Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk |T U)A5 MY FIRST PAY IN KINDER6ARTEN, 5EE..5UDDENLV, TME TEACHER ANNOUNCED TMAT IT UiAS SNACK TIME.. 50 I ASKED HER IF I COULD HAVE A CHOCOLATE SUNDAE...YOU KNOU) UJMAT I 60T? A CRACKER! THAT HAPPEN5 ALL THE TIME UJMEN YOU'RE A D06. Það var fyrsti dagurinn minn í Ég spuðri hana hvort ég gæti Þetta er alltaf að koma fyrir leikskólanum, sjáðu til ... allt í fengið súkkulaðiís ... veistu hvað þegar hundar eiga í hlut ... einu tilkynnti kennarinn að það ég fékk? Kexköku! væri kominn snarltími ... BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Eru óbeinar reyk- ingar „barna- misþyrmingar “ ? Frá Ásgeiri R. Helgasyni: AF NORÐURLANDAÞJÓÐUM taka íslendingar og Danir minnst tillit til barna sinna, ef marka má niðurstöð- ur úr stórri norrænni könnun sem gerð var fyrir tilstuðlan norrænu krabbameinfélaganna og Dagens Nyheter greindi frá fyrir skömmu. Á íslandi og í Danmörku býr tæpur helmingur ungra barna á heimilum þar sem þau eru a.m.k vikulega út- sett fyrir tóbaksreyk. Ástandið er nokkru betra í Noregi þar sem tæpur þriðjungur barnanna býr í kófinu. Best er ástandið í Finnlandi þar sem tæp átta af hundraði ungabarna- heimila hafa börn sín í reyk og í Svíþjóð þar sem hlutfallið er fimmtán af hveijum hundrað heimilum. Erfitt er að útskýra hvað veldur þessum mun milli frændþjóðanna. Ein ástæð- an er sú að reykingar eru útbreidd- ari meðal ýngra fólks á íslandi og í Danmörku en í Finnlandi og Svíþjóð. Einnig reykja finnskar konur minna en konur annars staðar á Norður- löndum. í ljós kom að ef bara annað foreldrið reykti voru mun meiri líkur á að heimilið væri reyklaust og að reykingamaðurinn á heimilinu færi út til að reykja. Athyglisvert var að þeirri skoðun virðist vaxa fylgi að líta beri á óbein- ar reykingar sem „barnamisþyrm- ingar“ (child abuse). Af reykinga- mönnum voru 44% sammála þessu og 59% þeirra sem ekki reyktu. Af- staðan í þessu máli var þó nokkuð misjöfn milli landa. Þannig álitu 64% fínnskra reykingamanna að óbeinar reykingar væru „barnamisþyrming- ar“ en aðeins 24% danskra reykinga- manna voru þessarar skoðunar. I dag eru vísindamenn sammála um að óbeinar reykingar tengist aukinni tíðni astma hjá börnum auk eyrna- bólgu og öndunarfærasjúkdóma. Einnig er staðfest að börn sem búa við óbeinar reykingar á heimilum eru mun líklegri til þess en önnur börn að fara sjálf að reykja. ÁSGEIR R. HELGASON, Stokkhólmi. Opið bréf til Ómars Ragnarssonar Frá Alberti Jensen: ÁGÆTI Ómar! Ég ætti reyndar að ávarpa þig: Kæri vinur, því það ertu allra þeirra sem unna landinu sínu, íslandi. Ég vil þakka þér alla uppbyggilegu þættina um land og þjóð. Þar er í geysilegur fróðleikur, skemmtun og áhrifarík vörn fyrir landið. Dagsljós- þáttur þinn frá hálendissvæðinu við Köldukvísl er alvarleg aðvörun sett fram á listrænan hátt. En Ómar, meðan fagurfræðileg sjónarmið ráða hjá einum, ráða gróðasjónarmið hjá öðrum. Sjónar- mið sem eru áberandi oft byggð á heimsku og skammsýni. Völd slíkra eru háskalega mikil. Þau eru hvar- vetna sýnileg í þjóðfélagi okkar. Verði gróði, er honum oft forðað frá landi og þjóð. Helst í einstaklings- pyngju á erlendri gmnd. Verði tap, er því kirfilega fyrirkomið á skulda- súpulista þjóðarinnar við útlenda. Það er því við ramman reip að draga fyrir þá sem vilja raunverulegan þjóðarhag. Meðan Iand og þjóð nýtur baráttu þinnar, eiga vandræðamenn í um- hverfismálum ekki eins greiða leið. En það sem líklega er erfiðast, er það sem hér fer á eftir. Það er að sumir af þessum mönnum eru svo grunnhyggnir að þeir halda að þjóðin græði á að gera landið að einu alls- herjar vatna- og virkjanasvæði. Þar sem síðustu uppúrstandandi hálend- is- og öræfaperlurnar verða þaktar rafmagnsflytjandi stauravíravirki. Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur Valdhafar og áhrifamenn í raforku og stóriðjumálum minna á ferða- langa í óveðri, sem pissa í skóna til að bjarga fótunum frá kali. Þeir velja verstu leiðina. Þá rússnesku. Þar sem umhverfinu, hinni náttúrulegu auð- legð hefur í langan tíma verið fórnað fyrir eitthvað sem enginn veit lengur hvað er eða var. Nú er þar nánast ekkert eftir. Þar sem var mann- bætndi umhverfi er nú víða hrollvekj- andi landslag og heilsuspillandi loft- slag. Ég vona að þú hafir lesið ágæta grein Karls Ingólfssonar ferðamála- fulltrúa, í Morgunblaðinu þann 25 júní 1996. Hún byijar þannig: „Það er athygli vert að lesa kynningarefni Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar (MIL) „Lowest Energy Prices" frá 1995. I ritinu er gerð grein fyrir landkostum á borð við lág laun stóriðjustarfsmanna og lágt orkuverð. Einnig er fjárfestum lofað því að umhverfiskröfur verði í lágmarki. Raforka til stóriðju er aug- lýst á 1,50 kr. kílóvattstundin, sem er þrefalt lægra en greitt er í Þýska- landi. Til fróðleiks má geta þess að framleiðslukostnaður í Blönduvirkj- un er u.þ.b. 2 kr. kílóvattstundin. í þessu útsöluverði er ekki tekið tillit til spillingar landgæða og náttúruf- ars, né gert ráð fyrir eðlilegum auð- lindaskatti til þjóðarinnar." Hvergi sér þess vott að grein þess- ari hafi verið svarað og er það að vonum. Hún er skilmerkileg og full af fróðlegum sýnishornum af vond- um vinnubrögðum valdahópa sem sjá ekki afleiðingar gerða sinna. Fyrir þá er best að þegja slík skrif í hel. Því miður eru of fáir landar sem vita hvílík náttúruperla Island er. Ef fer sem horfir, vakna þeir of seint. Ég kveð þig að sinni, Ómar, með þökk fyrir ómetanleg störf þín í þágu lands og þjóðar. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, livort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.