Morgunblaðið - 02.11.1996, Page 42

Morgunblaðið - 02.11.1996, Page 42
42 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 SJÓNMEIMNTAVETTVANGUR MORGUNBLAÐIÐ AÐSENPAR GREINAR í takt við nýj- ar áherslur Greitt fyrir umönnun sjúkra á heimilum þeirra Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breyt- inga á lögum um fé- lagslega aðstoð. Þar er opnað fyrir heimild til að greiða fleirum en maka fyrir að annast umönnunar- sjúkling heima. Flutn- ingsmenn eru þrír þing- menn þingflokks jafn- aðarmanna, undirrituð sem er fyrsti flutnings- maður, Össur Skarp- héðinsson og Guð- mundur Ámi Stefáns- son. Breytingin, sem við leggjum til, er sú að maki eða sá sem heldur heimili með og annast elli- eða örorkulífeyris- þega og getur af þeim sökum ekki stundað nema takmarkaða vinnu ** utan heimilis eigi rétt á umönnunar- bótum er nemi allt að 50.212 kr. á mánuði. Aðeins maki sjúklings fær greitt nú í almannatryggingalögunum frá 1971 var ákvæði um greiðslu maka- bóta. Við gildistöku EES-samnings- ins árið 1993 var lögunum skipt upp í tvennt, lög um almannatryggingar og lög um félagslega aðstoð. Ákvæð- __ >• * Oréttlátt er, segir Asta R. Jóhannesdóttír að fólki sé mismunað eftir tengslum við sjúkling- inn sem það annast. ið um greiðslu makabóta kom þá inn í lögin um félagslega aðstoð, en bótagreiðslur samkvæmt þeim eru heimildarbætur. í núgildandi lögum getur því að- eins maki elli- eða örorkulífeyrisþega fengið umönnunarbætur leggi hann niður störf vegna umönnunar á 'r heimili. Ekkert greitt eftir að barn er orðið 16 ára Foreldrar fatlaðra og alvarlega sjúkra barna geta fengið umönnun- arbætur greiddar þar til barn þeirra ; verður 16 ára. Börnin fá sjálf örorku- bætur þegar þau verða 16 ára og umönnunarbætur til foreldra falla niður þótt umönnunar sé áfram þörf. * Lagabreytingin myndi heimila * greiðslur áfram ef foreldri getur ekki stundað vinnu vegna umönnun- , ar barns síns eftir 16 ára aldur. * Úrelt að miða aðeins við maka Mun fleiri en makar lífeyrisþega vinna umönnunarstörf á heimilum og geta ekki stundað vinnu utan heimil- is vegna þess. Nú þegar legurúmum á sjúkrahúsum fækkar og erfiðara er að fá vist- un fyrir þá sem þurfa á henni að halda verða heimilismenn og aðrir aðstandendur sjúkra og fatlaðra að taka að sér þessi störf. Því er úrelt að miða aðeins við greiðslu til maka þess sem er umönnunar þurfi. Nú þegar æ fleiri þurfa að bíða eftir að- gerð, er því mikilvægt að heimild sé til að greiða fyrir tíma- bundna umönnun á heimili, þeim sem þarf hennar við meðan beðið er. Fólk annast uppkomin börn sín, foreldra, tengdafólk eða aðra ætt- ingja, en á ekki rétt á neinum greiðslum frá hinu opinbera sam- kvæmt lögum um félagslega aðstoð. Það samræmist ekki anda laganna að fólki sé mismunað eftir tengslum við þann sem það annast. Sparar dýra sjúkrahúsvist Breyttar áherslur í heilbrigðis- þjónustu, þar sem lögð er áhersla á að sjúkir geti verið eins lengi heima og unnt er og fái þjónustu þar, eru einnig rök fyrir því að umönnunar- bætur greiðist fleirum en maka. Margir sjúkir og fatlaðir sem þurfa umönnun heima, eiga ekki maka, en e.t.v. er einhver sem býr með þeim sem annast þá. Þessar bætur gera þeim sem eru umönnunar þurfi kleift að vera leng- ur heima, sem sparar hinu opinbera dýra sjúkrahúslegu. Hámarksupp- hæðin, sem nefnd er í frumvarpinu, er miðuð við hámarksgreiðslur vegna umönnunar fatlaðra og sjúkra barna. Þetta er ekki há fjárhæð fyr- ir þau erfiðu störf sem felast í umönnun fatlaðra og sjúkra, en þessi ijárhæð er nú greidd fyrir ákveðin umönnunarstörf vegna barna á heimilum. í lögunum eins og þau eru nú eru greiðslur til maka 80% af grunnlíf- eyri og tekjutryggingu, sem er um 30.934 krónur og síðan er sam- kvæmt reglum heimilt að greiða hálfar makabætur, sem eru 50% grunnlífeyris og tekjutryggingar eða 19.333 krónur. Mikil réttarbót í takt við tímann Breyting í þessa veru hefur verið baráttumál mitt lengi og lagði ég fram samhljóða frumvarp á Alþingi árið 1992 og einnig á síðastliðnum vetri. Ég veit að það er víðtækur vilji á Alþingj til að breyta lögum í þessa veru. Ég minni á að það var vilji fyrrverandi heilbrigðisráðherra Guðmundar Bjarnasonar þegar hann var í embætti og ég geri ráð fyrir að flokkssystir hans í sama embætti nú sé sama sinnis. Umsagnir um málið, sem Alþingi bárust er það var lagt fram áður, eru undantekningarlaust i þá veru að þetta séu nauðsynlegar réttar- bætur fyrir sjúka og fatlaða, og mikilvægt væri að frumvarp í þessa veru yrði að lögum. Þessi lagabreyting er mikið rétt- lætis- og þjóðþrifa mál og í takt við breytta tíma og áhersiur í heilbrigð- isþjónustu. Það er mikilvægt að breyting sem þessi verði að lögum þó svo að almannatryggingalöggjöf- in sé í gagngerri endurskoðun. Ég tel að leiðrétting á þessu réttlæt- ismáli sé mjög brýn og geti ekki beðið þess að heildarendurskoðun laga um almannatryggingar og laga um félagslega aðstoð ljúki. Höfundur er alþingismaður Ásta R. Jóhannesdóttir i MILLJÓNA ára gamalt steingert tré, líkast nútímaskúlptúr fyrir framan viðbyggingu Náttúrusögusafnsins. HIÐ risastóra mannstákn við upphaf vist- kerfissýningarinnar. LIST OG VISINDI * ATVEIM ferðum mínum til Menningarborgarinnar við Eyrarsund á þessu ári tók ég sérstaklega vel eftir vægi vísinda í núlistum dagsins. Inntak flestra alþjóðlegra framkvæmda á vett- vangi róttækrar samtímalistar sköruðu þannig hugmyndir sem leynt og ljóst voru sóttar til vísinda- hugtaksins. Þetta eru leiðandi atriði í listhúsum og samtímalistasöfnum víða um heim um þessar mundir, allt annað gamaldags og úrelt um stund. Þar til nýr stórisannleikur fellur af himnum ofan í höfuðstöðv- unum, ný trúarbrögð boðuð, „fram- varðsveita" um allan heim er mata fjölmiðla á „listasprengj- um“ hins eina sannhelga og viðurkennda frumleika í öllu stjörnukerfinu. Eins og fara vill var oft- ar en ekki næsta erfitt að sjá hvar vísindin voru falin í verkum gerendanna og iðulega klúðurslegu hand- bragði, en það skiptir minna máli ef vitræn heim- speki skynseminnar að baki er í lagi og menn vel að sér í_ samræðunni, díalógunni. Oneitanlega stingur þetta samt nokkuð i stúf við raunveruleikann, því nátt- úran er óvægasti, strang- asti og nákvæmasti bygg- ingameistarinn, svo sem allir vita sem inni eru í þeim málum. Og hvað vis- indin snertir og þá einkum nútímavísindi, þýðir ekkert annað en að leggja sig allan fram um ofurnákvæm vinnubrögð. Fyrsta heim- sókn mín i Victoría og Al- bert safnið í London fyrir nokkrum árum lauk upp fyrir mér nýrri lífsvídd, jafnframt varð ég meira en var við tvær risabyggingar í næsta nágrenni, eða hinum megin við Exhibition Road. Við nánari eftir- grenslan sá ég að þau hýstu nátt- úrusögusafn og vísindasafn, en ég hafði engin tök á að sinna þeim í það skiptið. Á meðan ég notaði síð- ustu klukkustundirnar í London til að setja mig sem sem mest inn í hið einstæða safn siðprúðu drottn- ingarinnar og steggs hennar hafði Fjölnir sonur minn valið að skoða risaeðlusýningu í náttúrusögusafn- inu og átti engin orð yfir hve mögn- uð hún væri, sem og safnið allt. í ljósi ofanskráðs lá beinast við Inntak flestra alþjóðlegra framkvæmda á vettvangi róttækar samtímalistar skara hugmyndir sem leynt og ljóst eru sóttar til vísindahugtaksins. Bragi Asgeirsson leggur út af því í grein um lifanir sínar í London. að ég tæki þessi söfn fyrir eftir að hafa skoðað William Morris fram- kvæmdina í botn, og farið marg- sinnis yfir annað á sjálfu safninu, jafnvel þótt nú væru vistarverur mínar svo til við hliðina á British Museum, sem ég hef afar sterkar taugar til. Hafi ég ætlað mér að sporðrenna báðum söfnunum á einum degi fór á annan veg, því er leið á daginn á náttúrusögusafninu uppgötvaði ég mér til nokkurrar hrellingar að ég næði tæpast að ná endum sam- an, og sumar deiidirnar þyrftu helst alla athygli skilningarvitanna í heil- an dag. Stefnan var að fá heildar- sýn yfir safngripina og fara svo betur yfir einstaka þætti og deildir, en heill dagur entist svo ekki til þess eins, um hvort safnið fyrir sig, ef vel skyldi rýnt í hlutina! Safnið varðveitir ekki einasta ótrúlegan fróðleik úr náttúrusög- unni, heldur gerir sér far um að miðla því nýjasta sem fram kemur ekki síður vísindasafninu við hlið- ina, og það má vera steindauður maður sem ekki verður uppnuminn af einhveiju undrinu innan veggja þeirra. Risaeðlur eru ofarlega á baugi í dag, enda ótæmandi rann- sóknarefni og deild þeirra á nátt- úrusögusafninu hið magn- aðasta sem ég hefi augum, litið á þeim vettvangi frá því ég skoðaði Smithsonian safnið í Washington fyrir liðlega þrem áratugum. En hver er sú tímavídd, ef horft er til baka og til fyrsta tímaskeiðs miðlífsaldar fyr- ir 225-195 milljónum ára, er risaeðlurnar komu fram á sjónarsviðið ásamt frum- stæðum spendýrum og fjölda land- og sjóskrið- dýra? Á síðasta skeiði fomlífs- aldar fyrir 285-225 milljón- um ára, lauk skorpuhreyf- ingunni. Eyðimerkur og saltvötn voru á norðurhveli; ísöld á suðurhveli náði há- marki og þríbrotar dóu út, ásamt því að froskdýrum og armfætlum hnignaði, en skriðdýr sóttu fram. Barr- tré urðu ríkjandi en margar tegundir fenjagróðurs hurfu í hlýnandi og þurru loftslagi. Skoðandinn er settur vel inn í undur lífsins og fram- þróunina og hvernig jarðlíf hefur mótast frá upphafsöld fyrir 4600 milljónum ára, en myndanir hennar finnast í elstu kjörnum meginlanda og spanna tímabilið frá 3600-2390 milljóna ára. Þótt mjög myndbreyttar séu má lesa úr þeim merki margra jarðlagabyltinga, með fellingafjöllum, rofi og eld- virkni. Þar finnast fyrstu menjar lífs, í súrefnissnauðu andrúmslofti. Næst kemur frumlífsöld frá 2390-570 millj. ára. Jarðmyndanir bera merki ísalda, fellinga, eldvirkni og rofs. Ýmsar myndanir hagnýtra jarðefna eru frá þessum tíma, t.d, úrannámur, kopar, járn, nikkel, FORHLIÐ hins mikla Náttúrusögusafns. < i I < i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.