Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þemavetur hjá Kamm- ersveit Reykjavíkur Morgunblaðið/Ásdís MÆÐGURNAR Sigrún Helgadóttir og Guðrún Hannesdóttir taka við Islensku barnabókaverðlaununum úr hendi Armanns Kr. Ein- arssonar. Ólafur Ragnarsson útgefandi fylgist með. * Mæðgur hlutu Islensku bamabókaverðlaunin STARFSÁR Kammersveitar Reykjavíkur er að hefiast en sveit- in mun efna til þrennra tónleika í vetur, tvennra í Listasafni ís- lands undir heitinu Músík á mánu- degi og einna í Áskirkju skömmu fyrir jól. Hveijir tónleikanna hafa sitt þema. Fyrstu tónleikar vetrarins verða í Listasafni íslands mánudaginn 18. nóvember kl. 20.30. Verða þeir helgaðir kammerverkum Johannes- ar Brahms í tilefni af 100. ártíð þessa ástsæla tónskálds en á efnis- skrá verða Tríó í Es-dúr op. 40 fyrir píanó, fíðlu og hom, tvö söng- lög fyrir altrödd, víólu og píanó og Kvintett í F-dúr op. 88 fyrir tvær fíðlur, 2 víólur og selló. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Sig- ríður Ella Magnúsdóttir söngkona. „Oft hefur Kammersveitin boðið gestum að hlýða á verk þessa meistara, eins af tónjöfrum 19. aldarinnar, en nú heyrast sönglög- in og kvintettinn í fyrsta sinn á tónleikum henn- ar. Það er Kamm- ersveitinni sér- stakt gleðiefni að Sigríður Ella Magnúsdóttir leggur henni lið í sönglögunum op. 91,“ segir í kynn- ingu eri auk söng- konunnar koma fram á tónleikun- um fíðluleikar- amir Rut Ingólfs- dóttir, Unnur María Ingólfs- dóttir, Junah Chung og Herdís Jónsdóttir, selló- leikarinn Inga Rós Ingólfsdóttir, Jósef Ognibene hornleikari og Peter Maté píanóleikari. Á jólatónleik- unum, sem verða í Áskirkju sunnudaginn 22. desember, stefnir Kammersveitin saman Jo- hanni Sebastian Bach og tveimur sona hans, sem einnig lögðu fyrir sig hljóðfæraleik og tónsmíðar. Meirihluti efniskrárinnar er þó helgaður verkum meistarans en leikin verða Brandenburgarkons- ert nr. 1, sem sjaldan ku heyrast ár tónleikum hér á landi, og Kons- ert í D-dúr fyrir þijár fiðlur og kammersveit. Eftir Carl Philipp Emanuel Bach verður flutt Sin- fónía nr. 1 í D-dúr og Johann Christian Bach er höfundur Kvintetts í D-dúr sem verður fjórða verkið á tónleikunum. Fiðluleikarinn og stjórnandinn Roy Goodman verður einleikari á tónleikunum, auk þess að leiðbeina Kammersveitinni um flutning og túlkun verkanna. í Vesturheimi er yfirskrift þriðju tónleika starfsársins sem haldnir verða í Listasafni íslands mánudaginn 17. mars 1997. Þar býður Kammersveitin áheyrend- um að hlýða á úrval tónverka, sem eru eftir bandarísk tónskáld eða tengjast Bandaríkjunum. Á efnis- skrá verða Quiet City eftir full- trúa frumkvöðla 20. aldarinnar, Aaron Copland, Yellow Pages eft- ir Michael Torke og Shaker Loops eftir John Adams, sem eru dæmi um þekkt verk núlifandi tón- skálda og Dumbarton Oaks eftir Igor Sravinsky, sem dregur heiti sitt af óðalssetri í Washington DC. Þá er á efnisskránni tónverk- ið Is it? eftir Árna Egilsson sem verið hefur búsettur í Bandaríkj- unum í tugi ára. Stjórnandi á tón- leikunum verður Bernharður Wilkinson. Auk tónleikanna í höfuðborg- inni bíða ýmis verkefni Kammer- sveitar Reykjavík- ur í vetur. í byijun desember heldur sveitin þrenna tónleika í Frakk- landi á vegum hátíðarinnar Les Boréalis de Norm- andie. Verða þar flutt verk eftir Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Hjálm- ar H. Ragnarsson, Mozart og Brahms en með í för verður Rann- veig Fríða Braga- dóttir söngkona. Síðar í vetur stefnir Kammer- sveitin síðan að upptökum á ís- lensku verkunum sem leikin verða í Frakklandi, svo og á verki Göran Gamstorp sem leikið var á Nor- rænum músík- dögum í haust. MÆÐGURNAR Guðrún Hann- esdóttir og Sigrún Helgadóttir hlutu í gær Islensku barnabóka- verðlaunin 1996 sem Verðlauna- sjóður íslenskra barnabóka veit- ir fyrir myndskreytta sögu fyrir yngstu lesendurna. Verðlauna- sagan heitir Risinn þjófótti og skyrfjallið og kom út hjá Vöku- Helgafelli í gær. í samtali við Morgunblaðið sögðu þær mæðgur að sagan væri ævintýri sem Sigrún, móðir Guðrúnar, samdi og sagði börn- um sínum fimm þegar þau voru lítil. „Þetta var reyndar bara eitt af mörgum ævintýrum og vísum sem mamma sagði okk- ur,“ sagði Guðrún, „en það þeirra sem við báðum um aftur og aftur og barnabörnin hennar líka. Hún hafði fengið leið áþví að vera alltaf að fara með sög- una þannig að hún tók hana upp á segulband og þannig fann ég hana fyrir nokkru og ákvað að rifja upp kynnin og gera við hana myndir." Aðspurðar sögðust þær mæðgur ekki vita hvort þær myndu halda samstarfinu áfram. „Það er svo sem nóg til af sögum,“ sagði Sigrún, „og ætti ekki að vera mikið mál að rifja þær upp. Guðrún getur svo myndskreytt þær en ég held að það hafi verið vegna þess hvað myndirnar eru fallegar að við fengum þessi verðlaun." Verðlaunasagan segir sögu frá ríki kóngs og drottningar þar sem allt er komið í óefni. Risinn ógurlegi, sem býr hátt uppi I fjöllum, kemur hvað eftir annað til byggða og stelur öllu steini léttara. Þegar hann hefur numið brott sjálfa prinsessuna eru góð ráð dýr. Pési litli fer að leita risans og lendir þá í ótrúlegu ævintýri. Ármann Kr. Einarsson rithöf- undur afhenti Guðrúnu og Sig- rúnu verðlaunaféð sem er 200.000 krónur. KAMMERSVEIT Reykjavíkur efnir til þrennra tónleika í höfuðborginni í vetur. Suðrænt og seiðandi Morgunblaðið/Ásdís EFTIR hlé leyfði kynnirinn Jónas Ingimundarson sér að slá meira á létta strengi og fór það dável í mannskapinn. TONLIST HáskólabTó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Verk og þættir eftir Britten/Purcell, Tsjækovskjj, Ippolitoff-Ivanoff, Rimskij-Korsakoff og Ravel. Sinfóníuhljómsveit íslands imdir sljórn Keri Lynn Wilson. Kynnir: Jónas Ingimundarson. Háskólabíói, fimmtudaginn 14. nóvember 1996 kl. 20. FYRSTU tónleikamir af þrennum fyrirhuguðum í bláu tónleikaröð Sin- fóníuhljómsveitar Íslands fóm fram fyrir nærri fullu húsi í gærkvöldi. Röðin birtist nú í nýju og áður óþekktu gervi; byggir á „kynntum tónleikum í víðum skilningi" og efn- isskráin valin í náinni samvinnu við kynninn, Jónas Ingimundarson píanóleikara. Nýtt var líka að kynna ekki efni tónleikanna fyrirfram, heldur á staðnum, og eitt númer jafnvel ekki fyrr en að leik loknum, svo engu var líkara en að hljómleika- gestimir sætu í n.k. Kontrapunkt- prófí. Rennt var nokkuð blint í sjóinn með þessari tilraun og engan veginn sjálfgefíð að allir kynnu að meta þessa nýbreytni, sem manni sýndist þegar á hólminn kom vera ekki sízt miðuð við unga tónleikagesti, enda reytingur af slíkum á staðnum, þó að færri væm en maður bjóst við. Jónas Ingimundarson stóð í pontu vinstra megin á sviðinu, kynnti og „tók sýni“ eins og hann kallaði, þ.e. lét leika stef- og undirleiksbúta úr þáttum líkt og við skyndikmfningu. Mæltist honum vel, þó að betur virt- ist liggja á honum eftir hlé en fyr- ir, þar sem rómurinn var daufari og framsögustíllinn formlegri. Eftir hlé leyfði hann sér að slá meira á létta strengi, og fór það dável í mannskapinn. í öllum aðaldráttum virtist til- raunin ætla að fara vel af stað. „Dæmin“ vom vel valin, og með aðeins skorinorðari en um leið af- slappaðri framsögn má vel skapa þessu konsertformi fastan sess. Það er ekki beinlínis' splunkunýtt - Leonard nokkur Bemstein réð á sín- um tíma fyrir „Young Peoples Conc- erts“ í svipuðum dúr með eftirminni- legum árangri - en þetta hefur lengi vantað, og maður hefur oft furðað sig á hversvegna Sjónvarpið endur- útvarpar ekki einhveiju af þessu frábæm efni. Sinfóníuhljómsveitin virtist svolítið loppin á höndum í hinu ekki svo óvænta fyrsta verk- efni kvöldsins, „Hljómsveitin kynnir sig“ eftir Benjamin Britten. Þessi skemmtilegu tilbrigði og fúga um stef eftir Purcell standa á fímmtugu í ár og hafa verið geysivinsæl frá upphafi, svo vinsæl og þar með þekkt, að það er ekki lítill vandi að leika þau svo öllum líki. Það er umhugsunarefni hvers vegna sin- fóníuhljómsveitir hita ekki upp betur fyrir tónleika, eða a.m.k. eitthvað í líkingu við dansara fyrir sýningu, því kalla má reglu frekar en undan- tekningu að SI nái sér ekki almenni- lega á strik fyrr en eftir a.m.k. einn forleik, stundum ekki fyrr en eftir hlé. HKS er þar að auki fágað og kröfuhart verk og ekki árennilegt að hefja með tónleika, enda heyrðist manni ýmislegt mátt vera slípaðra en raun bar vitni. Þó að hafí vita- skuld ekki verið beilínis kastað til höndum, þá er rétt að minna á upp á framtíðina, að ungir hlustendur em ekki minna þurfí en eldra fólk- ið, þó að þeir láti færra upp úr sér. Litríkir rússneskir rómantíkerar réðu ferðinni í næstu þrem atriðum. Fyrst kom hið fræga pizzicato- scherzo úr 4. sinfóníu Tsjækovskíjs, og eftir hlé lék hljómsveitin 4. þátt úr Kákasískum rissmyndum Ippolit- off-Ivanoffs frá 1895. Spilamennsk- an fór nú óðum hitnandi. Lærifaðir Ivanoffs, Rimskíj-Korsakoff, einn Fimmmenningahópsins, kom næst- ur með hið suðrænt seiðandi Capriccio Espagnol, og hið magnaða Bolero eftir Ravel - „loksins hljóm- sveitarverk sem ég er sæmilega ánægður með, þó að engin músík sé í því“, eins og Jónas hafði eftir franska tónskáldinu, sló verðugan botn í kvöldið með dúndrandi góðum flutningi hljómsveitarinnar undir lipurri stjórn Keri Lynn Johnsons. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.