Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 35 Ríkið o g opinberir starfsmenn ná samkomulagi um breytingar á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra og Ögmundur Jónasson formaður BSRB á blaðamannafundi í gær ásamt Mörtu Hjálmarsdóttur formanni BHM, Eiríki Jónssyni formanni Kennarasambands Islands og Ástu Möller formanni Félags ísienskra hjúkrunarfræðinga. Lokað fyrir nýju starfsfólki Samkomulag hefur náðst um að breyta lífeyr- issjóðakerfí starfsmanna ríkisins. Gamla kerf- ið verður lokað fyrir nýjum starfsmönnum, en ný deild verður stofnað fyrir þá innan Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Þetta mun ekki rýra kjör starfsmanna, Egill Ólafsson skoðaði nvju tillögumar. FJARMALARAÐHERRA og forystumenn samtaka op- inberra starfsmanna undirrituðu í gær sameig- inlega yfirlýsingu um breytingar á lífeyrismálum starfsmanna ríkisins. Samkomulagið gerir ráð fyrir að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna verði lokað fyrir nýjum félögum og búið verði til nýtt lífeyriskerfi. Gert er ráð fyrir að nýja kerfið standi undir sér og launþegar greiði ið- gjöld af heildarlaunum og iðgjald ríkisins hækki í 11,5%. Það verða að teljast stórpólitísk tíðindi að samkomulag skuli hafa tekist um að gera breytingar á Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins. Þrátt fyrir að í mörg ár hafi legið fyrir að mikið vantaði á að sjóðurinn ætti fyrir skuldbindingum sínum hefur engin samstaða náðst um breytingar á sjóðnum. Samkvæmt ársreikningi Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins fyrir árið 1995 voru skuldbindingar hans alls metnar á 123 milljarða króna, ef miðað er við 2% ávöxtun, en 102 miiljarðar ef miðað er við 3% ávöxtun. í efna- hagsreikningi sjóðsins kemur hins vegar fram að bókfærðar eignir voru á sama tíma 22,2 milljarðar, en samkvæmt endurmati voru eign- irnar 24,7 milljarðar króna. U.þ.b. 9 milljarða vantar í Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna svo hann eigi fyrir skuldbindingum sínum. Til saman- burðar má geta þess að gert er ráð fyrir að heildartekjur rikissjóðs á þessu ári verði 126 milljarðar. í vor lagði fjármálaráðherra fram á Alþingi drög að frumvarpi um breytingar á Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins, en hörð andstaða var við frumvarpið af hálfu samtaka opinberra starfsmanna. Samkomu- lag varð hins vegar um að skoða málið betur í sumar og haust. Sú vinna hefur gengið betur en margir áttu von á og nú er útlit fyrir að lögunum verði breytt fyrir áramót og þau taki gildi 1. janúar nk. Valið á milli tveggja kosta Lífeyrissjóðanefndin stóð frammi fyrir tveimur leiðum til að leysa vanda LSR, annars vegar að breyta sjóðnupi og hins vegar að loka hon- um og búa til nýtt kerfi. Frumvarps- drögin sem unnin voru í fyrravetur byggðu á fyrrnefndu leiðinni. Þegar nefndin tók til starfa í sumar náðist fljótlega samkomulag um að fara síðari leiðina og jafnframt að byggja alla vinnuna á þeirri forsendu að um réttindi starfsmanna í nýja kerf- inu yrðu jafn verðmæt réttindum í gamla kerfinu. Niðurstaða nefndar- innar varð jafnframt sú að gera nokkrar minniháttar breytingar á reglum sjóðsins með það að markm- iði að styrkja fjárhag hans. Það frumvarp sem nú liggur fyrir gerir ráð fyrir að LSR verði skipt í tvær fjárhagslega sjálfstæðar deildir, sem kallaðar verða A-deild og B- deild. Nýir sjóðsfélagar og þeir sem kjósa að færa sig úr eldra kerfi í nýtt, greiða til A-deildar sjóðsins. Þeir sem aðild eiga að sjóðnum við gildistöku laganna verða hins vegar í B-deild sjóðsins, svo fremi þeir kjósi ekki að færa sig yfir í A-deild. Réttindareglur í B-deildinni verða að meginstofni til óbreyttar frá gild- andi lögum um LSR. Nokkrar breyt- ingar verða þó gerðar og eiga þær það flestar sammerkt, að vera falln- ar til að taka á ýmsum erfiðleikum við framkvæmd og túlkun núgild- andi laga. Helsta breytingin lýtur að svokallaðri eftirmannsreglu, en hún hefur þótt erfið í framkvæmd. Reglan gerir ráð fyrir að ellilífeyri starfsmanns miðist við laun eftirmanns í starfi. Margvíslegar breytingar hafa orðið á starfsemi. ríkisins í gegnum árin og oft er ekki ljóst við hvað á að miða. Lagt er til að lífeyrir verði eftir- leiðis miðaður við meðalbreytingar, sem verða á föstum launum opin- berra starfsmanna fyrir dagvinnu. Lífeyrisréttur við upphaf lífeyris- töku verður eftir sem áður reiknað- ur eftir launum við starfslok. Á þennan hátt verður þessi breytta regla jafn verðmæt fyrir sjóðsfélaga sem heild. Núverandi sjóðsfélögum verður þó gefinn kostur á að velja óbreytta eftir- mannsreglu. Staða B-deildar verði styrkt Samhliða þessum breytingum er lagt til í frumvarpinu að gerðar verði ráðstafanir til að styrkja B-deildina, þannig að hún verði betur í stakk búin til að mæta skuldbindingum sínum. í fyrsta lagi er lagt til að eftir að iðgjaldagreiðslur sjóðsfélaga falla niður samkvæmt reglum sem kallaðar eru 32 ára reglan og 95 ára reglan, greiði ríkið 10% iðgjald til sjóðsins. Samkvæmt núgildandi regl- um hefur iðgjald bæði ríkisins og launþegans fallið niður þegar starfs- maður hefur greitt í 32 ár í sjóðinn eða starfsaldur hans + lífaldur hefur náð 95 árum. í öðru lagi er lagt til að sú regla sjóðsins verði felld niður, sem kveður á um að sjóðurinn eigi að verja hluta af ávöxtun sinni til greiðslu á lífeyris- hækkunum, sem launagreiðendur væru ella krafðir um. Þessi regla á mikinn þátt í slæmri stöðu LSR. Reglan var sett árið 1980 í tengslum við upptöku verðtryggingu sparifjár. Það er mat tryggingafræðinga að hún hafí valdið því að staða sjóðsins er nú 7,3 milljörðum verri en ef regl- an hefði aldrei verið tekin upp. Bara árið 1995 tapaði sjóðurinn 712 millj- ónum á þessari reglu. Frumvarpið gerir ráð fýrir að sam- bærilegar breytingar verði gerðar á Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna eins og LSR, þ.e. að honum verði skipt upp í A- og B-hiuta. Jafnframt er gert ráð fyrir að reglur sjóðanna verði samræmdar en ýmsar breyting- ar sem gerðar hafa verið á LSR í gegnum árin hafa ekki náð til Lífeyr- issjóðs hjúkrunarkvenna. Lögum um sjóðinn hefur t.d. ekki verið breytt frá árinu 1965. Meðal breytinga sem gerðar verða er að skipta um nafn á sjóðnum. Hann kemur til með að heita Lífeyrissjóður hjúkrunarfræð- inga. 32 ára og 95 ára reglur afnumdar Við gerð tillagna um nýtt réttinda- kerfí, þ.e. A-deild Lifeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, var það megin- sjónarmið haft að leiðarljósi að verð- mæti réttinda í A-deild sjóðsins væru á heildina litið sambærileg réttindum samkvæmt núgildandi lögum um LSR. Reglur A-deildar verða hins vegar í veigamiklum atriðum frá- brugðnar eldri réttindareglum. Fyrir það fyrsta verða útreikn- ingsreglur lífeyris í þessum tveimur kerfum með ólíkum hætti. Sam- kvæmt gildandi lögum fer lífeyris- réttur sjóðsfélaga eftir því hversu lengi þeir hafa greitt iðgjald til sjóðs- ins, í hvaða starfshlutfalli þeir hafa verið á hverjum tíma og því starfi sein þeir gegna við starfslok. í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að lífeyrisréttur A-deildar verði reiknaður eftir stiga- kerfi þar sem réttindaávinningurinn ársins fari eftir fjárhæð iðgjalda á hveijum tíma. Eftir að taka lífeyris hefst er síðan lagt til að hann breyt- ist í samræmi við breytingar á vísi- tölu neysluverðs. Samhliða þessari breytingu er lagt til að sjóðsfélagar i A-deild greiði iðgjald af öllum laun- um og alla starfsævi sína. Þetta þýðir að niðurfelling iðgjalda eftir 32 ár eða samkvæmt 95 ára reglu verður afnumin hjá deildinni. í frumvarpinu eru lagðar til veru- legar breytingar á útreikningsregl- um elli-, örorku- og makalífeyris hjá A-déildinni frá núgildandi lögum sjóðsins. Breytingarnar leiða al- mennt til þess að réttur til elli- og örorkulífeyris er aukinn en á móti er dregið úr makalífeyrisréttindum. Þessi breyting færir réttindin til samræmis við það sem gerist á al- mennum markaði, en opinberir starfsmenn hafa búið við mun verri örorkulífeyri en aðrir launþegar en makalífeyrisréttur þeirra hefur hins vegar verið mun betri. Ríkið greiðir 11,5% iðgjald Ein meginbreytingin sem lagt er til að gerð verði með því kerfi sem fyrirhugað er að taka upp í A-deild sjóðsins er að iðgjöld verði greidd af öllum launum, en ekki bara dag- vinnulaunum eins og nú er. Reglan um að iðgjöld skuli greidd einungis af dagvinnulaunum á stóran þátt í slæmri stöðu LSR. Frumvarpið ger- ir ráð fyrir að launþegar greiði eins og nú er 4% iðgjald. Gengið er hins vegar út frá því að A-deildin standi undir skuldbindingum sínum. Nefndin, sem samdi frumvarpið, fól tryggingafræðingum að reikna út hvað iðgjald ríkisins þyrfti að vera til að deildin stæði undir sér. Niður- staða þeirra var að það þyrfti að vera 11,5%, en samkvæmt núgild- andi lögum greiðir ríkið 6% iðgjald í LSR. Samkomulag er um að iðgjald ríkisins verði endurskoðað árlega og taki mið af afkomu sjóðsins. Ekki er gert ráð fyrir að iðgjaldið breytist mikið fyrstu árin. Viss lík- indi eru þó til þess að gjaldið lækki m.a. vegna þess að í forsendum sín- um reikna tryggingafræðingar með 3,5% ávöxtun, en ávöxtun sjóðsins í dag er 5-6%. Óvarlegt þykir að reikna með svo mikilli ávöxtun til frambúðar. Það er ekki einfalt mál að leggja mat á heildarlífeyrisréttindi starfs- manna og búa til kerfi sem uppfyll- ir markmið um jafn verðmæt rétt- indi. Meðal þeirra forsendna sem tryggingafræðingar tóku tillit til útreikninga sína voru forsendur um lífslíkur, starfsorku og barneigna- líkur, hlutfall sjóðsfélaga í hjóna- bandi, skiptingu þeirra eftir aldri og kyni, aldursmun hjóna í sjóðnum, ávöxtun iðgjalda og þróun launa miðað við neysluverð og meðaltal yfimnnugreiðslna. I skýrslu tryggingafræðinganna er bent á að sjóðsfélagar í A-deild sjóðsins fái að meðaltali meiri lífeyr- isréttindi en samkvæmt núgildandi lögum, enda greiði þeir í staðinn 4% af heildarlaunum allan starfs- tímann í stað 4% af föstum launum fyrir dagvinnu í eldra kerfí og þá ekki alla starfsævi. Aukning lífeyr- isréttinda í hinu nýja kerfi eigi því að samsvara þessum auknu ið- gjaldagreíðslum starfsmanna. Ríkið þarf að greiða meira í sjóðinn Óvíst er hvað margir opinberir starfsmenn kjósa að færa sig úr B-deild yfir í hið nýja kerfi. Þeir sem velja þessa leið skilja áunnin rétt- indi eftir í gamla kerfinu. Ríkið er skuldbundið til að greiða skuldbindingar LSR sem ekki er til inneign fyrir. Þetta eru 80-100 milljarðar sem greiðast á næstu 40 árum. Nýja kerfið gerir ráð fyrir að ríkið greiði sinn hluta iðgjaldsins að öllu leyti jafnóðum. Þetta þýðir að ríkið þarf á næsta ári að greiða hærri upphæð í LSR en á þessu ári. Mismunurinn fer eftir því hvað margir nýjir starfs- menn verða ráðnir til starfa og hvað margir færa sig yfir í A-deild sjóðsins. Ef 900 nýir starfsmenn verða ráðnir og 30% starfsmanna flytja sig yfir i nýja kerfið aukast iðgjaldagreiðslum rík- issjóðs um 500-600 milljónir á næsta ári. Alþingismenn verða að taka tillit til þessa þegar þeir sam- þykkja fjárlög næsta árs. Lífeyrisréttur eykst í nýja kerfinu Makalífeyrir lækkar en ör- orkan hækkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.