Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 43 MIIMIMINGAR ÁSGEIR HARALDUR GRÍMSSON + Ásgeir Harald- ur fæddist í Reykjavík 2. mars 1918. Hann lést 28. október síðastliðinn í Kumbaravogi á Stokkseyri. For- eldrar hans voru Bryndís Jónsdóttir, ættuð úr Borg- arfirði, f. 15. ágúst 1886, d. 3. nóv. 1973, og Grímur Ásgrímsson ættað- ur úr Árnessýslu, sem stundaði stein- smið á seinni árum starfsævi sinnar, f. 13. apríl 1880, d. 29. ágúst 1973. Systkini Ásgeirs eru: Friðgeir, f. 7. okt. 1909, Jóna Magnea, f. 3. febr. 1916, d. 19. jan. 1972, og Halldór Alexander, f. 24. des. 1919. Ásgeir kvæntist Margréti Jónsdótt- ur 15. febrúar 1940. Þeirra börn eru: Kort Sævar, f. 11. júní 1943, Stefanía Ósk, f. 30. júlí 1948, Örn, f. 15. sept. 1950 (lést 6 mánaða gam- all), Pálína Erna, f. 23. okt. 1953 og Bryndís Hulda, f. lO.Júlí 1957. Útför Ásgeirs hefur farið fram. Ásgeir starfaði snemma við ýmis- konar afgreiðslustörf og þótti ein- staklega lipur og viðfelldinn af- greiðslumaður. Oft vann Ásgeir með föður sínum við steinhöggvarastarf- ið þegar þannig stóð á. Síðar lærði hann loftskeytafræði og sigldi um tíma sem loftskeytamaður. Með því síðasta sem hann vann við var vagn- stjórastarf hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Um þann tíma var Ásgeir einnig að koma sér upp hús- næði fyrir sig og fjölskyldu sína. Um sama leyti fór sjúkleiki hans að gera vart við sig, sem ekki varð komist yfir og fylgdi honum til dán- ardægurs. Það olli því að ekki varð hjá því komist að þau hjónin slitu samvist- um og börnin misstu um leið alla föðurlega umhyggju. Margrét eig- inkona Ásgeirs vann þá heimilinu tekna svo sem henni var frekast unnt þar til elstu börnin fóru að vinna sjálf og festa ráð sitt. Ásgeir var jafn hugljúfur sem unglingur og þroskaður maður. Hann tók jafnan aðfinnslum með svo mikiili geðspekt að sá, sem að þeim stóð hjaðnaði og upp hófust vinsamleg samskipti. Ekki þurfti ábendingar að jafnaði nema einu sinni um sama efni því Ásgeir, Halli eins og við kölluðum hann að jafn- aði var sérstaklega námfús ungling- ur og átti mjög gott með að læra meðan heilsa hans leyfði. Á þeim tíma, sem hann ólst upp var ekki svo auðvelt að komast til náms eins og síðar varð. Hann varð því eins og svo margir aðrir góðir námsmenn þá, að láta sér nægja gagnfræðapróf og þótti gott. Að vísu varð Halla það nokkur hindrun til framhaldsnáms að hann var einstakt lipurmenni við þau störf sem hann fékkst við og var því mjög eftirsóttur við þau. Sumum er gefin sú hamingja að fá að vera með sínum nánustu heil- brigður langa ævi, en hennar fór Halli á mis. Samt bar hann hlut- skipti sitt og sjúkdóm sem hetja og kvartaði ekki yfir honum. Þegar minnst er fyrri tíma og allt lék í lyndi, komu skyldir og tengdir oft saman á Bergþórugötu 17, en þar bjuggu foreldrar okkar í lítilli íbúð í litlu húsi, sem nú er horfið. Þar bjó einnig systir okkar með manni sínum Sigurði Guð- mundssyni og börnum í svipaðri íbúð, sem síðar var stækkuð. Þar var ekki mikið svigrúm, en þau eru mörg danssporin sem þar voru stig- in þegar Halli var mættur, enda var hann mjög lipur dansherra. Þar var sungið, spilað og teflt. Alltaf var Halli þar velkominn og góður gestur þegar hann gat komið og eins síðar með eiginkonu sinni eftir að þau kynntust. Þar var glaðværð og góð- ur andi, málefni dagsins rædd á meðan drukkinn var góður kaffisopi. Halli stundaði mikið útivist um tíma. Þær voru margar ferðirnar, sem hann fór með kunningjum sín- um til Þingvalla og víðar á reiðhjól- um í útilegur. Þá voni bæði vegir og farartæki frumstæðari en nú er og því ólíkt erfíðara um öll vik. Þetta skapaði samt dugandi drengj- um ekki minni gleði en ferðalög í dag við fullkomnari aðstæður. Minningin um góðan dreng og glaðværan, sem háði harða lífsbar- áttu við þrálátan heilsubrest án þess að mögla er okkur hvatning til dáða og drengskapar við hvers konar lífs- kjör. Ásgeirs Haraldar minnumst við vinir og vandamenn með virðingu og biðjum honum og vandamönnum hans Guðs blessunar. Friðgeir Grímsson. Elsku pabbi, nú er þrautagöngu þinni í líkamanum lokið. Verkefnið sem sál þín valdi sér í þessari jarð- vist var hvorki lítið né léttvægt. Prófin þín og okkar hinna sem næst þér stóðu á hveijum tíma voru mörg. Við skiljum ekki alltaf tilganginn á meðan við göngum í gegnum erfiðu kaflana, en þegar þú yfirgafst lík- ama þinn fyrir fullt og allt, þá opn- aðist skilningur okkar á hlutverki þínu í þessari jarðvist. Við þökkum þér, elsku pabbi, fyrir lífið okkar SVERRIR KARL STEFÁNSSON + Sverrir Karl Stefánsson fæddist á ísafirði 16. sept- ember 1975. Hann lést á heim- ili sínu á ísafirði 13. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá ísafjarðarkirkju 18. október. Það er erfitt að hugsa til þess, elsku Sverrir Karl, að þú sért ekki lengur hér hjá okkur. Okkur grun- aði ekki að veikindi þín væru svo alvarleg. Þú varst alltaf svo hress og mikið fjör í kringum þig. Þú áttir stóran og tryggan vinahóp og það er gott að hugsa til þess að þú varst ekki bara bróðir, heldur líka vinur. Er við lítum um öxl til ljúfustu daga liðinnar ævi, þá voru það stundir í vinahópi sem veittu okkur mesta gleði. (Nico) Þó að þú hafir aðeins náð 21 árs aldri þá skildir þú svo mikið eftir, sem er svo stór hluti af þér, ljóð, teikningar, málverk, ljósmyndir og ótal skartgripi. Þessir hlutir og þær góðu stundir er áttum við saman munu alltaf minna okkur á þig. Við söknum þín sárt, elsku Lelli. Guð veri með þér. Elsku mamma og pabbi. Guð gefi okkur styrk til að takast á við sorgina. Harpa, Selma, Helgi Dan og Jón. sem þú og mamma gáfuð okkur. Þér fannst þú aldrei geta gert neitt fyrir okkur, af því að þú værir áhorf- andi að lífínu, en reynsluna gafstu okkur og hún hefur meðal annars gert okkur að þeim persónum sem við erum í dag. Líf þitt skipti sannar- lega máli og einnig endurfæðing þín úr efninu í andann. Þegar þú birtist okkur nokkrum dögum eftir líkams- dauðann þá snerti það okkur mjög djúpt. Að finna gleði þína, frelsi og eftirvæntingu kom yndislega á óvænt. Með nálægð þinni eftir lík- amsdauðann hefur trúin í kærleik- anum dýpkað. Já, hver sál stefnir hvert jarðlíf að marki sínu. Lífið á jörðinni er skólinn og brautimar sem við veljum em ólíkar. Við biðjum þig að opna sál þína og taka á móti allri þeirri hjálp sem þér býðst í nýjum heimi andans. Haltu göngu þinni ótrauður áfram með yndisleg- um léttleika, þeim sem þú varst svo ríkur af áður en þú veiktist. Megi orka gleðinnar, frelsisins og kær- leikans gefa þér byr undir báða vængi á þeirri þroskabraut sem sál þín gengur nú. Við verðum í sam- bandi. Sæll að sinni. Dæturnar Pálína og Bryndís. Farinn er vinur til fjarlægra stranda fijáls er þinn hugur frá böli og neyð farinn í skjóli Guðs heilögu handa í himneska gleði á kærleikans leið. Fijáls er nú andinn fegurðar nýtur fógnuður ríkir í örþreyttri sál himnanna eilífa ljósið hann lítur líknandi kærleikans unaðar bál. Striði er lokið á stórgrýttum vegi stendur þú alheill á friðarins grund I ástvina fagnað - Drottins á degi sem dásemdarhátíð á æskunnar stund. Nú ert þú laus allra mannlegra meina mikil er náðin á guðsdýrðar storð fagnaðarboðskapinn færð þú að reyna fyrirheit Drottins og Frelsarans orð. Sigurður Guðmundsson. féiirvlnir Alltaf tilbúnir í fjörið! Vitundarvígsla manns og sólar Dulfræði fyrir þá sem leita. Fæst í versl. BETRA LÍF í Kringlunni 4-6 Námskeið og leshringar. 'Ækó Ahuramenn um Þróunarheimspeki Pósthólf4124 124 Rcykjavík Fax 587 9777 Sími 557 9763 Tannyerndarráð ráðleggur foreldrum að gefa börnum sínum jóladagatöl án sælgætis Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 Innlausnardagur 15. nóvember 1996. 1. flokkur 1989: Nafnverð: Innlausnarverð: 500.000 kr. 967.681 kr. 50.000 kr. 96.768 kr. 5.000 kr. 9.677 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarverð: 500.000 kr. 854.343 kr. 50.000 kr. 85.434 kr. 5.000 kr. 8.543 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.701.450 kr. 100.000 kr. 170.145 kr. 10.000 kr. 17.015 kr. | 2.flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð: 1 1.000.000 kr. 1.581.539 kr. 100.000 kr. 158.154 kr. 10.000 kr. 15.815 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.979.363 kr. 1.000.000 kr. 1.395.873 kr. 100.000 kr. 139.587 kr. 10.000 kr. 13.959 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.438.961 kr. 1.000.000 kr. 1.287.792 kr. 100.000 kr. 128.779 kr. 10.000 kr. 12.878 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.912.012 kr. 1.000.000 kr. 1.182.402 kr. 100.000 kr. 118.240 kr. 10.000 kr. 11.824 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.803.935 kr. 1.000.000 kr. 1.160.787 kr. 100.000 kr. 116.079 kr. 10.000 kr. 11.608 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. cSn HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.