Morgunblaðið - 02.11.1996, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 53
BRÉF TIL BLAÐSINS
Frá Sólveigu Harðardóttur:
Á ÍSLANDI hefur ævinlega verið
harðbýlt, en engin öld frá öndverðu
varð þjóðinni eins þung í skauti
og sú 18. Fjárkláðinn heijaði, haf-
ís gerði sérstakan usla; harðinda-
tímar komu æ ofan í æ og svo
voru móðuharðindin: jarðskjálftar,
Skaftáreldar, landfarsótt og bólu-
sótt. Tvívegis á öldinni féll um 20%
þjóðarinnar, bústofn og afli lands-
manna rýrnaði ískyggileg-a og heil-
ar sveitir fóru í eyði. I tilefni af
200. ártíð Skaftárelda gaf Mál og
menning út safn ritgerða og heim-
ilda frá hörmungatíð móðuharðind-
anna. Þar má m.a. finna lýsingu á
þróun í stjórnarháttum og atvinnu-
málum 1550-1750, sem var eitt-
hvað á þessa leið:
.1. Efling ríkisvalds, sem sveifst
einskis til að festa konungsvaldið í
sessi og ná sem mestum völdum
yfir þegnum sínum, með einveldi í
huga.
2. Hnignun í atvinnu- og efnahags-
málum almennt, sem bein afleiðing
kúgunarinnar, hélt áfram eftir að
einveldi var komið á, þar til hrun
blasti við.
3. Ríkisvaldið skoðaði ástandið, af
mismikilli einurð og einlægni, setti
nefndir og ráð, ályktaði, samþykkti
reglugerðir og stofnaði varasjóði
sem ætlaðir voru til bjargar í hall-
æri. Slík fyrirhuguð neyðarhjálp var
illa skipulögð, miðuð við frumhjálp
í viðlögum. Meðan fáir kvörtuðu eða
dóu, þótti ekki hasta að gera bet-
ur. En allur þorri fólks barðist í
bökkum, hjarði eða gafst hljóðlega
upp.
Afleiðingar þessarar þróunar létu
ekki á sér standa, þegar ósköpin
dundu yfir: allmargir örmögnuðust
því nær strax, fyrirhugaðar hjálpar-
aðgerðir reyndust ónógar með öllu
til að mæta vandanum sem við var
að etja, sérstök hjálp sem ætluð var
þurfandi fólki hvarf með ýmsu
móti í „dreifingunni" og á endanum
varð danska ríkið að bera efnahags-
legan skaða kaupmanna. Nefna
mætti ótal atvik fra þessum örlaga-
þrungnu tímum. í upphafi móðu-
harðinda var t.d. um helmingur
allra skulda landsmanna á reikning-
um sýslumanna, presta og hrepp-
stjóra; af ættartölum mætti þó
álykta, að algengara væri að prest-
ar syltu í hel með sóknarbörnum
sínum — núlifandi afkomendur
sýslumanna og hreppstjóra eru svo
margfalt fleiri. Framkvæmd aðstoð-
ar í hallærinu var í reynd að geð-
Til þeirra
sem málið
varðar
þótta kaupmanna, þó að embættis-
mönnum bæri að gefa þeim skýrsl-
ur um „raunþörf" almennings og
vera þeim innanhandar við inn-
heimtu skulda. Sá, sem komst á
vonarvöl gat því, meðan hann
megnaði að ganga eftir því, hugsan-
lega haldið lífi í sér og sínum —
eða reisn sinni, en ekki hvoru
tveggja.
Þannig gekk þetta allt saman:
embættismenn tvíspörkuðu flestir,
þinguðu og gáfu skýrslur — þeir,
sem kunnu að „búa til peninga",
hunsuðu útflutningsbönn, hertu
innheimtuaðgerðir, græddu á að-
sendum „hjálparmeðulum" og rukk-
uðu svo ríkið vegna tapaðra skulda.
Almenningur dó Drottni sínum —
og þó. Bóndi nokkur bjó miklu búi
norðan heiða fram að móðuharðind-
um. Hann gaf svo hraustlega af
sínu, meðan á þeim stóð, að bjarg-
arskortur varð á heimili hans sjálfs;
en þá er sagt, að hann hafi skorið
stórgripahúðir, rakað þær og brytj-
að til matar — og gefið fátækum
með sér, á meðan hann átti nokkuð
til. Guð einn hélt því til haga, hversu
mörgum mannslífum örlæti þessa
manns og staðfastur náungakær-
leikur bjargaði; en karlar, konur og
börn, sem ekkert áttu eftir nema
heitar bænir sínar, kunnu að þakka.
Söguna um blessun Drottins, til
þeirra sem hygla hrafninum, heim-
færðu þau upp á eigin eymd og
sögðu: „Guðlaun."
Enn geisa móðuharðindin, nú af
öðrum toga og um heim allan. Við
köllum það atvinnuleysi. Engum
getum skal að því leitt, hvaða „nátt-
úruhamfarir" hafi hrundið þjóðfé-
lagsvanda þessum af stað, en við
íslendingar getum lært margt af
fortíð okkar. Hliðstæðurnar eru
ótvíræðar, vanbúnir varasjóðir
heimilanna; einarðlegar, margend-
urskipulagðar en oft haldlitlar
og/eða endasleppar, hjálparaðgerð-
ir opinberra aðila og stofnana; vax-
andi bjargþrot, vondeyfð og magn-
leysi þeirra, sem lengst hafa búið
við kvíða og óöryggi, skort og van-
virðu atvinnuleysisins.
idIgö ráðo ö
Gleraugnahús Óskars leggur
áherslu á faglega ráðgjöf varðandi
liti, form og gler.
Hvort sem þú ert í leit að nýjum
umgjörðum, glerjum eða þarft að
hressa upp á gömlu gleraugun þín
þá sinnum við þörfum þínum.
Við bjóðum upp á fallegar og
vandaðar umgjarðirfrá þekktum
hönnuðum m.a. Francois Pinton,
Hiéro, Óskari, Gaultier og gler frá
Zeiss, Essilor og Hoya.
Komdu og kynntu þér þjónustu
okkar og vandað vöruúrval.
Ný sending í hverri viku.
©
GLERAUENAHðS ÖSKARS
LAUGAVEGI 8, SfMI 551 4455
Langur laugardagurí dag
Þakkir til lækna og
hjúkrunarfólks
í fyrri móðuharðindunum var Jón
konferensráð Eiríksson, sem krafði
danska ríkið um raunhæfar aðgerð-
ir til bjargar þjóð sinni, vændur um
..íslensk hissugheit... nokkurn
skort á mjúkleika í ráðslagi og þar
hjá harðdrægni í meiningum".
Hann var s.s. ekki nógu liðugur
veraldarmaður og því yfirvöldum
hvimleiður; aðrir jafnvel settir hon-
um til höfuðs. Hver veit nema há-
vaðinn í kringum 20. aldar kirkju
okkar stafi af vanþóknun sumra á
meintum „íslenskum hissugheitum"
hennar eða jafnvel ótti um að hún
muni, í vaxandi mæli, fara að dæmi
Jóns? Jafnvel krefjast einhvers af
okkur — öllum.
„Ríkið“ leysir ekki þennan vanda
af eigin rammleik. Það er kirkjan
— með sinn boðskap um kærleika
og örlæti, um persónulega ábyrgð
og þjónustu — sem er fær um að
leiða okkur til sigurs í komandi
átökum. Til verður að koma, í sann-
kristnum anda, markviss og per-
sónuleg hjálp til þeirra sem þurfa,
frá þeim einstaklingum og öðrum
aðilum í þjóðfélaginu, sem standa
þeim næstir, vita af þörf þeirra og
eru aflögufærir á einhvern hátt.
Enginn má lengur við því að segja,
í hálffýldu skeytingarleysi: „Á ég
að gæta bróður míns? Því getur
ekki Guð, þjóðfélagið, eða bara ein-
hver annar en ég, gert það?“ Á
morgun gæti röðin verið komin að
honum og fjölskyldu hans.
Nú þegar hafa svo ótal margir —
heima fyrir og á götum úti, í kirkj-
um og öðrum trúfélögum, bönkum,
skólum og spítölum, í stofnunum
og á eigin vegum — brugðist við
eins og norðlenski bóndinn forðum.
Fyrir hönd atvinnulausra og minni
máttar, sem með þess konar hjálp
hafa haldið bæði lífi og reisn, vil
ég flytja forna þökk: „Guðlaun.“
SÓLVEIG HARÐARDÓTTIR,
Stórholti 28, Reykjavík.
Frá Arnþóri Helgasyni:
HINN sjötta september síðastlið-
inn varð ég fyrir þeirri dýrmætu
reynslu að fótbrotna. Tók ég sund-
ur hægri fótinn um ökkla og sperri-
leggur brast fyrir neðan hné. Ekki
ætla ég að fjölyrða um tildrög
þessa slyss að öðru leyti en því að
ég var ekki á reiðhjóli þegar þetta
gerðist.
Þar sem ég áleit að ég hefði
misstigið mig leitaði ég ekki lækn-
is fyrr en daginn eftir. Svo heppi-
lega stóð á að fáir biðu á slysavarð-
stofunni þennan laugardagsmorg-
un og komst ég því fljótlega að.
Þegar úrskurðurinn um fótbrotið
lá fyrir var ég lagður inn og þurfti
að bíða eftir aðgerð í þijá daga.
Aðgerðin var síðan gerð þriðjudag-
inn 10. september og tókst hið
besta.
Það er víst sjaldgæft að á
sjúkrahús komi fólk sem er bæði
blint og fótbrotið. Hjúkrunarfólk
og læknar þóttust því ekki gerla
vita til hvers væri hægt að ætlast
af mér og var mér því tjáð að mér
yrði ekki sleppt heim fyrr en vitað
væri hvernig ég gæti borið mig
um. Göngugrind varð fyrir valinu
og notaði ég hana næstu þtjár vik-
ur.
Hinn 15. október losnaði ég við
göngugifs og daginn eftir hófum
við hjónin hjólreiðar að nýju. Að
vísu er enn farið hægt yfir og þess
gætt að ég reyni ekki um of á
fótinn. En batinn er stöðugur.
Á meðan ég lá á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur og naut einstakrar
aðhlynningar skynjaði ég þá sam-
hjálp sem myndast í samfélagi þar
sem allir eiga við einhveija bæklun
að stríða. Á meðal okkar var sjó-
maður, sem fallið hafði 15 metra
ofan úr gámi og stórslasast. Hann
var jafnan reiðubúinn að liðsinna
okkur stofufélögunum og hið sama
má segja um aðra. Samhjálpin sat
í fyrirrúmi og ekki spillti ljúfmann-
legt viðmót starfsfólks sem annað-
ist okkur.
Þessa daga, sem ég dvaldi á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur, komst ég
ekki hjá því að skynja hvernig til-
raunir til sparnaðar hafa bitnað á
starfsaðstöðu hjúkrunarfólksins.
Jafnframt dáðist ég að því hve
allt starfsliðið lagði sig fram um
að gera dvöl okkar þar sem bæri-
legasta með ýmsum hætti.
Maðurinn er enn svo ófullkom-
inn að hann getur sjaldan lagfært
fyllilega það sem Guð hefur skap-
að. Því geri ég mér grein fyrir að
líkaminn verður aldrei alveg samur
eftir þetta áfall. Um leið skynja
ég þá gjöf sem flestum hlotnast
með heilbrigðum líkama.
Ég vil í lok þessarar greinar
þakka af alhug öllum þeim sem
liðsinntu mér og urðu til þess að
ég get nú notið útivistar og sinnt
starfi mínu að nýju. Þegar þetta
er ritað hefur fyrsti snjór vetrarins
fallið á Suðvesturland og því skal
þessi ósk borin fram:
Fyrsti snjórinn fallinn er,
fer að verða hált á velli.
Herrann sjálfur hlifi mér
við harðri byltu á glæru svelli.
ARNÞÓR HELGASON,
Tjamarbóli 14, Seltjamarnesi.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Domus Medica
Herraskór
Verð nú kr.
2.995
Verð áður kr.
Stærðir: 40-46
Litir:
Svartir, brúnir
Tegund: 7913
POSTSENDUM SAMDÆGURS
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN
SIMI 551 8519