefur þeim tekist að þróa end-
urnýtanlegt plastefni sem brotnar
auðveldlega niður af völdum útfjólu-
Plast á fögrum
konum, plast sem
stofustáss. Þórdís
Gunnarsdóttir
ákvað að minnast
þessa merkilega
efnis á afmælinu
stóra.
blárra geisla.
Nokkuð sem gæti
stækkað aðdáenda-
klúbb plastsins.
Ekki eru mörg ár
síðan smekklaust
hefði þótt að bera
plastílát á borð í fín-
um boðum eða
plastdrasl, eins og
sumir hefðu orðað
það. Hvað þá að
gerast svo
púkalegur
að ganga
með plast-
skartgripi
á guðdómleg-
um skrokknum.
Það var hrópandi
merki um ódýran
smekk.
Einhvers staðar var
sagt að tímamir
breyttust og menn-
irnir með. Þökk
sé umhverfis-
og endurnýt-
ingarmálun-
um og þvi
hvernig komið
er fyrir blessaðri
jörðinni, hafa
áherslur okkar
mannanna breyst til
muna. Það er
kannski dálítið
kaldhæðnislegt að
umhverfisóvinurinn
plast hafi orðið til þess
að menn fóru að sjá mikilvægi þess
að nýta hlutina aftur og betur og
jafnvel enn kaldhæðnislegra að
plastið er eitt heitasta hönnunarefn-
ið núna þegar geimöldin nálgast.
Hönnuðir dagsins halda ekki vatni
jdir óþrjótandi möguleikum plast-
efnisins, mýkt þess og sköpunar-
hæfni. Plastið er farið að sýna sig
oftar og í velkomnu mæli á fögrum
útlimum kvenna og sem 1
stofustáss, hvort sem um húsgögn
eða skrautmuni er að ræða.
Á meðfýlgjandi myndum gefur að
líta brotabrot af þeirri nytjalist sem
hönnuðir nútímans eru að senda frá
sér. Hinn rómaði breski hönnuður
Conrand, sem áður var aðalsprauta
Habitat samsteypunnar, leikur sér
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 25
að plastinu í fagurlöguðum upp-
þvottabursta. Italski fagurker-
inn Alezzi nýtur þess að forma
kaffikönnur og vogir úr full-
komnu plastinu. Á síðunni má
sjá plastútgáfu af skál sem
stendur á fiugnafótum. Þessa
skál hannaði Christopher
Dresser árið 1864 og er hún víð-
fræg og eftirsótt. Hún er fáan-
leg sérpöntuð úr silfri á 478 þús-
und krónur. Plastútgáfan kost-
ar hins vegar 990 krónur og
þykir mun flottari í dag. Arm-
böndin sem leggja sig svo fal-
lega þétt hvert upp að öðru eru
unnin úr plastslöngum og eru
verk felenskrar listakonu,
Huldu Ágústsdóttur. Frum-
legri né flottari gerast skartgrip-
irnir varla um þessar mundir.
Plastið er praktískt og það
eru æ fleiri sem eru sér meðvit-
aðir um það og nú þegar vin-
sældir þess eru í hámarki kemur
óneitanlega upp í hugann spurn-
ingin: Hvenær fær plastið næsta
skell? Ef til vill þegar fínu plaststól-
amir úr endumýtanlega plastinu
bráðna við sólarljósið?
Ljósmyndir/Áslaug Snorradótti
til þeir eru gegnumsteiktir. Ausið þá með leg-
inum á meðan. Afganginn af leginum getið þið
soðið svo hann þykkni og borið fram sem sósu.
Sveppasásan hans
Ouccia frænda
Duccio er ítalskur lögfræðingur sem
tók upp á því að fara að elda þegar
hann komst á eftirlaun fyrir mörgum
árum. Hann eldar auðvitað ítalskan mat,
en með norður:afrísku ívafí, því hann ólst
upp í Lýbíu. Áhrifin koma meðal annars
fram í því að hann hefur alltaf malaðan rauð-
an pipar innan seilingar og stráir yfir flest
matarkyns. Sveppasósan hans fer heldur
ekki varhluta af piparnum, hún er handa
fjórum.
500 gr pasta, af góðri ítalskri tegund
500 gr sveppir
2 msk góð ólífuolía
2 fínsöxuð hvítlauksrif
1/4-1/2 súputeningur
1/4 tsk malaður rauðm- pipar - eða meira
eftir smekk.
Vænt steinseljuknippi, fínsaxað
1. Mesta vinnan er að hreinsa sveppina og
saxa þá, en til flýtisauka má gera það í raf-
magnskvörn (mixer). Setjið þá lítið í einu og
látið sveppina saxast nógu lengi að þeir fari í
litla bita, en ekki svo lengi svo þeir fari í mauk.
2. Hitið olíuna, látið hvítlaukinn gyllast, en
hvorki brúnast né brenna og bætið sveppun-
um í. Látið þá soðna í eigin vökva um stund og
bætið súptening og rauðum pipar í. Skammt-
urinn er smekksatriði, en örlítið sviðabragð á
að finnast. Duccio notar súputenging fremur
en salt, því þannig finnst honum sósan bragð-
ríkari, en salt er einnig hægt að nota. Nú má
sósan standa yfir daginn.
Þegar rétturinn er borinn fram er pastað
soðið... og auðvitað alls ekki of mikið, heldur
má frekar jaðra við föstum kjarna í því enn.
Hitið sósuna, blandið saxaðri steinselju saman
við, blandið þessu saman við pastað og berið
fram rjúkandi heitt. Á okkar mælikvarða er
þetta glæsilegur aðalréttur en á ítalskan
mælikvarða kemur pasta næst á undan aðal-
réttinum, en á eftir forréttinum. Og sá sem
heldur að ítalir gusi alltaf rifnum osti út á alla
pastarétti hefur greinilega ekki kynnst þess-
um rétti, sem borinn er fram án osts.
Vadka- ag piparísfraáa
Eitt það allra stællegasta í matarmálum eru
ísfroða, sorbet, úr óvæntum hráefnum, svo ef
þið viljið hanga á matartískulestinni þá reynið
eftirfarandi. Isfroðan getur verið milliréttur í
viðamiklum matseðli eða frísklegur eftiiTétt-
ur, en tæplega þó fyrir börn og unglinga. Og
hvað rétturinn dugir fyrir marga fer auðvitað
eftir hvað lystin er mikil. Réttur handa sex til
sjö.
2 dl vatn
2 dl sykur
1 rautt piparhylki
2 dl vodka
1 dl sítrónusafi + rifinn börkur af 1
sítrónu
1 Sjóðið saman vatn og sykur,
ásamt pipamum, svo lögurinn þykkni
aðeins, áður en hann er tekinn af hit-
anum og látinn kólna. Ef þið látið
piparinn sjóða lengi með og liggjá í
leginum meðan hann kólnar verður
sírópið banasterkt, svo þið verðið
að þreifa ykkur aðeins áfram. En
hafið í huga að kuldi deyfir bragð, svo það má
vera svolítið bragð af sírópinu.
Bætið sítrónusafa, rifnum berki og vodka í
kaldan löginn og bragðið á hvort hann er hæfi-
lega sætur, súr og sterkur, áður en þið hann
setjið inn í frysti, þar sem hann á að frjósa. Ef
ykkur liggur á látið þá löginn frjósa í grunnum
bökkum.
Hrærið í meðan lögurinn frýs, svo þið búið
ekki til vodkaísmola, eða setjið ísinn í kvörn og
hrærið í, áður en þið berið froðuna fram. Setj-
ið hana til dæmis í glös fyrir hvem og einn, ríf-
ið sítrónubörk yfir og dreypið nokkram rauð-
um piparkornum á rétt til að gefa til kynna
hvað hér á ferðinni.