Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C *v0nufcl*feife STOFNAÐ 1913 262. TBL. 84. ARG. FOSTUDAGUR 15. NOVEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Lá við flugárekstri Heathrow yfir London. Daily Telegraph. Reuter. ÁRVEKNI breskra flugumferðar- stjóra afstýrði á ögurstundu á þriðjudag árekstri tveggja flugvéla frá KLM og SAS með á fjórða hundrað farþega innanborðs skammt frá Heathrow-flugvelli. Þoturnar voru í biðflugi yfir flugvitanum í Lambourne í Essex og biðu þess, ásamt fjölda annarra flugvéla, að fá að koma inn til lendingar á Heathrow. SAS-þotan beið í 14.000 feta hæð. Hún er af gerðinni MD-80 og um borð voru rúmlega 200 manns. KLM-þotan, af gerðinni Boeing-737, hafði verið í farflugi í 16.000 fetum er hún kom að vitanum og var þar beðin um að lækka flugið í 15.000 fet. Gerðu flugmennirnir gott betur og lækk- uðu niður í 14.100 fet eða 100 fetum hærra en SAS-þotan. Eftir þessu tóku flugumferðarstjórar og skipuðu KLM-flugmönnunum að hækka þegar í stað flugið. Voru þá rúmlega 200 metrar á milli flugvélanna eða tveggja sekúndna flugtími. Atvikið átti sér stað klukkan 16:39 sl. þriðjudag, eða nokkrum stundum eftir flugáreksturinn við Nýju Delhí, en ekki var frá því skýrt opinberlega fyrr en í gær. „Hér fór saman árvekni flug- umferðarstjóra og góður tækni- búnaður og afstýrði það stórslysi af sömu stærðargráðu og því sem átti sér stað í Indlandi," sagði full- trúi samtaka breskra flugumferð- arstjóra. SAS-þotan var að koma frá Árósum í Danmörku en KLM-þot- an frá Amsterdam. Fjöldi flugvéla í biðflugi inn til Heathrow var óvenju mikill sakir þess að ein flugbraut vallarins var lokuð. Vegna veðurs er ólíklegt, að flug- menn þotnanna hafi orðið varir hver við annan. ¦ Haldið fram að mistök/24 Reuter Vetri fagnað í Davos BÖRN í bænum Davos í Sviss fögnuðu vetrarkomunni í gær með því að búa til snjókarla. Eftir sólarhrings snjókomu mældist 60 sentimetra djúpur jafnfallinn snjór í bænum. Kulda- hret í Evrópu og vestan hafs varð til þess að þrýsta olíuverði upp á við í gær. Kostaði f atið af Brent-olíu til afhendingar í desember 23,80 dollara, miðað við 22,11 dollara í síðustu viku. Reuter Jackson kvænist Los Angelcs. Reuter. STÓRSTJARNAN Michael Jackson gekk í hjónaband í gær, að sögn talsmanns hans. Sú hamingjusama er 37 ára hjúkrunarkona, Debbie Rowe, en hann hefur getið henni barn. Hjóna vígslan fór fram í Sydney í Ástralíu í gær, en síð- degis hélt Jackson þar mikla tónleika. Þau Rowe hafa verið vinir um árabil. Fyrir 10 dögum tilkynnti hann, að hún gengi með barn og myndi ala honum erfingja snemma næsta árs. Þetta er annað hjónaband Jacksons. í janúar sl. slitu þau Lisa Marie Presley samvistum, 20 mánuðum eftir að hafa látið pússa sig saman við leynilega athöfn í Dóminíkanska lýðveldinu. Morð- aldaí Alsír París. Reuter. LIÐSMENN hryðjuverkasveita íslömsku frelsisfylkingarinnar (AIS) skáru 18 óbreytta borgara á háls í tveimur þorpum, Ain- Dema og Douar Zemala, í Alsír í skjóli náttmyrkurs í fyrrinótt, að sögn alsírsku lögreglunnar. Atburðirnir áttu sér stað með klukkustundar millibili. Sólarhring fyrr létu 12 manns lífið, þ.á m. fjórar konur og þrjú börn, er hóp- ur manna réðst á hús í litlu þorpi í Alsír. Spenna vegna þjóðaratkvæðis Af tilkynningum stjórnvalda mátti ráða að fólkið hefði verið skorið á háls en það er aðferð sem hermdarverkamenn ofsatrúar- múslima hafa oft beitt gegn fórn- arlömbum sínum. Tilkynnt hefur verið um níu ill- virki af sama tagi sl. tvær vikur í Alsír. Gerast þau á sama tíma og yfirvöld hafa rekið mikinn áróð- ur í fjölmiðlum fyrir því, að lands- menn flykkist á kjörstað í þjóðar- atkvæði 28. nóvember. Öfgamenn múslima vilja hins vegar hræða menn frá þátttöku í kjörinu, 60 þúsund fallnir Þjóðaratkvæðið snýst um hugs- anlegar breytingar á stjórnarskrá Alsírs en meðal mikilvægustu breytinga, sem lagðar eru til, er að bönnuð verði starfsemi stjórn- málasamtaka sem byggja tilveru sína á trúarbrögðum. Um 60.000 manns hafa fallið í innanlandsátökunum í Alsír und- anfarin fjögur ár, að mati vest- rænna stjórnarerindreka og als- írskra mannréttindasamtaka. Reuter UM 800 flóttamenn komu á bátum til borgarinnar Goma í Zaire í gær og skýrðu frá bardögum uppreisnarmanna og hútúa á svæðum vestur af borginni. Hörð átök brjótast út í austurhluta Zaire Telja komu fjölþjóða- hersins gagnslitla Goma. Reuter. UPPREISNARMENN tútsa í aust- urhluta Zaire sögðu í gær, að koma fjölþjóðahers yrði gagnslaus ef hann hefði ekki heimild til að stía her- mönnum hútúa frá venjulegum flóttamönnum. Undir það tóku starfsmenn alþjóðlegra hjálparsam- taka. Búist er við að hersveitir verði komnar til Zaire um helgina. Fjölþjóðaherinn í Zaire verður undir stjórn Kanadamanna en í hon- um verða m.a. um eitt þúsund bandarískir hermenn. William Perry varnarmálaráðherra sagði í gær að sveitirnar yrðu aðeins vopnaðar til að verjast en ekki til stríðsaðgerða. Á það var lögð áhersla af vestræn- um yfirvöldum í gær, að sveitirnar myndu einvörðungu sinna hjálpar- starfi og þær hefðu ströng fyrir- mæli um að láta ekki dragast inn í stríðsátök. „Það er ekki tilgangurinn að af- vopna stríðandi fylkingar eða stía hermönnum og flóttamönnum í sundur," sagði Perry. Talsmenn hjálparsamtaka segja, að koma fjöl- þjóðahersins muni ekki leiða til þess að flóttamenn hverfi aftur til Rú- anda, verði ekki reynt að einangra þúsundir fyrrverandi hermanna hútúa, sem sakaðir eru um að nota flóttamennina sem skjöld sér til varnar. Uppreisnarmenn tútsa í Zaire og yfirvöld í Rúanda óttast, að fjölþjóða- herinn muni í raun einungis vernda hútúaherinn í flóttamannabúðunum. Til snarpra átaka kom í austur- hluta Zaire í gær, einkum umhverfis borgina Goma þar sem sveitir upp- reisnarmanna og hútúa börðust í sex stundir. ¦ Bíða aðeins/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.