Morgunblaðið - 03.11.1996, Page 24

Morgunblaðið - 03.11.1996, Page 24
24 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna Ríkharð III eftir leikriti Shakespeares með Ian McKellen, Annette Bening, Kristin Scott Thomas og fleiri þekktum leikurum í aðalhlutverkum. Leikritið er fært í átt til nútímans og er látið gerast upp úr 1930. Sir Ian IAN McKellen hefur stund- um verið kallaður mesti Shakespeare-leikari sam- tímans. Hann er fæddur 25. maí 1939 í Burnley á Eng- landi og nam m.a. enskar bókmenntir við háskólann í Cambridge. Þar byijaði hann að leika á sviði og eft- ir að hann útskrifaðist árið 1961 hóf hann að starfa í atvinnuleikhúsum og gat sér fljótlega orð sem leikari í fremstu röð. Auk sviðsleiks beggja vegfna Atlantshafsins hefur McKellen leikið í um 30 kvikmyndum og sjónvarps- myndum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum og hefur hann hlotið hátt í 20 alþjóð- legar viðurkenningar fyrir leik sinn, og árið 1990 var hann aðlaður af Elísabetu Bretadrottningu fyrir leik- listarstörf. Meðal annarra viðurkenninga sem hann hefur hlotið eru Tony-verð- laun fyrir túlkun sína á Sali- eri í uppfærslunni á Amad- eus á Broadway, Olivier- verðlaunin, sem kennd eru við Sir Laurence Olivier, og síðastliðið vor varð hann þess heiðurs aðnjótandi að vera fyrstur til að veita við- töku Gullna fjöðurstafnum, en það er heiðursviðurkenn- ing sem kennd er við Sir John Gielgud og er veitt fyrir framúrskarandi leik- listarstörf. McKellen er samkyn- hneigður og lýsti hann því yfir opinberlega árið 1988 í útvarpsþætti þar sem tekist var á um lög um samkyn- hneigð. Hann hefur alla tíð síðan starfað ötullega að málefnum samkynhneigðra og er meðal stofnenda fé- lagsskapar er kallast Stonewall Group sem beitir sér fyrir auknum réttindum samkynhneigðra í Bret- landi. Hann hefur jafnframt unnið með ýmsum öðrum samtökum gagnkyn- hneigðra og samtökum eyðnisjúkra. Meðal kvikmynda sem McKellen hefur leikið í und- anfarinn áratug eru Plenty (1985), Scandal (1989), Six Degrees of Separation (1993), Last Action Hero (1993), The Ballad of Little Jo (1993), The Shadow (1994) og Restoration (1995). Eftir vinnuna við Ríkharð III lék McKellen í sjónvarpsmyndinni Rasput- in og fer hann með hlutverk Nikulásar Rússakeisara í henni. Þá leikur hann aðal- hlutverkið í Apt Pupil sem gerð er eftir sögu Stephen Kings, en myndin verður frumsýnd á næsta ári. KONUNGSFJÖLSKYLDAN eftir að hafa náð LEIÐ Ríkharðs í hásætið er blóði drifin. til sín völdum í borgarastríðinu. Valdafíkn fasistans UPP ÚR 1930 geisar blóðugt borgarastríð á Englandi og lýkur því með morði konungsins. I hásætið sest Játvarður (John Wood) sem kvæntur er hinni bandarísku Elísabet (Annette Bening), en þau eiga þijú börn og virðist konungdæmið í örugg- um höndum næstu kynslóðirnar. En hinn valdagráðugi og bæklaði Ríkharður (Ian McKellen), yngsti bróðir konungsins, á sér hins vegar þann draum að setjast sjálfur að völdum. Með forystu- hæfileikum sínum og kænsku kemur hann þessu til leiðar, en leið hans í hásætið er blóði drif- in. Hann ryður ættingjum sínum og öðrum andstæðingum úr vegi hveijum á fætur öðrum og hrifs- ar til sín völdin, en eftir fasíska einræðisstjóm verður hann loks að láta í minni pokann fyrir and- stæðingum sínum sem una ekki harðræði hans. Sú uppfærsla á leikriti Shake- speares sem notuð er til grund- vallar kvikmyndinni Ríkharður III var sett á svið af Richard Eyre, leikhússtjóra Konunglega breska þjóðleikhússins, í þjóðleik- húsinu í London árið 1990. Sýn- ingin vakti mikla athygli og var farið með hana í leikför víða um heim. Ian McKellen fór með hlut- verk Ríkharðs og fékk hann þá hugmynd að gera kvikmynd eftir leikritinu og hvatti Richard Eyre hann til að skrifa kvikmynda- handritið. Eyre gat hins vegar ekki tekið að sér að leikstýra myndinni, en hann aðstoðaði hins vegar dyggilega við fyrstu hand- ritsdrögin. Það var svo Richard Loncraine sem fenginn var til að leikstýra myndinni, en hann á m.a. að baki myndirnar The Missionary og The Blade on the Feather. Það var kannski ekki síst vegna þess að Loncraine var enginn sérstakur aðdáandi Shakespeares sem hann varð fyr- ir valinu, en hann þótti geta kom- ið með nýjar hugmyndir sem gagnast gætu myndinni. Saman unnu þeir McKellen og Loncraine svo lokahandrit myndarinnar, en McKellen er jafnframt einn af framleiðendum hennar. Á bakvið myndavélina er svo Peter Biziou, sem hlaut á sínum tíma Óskars- verðlaun fyrir Mississippi Burn- ing. McKellen segir að ástæðan fyrir því að kvikmyndin er látin gerast á fjórða áratug aldarinnar sé sú að það sé sá tími í nánustu fortíð sem breska konungsfjöl- skyldan gæti hafa leikið stórt hlutverk í stjórnmálum. „Þetta var sá tími sem einræð- isherra á borð við Ríkharð III hefði með góðu móti getað kom- ið fram á sjónarsviðið í Bret- landi. Eftir að Játvarður VIII hafði afsalað sér konungdómnum heimsótti hann Hitler með vel- þóknun, og Oswald Mosley (leið- togi breskra fasista) hermdi eftir þýskum fasisma á götum Lund- úna. Þessi endurómur hjálpaði til við að auka trúverðugleika leik- ritsins, ekki með því að setja á svið raunverulega atburði heldur atburði sem hefðu getað átt sér stað.“ Ríkharður III er ekki fyrsta kvikmyndin sem gerð er eftir þessu leikriti Shakespeares, en m.a. gerði Laurence Olivier mynd eftir leikritinu árið 1955. Elsta útgáfan er hins vegar frá árinu 1912 og kom hún í leitirnar fyrr á þessu ári, en það er elsta bandaríska kvikmyndin í fullri lengd sem til er. Kvikmynd þeirra McKellens og Loncraines hefur hvarvetna fengið geysigóðar við- tökur og er hún tilnefnd til Felix verðlaunanna. Fjöldi þekktra leikara fer með hlutverk í myndinni, en meðal þeirra eru Nigel Hawthorne sem leikur bróður Ríkharðs, en Haw- thome, sem kannski er þekktast- ur úr sjónvarpsþáttunum Já, ráð- herra, var tilnefndur til Óskars- verðlauna fyrir hlutverk sitt í The Madness of King George. John Wood, sem leikur Játvarð, lék einnig i The Madness of King George, og Kristin Scott Thomas (Fjögur brúðkaup og jarðarför) fer með hlutverk lafði Önnu, sem giftist Ríkharði þrátt fyrir að hann hafi myrt eiginmann henn- ar. Annette Bening (The Americ- an President) leikur Elísabetu drottningu og Robert Downey Jr. bróður hennar. Með því að velja bandaríska leikara í þessi hlut- verk vildu þeir McKellen og Loncraine leggja áherslu á að þau væru utangarðs við hirðina, en einnig hjálpaði það til við að fjármagna gerð myndarinnar að hafa leikara frá Hollywood í hlut- verkunum. Jim Broadbent (Bul- lets Over Broadway) leikur her- togann af Buckingham og Maggie Smith, sem hlaut Óskars- verðlaun fyrir leik sinn í Californ- ia Suite, leikur hertogaynjuna af Jórvík, móður Ríkharðs. RIGHARD Loncraine leikstjóri myndarinnar um Ríkharð III

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.