Morgunblaðið - 02.11.1996, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 02.11.1996, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 45 I _____________________________________ farin sumur höfum við komið til | Eyja og þá var oft hlegið hátt þeg- ar þau systkinin pabbi og Lóa voru að rifja upp gamlar og góðar stund- ir og var þá stundum erfitt að viður- kenna hvort þeirra væri minnugra á löngu liðna tíð. Lóa var alla tíð heima í sínu húsi og á hverjum degi hafa flest bömin og barna- börnin ásamt yngstu meðlimum fjölskyldunnar komið á Heiðó til að líta á ömmu Lóu. Flestum þess- . um börnum hefur Lóa kennt að lesa og teljum við víst að söngur og spil hafi fylgt þar með. Við erum þakklátar fyrir að hafa átt svona góða og skemmtilega frænku sem við munum aldrei gleyma. Blessuð sé minning hennar. Hulda og Viktoría. ; j ; i i ; j i ; i i i i < < < < < < < i i Elsku amma, allan október átt- um við von á að fá fréttina um að þú værir dáin, en svo þegar fréttin kom, urðu tilfinningarnar blendnar, sár söknuður en jafnframt þakk- læti fyrir að baráttan við dauðann var ekki lengri. Allt sem við vildum segja stend- ur í litlu ljóði, sem mamma okkar syngur stundum. Ljóðið er svona: Hún amma mín er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á. Hve gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá. í rökkrinu hún segir mér oft sögur og svæfir mig er skyggja fer á nðtt hún syngur fyrir mig sálmalögin fögur þá sofna ég svo sælt og blítt og rótt. Allar minningarnar sem við eig- um um þig eru svo ljúfar, það var alltaf svo gaman hjá þér og stutt í hláturinn, hann hljómar svo skært í minningunni. Allt sem þú kenndir okkur var gert af einlægni og þolin- mæði þín við okkur átti sér engin takmörk. Þú varst okkur skjól og skjöldur í barnæsku, þú hafðir ætíð tíma fyrir okkur og þú varst alltaf heima og gott var á köldum vetrar- dögum að koma heim á „Heiðó“ og fá heitt „kaffi og bleytu" sem var nú þinn sérréttur. Elsku amma, minningarnar eru svo margar að þær myndu fylla stóra bók. Fyrstu söngtímana feng- um við hjá þér. Það var ekki sjald- an að allur „labrinn" (smáfólkið) í nágrenninu kom inn tii þín og þú settist við orgelið og spilaðir fyrir okkur og auðvitað sungum við öll af lífs- og sálarkröftum, það var sko kór í lagi. Og ekki gleymum við kökunum góðu sem þú bakaðir og lengi verður í minnum haft með brúnkökuendann forðum og sumar sögðu við suma „farðu heim til þín gleypan þín“ þegar hann borðaði síðasta endann af brúnkökunni. Þessi orð eru síðan máltæki hjá okkur. Og við minnumst líka þegar þú eftir vissa athöfn söngst fyrir okkur „Þórð kakala“ og allir velt- ust um af hlátri. Það var besta skemmtun sem við fengum í þá daga, þannig liðu margir dagarnir við söng, hlátur og grín. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín þó svo að sum okkar hafi undanfarin ár átt heima ann- ars staðar en í Vestmannaeyjum. Við erum mjög þakklát fyrir stund- irnar sem við áttum með þér síðast fyrir einu og hálfu ári. Guð blessi þig og varðveiti þig og veri sálu þinni hjálplegur. Þess óska börn Guðrúnar. Ágúst Heiðar, Hrafnhild- ur, Aðalheiður Lóa, Guðrún Vilborg og Lilja. Mig langar að minnast ömmu minnar með nokkrum orðum. Það er svo margt sem kemur upp í huga manns, þegar minningarnar eru svo margar og dýrmætar. Amma Lóa var ein sú hlýjasta og besta manneskja sem ég hef þekkt. Hún var mikil blómakona og söngmanneskja, sem spilaði á gítar og orgel og var í kórum þeg- ar hún var yngri. Hún var líka mikil húsmóðir. Heimili hennar og fjölskylda voru númer eitt, tvö og þtjú. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að búa í sama húsi og afi og amma þegar ég var lítil stelpa. Þar fyrir utan voru þær ófáar stundirn- ar sem ég var hjá þeim. Þau höfðu svo sterkt aðdráttarafl á öll barna- börnin sín. Ég man aldrei eftir „Heiðó“ öðruvísi en að þar hafi verið fullt hús af börnum, því að við barnabömin ólumst upp við að mömmur okkar og pabbar unnu mikið og þá var Heiðavegur 55 okkar annað heimili. Og alltaf var okkur tekið opnum örmum. Ef okk- ur leiddist voru tekin upp spil og spilaður Svarti-Pétur, Veiðimaður eða Olsen-Olsen. Ég hugsa að amma hafi kennt flestum barna- barna sinna að þekkja spilin. Einn- ig hafði hún unun af því að spila á orgelið sitt fyrir okkur og láta okkur syngja. Einnig held ég að hún hafi kennt okkur flestum að spila „Allt í grænum sjó“ eða „All- ir krakkar“ á orgelið. Jólin eru ógleymanleg. Þá var mikið sungið og dansað í kringum jólatréð meðan amma spilaði á org- elið. Svo á öskudaginn saumaði hún alla öskupokana. Stundum fékk hún þá alla aftan í sig en þóttist ekkert taka eftir því. Svona var amma. Mér finnst líka gaman að rifja það upp að alltaf þegar nýtt barna- barn eða barnabarnabarn bættist í hópinn þá sagði amma Lóa að hann eða hún væri með „Sólbakkanefið". Svo tók hún þau gjarnan í fangið, ruggaði þeim og raulaði í leiðinni. Hláturinn hennar vakti alla tíð mikla kátínu hvar sem hún var stödd. Meira að segja lentu leikarar í vandræðum þegar amma mætti á sýningar, því að hún hafði svo smit- andi hlátur. Ég get endalaust rifjað upp skemmtilegar minningar, en tel það óþarfa því að þeir sem þekktu hana vita hvers megnug hún var. Elsku amma. Ég veit að tilveran á eftir að vera hálftómleg án þín. En minningin um þig á eftir að lifa með okkur. Huggun mín er sú að nú ert þú komin til afa og þér líður vel. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Inga Hanna Andersen. Elsku amma mín. Nú ertu farin og mér finnst það svo skrýtið, því ég hélt að þú yrðir alltaf hér. Minningarnar hrannast upp og ég man þegar ég var lítil og fékk að skríða undir teppið hjá þér þar sem þú svafst við sjónvarp- ið. Þá hélstu mér þétt að þér og mér fannst ég svo örugg. Ég man líka þegar þú og afí voruð að passa mig og við fórum í bíltúr niður á bryggju og ég fékk nammi og ís. Þetta og margt annað er allt mjög dýrmætt fyrir mig, enda voruð þið bestu vinir mínir. Þó að ég eltist þá héldum við áfram að vera bestu vinkonur. Amma. Þú elskaðir lífið og allt sem fylgdi því. Þú varst vorboðinn, því þegar þú fórst að sá blómum, styttist í sumarið. Aldrei fékkstu nóg af að dútla við blómin þín, enda var garðurinn okkar alltaf svo fallegur á sumrin. Elsku amma. Nú ertu komin til afa og ég gleðst yfír því. Þið eruð saman að spila og syngja. Eflaust ertu líka að rækta garðinn þinn og fegra himnaríki. Elsku amma, ég kveð þig að sinni með söknuði en þangað til við sjáumst aftur þá vil ég að þú vitir að ég elska þig og er stolt að bera nafnið þitt. Þú átt sérstakan stað í hjarta mínu. Þín Lóa. Elsku amma. Mikið verður það undarlegt að geta ekki komið til þín og spjallað við þig, hlegið með þér, hlustað á þig spila á orgelið, dáðst með þér MIIMNINGAR að bömunum og blómunum. Mikið er það undarlegt að geta ekki séð þig, fundið fyrir þér, þú sem varst svo falleg og hlý. Elsku amma. Nú ertu farin og eftir lifir minningin ein. Far þú í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Halldór Jörgen, Helgi Þór og fjölskyldur. Elsku amrha Lóa. Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Það var alltaf svo gott að koma í heim- sókn til þín á Heiðó og fá kaffí og bleytu eða að fá að spila á orgelið. Mikið fannst okkur líka gaman þegar þú spilaðir fyrir okkur. Við vitum að nú ert þú hjá Guði, sem mun passa þig og að þú ert búin að hitta Willum afa aftur. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin strið. (V.Briem). Elsku amma Lóa. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta. Guð blessi þig- Þín langömmubörn Margrét Rut, Birkir Gunnar Ásgeir og Bjartey. Elsku amma Lóa! Nú þegar angar haustsins teygja sig æ nær vetrinum og birtu dags- ins nýtur æ styttra dag hvern, þá kveður þú þennan heim. Ég vissi að þessi stund rynni upp fyrr eða síðar en samt voru þessar fréttir svo ógurlega sárar. Hugsun mín verður hálfbarnaleg þegar ég velti því fyrir mér af hveiju þú þarft að deyja en ég reyni svo að koma hugsuninni á fullorðins stig og hugsa með mér að einungis tvennt er vitað með vissu í þessu lífi það er að við fæðumst og við deyjum. Ég naut þeirra forréttinda að fá að alast upp í sama húsi og þú frá fímm ára aldri og samskipti okkar voru dagleg þangað til ég fór í skóla til Reykjavíkur. Þú sagðir mér oft frá því hvemig þér hefði líkað skólalífíð í Reykjavík, og þú hlóst mikið að raunum þínum þar, en þessir atburðir voru þér enn í fersku minni eftir öll þessi ár. Það er einmitt núna sem ég vef mig inn í dúnmjúkt teppi minning- anna og læt hugann reika. Upp í hugann koma allar stundirnar sem ég átti með þér. Ég á eftir að sakna svo margs, kaffiilmsins af efri hæðinni, dillandi hláturs þíns sem fékk hvaða fýlupúka sem var til að skella upp úr og alltaf komstu niður til að segja góða nótt við okkur þó að hreyfigetan væri ekki upp á marga físka. Nú fer að líða að jólum og það verða varla jól án þín, ekki komu jólin fyrr en ég hafði litið á sér- kennilega jólaskrautið þitt og gamla jólatréð. Alltaf heyrðust tón- ar frá orgelinu þínu í kringum jól- in, jólalögin streymdu niður stigann og _þá máttu jólin koma. Ég gæti haldið endalaust áfram, svo margar fallegar minningar á ég um þig. Þar sem þú ert núna, amma mín, hljómar gítarspil dag- langt, þar syngur þú hástöfum með kór sem kannski heitir Vestmanna- kór. Og þegar vorið leysir veturinn af og blómin fara að lifna við þá minnist ég þín þar sem þú ert, en þar er alltaf sumar og blómin þín blómstra falleg og lífleg eins og þú. Hvíldu í friði, elsku amma mín, þú átt alltaf stað í hjarta mínu. Þín, Erla. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega lfnulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. JÓN JÓHANNESSON + Jón Jóhannes- son var fæddur á Hafþórsstöðum í Norðurárdal 6. október 1917. Hann andaðist á hjúkrun- ardeild Grundar 22. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes 01- afsson, f. 11. júlí 1885, d. 24. febrúar 1950, og Halldóra Heigadóttir, f. 10. janúar 1885, d. 25. ágúst 1956. Eftirlif- andi systkini Jóns eru: Helgi, f. 11. október 1915, Ragnheiður, f. 80. desember 1919, og Kristín f. 11. mars 1927. Onnur systkini Jóns, látin, voru: Guðný, f. 24. maí 1907, Ólafur, f. 15. maí 1912, Guðbjörg, f. 10. ágúst 1913, og Óskar, f. 30. desember 1921. Jón ólst upp frá tveggja ára aldri með foreldrum sínum og systk- inum á Svínhóli í Miðdölum í Dalasýslu. Hann var við nám í Reykjaskóla í Hrútafirði vetur- inn 1939-1940 og flutti skömmu síðar til Reykjavíkur. Var við ýmis störf, en fór fljótlega að starfa við framreiðslu. Lauk sveinsprófi í fram- reiðsluiðn 1952 og fékk meistararétt- indi 1961. Hann starfaði sem fram- reiðslumaður m.a. á Hressingarskálan- um, Vetrargarðin- um, Röðli og Þórsc- afé. Jón giftist 6. desem- ber 1945 Eygerði Bjarnfreðsdóttur, f. 4. janúar 1927, d. 4. apríl 1991. Þau skildu árið 1956. Börn þeirra eru: 1) Hafþór Ingi Jóns- son, f. 12. júní 1946, giftur Krist- ínu Egilsdóttur, f. 17. júní 1952, og eiga þau eina dóttur, Ey- gerði Ingu, f. 18. ágúst 1983. Stjúpdóttir Hafþórs og dóttir Kristínar er Auður Guðmunds- dóttir, f. 5. júní 1972. 2) Helga María Jónsdóttir, f. 5. janúar 1952, gift Ingimundi Magnús- syni, f. 27. mars 1951, og eiga þau þijá syni, Jón Inga, f. 27. júlí 1972, Árna Þór, f. 10. desem- ber 1975, og Björn, f. 24. októ- ber 1979. Utför Jóns hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku besti afí minn. Þó að ég sakni þín mikið er þó huggun í því að þú hefur nú fengið Iausn og frið frá erfiðum veikindum. Ég trúi því að núna sértu hjá guði og njótir blessunar hans. Einnig að fólkið þitt, foreldrar og látin systkini, hafi tekið vel á móti þér og veiti þér styrk við vistaskiptin. Þá veit ég líka að amma Eyja hefur tekið vel á móti þér því að þrátt fyrir aðskilnað ykkar fyrir löngu voruð þið í minni tíð a.m.k. alltaf góðir og sannir vinir, sem stóð- uð saman og hjálpuðust að með ýmsa hluti. Ég er fegin að þú hvílir nú við hlið hennar í kirkjugarðinum í Fossvogi og tel það svo vel við hæfí. Þú varst mér alltaf svo góður og ég mun minnast þín í svo mörgu. T.d. að þegar ég og pabbi fórum stundum í sundlaugarnar í Laugar- dal gátum við næstum alltaf verið viss um að hitta þig þar, því að þú varst í laugunum á hveijum degi, alveg þangað til fyrir rúmu ári, og oftast tvo til þijá klukkutíma í einu. Þar undir þú þér svo vel með mörg- um góðum félögum. Eins man ég vel eftir því þegar við fórum saman í sveitina þína í Miðdölum fyrir nokkrum árum, fór- um í Búðardal og heimsóttum vini þína og ættingja á Svínhóli, Stóra- Skógi og Álfheimum. Ég fann að þú varst svo ánægður með þessa ferð og hversu vænt þér þótti um sveitina, þar sem þú ólst upp. Guð blessi þig alltaf, afi minn. Eygerður Inga (Eyja). Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða; nú er komið hrimkalt haust, horfin sumarbliða. (Kristj. Jónsson.) Við sundlaugarfélagarnir höfum nú á innan við mánuði séð á bak tveimur af okkar bestu félögum. Við viljum senda þér hinstu kveðju með þökk fyrir margan glaðværan tóninn, sem frá þér kom. Sit ég einn í þönkum og sólarlagsins bíð. Fagrir voru dagamir í fyrri tíð. Húma tekur óðum í huga míns sal. Ljósar vom nætumar í Laxárdal. (Jóhannes úr Kötlum.) Með þessum ljóðlínum sveitunga þíns kveð ég þig kæri vinur og þakka þér áratuga samstarfs- og samveru- stundir. Margar ljúfar minningar um þig munu í framtíðinni ylja mér um hjartaræturnar. Blessuð sé minning þín. Við hjónin sendum aðstandendum Jóns innilegar samúðarkveðjur. Þór Ragnarsson. + Elskuleg móðir mín og fóstra okkar, SIGRÍÐUR GUÐMUNSDÓTTIR frá Akri í Vestmannaeyjum, til heimilis íSólheimum 23, lést í Landspítalanum 31. október. Guðrún Theodóra Sigurðardóttir, Guðbjörg Beck, Elín Eyvindsdóttir og fjölskyidur. Bróðir okkar, ÁRNI HALLDÓRSSON, Víðimel 23, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 31. októ- ber. Margrét Halldórsdóttir, Anna Halldórsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.