Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Héraðsdómur um flutning grunnskólans frá ríki tíl sveitarfélaga Biðlaun vegna þess að stöður kennara voru lagðar niður HERAÐSDOMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tveimur kennurum biðlaun, þar sem stöður þeirra hefðu verið lagðar niður við það að sveit- arfélög tóku við rekstri grunnskóla af ríkinu. Dómurinn segir að ekki verði talið að fulltrúar kennarafé- laga, sem komu að undirbúningi flutnings grunnskólans og löggjafar sem lýtur að honum, hafi haft umboð til afsals lögbundinna starfs- réttinda kennara. Héraðsdómur dæmdi í gær í tveimur málum og var í öðru þeirra um að ræða skólastjóra og í hinu íþróttakennara, sem tilkynntu á þessu ári að þeir myndu ekki fara til starfa hjá Reykjavíkurborg. Málarekstur hófst þegar fjármála- ráðuneytið hafnaði kröfu þeirra um biðlaun. Kröfur kennaranna tveggja voru hinar sömu, þ.e. aðalkrafan laut að skaðabótum, en varakrafan að greiðslu biðlauna. Báðir stefnendur höfðu starfað hjá ríkinu lengur en 15 ár og áttu því rétt á 12 mánaða biðlaunum samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna frá 1954. Sagt upp án sakar Kröfur um skaðabætur byggðust á að kennurunum hefði verið sagt upp störfum án sakar. Varakrafan um biðlaun byggðist á því að við yfírfærslu grunnskólans til sveitar- félaga hefðu stöður kennaranna hjá ríkinu verið lagðar niður og ætti að fara með biðlaun samkvæmt lög- unum frá 1954. Afnám á biðlauna- rétti með lögum frá 1996 um rétt- indi og skyldur kennara og skóla- stjórnenda grunnskóla væri brot á eignarréttarákvæðum stjómar- skrárinnar. Loks var bent á, að lög- in frá 1996 ættu við um kennara og skólastjómendur við grunnskóla í þjónustu sveitarfélaga, en það hafí kennaramir ekki verið. Af hálfu ríkisins var m.a. bent á, að kennurum og skólastjórnend- um væri tryggt sama starf og sömu starfsréttindi hjá sveitarfélögum og þeir höfðu hjá ríki. Þeim hafí ekki verið sagt upp og biðlaunaréttur ekki orðið virkur. Réttur til biðlauna væri ekki samningsbundinn og yrði aðeins virkur í undantekningartil- vikum, þegar staða væri lögð niður. Starfssambandi lokið Dómarinn, Sigurður Hallur Stef- ánsson, sagði að þegar ríkið hætti starfrækslu grunnskóla hafí starfs- sambandi þess og kennaranna verið lokið og stöður þeirra lagðar niður. Því hafí ekki verið um dulbúna uppsögn úr starfí að ræða og hafn- aði dómarinn því skaðabótakröfu. Þá segir, að öllum skilyrðum lag- anna frá 1954 til að kennararnir nytu biðlauna hafi verið fullnægt. Fulltrúar kennarafélaga hafí ekki haft umboð til afsals lögbundinna starfsréttinda. Biðlaunarétturinn hafí verið hluti af ráðningarkjörum kennara fyllilega til jafns við að hann helgaðist af kjarasamningi. Frá því tímamarki sem hann varð virkur, við setningu laga um grunn- skóla, hafí hann notið vemdar sem eign og verði kennarar ekki sviptir réttinum nema gegn greiðslu fullra bóta, sem samsvari biðlaunaréttin- um samkvæmt lögunum frá 1954 og með sömu gjalddögum og verið hefði. Morgunblaðið/Ásdis Viðræður hafnar um sérmál Reykjanesbraut Lýst upp um mán- aðamótin LYSING verður komin meðfram Reykjanesbraut frá álverinu í Straumsvík að Reykjanesbæ um næstu mánaðamót. í fyrradag var kveikt á ljósum 85 staura, frá álverinu að Hvassahrauni. Jón R. Sigmundsson tækni- fræðingur, sem hefur eftirlit með framkvæmdum við lýsingu Reykjanesbrautar, sagði að nú væri 5‘/2 kílómetra_ kafli frá ál- verinu upplýstur. „Áfram verður haldið, alla leið að fyrirtækinu Ramma, en þar tekur við lýsing Reykjanesbæjar," sagði Jón. „Þar sem þá lýsingu þrýtur verð- ur haldið áfram, að Flugstöð Leifs Eiríkssonar." Jón sagði að alls myndu 450 staurar verða settir niður nú, í áfanganum frá Straumsvlk að Ramma. „Þann áfanga ætlum við að klára um næstu mánaðamót. Við vonumst til að lýsingin auki umferðarör- yggi á þessari flölfömu leið.“ VIÐRÆÐUR um ýmis sérmál ein- stakra sambanda og félaga vegna kjarasamninga á almenna vinnu- markaðinurn eru komnar á fulla ferð. Myndin er tekin af fundi vinnuveitenda og Samiðnar í hús- næði ríkissáttasemjara í gær. F.v. Ingóifur Sverrisson, Samtökum iðnaðarins, Haukur Harðarson, Finnbjörn Hermannsson og Órn Friðriksson frá Samiðn og Bolli Arnason, VSÍ. Tæp 50% 14 ára unglinga eru með heilar tennur samkvæmt nýrri könnun Skemmdir helmingi fátíðarí ef sælgæti er borðað vikulega NY KONNUN á tannheilsu 14 ára unglinga leiðir í ljós að helmingur þeirra sem borða sælgæti einu sinni í viku er án tannskemmda. Hlutfall- ið minnkar hins vegar um tæp 37 prósentustig hjá þeim sem borða sælgæti á hveijum degi en þar eru tennur heilar í 13,5% tilvika. Þá kemur í ljós að tæp 50% 14 ára unglinga eru með heilar tennur. Niðurstöðumar koma fram í sér- fræðiverkefni Ingu B. Árnadóttur í samfélagstannlækningum við School of Public Health University í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. „Þetta sýnir að einn nammidagur í viku, sem við höfum verið að reyna að venja íslensk böm á, gefur góða raun,“ segir hún. Skoðaðar vom röntgenmyndir af tönnum 147 þátttakenda í rannsókn Manneldisráðs á neysluvenjum skólabama 1993 og auk þess svör- uðu unglingarnir spumingum af 13,5% þeirra sem borða sælgæti dag- lega með óskemmdar tennur lista. Valdir vom 150 unglingar úr Reykjavík, Vestmannaeyjum og Eyjafírði, eða 50 frá hveijum stað til að jafna dreifingu milli sveita, sjávar og höfuðborgarinnar. Enn með skemmdari tennur Inga segir niðurstöðumar sýna að íslensk ungmenni séu enn með skemmdari tennur en jafnaldrar þeirra á öðmm Norðurlöndum þar sem 80-85% unglinga em með heil- ar tennur. Könnunin er sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis þar sem stuðst er við röntgen-myndir í stað klínískra rannsókna. „Við völdum röntgen-myndir eingöngu, vegna þess að á íslandi er búið að setja plastefni á tyggifleti hjá mjög mörgum börnum til forvama, en það er lítið hægt að gera til að veija snertifleti tanna annað en að nota flúor og hirða tennumar vel. Þess vegna viljum við fá þessar upplýsingar. í klínískum rannsókn- um mælir maður aðeins lokastig ferlisins, það er þegar skemmd hef- ur orðið. Með notkun röntgen- mynda er hægt að fylgjast nánar með ferlinu og grípa til aðgerða,“ segir hún. Mestur sykur borðaður í sveit en aldrei milli mála Inga segir jafnframt að mark- miðið hafí verið að fá upplýsingar um heildarsykurneyslu og áhrif hennar og því verið stuðst við þátt- takendur í könnun Manneldisráðs. Ekki hafí tekist að sýna fram á tengsl milli heildarsykumeyslu og tannskemmda. „Við fengum hins vegar marktæka niðurstöðu um sykurát milli mála, þótt um svo lít- inn hóp væri að ræða. Ályktunin er sú að heildarsykumeysla er mest hjá bömum í sveit en minnst hjá bömum í höfuðborginni og við sjáv- arsíðuna. Tíð sykurneysia milli mála reynist hins vegar miklu meiri hjá bömum í Reykjavík og í Vest- mannaeyjum og þar er tannáta líka algengari. Maður getur því dregið þá ályktun að allt í lagi sé að borða sykur ef það er gert á matmálstím- um en ekki milli mála,“ segir hún. í ljós kom jafnframt að 90% að- spurðra bursta tennur sínar einu sinni á dag og 95% fara til tann- læknis einu sinni á ári, óháð bú- setu. Þá kemur fram að böm í sjáv- arþorpum fá hærri upphæð í vasa- peninga á viku en böm í sveit, sam- kvæmt rannsókninni. Siglingastofnun Islands Veðurmæl- ingastöð tekiní notkun í Surtsey SIGLINGASTOFNUN ís- lands hefur í sumar og haust sett upp sjálfvirkar veður- mælingastöðvar á fjórum af- skekktum stöðum, í Surtsey, Seley, Bjamarey og á Skaga- tá. Að sögn Tómasar Guð- mundssonar hjá Siglinga- stofnun, var búnaðurinn í Surtsey tekinn í notkun fyrir nokkmm vikum en þar var einnig komið fyrir öldumælis- dufli. Veðurmælingastöðv- amar senda frá sér upplýs- ingar á klukkustundar fresti inn á sérstaka talvél sem sjófarendur og aðrir geta hringt í til að afla upplýsinga um veður. Tómas sagði að einnig væri mikið gagn að öldumælingaduflunum sem tryggja að sjómenn hafí ávallt aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um sjólag. Siglingastofnun rékur veð- urmælingastöðvarnar í sam- vinnu við Veðurstofu íslands. 11 metra ölduhæð við Garðskaga í gærmorgun í stórstraumsflóðinu og hvassviðrinu í gærmorgun mældist mest ölduhæð á dufli Siglingastofnunar á Garð- skaga en þar náði ölduhæð ellefu metrum. Læknafé- lagið segir sig úr BHM LÆKNAFÉLAG íslands hefur sagt sig úr Bandalagi háskóla- manna. Félagið telur að með kjarasamningi sem heilsu- gæslulæknar og ríkið gerðu fyrr á þessu ári hafí forsendur fyrir vem félagsins í BHM fallið úr gildi. „Þessi samtök eru orðin samtök stéttarfélaga og Læknafélagið var aðeins í þeim vegna hluta sinna félags- manna. í síðustu samningum heilsugæslulækna var ákveðið að laun þeirra yrðu ákveðin af Kjaranefnd og að laun hinna 30 fastráðnu yrðu ákvörðuð með launum sjúkrahúslækna. Með tilliti til kjaralegra hags- muna er grundvöllur fyrir veru félagsins í BHM ekki lengur fyrir hendi,“ sagði Sverrir Bergmann, formaður LÍ. Dagur íslenskrar tungu Flaggað við opinberar byggingar FORSÆTISRÁÐHERRA hef- ur ákveðið að flaggað skuli við opinberar stofnanir á degi fs- lenskrar tungu laugardaginn 16. nóvember 1996. í frétt frá forsætisráðuneyt- inu er jafnframt til þess mælst að sem flestir aðrir dragi þjóð- fánann að húni þennan dag af þessu tilefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.