Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 32
32 FÖSTÚDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Óður til Laxár BOKMENNTIR Endurminningar RENNT í HYLINN eftir Björn G. Jónsson á Laxamýri. Útg.: Fjölvaútgáfa. Prentun: Grafík hf. Reykjavík, 1996 - 204 bls. »SENN blés af landsnæturgolan og ýfði vatnsflötinn. Speglunin á ánni hvarf og hún breytti um lit, varð dökk í strenginn, næstum blásvört og ómar fossanna hljóðnuðu. Langt úr suðri barst fagur strengjakiiður sem gaf til kynna að nú væri í vænd- um minnst tveggja daga sunnanátt.« Hver er höfundur þessarar hug- tæku náttúrulýsingar? Atvinnurit- höfundur í höfuðstaðnum sem langar að vekja athygli á stíltækni sinni? Fjarri því, hér er það Laxamýrar- bóndinn sem talar. Þessa stundina nýtur hann hvíldar á bakka árinnar sinnar. Og hann er ekki að vekja athygli á neinu nema ásý sinni á land- inu, náttúrunni, lífínu. I mynd árinn- ar sér hann æviskeið líða hjá, hægt en óstöðvandi eins og blátt og tært straumvatnið sem skiptir litum eftir árstíð og birtu. Bók hans er óður til Laxár. Ain verður honum táknmynd lífsuppsprettunnar en jafnframt hinnar óendanlegu hringrásar. Sá sem kveður ána að hausti veit aldrei hvort honum muni auðnast að heilsa henni að vori. Náttúran kennir að allt eigi sinn tíma, líf manns jafnt sem annað. Skemmst er frá að segja að Björn G. Jónsson kynnir sig með eftirminni- legum hætti í bók þessari. Einarður er hann í skoðunum, fýlginn sér, ákafamaður í sókn og vörn, eigi að síður tilfinninganæmur og skapheit- ur; í aðra röndina einfari, að hinu leytinu félagsvera. Alls þessa njóta endurminningar hans. Þar eru engin undirmál, engar hálfkveðnar vísur. Höfundurinn kemur til dyranna með kostum sínum og ‘göllum og dregur ekkert undan. Ævi hans hefur liðið hratt. Hann hefur unnið mikið og vakað mikið; og í baráttunni fyrir því sem hann vissi sannast og réttast unni hann sér sjaldan hvíldar. Ekki er þetta samfelld ævisaga heldur minn- ingabrot frá liðnum árum; nærmyndir af ein- staklingum og frásagnir af atburðum sem upp úr standa þegar horft er um öxl. Æskuheimilið á Laxamýri var mann- margt jafnan og störfin fjölbreytt. Margur hefur knúið þar dyra og skilið eftir sig spor. Sumir urðu öðrum minnisstæðari þegar frá leið. Þama eru dýrasögur sem ekki munu síður geymast í minni. Þar að auki segir höfundur frá því sem hann hefur orðið áskynja þegar honum hefur gefíst að skyggnast á bak við fortjald raunveruleikans. Enginn skyldi efast um að hann segi jafnsatt og rétt frá þeirri reynslu sinni og öðm sem hann greinir frá í bók sinni. Fyrir fáeinum áratugum sendi Jón H. Þorbergsson, faðir Björns, frá sér sínar endurminningar, þá orðinn maður við aldur. Fróðlegt er að bera saman bækur föður og sonar. Fljótt á litið virðast þær eiga fátt sameigin- legt nema hvað báðar lýsa viðburða- ríkum ævidögum og eru þar að auki prýðisvel skrifaðar; tímarnir enda ólíkir; og meir en svo! Sé horft yfir ævistarf þeirra í svipsýn má segja að hlutskipti Bjöms hafi orðið að veija og varð- veita það sem faðir hans byggði upp. Laxamýri er einhver dýrmætasta hlunnindajörð landsins. Búskapurinn þar byggðist á miklu fólks- haldi. Þegar Bjöm komst á unglingsaldur var vinnukrafturinn að hverfa úr sveitunum. Sú var meðal annars orsök þess að hann hvarf ekki til langskóla- náms í höfuðstaðnum en sat um kyrrt á föðurleifð sinni. Saga hans er því jafnframt sagan af varnarbaráttu íslenskra sveita á seinni hluta 20. aldar. Frá hendi útgefanda er Rennt í hylinn vönduð bók, prýdd fjölda mynda, litmynda mest. A þeim gefur að líta landslag það sem lýst er í textanum. I fáum orðum sagt: Góð bók og gagnmerk. Erlendur Jónsson Björn G. Jónsson á Laxamýri Áhrifamikið og læsi- legt skáldverk TRÖLLAKIRKJA, skáldsaga Ólafs Gunn- arssonar, kom nýverið út í Bretlandi hjá for- laginu Mare’s Nest í Lundúnum. Þýðendu eru David MeDuff og Jill Burrows. Bókin kom upphaflega út hjá bókaútgáfunni Forlag- inu 1992 og var tilnefnd til Islensku bókmennta- verðlaunanna. Þrír dómar hafa birst um bókina. Stórblaðið The Times getur henn- ar með fyrirsögninni: Saga, saga ekta saga. Ritdómari blaðsins fjallar iítillega um þá eiginleika sem hann telur prýða ís- lendingasögur, hann álítur þær bók- menntir í svipuðum anda og skáld- sögur Dostojevskís þótt „andi“ ís- lendingasagnanna sé reyndar oftast fremur vínandi að mati ritdómarans. Hann fagnar útgáfu Tröllakirkju, segir það alltof fátítt að íslenskar skáldsögur séu þýddar á ensku. I Tröllakirkju sé að fínna flest af því sem einkenni íslendingasög- umar og vel sé hægt að mæla með þessari dá- samlegu dæmisögu þótt ekki væri nema vegna sérkennilegra götuheita einna saman, en nöfn eins og Tryggvagata og Bókhlöðustígur séu ein- ungis ilmurinn af veislu- borðinu sem lesanda standi til boða þegar hann njóti þessarar bók- ar í enskri þýðingu. Rit- dómari finnur Tröllakirkju það helst til foráttu að örlög nokkurra söguper- sóna séu fullhrottafengin. Stórblaðið Mail on Sunday fjallar einnig um bókina. Ritdómarinn rekur efni sögunnar stuttlega og kvartar nokkuð yfír þýðingunni en kveður persónur sögunnar birtast lesanda í skýru ljósi og þjóna bæði stórfeng- legu og einföldu söguefni. Ritdómari The Times Literary Supplement kveður Tröllakirkju raun- sæislega skáldsögu sem nái fram áhrifum sínum með því að kynna okkur fjölskyldulíf sem hægt sé að taka trúanlegt. Lærifaðir hofundar sé Dostojevskí en Ólafur Gunnarsson minni um margt á annan höfund, Japanann Shusku Endo, sem einnig hafí hæfíleika til að flétta mjög svo raunverulegu lífi saman við tilvistar- umræðu og sýna fram á yfirþyrmandi vissu um náð. Skáldskapur beggja hafí til að bera þéttleika nítjándu aldar- innar og tilvistarkreppu þeirrar tuttug- ustu, samfara örvæntingarfullri löng- un til þess að koma einhvers konar formi á brotakenndan huga nútíma- mannsins. Ritdómari kveður nokkra formgalla á bókinni en þeir komi ekki að sök, Tröllakirkja sá áhrifamikið skáldverk, gífurlega læsilegt. Ólafur Gunnarsson Sólarmegin ... TÓNLIST Hljðmdiskar SÖNGHÓPURINN SÓLARMEGIN Guðmundur Jóhannsson bassi og söngstjóri, Jensina Valdimarsdóttir, alt, Halldór Hallgrímsson, tenór, Ragna Kristmundsdóttir, sópran, Kristján Elís Jónasson, barítón, Þórgunnur Stefánsdóttir, sópran, Sigursteinn Hákonarson, tenór, Anna Snæbjömsdóttir, sópran, Gyða Bentsdóttir, alt, Lars H. Andersen, bassi. Upptökur fóra fram í Saurbæj- arkirku og Fella- Hólakirkju 1996. Upptakan og hljóðvinnsla: Sigurður Rúnar Jónson, Stúdíó Stemma. Út- gefandi: Sólarmegin CD SOL 1. Dreifing: Spor hf. Á SKAGANUM fyrirfínnst fleira en fískur og fótbolti; þar sitja skáld- in og yrkja og „söngfuglar" mynda með sér söngfélagsskap, allt frá stærri kórum niður í „rúmlega" tvö- faldan kvartett — sem nefnist Sólar- megin og hefur starfað síðan 1990. Fyrstu árin voru félagar níu talsins, en haustið ’94 bættist við sá tíundi. Stjórnandi var Ragnheiður Ólafs- dóttir til haustsins 1993, er Guð- mundur Jóhannsson tók við. Fyrsta opinbera verkefni kórsins var að syngja á M-hátíð vorið 1990, síðan hefur hann haldið tónleika árlega, m.a. í öðrum byggðarlögum, og einn- ig komið fram í útvarpi og sjón- varpi. Haustið 1994 fór hópurinn í söngferðalag til fjögurra vinabæja Akraness í tilefni 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins. Sólarmegin hélt „kynningartón- leika" fyrir skemmstu á Sóloni ís- landus og í Hafnarborg í Hafnarfirði (ráðgerir fleiri tónleika). Því miður gat undirritaður ekki verið viðstadd- ur þessa tónleika, sem hafa án efa verið góð skemmtun eftir hljómdisk- inum að dæma. Söngskráin (á diskinum) er fjöl- breytt, en engu að síður ágæt sem heild. Útsetningar (og raddsetning- ar yfirleitt) eru skemmtilegar og reyna á tónvísi og tilfinningu fyrir hljómi, sem bregst yfirleitt ekki. Aftur á móti má deila um hvort stundum sé farið í óþarflega flókna sálma í hljómi, dúllum og slaufum. Til að slíkt njóti sín til fulls og öðl- ist verulegan þokka er ekki nóg að FEÐGININ sem ekki náðu saman: Michael og Lynn Redgrave. Pabbi, þú þekktir mig ekki Lynn Redgrave gerir upp samband sitt við föðurinn, Michael Redgrave, í einleik sem hún flytur í London FYRIR tólf árum, þegar faðir leikkonunnar Lynn Redgrave, Michael, Iá fyrir dauðanum, hel- sjúkur parkinsonssjúklingur, hélt hún heim til að vera við hlið hans. Um miðja nótt var hún ekki enn sofnuð vegna tímamun- arins og rakst á rölti sínu um hús hans á dagbækur og einka- bréf. Hún stóðst ekki mátið og hóf að lesa. Fletti upp á fæðingardegi sínum, 8. mars 1943. Þar stóð ekki orð um að barn væri fætt, þess í stað var at- hugasemd um leikrit- ið sem faðir hennar lék í þann daginn og hvernig sýningin gekk. Slæmt sam- band Lynn Redgrave hefur nú orðið til þess að hún skrifaði leikrit um það, sem frumsýnt var í vik- unni í London. Lynn er þekkt leik- kona, hefur leikið á sviði og í fjölmörgum kvikmyndum. Hún er einnig þekkt fyrir baráttu sína gegn Universal-kvikmyndaverinu en hún fullyrti að fyrirtækið hefði sagt samningi hennar upp vegna þess að hún hafði barn sitt á brjósti þar. Fjölskylda Lynn er ekki síður þekkt, faðir hennar var virtur leikari, svo og eldri systkini hennar, Vanessa og Corin. í ævi- sögu föðursins, sem út kom skömmu fyrir lát hans, segir að það barn eigi erfitt sem þurfi að standa undir miklum væntingum, en erfiðara eigi þó barnið sem sé laglegt og enginn búist við neinu sérstöku af. Lynn Redgrave kynntist föður sínum ekki náið og afskiptaleysi hans i hennar garð er ekki gleymt. Leikrit hennar, „Shake- speare for My Father“ er einleik- ur hennar þar sem hún segir frá því er hún fann dagbækurnar og fjöl- mörg fleiri dæmi um hversu mikið skorti á samband þeirra feðg- ina. Bæði Vanessa og Corin Redgrave hafa skrifað um föður þeirra en Lynn segir að þeim sé nokk sama um Ieikritið sem hún setur nú upp. Heim- ildarmenn The Inde- pendent eru ekki á sama máli, segja þau hafa reynt að koma í veg fyrir uppfærsl- una. Hún er að stórum hluta byggð á setn- ingum úr verkum Shakespeares, sem Lynn segir fanga tilfinningar hennar í garð föðurins og lýsa þeim báðum. „Mér þótti svo vænt um hann en ég gat ekkert sagt. Ekki frekar en hann gat talað við mig ... I þessari sýningu er ég ekki að kvarta eða leita að auðveldra svara. Ég vil sýna fram á að ég hafi sætt mig við þetta og að ég muni hið góða í sambandi okkar. Það voru mikil forréttindi að vera dóttir hans.“ LYNN Redgrave hefur samið og sett upp einleik um samband sitt við föður sinn. vera nákvæmur, það þarf ákveðið áreynsluleysi sem er hafið yfir alla erfiðleika og flækjur, fyrir utan fagran hljóm. Sólarmegin hefur a.m.k. nákvæmnina og oft ágætan hljóm og ekki vantar sönggleðina. Raddirnar yfirleitt góðar og samæfðar vel. í rauninni er um ótrúlega „þróað- an“ sönghóp að ræða miðað við tak- markaða tónlistarmenntun (að ætla má), enda þyrfti hrokagikk og fýlu- poka til að hafa ekki ánægju af þess- um diski, sem hefur að geyma margt óvenjulegt og aðdáunarvert og jafn- vel gullfallegt, þó að herslumuninn vanti að við séum að hlýða á snilld- ina sjálfa — sem illa verður skil- greind. Einkum hafði ég mikla ánægju af þjóðlögunum og hefði þegið fleiri slík. Hljóðritun ágæt, eins og vænta má af Stemmu. Oddur Björnsson Nýjar bækur • HIN myrku sporer eftir breska rithöfundinn og blaðamanninn Tim Wilson í íslenskri þýðingu Glúms Baldvinssonar og Jóhanns Finns- sonar. Bókin er í röð þekktra sakamála- bóka sem ýmsir þekktir rithöfundar og blaðamenn hafa skrifað og hlot- ið hafa góðar viðtökur erlendis. í bókinni Hin myrku spor eru sextán frásagnaþættir af sönnum sakamálum frá ýmsum tímum. Öll málin vöktu mikla athygli og sum hver Iíka mikinn óhug. Útgefandi er Fróði. Bókin er 160 bls. og fjölmargar ljósmyndir eru í bókinni. Bókin erprentunnin hjá Steinholti hf. ogbókband annaðist Bókbandsstofan Flatey. Kápuhönn- un annaðist Helgi Sigurðssón. Verð 1.990 kr. m/vsk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.