Morgunblaðið - 03.11.1996, Page 18

Morgunblaðið - 03.11.1996, Page 18
18 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli „EF VIÐ náum ekki saman um þessa sameiginlegu sýn, um að auka það sem er til skiptanna og um að skipta því út, þá gengur þessi hugmynd ekki upp.“ Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, um ný viðhorf vinnuveitenda Við viljum virkja vinnustaðina Vinnuveitendasambandið hefur lýst sig reiðubúið að vinna að breyttri samningsgerð í næstu kjarasamningum og opna möguleika á milliliðalausum samningum á milli starfsfólks og stjómenda í einstökum fyrir- tækjum með það að markmiði að stytta vinnutíma, auka framleiðni í fyrirtækjunum og bæta kaupmátt á unna vinnustund. Omar Friðriksson ræddi við Þórarin V. —-------------------------------->----- Þórarinsson, framkvæmdastjóra VSI, um þessi nýju viðhorf atvinnurekenda. SAMBANDSSTJÓRN VSÍ hefur kynnt markmið og megináherslur í komandi kjarasamningum og vill að gerðir verði almennir kjarasamningar til a.m.k. tveggja ára, sem miði að því að verðbólga verði í hæsta lagi 2% á ári á samn- ingstímabilinu, en samningsgerð- inni verði einnig breytt og hluti kjaraákvarðana færist inn í fyrir- tækin með samningum milli starfs- manna og stjórnenda. „Hægt verði að aðlaga kjara- samninginn mismunandi þörfum fyrirtækjanna og leitast verði við að virkja ekki bara þá fáu, sem koma að gerð kjarasamninga, held- ur allar þær þúsundir, sem eru að taka ákvarðanir um framkvæmd vinnunnar og skipulagningu úti í atvinnulífinu. Við viljum búa til umgjörð um hvetjandi samstarf. Við gerum okkur grein fyrir því að það verður nýtt fyrir marga stjómendur að þurfa að taka upp formlega umræðu við starfsfólk um hvað megi betur fara og leita leiða til að gera betur, þar sem víkja megi frá þeim staðli, sem kjara- samningurinn er,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í viðtali við Morgunblaðið. Ekki persónubundnir samningar Á undanförnum árum hefur margoft komið upp umræða um gerð starfsgreinasamninga eða vinnustaðasamninga. Þórarinn seg- ir að hugmynd VSÍ, sé ekki sú að koma á persónubundnum samning- um hvers starfsmanns við sinn at- vinnurekenda, heldur koma af stað nýju samstarfsferli milli starfs- manna og stjórnenda um tiltekna þætti, sem verði ekki bundnir í al- mennu kjarasamningunum. „Kjarasamningur er milli félaga, ráðningarsamningur er milli fyrir- tækis og einstaklings. Hann er persónulegur og getur eðlilega kveðið á um hærra kaup en skylt er samkvæmt lágmarksákvæðum kjarasamningsins. Við viljum nú þróa þriðja þrepið, það sem við köllum fyrirtækjaþátt kjarasamn- ingsins. Þar eigi starfsmenn sem hópur og stjómendur fyrirtækisins aðildina," segir hann. „Við undirbúning næstu kjara- samninga verður að hafa í huga að það hefur náðst undraverður árangur fyrir tilstuðlan samninga sem gerðir hafa verið. Núgildandi kjarasamningar skila rúmlega 8% kaupmáttarauka yfir tveggja ára tímabil. Það er ótrúlegur árangur þegar haft er í huga að á sama tímabili hefur kaupmáttur launa í OECD-ríkjunum aukist um 1 'AX. I samanburði við það er um marg- faldan árangur að ræða. Á þessu ári höfum við þó byijað á ný að safna skuldum í útlöndum og það gefur til kynna að við höfum senni- lega farið full hratt,“ segir Þórar- inn. „Okkur hefur líka tekist að koma í veg fyrir að atvinnuleysi yrði við- varandi vandamál á íslandi. ísland er eina ríkið í Evrópu, þar sem atvinnuleysi er ekki stórvandamál," segir Þórarinn og bendir á að ætla megi að frá 1994 til 1996 hafi nýjum störfum fjölgað um rúmlega sex þúsund ogjafnvægi sé að kom- ast á í fólksflutningum til og frá landinu. „Við skynjum það hins vegar að væntingar fólks eru meiri en oft áður. Það er ákveðið óþol gagnvart næstu kjarasamningum og við telj- um að fólk vilji fá tækifæri til þess að hafa meiri áhrif á sín kjör en unnt er að óbreyttu samnings- formi. Ég er sannfærður um að lág verðbólga er grundvallarforsenda þess að kjörin batni. Síðustu tvö ár hefur verðbólgan verið um 2% að meðaltali á ári. Við höfum brot- ist út úr því fyrirkomulagi á launa- markaði að vera með verðtrygging- arákvæði í samningum. Það eru engin rauð strik eða vísitöluviðmið- anir og það er við þessar aðstæður sem kaupmátturinn á íslandi hefur vaxið þrefalt eða fjórfalt á við það sem gerst hefur annars staðar. Það eru því ekki gamaldags verðtrygg- ingarhugmyndir sem gefa mestan kaupmátt, heldur heilbrigt jafn- vægi og launabreytingar í sam- ræmi við verðmætasköpunina." Lágar prósentubreytingar ef viðhalda á stöðugleika „Ef viðhalda á stöðugleikanum, þá þolum við aðeins mjög lágar prósentubreytingar launa í almenn- um kjarasamningum. Ef ekki á að draga úr samkeppnishæfni þá get- um við ekki hækkað verð á okkar vöru meira en keppinautarnir. Það þýðir að launabreytingar geta ekki orðið meiri en í samkeppnislöndun- um, nema okkur takist að auka framleiðni. Við vitum líka að það hefur enga þýðingu að skrifa inn í kjarasamninga að framleiðni skuli aukin. Það ákvarðast úti í fyrir- tækjunum. Ég hygg að mörgum þyki það hvorki aðlaðandi né spenn- andi að laun hækki einu sinni á ári um þetta 2-3% í almennum samningum og það eins þótt starfs- aldurshækkanir, breytingar á bónuskerfum og fleira þess háttar gefí heildarhækkun 3-4% eins og algengast er í nálægum löndum. Fólki finnst því hálfgert stillt upp við vegg, það vill hafa meira um eigin kjaraþróun að segja. Þessi vilji verður að geta notið sín í verki og hugmyndin um fyrirtækjaþátt samninga miðast einmitt við það. Að skapa ramma um formlegt sam- starf úti á vinnustöðunum um að auka verðmætasköpunina, fram- leiða sama magn á minni tíma og skipta vinningnum,“ segir Þórar- inn. -Hvað felst í þessarí hugmynd um að færa samningsgerð inn í fyrirtækin? „Þetta er tilraun til að þróa kjarasamninginn áfram, þannig að á hveijum vinnustað megi aðlaga ákvæði hans mismunandi þörfum eftir því sem þar kann að semjast um. Það er ekkert nýtt við yfírborg- anir eða mismunandi útfærslur inn- an ramma kjarasamningsins, það er víða gert. Það sem væri nýtt er að heimila einstökum vinnustöðum að víkja frá tilteknum efnisreglum samninganna með samkomulagi. Það gerist þá því aðeins að báðir aðilar hafí hag af og það sé leið til að auka verðmætasköpun og lækka framleiðslukostnað á hverri einingu. Þá er unnt að borga fyrir það, annað hvort í peningum eða með meiri frítíma." -Hvað sjáið þið helst geta breyst skv. þessurn hugmyndum? „Við verðum fyrst að semja um það hvaða ákvæðum kjarasamn- inga megi breyta, hvað geti fallið inn í fyrirtækjaþátt samningsins. Um það verða að gilda einhveijar reglur. Við horfum aðallega á vin- nutímann, upphaf og lok dagvinnu, uppgjörstíma yfírvinnu, sveigjan- legan vinnutíma, fyrirkomulag á neysluhléum, frítöku og ef til vill greiðslur í forföllum. Við getum vel séð fyrir okkur samkomulag á vinnustað um að sama kaup greið- ist fyrir vinnu á tímabilinu 7 á morgnana til 7 á kvöldin, þannig að einstakir starfsmenn geti byijað á mismunandi tíma. Hver og einn myndi auðvitað ekki vinna meira en 40 stundir á viku án yfírvinnuá- lags, en nýting framleiðslutækj- anna yrði mun meiri en nú. Það gæti staðið undir hærra dagvinnu- kaupi í þessu fyrirtæki. í öðru fyrir- tæki er ef til vill enginn ávinningur af þessu. Þar hefði þessi breyting þá eingöngu kostnað í för með sér, ekki framleiðniauka og því ekkert til að borga fyrir. En þar eru örugg- lega einhver önnur atriði sem áhugavert er að leysa öðruvísi en kjarasamningurinn segir til um. Þar gæti verið mikilvægt að geta jafnað sveiflur, þannig að vinna mætti fleiri tíma einn mánuð og færri í öðrum. Báðir aðilar gætu haft ávinning af samkomulagi um slíkt,“ segir Þórarinn. I 1 > I I I I : i Verkalýðsfélögin ekki lokuð úti Þórarinn segir af og frá að verið i sé að útiloka verkalýðsfélögin með ’ þessum hugmyndum. „Við erum síst að amast við verkalýðsfélögun- um. Þau gegna lykilhlutverki í að búa til þessa umgjörð sem kjara- samningurinn er og þau hljóta að aðstoða félagsmenn sína með ráð- gjöf og upplýsingum líkt og við munum gera gagnvart okkar félög- j um. Trúnaðarmenn starfsmanna geta þess vegna verið í forsvari eða einhveijir aðrir eða fleiri sem starfsmenn kjósa. Um þetta þarf að setja reglur í kjarasamningnum. En fyrirtækjaþátturinn miðar að því að virkja starfsmenn og stjórn- endur, hleypa fleirum að. Þessir aðilar eru öllum öðrum færari um að laga kjarasamninginn að þörfum eigin vinnustaðar. Það þarf þá líka að vera unnt að svara hratt nýjum þörfum og báðir aðilar eiga að geta sagt svona samkomulagi upp með eðlilegum fyrirvara. Þetta hlýtur að verða samkomu- 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.