Morgunblaðið - 02.11.1996, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 49
Heimsmeistaramót í blönduðum f lokki
Islendingar
í úrslit
BRIDS
Ródos, Grikklandi
ÓLYMPÍUMÓTIÐ
Ólympíumótið í brids er haldið dag-
ana 19. október til 2. nóvember.
Heimsmeistaramótið í blandaðri
sveitakeppni er haldið á sama stað
29. október til 2. nóvember
ÍSLENDINGAR sigldu í úrslitin
i fyrsta heimsmeistaramótinu í
blandaðri sveitakeppni sem nú fer
fram samhliða Ólympíumótinu á
Ródos.
Fjórir íslensku liðsmannanna í
Ólympíuliðinu, þeir Bjöm Eysteins-
son, Aðalsteinn Jörgensen, Jón
Baldursson og Ragnar Hermanns-
son, mynduðu sveit með bresku
landsliðskonunum Heather Dhondy
og Liz MacGowan. Þau komu inn
í mótið þegar fjórum fyrstu umferð-
unum í undankeppni mótsins var
lokið, en fyrst voru spilaðir fímmtán
10 spila leikir og fjórar efstu sveit-
irnar spiluðu til úrslita.
íslensk-breska sveitin vann und-
ankeppnina með yfirburðum og í
gærkvöldi voru spiluð undanúrslit,
alls 30 spil. Sigurvegararnir úr
þeim keppa til úrslita í dag.
Frönsk sveit tók fyrst forustuna
í undankeppninni og hún mætti
bresk-íslensku sveitinni í 6. um-
ferð. Sú síðarnefnda vann örugg-
lega, m.a. með hjálp þessa spils.
Norður gefur, enginn á hættu:
Norður
♦ ÁG63
V K53
♦ 6
♦ Á9763
Austur
♦ KD54
♦ 106
♦ ÁDG
+ KD52
Suður
♦ 9
♦ ÁDG42
♦ K10752
♦ 52
Við annað borðið spiluðu Frakk-
arnir 2 hjörtu í norður og fengu
10 slagi. Við hitt borðið voru þetta
sagnir:
Vestur Norður Austur Suður
BE HD
1 lauf 1 grand 2 hjörtu pass
3 hjörtu pass 4 hjörtu//
Björn í norður ákvað að bjóða
upp á geim með því að lyfta í 3
hjörtu og Heather tók boðinu feg-
inshendi. Hún fékk svo 11 slagi
og græddi 7 impa.
Dramatísk leikslok
Frakkar og Indónesar spila nú
til úrslita um Ólympíutitilinn í
brids. Lok undanúrslitaleiks Dana
og Indónesa á fimmtudagskvöld
voru dramatísk, svo ekki sé meira
sagt. Þegar tvö spil voru eftir á
sýningartöflunni höfðu Indónesar
5 stiga forustu en þá brást þeim
bogalistin, svo um munaði:
Vestur
♦ 10872
VG87
♦ 9843
*G8
Ástkær móðir mín, tengdamóðir,
amma, systir og mágkona,
SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
Stórholti 43,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju,
mánudaginn 4. nóvember kl. 13.30.
Óskar Jóhann Björnsson, Zofia Bandel Óskarsdóttir,
Mari'a Óskarsdóttir,
Guðmundur Óli Ólafsson, Margrét Sigbjörnsdóttir.
Elskulegur sonur okkar, faðir, bróðir,
mágur og frændi,
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
kennari,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
mánudaginn 4. nóvember kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Hjartavernd.
Guðríður Jónasdóttir, Magnús Guðmundsson,
Hrólfur Erling Guðmundsson,
Bogi Magnússon, Sigrún P. Eyfeld,
Reynir Magnússon, Kolbrún Kristjánsdóttir,
Magnús Bogason, Guðriður S. Bogadóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN JÓHANNESSON
fyrrv. framreiðslumaður,
siðasttil heimilis
i'Akralandi 1, Rvik,
andaðist á hjúkrunardeild Grundar
þriðjudaginn 22. okt. sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð, hlýhug og
umönnun hins látna í veikindum að undanförnu.
Hafþór Ingi Jónsson, Kristín Egilsdóttir,
Helga María Jónsdóttir, Ingimundur Magnússon
og barnabörn.
Morgunblaðið/GSH
BJORN Eysteinsson og Heather Dhondy spila á heimsmeistara-
mótinu í blandaðri sveitakeppni. Til vinstri er Pierre Adad sem
vur í sigurliði Frakka á síðasta Ólympíumóti fyrir fjórum árum.
Norður
♦ ÁK1074
♦ 62
♦ ÁD6
♦ Á92
Vestur Austur
♦ 962
♦ D8
♦ G92
♦ KD1063
♦ G
♦ KG107543
♦ 5
♦ G984
Suður
♦ D853
VÁ9
♦ K108743
♦ 5
Við annað borðið opnaði Eddy
Manoppo á 1 grandi í norður, aust-
ur stökk í 3 grönd og Henky Lasut
í suður sagði 3 grönd sem varð
lokasamningurinn. Ekki glæsileg-
ur árangur þegar 13 slagir standa
án svíningar.
Við hitt borðið sátu Jens Auken
og Denis Koch NS og Danny Sac-
ul og Franky Karwur AV:
Vestur Norður Austur Suður
1 spaði pass 2 grönd
pass 3 lauf 3 hjörtu 3 spaðar
pass 4 hjörtu pass 4 grönd
pass 5 tíglar pass 5 grönd
pass 6 hjörtu pass 7 spaðar/
2 grönd var kröfusögn og lofaði
góðum spaðastuðningi og 3 lauf
neituðu einspili. 3 spaðar sýndu
einspil í laufi og 4 hjörtu var
Trelde-spurnarsögn. 4 grönd
sýndu fyrstu fyrirstöðu í hjarta og
ás, 5 tíglar spurðu um tígulinn og
5 grönd sýndu aðra fyrirstöðu í
tígli og trompdrottningu. 6 hjörtu
spurðu enn um hjartað og þá missti
Auken þolinmæðina.
Það var auðvelt að spila al-
slemmna og Danir græddu 16
impa. Þeir virtust því hafa 11 stiga
forustu og í sýningarsalnum brut-
ust út mikil fagnaðarlæti sem
heyrðust inn til spilaranna. Danirn-
ir héldu þá að leikurinn væri unn-
inn og þegar Indónesarnir enduðu
í 2 gröndum í síðasta spilinu vönd-
uðu Danirnir sig ekki í vörninni
og gáfu spilið. Þar töpuðust 5 imp-
ar en Danir héldu sig hafa unnið
leikinn með 6 stiga mun.
Það kom hins vegar í ljós við
samanburð að stigin fyrir eitt spil-
ið höfðu verið ranglega færð í sýn-
ingarsalnum, þannig að í raun var
staðan hnífjöfn. Því þurfti að fram-
lengja leikinn um 8 spil.
Danirnir komu ákveðnir til leiks,
og þegar 7 spilum var lokið af
framlengingunni var staðan 9-0
fyrir Dani. Þetta var síðasta spil
Norður
♦ ÁK72
♦ --
♦ ÁK97643
♦ K5
Austur
♦ 3
♦ KG102
♦ 102
♦ ÁDG1074
Suður
♦ G9865
♦ Á843
♦ DG
♦ 76
Við annað borðið spiluðu
Manoppo og Lasut 4 spaða í suður -
og fengu 10 slagi. En við hitt borð-
ið voru Auken og Koch enn í
slemmuskapi.
Vestur Norður Austur Suður
JA DK
1 tígull 2 lauf dobl
pass 3 lauf pass 3 tíglar
pass 3 spaðar pass 4 spaðar
pass 4 grönd pass 5 lauf
pass 5 tíglar pass 6 spaðar/
Auken spurði um ása með 4
gröndum og síðan um spaða-
drottninuna með 5 tíglum. Koch
taldi að þar sem hann hafði aðeins
lofað 4-lit í spaða, með sögnum
fram að því, væri gosinn fimmti
jafngildur drottningunni. Hann
stökk því í slemmuna en Auken
tók ÁK í spaða og varð því að
gefa á spaðadrottningu og laufás.
13 impar til Indónesíu og sæti í
úrslitaleiknum.
Danir fengu hins vegar smá-
sárabót á fimmtudagskvöld þegar
þeir unnu Tævan í 32 spila úrslita-
leik um bronsverðlaunin á Ólymp-
íumótinu. í kvennaflokki vann
Kanada Austurríki í leik um 3. ,
sætið. ?
Guðm. Sv. Hermannsson !
11
leiksins:
Vestur
♦ D104
♦ D9765
♦ 85
♦ 982