Morgunblaðið - 10.11.1996, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 39
_____BRÉF TIL BLAÐSIIMS_
Dylgjur um tónlistar-
gagnrýnendur
Frá Sigurði Þór Guðjónssyni:
MORGUNBLAÐIÐ birti laugar-
daginn 2. nóvember greinina „Tón-
iistargagnrýni, hveijum gagnast
hún og hverjum beinist hún gegn?“
eftir Þuríði J. Jónsdóttur taugasál-
fræðing. Greinin er hörð ádeila á
íslenska tónlistargagnrýnendur.
Hér verða þó engar efnislegar at-
hugasemdir gerðar við hana að
tveimur málsgreinum undanskild-
um er svo hljóða:
„Það hefur stundum hvarflað
að mér hvort heyrn tveggja rosk-
inna tónlistargagnrýnenda þyrfti
athugunar við, því mönnum förlast
vissulega heyrn þegar aldurinn
færist yfir. Sem taugasálfræðingi
er mér vel kunnugt um að ástand
tilfinninga og hugar ræður miklu
um túlkun á skynrænum áreitum,
án þess að nánar sé farið út í þá
sálma hér.“
Til allrar hamingju er það sjald-
gæft að mönnum, er ekki hafa
látið af störfum vegna aldurs, sé
brigslað um vanhæfni í starfi
vegna líkamlegrar veiklunar
(heyrnarbilunar), sem þó byggist
eingöngu á hugdettum einstakl-
ings en ekki læknisfræðilegri
rannsókn. En þetta felst í fyrri
málsgreininni. Síðari málsgreinin
er þó miklu alvarlegri. Þar er ekki
rætt um líkamlega heyrnarskerð-
ingu heldur „ástand tilfinninga og
hugar“. í samhenginu er máls-
greinin fuiikomlega merkingar-
laus nema hún þýði það að hinir
rosknu tónlistargagnrýnendur séu
ekki aðeins heyrnarsljóir heldur
einnig vanhæfir til að túlka þau
„skynrænu áreiti“ sem þeir heyra,
beinlínis "egna ástands „tilfinn-
inga og hugar“. Þeir séu sem sagt
andlega og tilfinningalega ruglað-
ir. Og þessar dylgjur eru settar
fram sem laundijúgt sérfræðiálit,
„sem taugasálfræðingi. . en
eins og sæmir rætnum dylgjum
eru höfð um það sem fæst orð:
„án þess að nánar sé farið út í
þá sálma hér.“
í kaflanum um ábyrgð segir svo
í B og C lið í siðareglum sálfræð-
inga:
(B) Sálfræðingur skal hafna
sérhverri aðgerð eða yfirlýsingu,
sem felur í sér árás á virðingu
einstaklinga. Sálfræðingur skal
koma því á framfæri að kunnátta
hans sé ekki notuð til þess að
misbjóða, misnota eða kúga ein-
staklinga.
(C) Sálfræðileg starfsemi og
þekking skal aldrei notuð í þeim
tilgangi að kúga aðra.
Ef stétt sálfræðinga tekur mark
á siðareglum sínum hljóta orð Þur-
íðar að vera býsna alvarlegt brot á
þeim. Sálfræðingurdylgjaropinber-
lega í nafni fræðigreinar sinnar um
andlega vanhæfni einstaklinga sem
ómögulegt er annað en að þekkja.
Hér á landi eru nefnilega aðeins
tveir „rosknir tónlistargagnrýnend-
ur“: Jón Ásgeirsson og Ragnar
Björnsson.
Það er fjarska alvarlegt þegar
sérfræðingar um mannshugann,
geðlæknar eða sálfræðingar, mis-
nota fagþekkingu sína og þá virð-
ingu sem samfélagið ber fyrir
henni, í því skyni að gera tortryggi-
lega einstaklinga, er ekki ekki geta
varið sig með hinni sömu sérfræði-
þekkingu. Slíkt má ekki gerast.
SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON,
Skúlagötu 68,
Reykjavík
HI utabréf am ar kaður
á gelgjuskeiði
Stefán Halldórsson
Halldór Friörik
Þorsteinsson
Miðvikudaginn 13. nóv. 1996, boðar Félag
viðskiptafræðinga og hagfræðinga til
morgunverðarfundar frá kl. 8:00-9:30 að Hótel
Sögu, Skála 2. hæð.
Framsögumenn á fundinum veröa:
Stefán Halldórsson framkvæmdastjóri
Verðbréfaþings íslands. Hann mun m.a.
fjalla um:
■ Breytingar á starfsemi veröbréfaþings
■ Leiðir til þess að efla traust fjárfesta á
markaðnum
■ Áhrif gamaldags viðskiptahátta á markaðinn
og hugmyndir um úrbætur í þeim efnum
Halldór Friðrik Þorsteinsson viðskipta-
fræðingur hjá Kaupþingi. Hann mun fjalla um:
■ Gífurlegar hækkanir og vöxt á íslenska
hlutabréfamarkaðarins sl. 2 ár
■ Stöðuna nú og horfur á næstu misserum.
Opinn fundur • gestir velkomnir.
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐING A
OG HAGFRÆÐINGA
Fundurinn hefst kl. 8:oo , stendur til 9:30 og er öllum opinn.
„Þeir koma í haust“
Frá Kjartani Guðjónssyni:
EG HEF gert mér það til gamans
í nokkur ár að spyija bókmennta-
fræðinga og aðra áhugamenn um
bókmenntir hvort þeir kannist við
Dos Passos. Ennþá hef ég ekki
hitt mann undir fimmtugu sem
þekkir nafnið hvað þá bækurnar
sem hann skrifaði. Þetta var þó
höfundur sem samdi U.S.A., en
það verk taldi Sartre eitt af önd-
vegisritum þessarar aldar. í eina
tíð var Dos Passos oft nefndur í
sömu andrá og Hemmingway.
Þeir voru báðir á Spáni meðan
borgarastyijöldin geisaði og þá
gerðist Dos Passos kommúnisti.
Það var víðar gúlag en í Sovét.
Þeir voru bara betur snyrtir hér
fyrir vestan, og nöfn hafa verið
strikuð út og minning afmáð fyrir
minna en það sem Dos Passos
sagði og skrifaði.
Fráfall Helga Skúlasonar er nú
blæðandi und í menningarlífi okk-
ar og hans hefur að vonum verið
að góðu getið. Og nú bið ég menn
um að leiðrétta mig ef þeir telja
sig vita betur. í Ríkisútvarpinu var
Helgi nýlega talinn hafa debúterað
í „Dýragarðinum“ eftir Albee
1957, og man nú víst enginn leik-
rit Agnars Þórðarsonar, „Þeir
koma í haust“, sem var frumflutt
1955 í Þjóðleikhúsinu, og þar háði
Helgi Skúlason frumraun sína í
miklu hlutverki. Máli mínu til
stuðnings vísa ég til leikdóms
Ásgeirs Hjartarsonar, þar sem
hann lofar frammistöðu hins unga
leikara og reyndist sannspár um
framtíð hans. Aðrir leikarar voru
Haraldur Björnsson, Jón Aðils,
Herdís Þorvaldsdóttir o.fl. Og leik-
ritið, hvað í ósköpunum var þetta
eiginlega? Það þýðir víst ekki að
spyija neinn undir fimmtugu.
Verkið var samið í skugga
sprengjunnar miklu og fjallar um
samfélag sem á sér enga von, sein-
ustu daga norrænna manna á
Grænlandi. Óttinn við sprengjuna
hefur um sinn vikið fyrir öðrum
heimsendi, öðru helvíti, ótti sem
ólgar eins og eldsúr hver í undirvit-
und hugsandi manna. Að mínu
leikmannsviti er þetta hádrama-
tískt verk og jafn lifandi nú sem
þá. Annað eins hefur nú verið
endursýnt. Lúteranar brenndu um
siðaskiptin pápískar villutrú-
arbækur. Nú jaðrar það við villu-
trú að minnast á verk sem eru
eldri en tvævetur. Ég ætla bara
að vona að hinir rétttrúuðu hafi
ekki komið öllum afritum af þessu
leikriti fyrir kattarnef. Það fennir
í sporin.
KJARTAN GUÐJÓNSSON
listmálari.
Bingó - Andespil
Félagið Dannebrog heldur sitt árlega matarbingó
í dag, sunnudag 10. nóvember, kl. 20.30 í Risinu,
Hverfisgötu 105. Húsið opnað kl. 20.
Stjórnin
Tannlæknastofa fyrir börn
Hef opnað tannlæknastofu rnína að
Einholti 2, Reykjavík. Tannlæknastofan
er sérstaklega ætluð börnuni og unglingum.
Tímapantanir í síma 561 3130
Sigurður Rúnar Sæmundsson
Tannlæknir, MPH, PhD.
Valgerður Einarsdóttir:
Eg hef stundað œíingabekkina í 2 ór og
líkað mjög vel. Ég var slœm aí vöðva-
bólgum og er nú allt önnui. Ég mceli
því eindregið með cefingabekkjunum.
Mararét Ámundadóttir:
Eg hef stundað cefingabekkina í þrjú ctr
og finn stórkostlegan mun á vextinum.
Og ekki hvað síst hafa vöðvabólgur og
höfuðverkur algjörlega horfið.
Þetta er það besta serrí ég hef reynt og
vil ekki missa úr einn einasta tíma.
yilhelmína Biering:
Eg er eldri borgari og hef verið hjá
Sigrúnu í cefingabekkjunum í 8 ár og
hlakka til í hvert sinn. Mér íinnst þetta
ómetanleg hieyfing fyrir alla vöðva og
finnst mér ég ekki mega missa úr einn
tíma enda finnst mér að eldri borgarar
eigi að njóta þess að vera í œfingum til
að halda góðri heilsu og um leið haía
eigin tíma.
Steíanía Davíðsdóttir:
Undirrituð hefur stundað cefinga-
bekkina reglulega í 7 ár og líkað mjög
vel. Ég þjáðist verulega aí liðagigt og
vöðvabólgum og þoldi þess vegna ekki
venjulega leikíimi. Með hjálp cefinga-
bekkja heíur vöðvabólgan smám saman
horfið og líðan í liðamótum er allt önnur.
Þetta er eitthvert það besta cefinga-
bekkjakeríi fyrir allan líkamann sem
flestir cettu að þola.
-12 tíaarákr. 5.900
Erum með tvo auka nuddbekki, göngubraut og þrekstiga.
Opiö íra kl. 9‘l2og 15-20 - Fnr kynnmgartimi
Ert þú með lærapoka?
Ert þú búin að reyna allt, án árangurs?
Hjá okkur nærðu árangri.
Prófaðu og þú kemst að því að senti-
metrunum fækkar ótrúlega fljótt.
Eru vöðvabólgur að hrjá þig í baki,
öxlum eða handleggjum?
Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum?
Vantar þig aukið blóðstreymi, þol og
slökun?
l>á hentar æfingakerfið okkar vel.
Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar
sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur
stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tíma.
Æfingakerfið er einnig gott fyrir fólk, sem ekki
stundar almenna leikfimi vegna stífra vöðva
o.fl. 7 bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og
eykur blóðstreymi til vöðva þannig að ummál
þeirra minr.kar. Einnig gefur það gott nudd og
slökun.