Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 27 ___________LISTIR_________ Þrjár sýningar í Lista- safni Kópavogs Listasafn Kópavogs ÞRJÁR sýningar verða opnaðar i Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, á morgun, laugardag. Þetta eru sýningar breska listamannsins Alistair Maclntyre, af- mælissýning_ Ljósmynd- arafélags íslands og skúlptúrsýning Guð- bjargar Pálsdóttur. Sýning Alistair Mac- Intyre ber heitið „Til jarðar" og urðu verkin á sýningunni til þegar hann dvaldi á íslandi um þriggja mánaða skeið, veturinn 1995, í boði Listasafns Reykjavíkur - Kjarvallsstaða. í kynn- ingu segir m.a.: „Dagleg kynni af náttúrunni höfðu bein áhrif á sköpun verkanna. Með því að þekja ísinn og snjóinn með fíngerðum jarðvegsefn- um og láta hann bráðna á pappír myndaðist ákveðið landform eða landakort. Föst efni fletjast út á yfír- borðið en efni sem falla út við bráðn- unina verða eftir sem jarðvegsleifar eða steingervingar og endurspegla greinilega ísiklætt landið sem í senn gefur frá sér allt efni og sýnir.“ Að lýsa flöt í Austursal Listasafns Kópavogs verður afmælissýning Ljósmyndara- félags íslands. Sýningin er tvíþætt. Annars vegar eru á henni myndir eftir ljósmyndara sem störfuðu á fyrstu árum og áratugum félagsins og hins vegar verk eftir starfandi ljósmyndara sem valin voru sérstak- lega á sýninguna af dóm- nefnd. í tengslum við sýning- una verður efnt til mál- þings sem ber yfirskrift- ina: Hafa íslensk söfn stefnu varðandi ljósmynd- ir? Þingið, sem verður miðvikudaginn 27. nóv- ember kl. 20, er öllum opið. Skúlptúr úr krossvið og járni Guðbjörg Pálsdóttir opnar sýningu á sjö skúlptúrverkum og birki- krossvið og jámi á neðri hæð safns- ins. Form verkanna á sýningunni eru ávöl, en krossviðinn kýs listakonan vegna fínleikans sem hann býr yfír og leitast síðan við að laga hand- bragð sitt að efniskennd hans. Þetta er önnur einkasýning Guð- bjargar sem útskrifaðist úr skúlpt- úrdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1990. Hátíðartónleikar í Dómkirkjunni í TILEFNI af 200 ára afmæli Dóm- kirkjunnar heldur Dómkórinn sér- staka hátíðartónleika laugardaginn 16. nóvember kl. 17. Á efnisskrá verður innlend og erlend kórtónlist. Flutt verður kant- atan „Leyfíð börnunum að koma til mín“ eftir Jón Ásgeirsson, sem sam- in er fyrir blandaðan kór, bariton- solo og barnakór. Einsöngvari er Loftur Erlingsson en auk Dómkórs- ins syngur bamakór Vesturbæjar- skóla undir stjórn Kristínar Vals- dóttur. Undirleikari á orgel er Pa- vel Manásek. Einnig syngur Dómkórinn „Alda- söng“ eftir Jón Nordal og kórverk frá 16. öld eftir J. Handel. Loka- verkið á tónleikunum er „The wall is down“ eftir norska tónskáldið Nystedt sem er íslendingum af góðu kunnur. Verkið samdi Nysted er 50 ár voru liðin frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar. Einsöngvari er Marta Guðrún Halldórsdóttir sópransöngkona en stjómandi Dómkórsins er Marteinn H. Frið- riksson. Aðgangur að tónleikunum er 800 kr. og verður seldur við innganginn. HÁTÍÐARTÓNLEIKAR verða í Dómkirkjunni á laugardag. ENDIR, upphaf eftir Gunnar Örn. Ólía á striga. • • Gunnar Orn í Norræna húsinu GUNNAR Öm opnar sýningu í Norræna húsinu á laugardag kl. 14. Gunnar hélt sína fyrstu einka- sýningu 1970 og hefur síðan hald- ið 33 einkasýningar. Þar af 28 á íslandi, tvær í Kaupmannahöfn og tvær í New York. Hann var full- trúi íslands á tvíæringnum í Fen- eyjum 1988. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-19 og lýkur 1. desember. <*JÓ*'-*FIÍSAR L ií=I i V: ll! m :: Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 ut i zyju Ef&rt Fiús á ísíandi er Setur tiípessfaCCið að sfapa mdrúmsCoft friðar op fiátíðkifa en ‘Vioajjarstofa. SigCing með íMaríusúð út í ‘Viðey tefur aðeins 5 mín. Verð: 2.980 fr. gíýlegar móttöfur á Cn/yyjunm! VIÐEYJARSTOFA Upplýsingar og borðapantanir hjá Hótel Óðinsvéum í síma 552 8470 og 552 5090 HLJÚMTÆK JA gkápar [ 13.900 /Q standar -| 9.900 /Q
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.