Morgunblaðið - 03.11.1996, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 9
FRÉTTIR
Islandsdagur í London
Island kynnt sem
fjárfestingarkostur
ÍSLANDSDAGUR var haldinn í
Barbican Center í London síðast-
liðinn fimmtudag. Sendiráð ís-
lands og tíu íslensk fyrirtæki, sem
starfa í Bretlandi, stóðu að kynn-
ingunni auk iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytis og Pjárfestingarskrif-
stofu.
Benedikt Ásgeirsson sendiherra
í London sagði íslandskynninguna
lið í því að auka áherslu sendiráðs-
ins á viðskiptamál. Hann benti á
að Bretland væri helsta viðskipta-
land íslands. Þangað færu um 20%
af vöruútflutningi íslendinga, sem
væri töluvert meira en til nokkurs
annars lands. Undanfarin ár hefði
hlutfallslega heldur dregið úr út-
flutningi til Bretlands. Því sé nauð-
synlegt að rækta þennan markað.
Árið 1995 nam útflutningur til
Bretlands 221 milljón sterlings-
punda (um 23,7 milljarðar kr.).
Innflutningur frá Bretlandi nam á
sama tíma 107 milljónum punda
(um 11,5 milljarðar kr.). Um 80%
af útflutningnum eru fiskur og
fiskafurðir.
Utanríkisþjónustan
viðskiptavædd
Um hádegið var móttaka fyrir
breska blaða- og fréttamenn.
Magnús Magnússon sjónvarps-
maðiir kynnti dagskrána og sagði
frá íslandi, Sigríður Ella Magnús-
dóttir söng íslensk sönglög við
undirleik Jónasar Ingimundarson-
at'. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, kynnti ísland
sem vænlegan kost í viðskiptum
og fjárfestingum. Hann sagði að
ríkisstjórnin væri jákvæð gagnvart
erlendri fjárfestingu og liti svo á
að aukin alþjóðleg samvinna væri
nauðsynleg til að tryggja viðvar-
andi hagvöxt. Nú væri unnið að
því að breyta löggjöf um erlenda
ijárfestingu í ftjálsræðisátt.
Aðspurður um aukna áherslu á
viðskiptamál hjá Sendiráði íslands
í London sagði Finnur Ingólfsson
að núverandi utanríkisráðherra
legði áherslu á viðskiptavæðingu
utanríkisþjónustunnar. Finnur
sagði að nýlega hafi verið haldin
kynning á íslandi sem ijárfest-
ingarkosti á vegum íslenska sendi-
ráðsins í Bonn í Þýskalandi. Sú
kynning var haldin í Dússeldorf
og heppnaðist mjög vel, að sögn
Finns. Hann sagðist eiga von á því
að framhald yrði á þessu í öðrum
sendiráðum Islands. „Við höfum
haft mjög litla erlenda fjárfestingu
á íslandi sem hluta af landsfram-
leiðslu. 0,1% að meðaltali á undan-
förnum árum á meðan löndin allt
í kringum okkur eru með 2-3%.
Með samningnum um stækkun ál-
versins í Straumsvík tíföldum við
erlendu fjárfestinguna. Við verðum
að halda því og auka hana upp i
2-3%,“ sagði Finnur.
Haildór J. Kristjánsson, ráðu-
neytisstjóri kynnti einnig Island
sem vænlegan íjárfestingarkost og
nefndi meðal annars að hér væri
hægt að fá gnótt hreinnar orku.
Loks var gestum boðið að glæsi-
legu hlaðborði með íslenskum
kræsingum sem Sigurður L. Hall
útbjó.
Gestir fengu gjafir
Um kvöldið var um 160 manns
boðið til hátíðarkvöldverðar. Gest-
ir komu úr heimi breskra stjórn-
mála og ráðuneyta og eins var
völdum viðskiptavinum fyrirtækj-
anna tíu boðið. Sömu aðilar komu
þar fram og fyrr um daginn. Gest-
ir á íslandsdeginum voru síðan
leystir út með gjöfum. Fengu þeir
litaða ætingu eftir Karólínu Lár-
usdóttur.
Morgunblaðið/Guðni
BRESKIR blaða- og fréttamenn voru á meðal þeirra sem komu
á íslandsdag í Barbican Center á fimmtudag. Finnur Ingólfs-
son, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flutti þar ræðu og kynnti
ísland sem vænlegan kost í viðskiptum.
TARA
Heildverslun,
Kringlan 7
103 Reykjavík
s. 568-6030.
UTSOLUSTAÐIR
Reykjavík:........................... Snyrtistofan Ársól
.......................... Snyrtihús Heiðars
............ Hárgreiðslustofa Sólveigar Leifs.
Kópavogur:............................ Snyrtistofan Snót
........................ Snyrtistofan TARA
Hafnarfjörður:............................. Snyrtistofan Þema
Keflavík: ............................ Snyrtistofa Lindu
Sandgerði:................ Snyrtistofa Rósu Guðnadóttur
Mosfellsbær:..................... Hársnyrtistofan Pilus
Hvergerði:...................... Hárgreiðslustofan Ópus
Vestmannaeyjar:............................ Snyrtistofan Anita
Höfn: ..........................Hár og snyrtistofan Japis
Djúpivogur:............................. Hársnyrtistofan Anis
Egilsstaðir: ................. Hársnyrtistofan Cleopatra
Húsavík: ........................... Snyrtistofan Hilma
Akureyri: ........................... Snyrtistofa Bjarkar
Sauðárkrókur:..................... Hárgreiðslustofa Emu
Blönduós:...................... Hársnyrtistofa Ragneyjar
Bolungarvík:............................. Hársnyrtistofa Helgu
Suðureyri:...................... Hársnyrtistofan Vilborg
Patreksfjörður:..................... Snyrtistofa Sigríðar
Grundarfjörður:............ Hársnyrtistofa Kristínar Yrar
Ólafsvík: ....................... Hárgreiðslustofa Unnar
Borgarnes:.......................... Hárgreiðslustofa Elfu
Húsgagnaframleiðsla
hefst að nýju
STOFNAÐ hefur verið félag um
húsgagnaframleiðslu í húsnæði
gömlu Húsgagnaiðju KR á Hvols-
velli. Fýrirtæki og einstaklingar á
Hvolsvelli standa að stofnun fyrir-
tækisins ásamt húsgagna- og inn-
réttingaversluninni Stólnum ehf. í
Kópavogi.
Nýja fyrirtækið heitir Form-inn-
réttingar ehf. hefur þar starfsemi
um áramót. „Við höfum trú á þessum
iðnaði sem er á uppleið á ný,“ segir
Friðrik Óskarsson aðaleigandi Stöp-
uls og stjórnarformaður Form-inn-
réttinga. Áætlað er að fimmtán
manns fái vinnu við framleiðsluna.
Hákon Guðmundsson hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri.
Áttu föt fyrir kvöldið?
Við höfum opið í dag frá kl. 13 -18 og
aðstoðum þig við val á sniði og efnum.
Vefnaðarvöruverslunin og saumastofan
textilMne
Faxafeni 12* Sími: 588 1160
Sértilboð til
Kanarí
26. nóvember frá kr.
39.900
3 vikur
Nú seljum við síðustu sætin
þann 26. nóvember til Kanarí
í glæsilega þriggja vikna ferð
þar sem þú tekur þátt í spenn-
andi dagskrá alla daga, hvort sem er kvöldvökur eða
spennandi kynnisferðir og nýtur traustrar þjónustu
fararstjóra Heimsferða allan tímann. Nú getur þú
tryggt þér spennandi tilboð, þú bókar ferðina á
mánudag eða þriðjudag á tilboðsverði og viku fyrir
brottför staðfestum við gististaðinn, góðan gististað á
ensku ströndinni.
Verð kr.
.930
M.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, 26. nóv., 21 nótt.
Verð kr.
.960
M.v. 2 í íbúð, 26. nóv.,
21 nótt, skattar innifaldir.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600