Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Að lesa meira og meira, ! meira í dag en í gær ÞAÐ ER sérlega ánægjulegt að fylgjast með því þessa dagana hve stór hópur grunn- skólanemenda á öllum Norðurlöndum sökkvir sér niður í lestur nor- rænna bókmennta. Astæðan er Stóra nor- ræna lestrarkeppnin, Mímir, en hún hófst í fiyijun nóvember og stendur út mánuðinn. Fyrstu tvær vikumar fara fyrst og fremst í lestur en seinni hluti mánaðarins í úrvinnslu og túlkun á lestrarefn- inu. Oft hefur verið deilt á að keppni í lestri nái eingöngu til þeirra sem fljótir séu að lesa og hinir seinfærari sitji eftir með sárt ennið. í þessari keppni, sem er bekkjarkeppni, er skráður ijöldi bókartitla og lesinna blaðsíðna en bekkurinn skilar síðan veggspjaldi þar sem fram kemur skapandi túlkun og viðbrögð nemenda við efni bók- anna. Sköpunargleðinni eru engin takmörk sett. Túlkunin getur komið Tram í ljóðum, samtölum, spakmæl- um, myndverkum eða hveiju því sem bekkurinn kemur sér saman um. Upplifun og sköpunargleði á að vera í fyrirrúmi og til verðlauna velur skólinn veggspjald úr hveijum ald- ursflokki. Hver skóli getur síðan haldið sína skólakeppni, veitt verð- laun eða valið sína lestrarhesta. Allir skólar sem taka þátt í keppninni fá viðurkenningarskjal og úrslit í land- skeppninni verða birt í janúar. Vegg- spjöld þeirra sem sigra í landskeppn- unni fara í úrslitakeppni á milli Norð- urlanda og eru vegleg verðlaun í boði. Lestrarkeppnin Mímir er haldin að frumkvæði íslendinga en er eins og fyrr segir samnorræn undir merkjum Norrænu ráðherranefndar- innar. Nafnið Mímir er sótt í norrænu goða- fræðina en hlutverk Mímis er að gæta viskubrunnsins. Viskan er ekki auðfengin og Óðinn varð að fóma öðru auga sínu til að fá að njóta visku- brunnsins. Óðni fannst þessi skipti réttmæt og síðan hefur hann sótt visku í kristaltært vatn brunnsins. Vængjaði hesturinn Pegasus er táknrænn fyrir inn- blástur og fegurð hins ritaða orðs. Mímir, auga Óðins og Pegasus eru tákn norrænu lestr- arkeppninnar og eru einkennandi fyrir allt efni sem gefið er út í tengsl- um við keppnina. Markmiðið með keppninni er að efla almennan lestraráhuga nemenda og vekja athygli þeirra á því mikla úrvali sem til er af Norðurlandabók- menntum. Einnig er hér tækifæri til að efla og styrkja samkennd bama- og unglinga á Norðurlöndum. Allir sem láta sig varða uppeldi og mennt- un ungmenna vita að lestur bók- mennta í bundnu og óbundnu máli og umfjöllun um þær er veigamikill þáttur móðurmálsnámsins. í lífi nú- tímabama má e.t.v. segja að bók- menntir séu eitt af því fáa sem virkj- ar sköpunargáfu þeirra í raun og veru. Lesendur neyðast til að vinna sjálfir við lesturinn og þar fær ímynd- unaraflið að njóta sín. Á bókasöfnum landsins er mikið að gera þessa dagana og óhætt að segja að norrænn andi svífi þar yfir vötnum. Skólabókasöfnin anna vart auknum útlánum og margar bóka- búðir hafa bmgðist vel við aukinni eftirspum. Þann 16. nóvember er Dagur ís- Halda mætti bókadaga, segir Ingibjörg Einarsdóttir, til að auka virðingu og veg- semd bókarinnar. lenskrar tungu. Menntamálaráð- herra ákvað á síðastliðnu ári að fæð- ingardagur Jónasar Hallgrímssonar skyldi um ókomin ár bera það sæmd- arheiti og er það vel. Að þessu sinni ber þann dag upp á laugardag svo erfitt verður að minnast dagsins sameiginlega í skólum landsins. Margir grunnskólar hafa þó ákveðið að tengja daginn lestrarkeppninni og ýmsir framhaldsskólar flytja dagskrá sem tengist deginum. I framhaldi af umræðu minni um mikilvægi bóka og lesturs fyrir ung- menni í þessu landi tel ég að styðja þurfi betur við alla hina daga ís-. lenskrar tungu en gert er. Það má að sjálfsögðu gera með ýmsu móti en mín tillaga til yfirmanna mennta- og fjármála er sú að minnast nú Jónasar myndarlega og létta virðis- aukaskatti af bókum. Það er alveg ljóst að bókin þarf stöðugt að vera sýnileg og aðgengileg, vönduð og samkeppnishæf við aðra miðla. Þjóð- in gerir átak í hinu og þessu og við markaðssetjum næstum hvað sem er. Það væri því vel við hæfi að gera bókarátak. Halda mætti bókadaga til að auka virðingu og vegsemd bókarinnar og létta af henni þeirri ánauð sem lögð var á hana í formi virðisaukaskatts. Margmiðlun nútím- ans og aukin tækni framtíðarinnar gagnast okkur lítið ef við vanrækjum grunninn sem er það að vera læs. Höfundur er formaður Samtaka móðurmálskennara. Ingibjörg Einarsdóttir Málræktarþing Dagur íslenskrar tungu Hver er staða ís- lenskrar tungu núna við -íaldarlok? Á hvaða svið- um þarf helst að efla hana? Hvaða ytri öfl hafa mest áhrif á ís- lenskt mál? Okkar fá- menna málsamfélag verður að leita eins og kostur er að svörum við þessum spumingum og ótalmörgum öðrum um sama efni. Líku máli gegnir um fjölmargar þjóðir um allan heim þar sem mál stórra og valda- mikilla þjóða getur haft sterk áhrif á tungur smærri málsam- félaga og jafnvel ógnað tilvist þeirra. Ríkisstjómin samþykkti fyrir tæpu iári, að tillögu Bjöms Bjamasonar menntamálaráðherra, að 16. nóvem- ber ár hvert, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskr- ar tungu og helgaður rækt við hana. Markmiðið er að beina athygli þjóð- arinnar þennan dag að stöðu tung- unnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund okkar og alla menningu. Með sér- stökum degi íslenskrar tungu má ýta undir þær umræður, skoðanaskipti og þekkingarleit sem nauðsynleg er til að svara þeim spurningum sem stöðugt brenna á okkur um framtíð móðurmáls okkar. í- íslensk málnefnd hefur ákveðið að efna til málræktarþings á degi íslenskrar tungu nk. laugardag. Þingið ber yfirskriftina „Staða ís- lenskrar tungu“. Þar verður m.a. rætt um stöðu íslenskunnar gagn- vart enskri tungu og hvað unnt sé að gera til að standa vörð um þjóð- tungu sem fáir tala. Meðal þeirra sem þarna fjalla um stöðu tungunnar verða Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra, Kristján Árnason, for- maður íslenskrar mál- nefndar, Sveinbjörn Bjömsson háskóla- rektor, Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður, Bubbi Morthens, Sig- mundur Ernir Rúnars- son, Árni Ibsen, Kristrún Heimisdóttir, Stefán Jón Hafstein og Örn Kaldalóns. Málræktarþingið verð- ur i Háskólabíói og er öllum opið. Það hefst kl. 11 og stendur til um kl. 13.30. íslensk málstöð Skrifstofa íslenskrar málnefndar nefnist íslensk málstöð og er rekin í samvinnu við Háskóla íslands. Við, sem þar störfum, verðum daglega vör við að íslendingar sýna tungu sinni mikinn áhuga. Allt daglegt starf í íslenskri mál- stöð lýtur að því meginhlutverki ís- lenskrar málnefndar að vinna að efl- ingu íslenskrar tungu og varðveislu hennar í ræðu og riti. I þessu felst m.a. að vera stjómvöldum til ráðu- neytis um íslenskt mál og veita opin- bemm stofnunum og almenningi leiðbeiningar um málfarsleg efni, m.a. með því að aðstoða fólk við að finna eða mynda ný íslensk orð. Is- lensk málstöð svarar fyrirspumum um málnotkun, oftast í síma en einn- ig skriflega. Eftirspurn eftir þessari þjónustu málstöðvarinnar hefur auk- ist jafnt og þétt undanfarin ár. Um þessar mundir lætur nærri að fyrir- spumir séu um 1.700 á ári. Islensk Á málræktarþingi verð- ur m.a. rætt um stöðu íslenskunnar gagnvart enskri tungu, segir Ari Páll Kristinsson, og hvað hægt er að gera til að standa vörð um þjóðtungu sem fáirtala. málstöð birtir nú einnig stuttar ábendingar um málfar á Netinu og í textavarpi Sjónvarpsins. Af öðrum þáttum í þjónustustarfi íslenskrar málstöðvar má nefna yfir- lestur rita, einkum fyrir opinberar stofnanir og ráðuneyti, útgáfu staf- setningarorðabókar og annarra hag- nýtra orðasafna og gerð orðabanka sem verður væntanlega aðgengilegur almenningi á Netinu á næsta ári. Einkum verður í bankanum sérhæfð- ur orðaforði, svokölluð íðorð, en einn- ig safn íslenskrar málstöðvar með nýyrðum úr almennu máli. Þjónusta við þýðendur fer vaxandi í málstöð- inni. Orðanefndir í ýmsum sérgrein- um sækja málfarslega og tæknilega ráðgjöf til málstöðvarinnar og nokkr- ar þeirra hafa fengið þar vinnuað- stöðu fyrir ritstjóra orðasafna sinna og til fundarhalda. Fræðast má nánar um starfsemi íslenskrar málstöðvar og Islenskrar málnefndar á Netinu (http://www.ismal.hi.is). Höfundur er forstöðumaður Islenskrar málstöðvar. Ari Páll Kristinsson Hver dagnr sem rís yfir Island er dagur íslenskrar tungu SÁ svartsýni: Nújá, er nú farið að tileinka móðurmálinu einn dag á ári? Það er kannski gert til að tryggja að þjóðin tali íslenzku a.m.k. þann eina dag, þegar hún verður farin að tala ensku alla aðra daga? Sannarlega lifum við á tímum endurskoðun- ar. Endurskoðun gild- ismatsins virðist óhjá- kvæmileg þegar heim- urinn breytir um svip - múrar hrynja, erfða- íjendur gufa upp og þjóðir renna ýmist sundur eða saman. Spumingar vakna sem áður hefðu þótt jaðra við landráð en eru nú ræddar, jafnvel í alvöru: eigum við að halda áfram að vera þjóð? Svarar það kostnaði? Þurfum við á sérstöku tungumáli að halda? Leiðir það ekki bara til einangrunar, þetta erfiða beygingamál sem við erum að burð- ast með aftan úr fortíð? Fjölnismaðurinn Tómas Sæ- mundsson sagði: „Engin þjóð verður fyrr til en hún talar mál út af fyrir sig og deyi málin deyja líka þjóðimar eða verða að annarri þjóð.“ Rúmum hundrað árum síðar spyr kannski einhver landi hans: „Gerir það nokk- uð til? Þurfum við endilega að vera þjóð á tölvuöld, á tímum samevr- ópsks vinnumarkaðar?" Lengi höfum við stært okkur af að vera „ein þjóð í einu landi“ þar sem allir eiga sama móðurmál. Þetta stenst ekki lengur. Á undanförnum árum hefur sest að hér á landi fólk af ýmsum þjóðemum, og þeim fer stöðugt fjölgandi sem eiga sér aðra tungu en íslensku að móðurmáli. Af þessu verður þjóðlífið litríkara og fjölbreyttara og eflaust fer þess brátt að sjá stað í menningu okkar og list- um - sú hefur a.m.k orðið raunin í löndum þar sem innflytjendur eiga lengri sögu en hér og nægir að minna á enskar bókmenntir undanfarinna ára. Þurfum við að endurskoða þjóð- arhugtakið? Hvað er það sem gerir okkur að þjóð? Móðurmálið? Sagan, arfleifðin, minningamar? Eða eitt- hvað annað? Getur verið að við séum bara fólk sem gráglettin örlögin hafa að gamni sínu dreift um þetta kalda og stór- hættulega útsker? í þeim tilgangi kannski að við yrðum rík og hamingjusöm á því að eyða lífríki sjávar í kringum okkur? Er það landið sem sameinar okkur, þetta ægifagra land uggvæn- legra náttúruhamfara, erum við haldin undarleg- um kvalalosta sem brýst út í þjóðerniskennd og samstöðu „þeg- ar hin rámu regindjúp/ ræskja sig upp um Laka“? Er það kannski handboltinn? Eða Eurovision? Ég veit ekki hvað það er, en eftir miklar og tímafrekar vangaveltur er ég farin að hallast að því að eitthvað geri okkur að þjóð, og jafnframt að það skipti ekki mestu máli hvað þetta „eitthvað" er, enda séu skoðanir um það eflaust skiptar. Við erum þjóð - og það sem meira er: ég held við ættum að halda áfram að vera þjóð. Blönduð þjóð, en samhent í þeirri viðleitni að aðlagast þessu landi og lifa hér eins farsælu menningarlífi og kostur er, rækta garðinn okkar. Grasið kann að vera grænna annars staðar, en þetta er okkar gras, svo að ég snúi lauflétt út úr fyrir kú- bönsku frelsishetjunni José Martí sem sagði um vínið í Suður-Ameríku: það kann að vera súrt, en það er okkar vín/ Þetta er ekki þjóðremba, þetta er heilbrigt þjóðarstolt sem þarf að vera partur af sjálfsmynd okkar. Ég er líka sammála Tómasi Sæmundssyni um að þjóð þurfi að tala mál „út af fyrir sig“. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að barnabörnin mín eða þeirra börn verði látin lesa Sölku Völku eða Laxdælu í enskri þýð- ingu - ef þau yrðu þá svo heppin að einhver nennti að kynna þau fyrir þjóðararfinum. Ég vil að við varðveitum tunguna. Þess vegna held ég að það sé af hinu góða að halda upp á afmæli Jónasar Hall- grímssonar með Degi íslenskrar tungu. Ennþá betra væri þó ef ráðamenn vorir legðust undir feld að gömlum sið til að íhuga hvernig best yrði staðið að varðveislu íslenskrar tungu og risu upp galvaskir að morgni, staðráðnir í að efla það sem efla þarf ef við ætlum að halda áfram að kalla okkur þjóð. Og hvað skyldi það nú vera? Vissulega kemur margt til greina og mikil er þörfin sem Eflum íslenska dag- skrárgerð, segir Ingibjörg Haralds- dóttir, listræna og metnaðarfulla. æpir á mann úr öllum menningar- og menntakimum þessa lands. Ættum við að: - Útrýma þágufallssýki meðal fóstra og kennara? - Búa til nýyrði yfir allt sem er hugsað á jörðu? Nei. Hversu þörf og góð sem þessi og fleiri svipuð baráttumál kunna að vera er eitt sem skipta mun sköp- um. Við eigum að: - Efla íslenska ljósvakamiðla, út- varp og sjónvarp allra landsmanna. Snúa af þeirri braut eftiröpunar og innantómrar afþreyingar sem við æðum nú í hugsunarleysi og blindni, og efla þess í stað íslenska dagskrár- gerð, listræna og metnaðarfulla. Ljósvakamiðlarnir, einkum og sér í lagi sjónvarpið, eru miðlar framtíð- arinnar og mikilvægi þeirra fyrir uppeldi og menntun barna okkar og barnabama á nýrri öld verður vart ofmetið. Ef við erum þjóð og viljum halda áfram að vera þjóð verð- um við að viðurkenna þessa staðreynd og grípa þegar í stað til úrræða sem duga. Hættum að láta börnin okkar vaxa úr grasi með þá ranghugmynd að þau séu amerískir unglingar í stórborg. Gerum íslenskt sjónvarpsefni, vand- að og skemmtilegt, að daglegu brauði þjóðarinnar. Leyfum henni að skoða sig i spegli. Það þarf ekki allt- af að vera spéspegill. Það sem okkur vantar kannski fyrst og fremst, Is- lendinga, er raunsæ sjálfsmynd. Þeg- ar við höfum loks áttað okkur al- mennilega á því hver við erum og sætt okkur við það, þegar við vitum hvar við stöndum og þurfum ekki lengur að belgja okkur út af þjóð- rembu eða koðna niður í minnimátt- arkennd, þá er okkur óhætt, og þá er íslenskri tungu óhætt. Þetta er ekki einangrunarstefna, þvert á móti, þetta er leiðin inn í tuttugustu og fyrstu öldina. Minnumst þess, á Degi íslenskrar tungu. Minnumst þess einnig að hver dagur sem rís yfir ísland er dagur íslenskrar tungu. Höfundur er formaður Rithöfundasambands Islands Ingbibjörg Haraldsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.