Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 23 Reuter Fergie segir „sögu sína“ SARAH Ferguson, hertogaynja af Jórvík, viðurkenndi í gær að hún hefði verið „vitlaus og heimsk" en neitaði að hafa játað á sig framhjáhald og sagði að hún vildi að sin yrði minnst fyrir að hafa verið góð móðir. Hertogaynjan, sem oft er köll- uð „Fergie“ og sést hér í viðtals- þætti Opruh Winfrey í Chicago, skildi við Andrés prins, næstelsta son Elisabetar Bretadrottningar í maí, og hefur hún í þessari viku veitt fjölda viðtala af því tilefni að út er að koma bók eftir hana, sem nefnist „Saga mín“ (My Story). Hún sagði í einu viðtali að botninum hefði verið náð þegar blöð birtu myndir af henni við sundlaug ásamt „fjármálaráð- gjafa“ hennar, John Bryan frá Texas, árið 1992. Viðtöl Fergie hafa verið gagn- rýnd í breskum blöðum og hefur henni verið legið á hálsi fyrir að láta Diane Sawyer, fréttakonu bandarísku sjónvarpsstöðvarinn- ar ABC, leiða sig út í að neita því að fyrrverandi eiginmaður sinn sé samkynhneigður. Fergie sakaði starfsmenn drottningar, „gráu mennina", og bresku leyniþjónustuna um að grafa undan hjónabandi sínu. Meðan á hjónabandinu stóð birtu fjölmiðlar hvern orðróminn á fætur öðrum um framhjáhald hertogaynjunnar, en hún neitaði nú að staðfesta að hún hefði ver- ið manni sínum ótrú. Hún talaði hins vegar opin- skátt um peningaeyðslu sína og skuldir, sem eru meginástæða þess að hún skrifaði bókina. Hún kvaðst ætla að greiða allar skuld- ir og sagði að hún hefði nú náð „fullum tökum á lífi“ sínu. -----♦ ♦ ♦ Samstarf um olíu í Kaspíahafi Moskvu. Reuter. RÚSSAR, íranar og Túrkmenar lýstu á miðvikudag yfir vilja til sam- starfs um olíuvinnslu við strendur Kaspíahafs. Jevgení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, lagði áherslu á að önnur ríki á svæðinu og alþjóða- fyrirtæki gætu auðveldlega tekið þátt í samstarfinu. Hann sagði Rússa reiðubúna að samþykkja að vinnsluréttindi strandríkjanna næðu 72 km á haf út en þeir hafa áður viljað skilgreina Kaspíahaf sem stöðuvatn og sagt að að deila ætti auðlindum þess jafnt milli ríkja er liggja að því. Zaire ofarlega á baugi við upphaf matvælaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Róm Páfi segir hungur smán mannkyns Róm. Reuter. JÓHANNES Páll II. páfi flutti á miðvikudag ávarp við setningu matvælaráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna og skoraði á þjóðir heims að binda enda á hungur, sem hann sagði vera öllu mannkyni smán. Ráðstefnan hófst með því að samþykkt var áætlun um að fækka þeim, sem eru vannærðir, um hélm- ing fyrir árið 2015. Talið er að nú búi 840 milljónir manna við næring- arskort í heiminum. Páfi, sem er andvígur getnaðar- vörnum, sagði blekkingu að telja að hægt yrði að leysa vanda hung- urs með því að stöðva fólksfjölgun eða draga úr henni. Hann hvatti til þess gróði yrði ekki eina forsenda dreifingar á mat og auði og skoraði á efnaðar þjóðir að skera niður framlög til vopnaframleiðslu og losa fátæk ríki við erlendar skuldir. „Mannkyn getur ekki liðið mismun fátæktar og ríkidæmis,“ sagði páfi. Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók í sama streng: „Það er óþolandi að horfa upp á ákveðin ríki sóa eða eyðileggja mat þegar önnur geta ekki uppfyllt frumstæðustu þarfir barna sinna,“ sagði Boutros-Ghali. Páfa mótmælt Páfa var mótmælt á ráðstefnunni í gær þegar Nafis Sadik, stjórnandi Fólksfjöldasjóðs Sameinuðu þjóð- anna, steig í pontu og sagði að matarþörf heimsins í framtíðinni og fólksfjöldi væru nátengdir hlut- ir. Hún sagði að jarðarbúar væru nú 5,9 milljarðar og fjölgaði um 86 milljónir á ári. Sadik andmælti páfa einnig á fólksfjöldaráðstefnunni í Kaíró árið 1994 vegna sama máls. Daglega deyja nú þúsundir manna vegna hungurs í Zaire og var ástandið þar í landi ofarlega á baugi í upphafi ráðstefnu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna þótt ekki sé það opin- berlega á dagskrá hennar. Boutros-Ghali sagði að binda þyrfti enda á hungursneyðina, sem væri notuð eins og stríðsvopn í átök- um ættbálka og þjóðarbrota til að drepa og myrða. Olympus AF-1 Mini___________ ' Alsjálfvirk vasamyndavél - veðurheld. Verð: 9.900 stgr. Olympus AF-3Q____________ ( Alsjálfvirk vasamyndavél. Verð: 6.900 stgr. Hljómtækjasamstæða með þriggja diska geislaspilara og fjarstýringu. Verð: 23.900 stgr. Mitsubishi M-651 GameJBoy (Ferðaleikjatölva. Fæst nú í 4 litum. Verð 7.450 stgr. Game Boy Pocket____________________ (~Nýr, minni og skýrari Game Boy, tekur sömu leiki. Verð 8.750 stgr. Nokia (Fjöldi stærða og gerða af sjónvörpum.; Verð frá: 89.900 stgr. Sex hausa stereo myndbandstæki með ameríska kerfinu. Verö: 59.900 stgr. HIJOMCO Fákafeni 11 - Simi 5S8 8005 W—amm v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.