Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 23
Reuter
Fergie segir
„sögu sína“
SARAH Ferguson, hertogaynja
af Jórvík, viðurkenndi í gær að
hún hefði verið „vitlaus og
heimsk" en neitaði að hafa játað
á sig framhjáhald og sagði að
hún vildi að sin yrði minnst fyrir
að hafa verið góð móðir.
Hertogaynjan, sem oft er köll-
uð „Fergie“ og sést hér í viðtals-
þætti Opruh Winfrey í Chicago,
skildi við Andrés prins, næstelsta
son Elisabetar Bretadrottningar
í maí, og hefur hún í þessari viku
veitt fjölda viðtala af því tilefni
að út er að koma bók eftir hana,
sem nefnist „Saga mín“ (My
Story).
Hún sagði í einu viðtali að
botninum hefði verið náð þegar
blöð birtu myndir af henni við
sundlaug ásamt „fjármálaráð-
gjafa“ hennar, John Bryan frá
Texas, árið 1992.
Viðtöl Fergie hafa verið gagn-
rýnd í breskum blöðum og hefur
henni verið legið á hálsi fyrir að
láta Diane Sawyer, fréttakonu
bandarísku sjónvarpsstöðvarinn-
ar ABC, leiða sig út í að neita
því að fyrrverandi eiginmaður
sinn sé samkynhneigður.
Fergie sakaði starfsmenn
drottningar, „gráu mennina", og
bresku leyniþjónustuna um að
grafa undan hjónabandi sínu.
Meðan á hjónabandinu stóð
birtu fjölmiðlar hvern orðróminn
á fætur öðrum um framhjáhald
hertogaynjunnar, en hún neitaði
nú að staðfesta að hún hefði ver-
ið manni sínum ótrú.
Hún talaði hins vegar opin-
skátt um peningaeyðslu sína og
skuldir, sem eru meginástæða
þess að hún skrifaði bókina. Hún
kvaðst ætla að greiða allar skuld-
ir og sagði að hún hefði nú náð
„fullum tökum á lífi“ sínu.
-----♦ ♦ ♦
Samstarf
um olíu í
Kaspíahafi
Moskvu. Reuter.
RÚSSAR, íranar og Túrkmenar
lýstu á miðvikudag yfir vilja til sam-
starfs um olíuvinnslu við strendur
Kaspíahafs.
Jevgení Prímakov, utanríkisráð-
herra Rússlands, lagði áherslu á að
önnur ríki á svæðinu og alþjóða-
fyrirtæki gætu auðveldlega tekið
þátt í samstarfinu. Hann sagði
Rússa reiðubúna að samþykkja að
vinnsluréttindi strandríkjanna
næðu 72 km á haf út en þeir hafa
áður viljað skilgreina Kaspíahaf
sem stöðuvatn og sagt að að deila
ætti auðlindum þess jafnt milli ríkja
er liggja að því.
Zaire ofarlega á baugi við upphaf matvælaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Róm
Páfi segir hungur
smán mannkyns
Róm. Reuter.
JÓHANNES Páll II. páfi flutti á
miðvikudag ávarp við setningu
matvælaráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna og skoraði á þjóðir heims að
binda enda á hungur, sem hann
sagði vera öllu mannkyni smán.
Ráðstefnan hófst með því að
samþykkt var áætlun um að fækka
þeim, sem eru vannærðir, um hélm-
ing fyrir árið 2015. Talið er að nú
búi 840 milljónir manna við næring-
arskort í heiminum.
Páfi, sem er andvígur getnaðar-
vörnum, sagði blekkingu að telja
að hægt yrði að leysa vanda hung-
urs með því að stöðva fólksfjölgun
eða draga úr henni. Hann hvatti til
þess gróði yrði ekki eina forsenda
dreifingar á mat og auði og skoraði
á efnaðar þjóðir að skera niður
framlög til vopnaframleiðslu og losa
fátæk ríki við erlendar skuldir.
„Mannkyn getur ekki liðið mismun
fátæktar og ríkidæmis,“ sagði páfi.
Boutros Boutros-Ghali, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
tók í sama streng: „Það er óþolandi
að horfa upp á ákveðin ríki sóa eða
eyðileggja mat þegar önnur geta
ekki uppfyllt frumstæðustu þarfir
barna sinna,“ sagði Boutros-Ghali.
Páfa mótmælt
Páfa var mótmælt á ráðstefnunni
í gær þegar Nafis Sadik, stjórnandi
Fólksfjöldasjóðs Sameinuðu þjóð-
anna, steig í pontu og sagði að
matarþörf heimsins í framtíðinni
og fólksfjöldi væru nátengdir hlut-
ir. Hún sagði að jarðarbúar væru
nú 5,9 milljarðar og fjölgaði um 86
milljónir á ári. Sadik andmælti páfa
einnig á fólksfjöldaráðstefnunni í
Kaíró árið 1994 vegna sama máls.
Daglega deyja nú þúsundir
manna vegna hungurs í Zaire og
var ástandið þar í landi ofarlega á
baugi í upphafi ráðstefnu Matvæla-
og landbúnaðarstofnunar Samein-
uðu þjóðanna þótt ekki sé það opin-
berlega á dagskrá hennar.
Boutros-Ghali sagði að binda
þyrfti enda á hungursneyðina, sem
væri notuð eins og stríðsvopn í átök-
um ættbálka og þjóðarbrota til að
drepa og myrða.
Olympus AF-1 Mini___________
' Alsjálfvirk vasamyndavél - veðurheld.
Verð: 9.900 stgr.
Olympus AF-3Q____________
( Alsjálfvirk vasamyndavél.
Verð: 6.900 stgr.
Hljómtækjasamstæða með þriggja diska
geislaspilara og fjarstýringu.
Verð: 23.900 stgr.
Mitsubishi M-651
GameJBoy
(Ferðaleikjatölva. Fæst nú í 4 litum.
Verð 7.450 stgr.
Game Boy Pocket____________________
(~Nýr, minni og skýrari Game Boy, tekur sömu leiki.
Verð 8.750 stgr.
Nokia
(Fjöldi stærða og gerða af sjónvörpum.;
Verð frá: 89.900 stgr.
Sex hausa stereo myndbandstæki með
ameríska kerfinu.
Verö: 59.900 stgr.
HIJOMCO
Fákafeni 11 - Simi 5S8 8005 W—amm
v