Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Straumar og flæði ATRIÐI úr Gullna hliðinu hjá Halaleikhópnum, en þau frum- sýna á laugardag. Gullna hliðið MYNPLIST Ilöföaborgin MÁLVERK / TEIKNINGAR Anna Jóa. Opið alla daga frá 14-18. Til 17. nóvember. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ eiga ýmsir listrænir gjöm- ingar sér stað í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, því fyrir utan vinnu- stofur nokkurra listamanna er stundum kallað til hinna aðskiljan- legustu sýningaframkvæmdá ein- hvers staðar í húsbákninu. Vill vefj- ast fyrir mönnum að rata á staðina víðs vegar í byggingunni, en fyrst er þó eðlilega tekin stefna á gímald- ið mikla, sem nú hefur fengið nafn- ið „Hafnarborgin". Áður átti hér að vera eitt glæsilegasta listhús borgarinnar, en eitthvað fór þar úrskeiðis og hefur aðkoman verið hin óhijálegasta um langt skeið og meira en tímabært að marka hús- næðinu lífrænt verkefni til fram- búðar. Aflanga salinn hefur listakonan Anna Jóhannsdóttir að þessu sinni fyllt af ábúðarmiklum flekum og hefur tekið hraustlega til hendinni við málun þeirra. Rifíð og tætt í grunnmálið eins og lengi hefur ver- ið stíll athafna hennar með miðlana handa á milli. Það hafa þannig ekki orðið umtalsverðar breytingar á myndstíl Önnu Jóa, sem er lista- mannsnafn hennar, frá því hún sýndi á Sólon Islandus fyrir liðlega tveim árum nema að hann er enn óhlut- bundnari en áður, þótt myndimar séu bersýni- lega unnar undir sterk- um áhrifum lifana frá náttúrunni. Þá helst háfjallasölum, en lista- konan hefur verið ieið- sögukona franskra ferðamanna í óbyggð- um á sumrin. í millitíð- inni hefur hún svo dval- ið í háborg listarinnar við Signu, þar sem fyrr- um var kafað dýpst í rökfræði myndflatar- ins, og vitsmunalegast unnið með pentskúfínn. Dvölin i París virðist þó einhverra hluta vegna ekki hafa haft tiltakanleg áhrif á myndstíl hennar, sém enn einkennast af óformlegum og hijúf- um leik við blakkari tegundir lita- kerfísins þar sem rétt glittir í bjart- ari liti og ljósflæði hér og þar. Rýnirinn er enn á því, að sterk- asta hlið listkonunnar séu hin fínu og gagnsæu litbrigði sem stundum bregður fyrir í myndheildunum, hver sem litastiginn er. Skilur síður af hveiju listakonan vinnur ekki frekar út frá þeim og af meiri yfirvegun, tilfínningu og lífsblossa. Það er nefnilega eins og henni liggi einhver ósköp á og máli í síbylju yfír fyrri litalög, en án þess að notfæra sér nægilega ljósmögn þeirra og innri kraft. Og þó það kunni að vera í tízku að vinna í óhijálegum litaheild- um er ekki nauðsynlegt að ganga í takt í listinni og gerir hverri metnað- argjamri listaspíru gott að vera hér svolítið sér á báti, einkum á síðustu tímum er hugtakið „enfant terrible" hefur fengið öfuga merkingu. Það býr trúlega mun meira í Önnu Jóhannsdóttur en hér kemur fram og næst ætti hún að búa myndum sínum betra og geðfelld- ara umhverfí, því það þarf yfírburða gott málverk á veggina til að hús- næðinu í núverandi ástandi takist ekki að myrða það. Bragi Ásgeirsson HALALEIKHÓPURINN frum- sýnir Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi laug- ardaginn 16. nóvember kl. 20.30 i leikhúsi hópsins, Halanum, Hátúni 12. Halaleikhópurinn er áhugaleikhópur sem starfar eft- ir kjörorðinu „leiklist fyrir alla“ og er þetta fjórða starfsár leik- hópsins. 25 manns standa að sýning- uni, fatlaðir og ófatlaðir, fólk á ölllum aldri undir leikstjórn Eddu V. Guðmundsdóttur leik- ara. Þetta er i þriðja sinn sem Edda stýrir hópnum. Gullna hliðið kom fyrst út á „Samvinna í listhúsi Ófeigs ÁSDÍS Birgisdóttir textílhönnuður og Ófeigur Björnsson gullsmiður opna sýninguna „Samvinna" í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 laugardaginn 16. nóvember kl. 15. Þar tefia þau saman klæðum úr íslenskri ull og skartgripum. Grunninn að verkunum er að fínna í fornri norrænni klæða- og skart- gripahefð. Þar sem skart og flík voru eitt, skartið þjónaði ekki að- eins sem skraut og stöðutákn held- ur jafnframt sem festingar og var þar með hluti af stærri heild. prenti snemma hausts árið 1941 og var frumsýnt sama ár í Iðnó á annan í jólum. Sýningar Leikfélags Reykjavíkur urðu alls 66 og þótti slík aðsókn tíð- indum sæta á þeim tíma. Hefur leikritið síðan margoft verið sett upp hérlendis og erlendis og oft og tiðum fengið frábæra aðsókn. Halaleikhópurinn var stofnaður árið 1992 og hefur starfað óslitið síðan. Settar hafa verið upp sýningar á hverju ári og stundum fleiri en ein og hafa þær jafnan vakið athygli og oft- ar en ekki hlotið góðar viðtökur. 66 Ullin er lituð með íslenskum jurtum og skartið oxað eftir því sem á við. Sýningin í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 er opin kl. 10-18 virka daga og kl. 11-16 laugar- dagá. Henni lýkur 4. desember. Myndlist og hekluð vegg- teppi MYNDLISTAR- og handverkssýn- ingu á verkum Kristínar Bryndísar Björnsdóttur í Risinu, austursal Hverfísgötu 105 í Reykjavík lýkur 17. nóvember.. Til sýnis eru hekluð veggteppi, málverk, vatnslitamyndir, klippi- myndir og fleira. Prelúdíur á Akranesi ÖRN Magnússon píanóleikari leikur í safnaðarheimilinu Vina- minni á Akranesi, sunnudaginn 17. nóvember kl. 20.30. Á efnisskrá verða prelúdíur eftir tvö tónskáld, seinni prelúd- íu-bók Claude Debussy sem hef- ur að geyma 12 tónverk og 5 prelúdíur Hjálmars H. Ragnars- sonar. Verk Debussy var samið á árunum frá 1910 til 1913 en Hjálmar lauk prelúdíum sínum árið 1984. Báðir sækja höfund- arnir hluta efniviðarins í dægur- tónlist samtíðar sinnar. Örn Magnússon hefur verið starfandi píanóleikari síðan hann lauk námi fyrir 10 árum. Hann hefur leikið á fjölda tónleika og inn á geislaplötur, bæði sem ein- leikari og í kammertónlist. Hann hefur komið fram á tónlistarhá- tíðum í Bretlandi, Ungveijalandi, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Japan auk íslands. Örn leikur þessa sömu efn- isskrá á tónleikum í Listasafni íslands þann 24. nóvember nk. „Samstæðar andstæður“ í Skotinu DÓSLA (Hjördís Bergsdóttir) opnar myndlistarsýningu í Skot- inu, Listmunagalleríinu Skruggusteini, Hamraborg 20a í Kópavogi, laugardaginn 16. nóv- ember kl. 15. Þetta er áttunda einkasýning Dóslu en hún hefur að auki tekið þátt í mörgum sam- sýningum. „Sýningin nú ber heitið „Sam- stæðar andstæður“ og gefur þar að líta smámyndir þar sem teírist er á við glímu birtu og skugga, hlýju og kulda og mýktar og hörku og er sú glíma háð af gá- skafullri alvöru“, segir í kynn- ingu. Myndirnar eru unnar með bleki og vatnslitum. Sýningin stendur til 1. desem- ber og er opin daglega frá kl. 12-18, laugardaga frá kl. 11-16 og sunnudaga frá kl. 13-18. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. ÚR myndröðinni „Útrás“, kol og krít á pappír. Hugflæði og málverk MYNPIST Nýlistasafnið TEIKNINGAR, TEXTAR, LJÓSMYNDIR, ÞRÍVÍDD- ARVERK Steingrímur Eyfjörð. Opið alla daga frá 14-18 til 17 nóvember. Aðgangur ókeypis. SÝNINGARGESTURINN er staddur mitt í umfangsmikilli hug- myndafræði um leið og hann kemur inn úr dyrum Nýló þessa dagana. Um alla veggi forsalar blasa við hinir aðskiljanlegustu textar og krot ásamt vinnubókum á borðum. Hafa nemendur á 1. ári í fjöltæknideild veg og vanda af uppsetningunni, en listamaðurinn sjálfur haft umsjón með framgangi hennar. Er hér um að ræða framlög 50 listamanna í hugmyndavinnu auk þess sem fískað er í ýmsa texta að mér skilst, m.a. eftir Erró í þýðingu Sigurðar Páls- sonar, og skal hér gripið í nokkrar málsgreinar: „Játningar listmálara veita alls ekki neinar viðbótar upp- lýsingar, þær eru næstum algjörlega byggðar á lygum og eru ekki annað en eitt tækifæri til þess að sýna hæversku á mjög áberandi hátt, bæta smáatriði við sviðsetninguna eða draga athygli frá einhveijum vel földum göllum ... Maður kemst að því með því að mála, að málara- listin er stundum leiðinleg, óþolandi og þreytandi ... Málaralistin er í því fólgin að lifa af þögn og áfall, kom- ast lengra. Eins og rannsakandi án trúarskoðana né hugmyndafræði, eins og vegfarandi, túristi. Listin getur dýpkað sameiginlegt skynjun- arsvið, vitund samfélagsins ... Geri ráð fyrir að svörin séu nokkum veg- inn sönn en ekkert þeirra algjörlega. Né heldur allur sannleikurinn. Svör- in eru mismunandi eftir því hveijum verið er að svara.“ Þetta er gott dæmi um samræðu, sem byggist á orðgnótt, andstæðum þverstæðum og fáránleika, sem hægt er að fara í saumana á, teygja í allar áttir og sumir eru mjög þjálf- aðir í nú um stundir, er jafnvel kennslugrein í listaskólum. Sumt er fullkomlega rétt en þarf nánari útlistunar við og svo er um margt í framlagi hinna 50 listamanna, sem er svo mikið að vöxtum að illkleyft er að gera því skil. Hér er þannig krafist mikils af skoðandanum og reynt á þanþol skilningarvita hans, en það er ómaksins vert að rýna í sitthvað. Ljósmyndir í gryfju eru einnig mjög í samræmi við textana, þar sem hrært er saman hvunndegi og háspeki fortíðar. Þá hafa sjón- þrautir verið iðkaðar um aldaskeið og það er mjög alvarlegt mál hve þetta skilningarvit er vanrækt í skólakerfi nútímans, jafnvel í lista- skólum, því það er mikil „kúnst“ að upplifa umheiminn í kringum sig og skerpa sjónina, svona líkt og að þjálfa tónnæmina eða læra að lesa og kveða að orðunum, loks skynja þau og skilja. Hafi sýningu Stein- gríms Eyfjörðs verið ætlað að vekja spumingar gerir hún það vissulega, en hér skortir áherslur og hnitmiðun í uppsetningu, sem ekki er hægt að ætlast til að byijendur í fjöltæknideild hafi tileinkað sér. KYRRUR Margrét Sveinsdóttir NÚLISTAMÖNNUM sem fást við tvívíðan flöt og liti, sem eru hinir sígildu miðlar málaralistarinn- ar, er gjamt að vilja þrengja sér inn í sjálfan kjarnann. Það er að segja líkama og hold miðlanna, efnið sjálft sem málað er á og litina handa á milli. Þetta gera þeir gjarnan með því að leita hreinleikans í þeim og vinna í einsleitum blæbrigðum um leið og þeir leggja áherslu á áferð efnisins, rífa gjarnan í grunnmálið til áréttingar þannig að áferðin verður hluti heildarinnar. Liturinn sjálfur verður sömuleiðis eitt með áferðinni ásamt hárfínum blæbrigð- um hans, gjaman með einhveijum áherslum, efnum og aðskotahlutum eða ýmsum tegundum bylgjuhreyf- inga. Sjálft rými grunnmálsins er nýtt til hins ítrasta og má þá jafn- vel skilgreina athöfnina sem að fijóvga rýmið, — rýmisfrjóvgun. Þetta var iðkað af ýmsum lista- mönnum á sjötta og sjöunda ára- tugnum og þeir unnu gjaman í eins- leitan svartan flöt eða hvítan, sum- ir jafnvel í bronslitum svo sem Yves Klein og Lucino Fontana. Hinn síð- arnefndi gerði gjarnan göt á flötinn eða skar í hann eftir endilöngu og nefndi „concetto spaziale“ (rýmis- hugmyndir, rýmisuppköst). Það er svo ósköp eðlilegt að málarar leiti aftur og aftur til efnis- ins handa á milli og getur allt eins og öllu frekar verið niðurstaða rann- sókna en bein áhrif. Fyrir unga í dag er miðbik aldarinnar löngu liðin fortíð sem margur gefur lítil gaum. Þetta held ég að sé um þá sem vinna á þennan hátt hér á landi og er Margrét Sveinsdóttir líkast til í þeim hópi. í öllu falli er eitthvað uppruna- legt í málverkum hennar, sem kemst þó naumast til skila á þessum stað, því dúkamir þurfa vinalegri um- hverfí og meiri upphafna mýkt i bakgrunninum. Hins vegar er fram- lag listakonunnar vert allrar athygli og ástæða til að fylgjast vel með henni í framtíðinni. KYNNINGARHORNIÐ Hafdís Helgadóttir Þóra Sigurðardóttir. SETUSTOFA og kynningarhorn- ið em undirlögð ýmsum miðlum dagsins er skara listir og sjón- menntir, sem er framlag tveggja ungra listspíra, þeirra Hafdísar Helgadóttur og Þóm Sigurðardótt- ur. Sýningarskrár/bækur og ýmis dagblöð heimspressunnar liggja frammi og gefst fólki þar m.a. tæki- færi til að rannsaka menningarkálf- ana, en þeir em mjög áhugaverðir um þessar mundir. Myndin og myndlistin skipta afar miklu máli í upplýsingaflóði nútímans og enginn fjölmiðill sem vill láta taka mark á sér vanrækir þau atriði. Þá liggja myndbönd frammi, sem gestir geta valið úr til skoðnunar og jafnvel fengið lánuð heim sem er prýðilegt framtak. Er rétt að hvetja fólk til að staldra þar við og gefa sér góðan tíma, því það verður margs vís- ara ... Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.