Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VILTU líka láta skrifa eitt stykki varðskip handa mér hjá Stjána greifa. Framkvæmdastjóri Landsbréfa um afnám skattafrádráttar vegna hlutabréfakaupa Gæti dregið úr áhuga og fækkað kaupendum GUNNAR Helgi Hálfdanarson, fram- kvæmdastjóri Landsbréfa, telur að tillaga fjármálaráðherra um að af- nema skattaafslátt vegna hlutabréfa- kaupa einstaklinga um næstu áramót muni leiða tii þess að kaupendum hlutabréfa fækki. Breytingin sé þannig fallin til að hafa áhrif á verð hlutabréfa. Hann hvetur til þess að skattafrádrátturinn verði afnuminn í áföngum fremur en í einu lagi. „Eg tel varhugavert að gera þetta í einu vetfangi. Hlutabréfamarkað- urinn hefur vissulega tekið stórstíg- um framförum og þessi skattahvati hefur átt sinn þátt í að örva þátt- töku almennings í hlutabréfamark- aðinum. Ég óttast að ef þetta verður gert í einu iagi geti dregið verulega úr þessum áhuga einstaklinga og það geti haft slæm áhrif á verð hlutabréfa. Ég mæli því eindregið með því að menn geri þetta í áföng- um á nokkrum árum,“ sagði Gunnar Helgi Hálfdanarson. Gunnar Helgi sagði líklegt að kaupendum hlutabréfa muni fækka við þessa breytingu. Það eitt og sér leiddi til minni eftirspurnar eftir hlutabréfum og þar með lækkunar á verði. Aðrir þættir svo sem stór- bætt afkoma fyrirtækja kynnu að vega þar á móti. Fallið til að draga úr sparnaði Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri Kaupþings, sagði að sér litist illa á þessa tillögu fjármála- ráðherra. „Ég tel óskynsamlegt að gera breytingu sem hugsanlega dregur úr almennum sparnaði lands- manna. Hann er of lítill og langmest af honum er í gegnum skyldusparn- að í lífeyrissjóðakerfinu. Ftjáls sparnaður er lítill og gagnrýnisvert að stuðla að lækkun hans með laga- breytingu.“ Sigurður sagði að búið væri að breyta lögum um þennan hlutabréfa- afslátt oft á liðnum árum og æski- legt hefði verið að einstaklingar og markaðurinn hefðu fengið að búa við meiri stöðugleika í lagasetningu af hálfu Alþingis. Hann sagði líklegt að þessi breyting leiddi til þess að kaupendum hlutabréfa fækkaði frá því sem nú væri. Erfitt væri að segja fyrir um hvaða áhrif það hefði á verð hlutabréfa. Gildandi lög gera ráð fyrir að ein- staklingar geti keypt hlutabréf og nýtt sér afslátt vegna þeirra fimm ár fram í tímann. Sigurður sagði að margir hefðu nýtt sér þetta ákvæði á liðnum árum og hann sagðist ef- ast um að Alþingi væri stætt á því að afnema heimildina afturvirkt fyr- ir þessa einstaklinga. í sjálfu sér mætti færa rök fyrir því að kaupend- ur ættu rétt á að nýta sér hlutabréfa- afslátt samkvæmt núgildandi lögum út þetta ár og þar með að kaupa hlutabréf til að nýta afslátt fimm ár fram í tímann. Gildir jafnt fyrir alla Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri VÍB, sagðist vera sömu skoðunar um þetta atriði. Það væri tæplega hægt að gera lögin afturvirk að þessu leyti. Sigurður vildi ekki tjá sig um breytinguna að öðru leyti þar sem hann hefði ekki kynnt sér alla þætti málsins. Steingrímur Ari Arason, aðstoð- armaður fjármálaráðherra, sagði frumvarpið gera ráð fyrir að afslátt- urinn yrði afnuminn um næstu ára- mót og gilti það jafnt fyrir þá sem keyptu hlutabréf eingöngu til að nýta sér hlutabréfaafsláttinn í ár og hinna sem keyptu meira magn til að nýta skattaafsláttinn í fleiri ár. Stjóm Hóseigendafélags stefnt HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN hefur ákveðið að stefna Sigurði Helga Guðjónssyni og stjómarmönnum Húseigendafélagsins fyrir ærumeið- andi ummæli og aðdróttanir um stjóm, starfsemi og starfsmenn Húsnæðisstofnunar ríkisins í fjöl- miðlum. Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðisstofn- unar segir að málið verði þingfest næstu daga. Húsnæðismálastjóm samþykkti ennfremur bókun á fundi sínum á mánudag þar sem lýst er yfir fullu trausti á starfsmenn lögfræðideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins og aðra starfsmenn hennar. „Húsnæðis- málastjórn lýsir furðu sinni á því að stjórn Húseigendafélagsins hefur ekki séð ástæðu til að biðjast opin- berlega afsökunar á ummælum framkvæmdastjóra síns heldur gert þau að sínum á stjórnarfundi félags- ins þann 9. nóvember síðastliðinn." Þá bendir stjómin á að tvær ná- kvæmar rannsóknir hafi farið fram á lögfræðingadeildinni, þ.e. árið 1995 í tilefni af málum tveggja lög- fræðinga, sem báðir eru hættir störf- um og hafi endurskoðun verið gerð á störfum allra lögfræðinga deildar- innar. „Seinni rannsóknin er stjóm- sýsluendurskoðun Ríkisendurskoð- unar en skýrsla hennar var birt í október síðastliðnum. Hvorug þess- ara rannsókna hefur gefíð neitt til- efni til frekari rannsókna á starfsemi deildarinnar," segir loks í bókun húsnæðismálastjómar. Landssamband sjúkraflutningamanna Betur staðið að sjúkra- flutningum TÍU ár eru í dag liðin frá því Landssam- band sjúkraflutn- ingamanna var stofnað. Af því tilefni er á morgun haldin námstefna þar sem sjúkraflutningamenn fá fræðslu um það sem nýjast er í faginu. Björn Gíslason, formaður landsambands- ins, telur að með bættri menntun sjúkraflutninga- manna á síðustu áram sé betur staðið að flutningi sjúkra og slasaðra en áður var. Landssamband sjúkra- flutningamanna var stofn- að 15. nóvember 1986 af sjúkraflutningamönnum víða af landinu. „Þetta er fagfélag sem hefur þann tilgang að gæta hagsmuna sjúkraflutningamanna og miðla til þeirra nýjungum í greininni,“ seg- ir Björn í samtali við Morgunblað- ið. „í félaginu era nú liðlega 200 menn en alls hafa 400 menn lög- gildingu heilbrigðisráðuneytisins til að annast sjúkraflutninga, að- allega slökkviliðs- og lögreglu- menn og einnig nokkrir björgun- arsveitarmenn." Hvernig hefur félagið haft áhrif? „Landssambandið á fulltrúa í sjúkraflutningaráði landlæknis- embættisins. Ráðið fjallar um allt sem varðar sjúkraflutninga í land- inu og er því mjög mikilvægt fyr- ir okkur að eiga aðild að því. Þá hefur félagið gefið út fréttabréf hin síðari ár. Þar er reynt að birta greinar um fagleg málefni til að styrkja félagsmenn í starfi og fréttir af starfinu. Bréfíð er sent til félagsmanna, heilsugæslu- stöðva, sjúkrahúsa og fleiri aðila. Og í tengslum við tíu ára afmælið eram við að reyna að lífga upp á starfið." Hvernig verður tímamótanna minnst? „Við verðum með námstefnu á Hótel Lind í Reykjavík á morgun, laugardaginn 16. nóvember. Þar flytja læknar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, sjúkraflutninga- menn og fleiri sérfróðir menn fyrirlestra um nýjungar á ýmsum sviðum starfsins. Meðal fyrirles- ara era Gestur Þorgeirsson hjartalæknir sem segir frá nýj- ungum í endurlífgun, Garðar Sig- urðsson umsjónarlæknir neyðar- bíls Slökkviliðs Reykjavíkur segir frá nýjungum í flutningi slasaðra og Hanna Dís Margeirsdóttir deildarlæknir á barnadeild fjallar um bráðatilfelli barna. Þá fáum við norskan mann, Tore Larsen fram- kvæmdastjóra, til að segja frá undirbúningi Evrópustaðla um sjúkraflutninga en hann á sæti í staðlar- áðinu.“ Hvernig munu nýir staðlar á þessu sviði snerta starf ykkar? „Tilgangurinn með setningu þeirra er að samræma búnað og tæki til sjúkraflutninga og sjúkra- búnað um borð í skipum og flug- vélum. Það er af hinu góða. Mér skilst að undirbúningur staðlanna sé vel á veg kominn og þeir taki gildi eftir um það bil ár. Hitt er svo annað mál hvaða áhrif staðl- amir hafa á vinnu okkar sjúkra- flutningamanna að öðru leyti. Eg bendi á að ekki er hægt að staðla ► Björn Gíslason varðstjóri í Slökkviliði Reykjavíkur er 41 árs, fæddur í Hafnarfirði 5. apríl 1955. Hann lærði hús- gagnasmíði, er með meistara- réttindi í iðninni og hefur rekið Trésmiðjuna Lund ehf. undan- farin átta ár. Björn hóf störf í Slökkviliði Reykjavíkur árið 1981. Þar hefur hann sótt fjöl- breytt námskeið, meðal annars yfirmannanámskeið fyrir slökkvilið i Sandö í Svíþjóð. Hann hefur neyðarflutnings- réttindi. Björn hefur verið for- maður Landssambands sjúkra- flutningamanna í þrjú ár og á sæti í sjúkraflutningaráði Land- læknis og stjóm Sjúkraflutn- ingaskólans. Eiginkona Björas er Karólína Gumiarsdóttir ritari og eiga þau þrjú börn. alit enda aðstæður mjög mismun- andi í Evrópu." Hvernig standa þessi mál hér á landi? „Gæði sjúkraflutningaþjón- ustunnar hafa aukist mjög á síð- ustu árum vegna bættrar mennt- unar sjúkraflutningamanna, sér- staklega á þéttbýlli svæðum landsins. Ég tel að rekja megi upphaf þessarar þróunar til þess að fyrsta neyðarbifreiðin var tekin í notkun hjá Slökkviliði Reykjavík- ur. Eftir það hafa verið gerðar strangari kröfur um menntun þeirra manna sem vinna við neyð- arflutninga. Slökkviliðsmenn á höfuðborg- arsvæðinu hafa fram til þessa far- ið á 500 klukkustunda námskeið til að öðlast neyðarflutningsrétt- indi. Nú hefur Sjúkraflutninga- skólinn tekið til starfa og er öll fræðslan komin inn í hann, bæði grannnám og fram- haldsnám. Að skólan- um standa Landssam- band sjúkraflutninga- manna, Rauði Kross íslands, Sjúkrahús Reykjavfkur og Slökkvilið Reykjavíkur. Það er von okkar að með starfi skólans verði meiri festa og unnið að markviss- ari hátt en áður að menntun sjúkraflutningamanna. Sem dæmi um nýjungar með starfí skólans geti ég nefnt að neyðarflutnings- námskeiðin hafa verið haldin á vegum Slökkviliðs Reykjavíkur og samstarfsaðila þess en Sjúkra- flutningaskólinn mun fara með þau út um landið. Fyrsta nám- skeiðið stendur einmitt yfír í Keflavík þessa dagana," segir Björn Gíslason. Öli fræðslan komin í Sjúkraflutn- ingaskólann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.