Morgunblaðið - 12.11.1996, Page 15

Morgunblaðið - 12.11.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 15 (H) VATNAGARÐAR 24, S: 568 9900 FRÁ formannafundi Landsbjargar á Egilsstöðum. Morgunbiaðið/Anna ingóifsdóttir Þorlákshöfn - Fiskmarkaður Þor- lákshafnar er nú fluttur í nýtt og iglæsilegt húsnæði sem fyrirtækið á ísjálft. Síðan markaðurinn var opnað- 'íur fyrir bráðum fimm árum hefur hann starfað í óhentugu bráðabirgð- 'ar húsnæði. í mars sl. sagði Fiski- stofa að ekki yrði um frekari undan- þágu að ræða. Bjarni Áskelsson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðs Þorlákshafnar, sagði að lengi hefði staðið til að byggja en ekki hefði fundist heppileg lóð. Flutt var um tíma í húsnæði Hafbergs sem var ágætis húsnæði j>ó aðstaðan væri þröng. Fram- jtvæmdir við bygginguna hófust í júlí og flutt var inn 5. nóvember sl. ^en endanlegum frágangi verður ekki lokið fyrr en í byijun desember. Arkitekt að húsinu var Gunnar Indriðason og aðalverktaki Heimir Guðmundsson byggingameistari. Húsið er alls 800 fm þar af er 250 fm kælir. Boðið er upp á slægingar- þjónustu og frystigeymslu þar sem geymd er beita og fleira. Alls komu á markaðinn rúm 8.000 tonn á síðast- liðnu ári og var veltan 650 millj. króna og hagnaður 4,5 millj. króna. Bjarni sagðist ekki hafa orðið var við neina aukningu vegna lokunar á landleiðinni austur. Við erum tilbúin að taka við miklu meira af fiski ef þörf krefur, hér starfa 5 manns og uppboð tengt uppboðskerfi íslands- markaðs fer fram kl. 8 á morgnana og kl. 13.15 í eftirmiðdaginn. Flateyrar- kirkja 60 ára Formannafundur Landsbjargar á Egilsstöðum Egilsstöðum - Árlegur for- mannafundur Landsbjargar var haldinn í Hótel Valaskjálf á Eg- ilsstöðum. Fundinn sóttur for- menn 28 aðildarsveita Lands- bjargar auk starfsmanna Lands- bjargar. Á fundinum voru rædd innri mál sveitanna og mál einstakra sveita, samstarf við opinbera aðila og eins veltu menn framtíð- inni fyrir sér. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson BJARNI Áskelsson fram- kvæmdastjóri stoltur fyrir framan nýtt hús Fiskmarkaðs Þorlákshafnar. Fiskmark- aður Þor- lákshafnar flytur í nýtt húsnæði HALDIÐ var upp á 60 ára af- mæli Flateyrarkirkju 10. nóvem- ber sl. Hún var vígð hinn 26. júlí 1936 af dr. Jóni biskupi Helga- syni, með aðstoð prófastanna sr. Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi í Dýrafirði og sr. Sigurgeirs Sig- urðssonar á Isafirði, síðar biskups, og sóknarprestsins í Holti í Önund- arfirði, sr. Jóns Ólafssonar. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, predikaði við afmælis- guðsþjónustu í kirkjunni kl. 14 og blessaði safnaðarheimilið í nýrri viðbyggingu kirkjunnar að við- stöddu fjölmenni. Sóknarprestur Flateyringa, sr. Gunnar Björnsson, þjónaði fyrir altari. Fyrsti organisti kirkjunnar, María Jóhannsdóttir, sem lék á orgel við vígsluathöfnina 26. júlí 1936 var viðstödd hátíðarguðs- þjónustuna á sunnudaginn og samsætið í tilefni af 60 ára af- mæli kirkjunnar. Að loknu embætti á sunnudag- inn bauð sóknarnefndin til kaffi- samsætis á veitingastofunni Vagninum. Þar rakti formaður sóknarnefndar, Gunnlaugur Finnsson, bóndi og kirkjuráðsmað- ur á Hvilft, nokkra þætti úr sögu kirkjunnar. Stabalbúnabur Civic VTi: ABS-bremsukerfi, tveir öryggis-loftpúðar, 15" álfelgur, sóllúga, sportinnrétting, 160 hestafla vél sem eyöir aðeins 6,31 í langkeyrslu, rafdrifnar rúður og speglar, fjarstýrðar samlæsingar, hljómflutningstæki, þjófavörn á ræsingu, vindskeið með bremsuljósi, fjórir höfuðpúðar, ryðvörn og skráning. staðgreitt Kynntu þér Honda Civic VTi - hann er engum iíkur !

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.