Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 51
MÓRGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
FÖSTUDAGUR15: NÓVEÍMBER 1996 51
I
I
I
I
!
I
i
I
I
1
I
1
I
I
i
4
4
«
4
4
4
.
%
4
4
4
HELGA
JÓNSDÓTTIR
+ Helga Jónsdóttir
fæddist að Görð-
um 30. júlí 1905. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 7. nóvem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar Helgu voru
Jón Jónsson og
Guðný Guðjónsdótt-
ir. Systkini Helgu:
Guðjón, látinn, Guð-
veig og Þorgeir.
Helga giftist 4.
júní 1924 Pétri Sig-
urbjömssyni, hann
er látinn, þau áttu sjö
börn, Sigurð, Lilju,
Sigríði, Guðjón, Jón Pétur, Min-
neyju og Kristin. Þá ólu þau upp
systurson, Sigurbjörn Trausta.
Útför Helgu verður gerð frá
Akraneskirkju i dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku amma.
Nú þegar leiðir skilja er margs að
minnast. Ég veit að þú
varst södd lífdaga og
þráðir svefninn langa.
Nú þegar þú ert horfín
á braut skilur maður
fyrst hvers virði það var
að hafa átt möguleika á
að eiga þig að, en samt
er samviskan slæm yfír
því að hafa ekki ræktað
sambandið við þig miklu
betur. En nú er það um
seinan. Mikið var gott
að geta ieitað yfír til þín
þegar þurfti að læra
undir próf og fá að sitja
í stofunni hjá þér. Þar
var friðurinn og notalegheitin. Þó
komst þú annað veifið og athugaðir
hvemig gengi og komst þá með eitt-
hvert góðgæti í leiðinni. Notalegt var
að koma til þín þegar þú varst komin
inn á Dvalarheimilið Höfða og rabba
við þig um allt milli himins og jarð-
ar. Þú fylgdist vel með og varst haf-
sjór af fróðleik um gamla tíma og
GUÐNY
FRIÐRIKSDÓTTIR
+ Guðný Friðriks-
dóttir fæddist
19. september 1911.
Hún lést í Kópavogi
9. nóvember síðast-
liðinn. Guðný var
dóttir lvjónanna
Bjargar Asgríms-
dóttur og Friðriks
Jóhannssonar.
Barnung missti hún
föður sinn, en var
tekin í fóstur til
föðursystur sinnar
Guðnýjar Sigur-
rósar Jóhannsdótt-
ur og eiginmanns
hennar Sigurðar Sveinssonar
bátasmiðs frá Borgarfirði
eystra, þar ólst hún upp í Vina-
mynni en það hús er nú horfið.
Guðný átti fjögur
systkini og er eitt
þeirra á lífi, og eina
fóstursystur sem
hún ólst upp með
en hún er iátin.
Árið 1940 giftist
Guðný Haraldi K.
Guðjónssyni bif-
reiðastjóra á
Hreyfli en hann
lést 7.10. 1988. Þau
áttu fjögur börn,
Sigurð, Helgu,
Guðjón og Guðnýju
Sigurrós. Barna-
börnin eru níu,
barnabarnabörn tíu.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
í dag verður til moldar borin
elskuleg tengdamamma mín. Þegar
ég kom fyrst inn í fjöldskylduna tók
ég eftir því hvað hún var iðjusöm,
henni féll aldrei verk úr hendi, kom-
in á fætur kl. 6 alla morgna til að
baka flatkökur og kleinur sem voru
þær allra bestu í heimi. Þetta seldi
hún í búðir og fyrirtæki og allt fór
þetta fram í litla eldhúsinu hennar.
Þaðan var farið út í garð og hlúð
að blómunum eða kálgarðinum eða
spjallað við Lilju vinkonu í næsta
húsi. Á veturna var setið og saum-
að, bætt og stagað. Á vorin var sáð
fyrir sumarblómum og hún gætti
fræjanna eins og ungbarna. Alltaf
var hún heima með nýlagað kaffi
og riýbakaðar formkökur.
Á hennar yngri árum tók hún
sér ýmislegt fyrir hendur, meðal
annars rak hún ásamt öðrum kon-
um Þvottahúsið Grýtu í nokkur ár.
Margir voru kostgangarar hjá henni
gegnum árin og margar voru flík-
urnar sem hún saumaði fyrir aðra,
svo ég tali nú ekki um allt unga
fólkið sem átti sér samastað á heim-
ilinu. Seinni árin var hennar besta
skemmtun að fara á bingó sem
varð fastur liður 5 hennar lífí. Þar
eignaðist hún vinkonur sem urðu
henni kærar.
Nú verður ekki hringt lengur í
mig um 7-leytið á kvöldin til að
spjalla um daginn og veginn, því
nú er hún farin þessi kjamorku
kona sem margir mættu taka sér
til fyrirmyndar.
Elsku Guðný mín, ég þakka þér
allt sem þú gerðir fyrir mig og
mína fjölskyldu, alltaf varst þú til
staðar þegar á þurfti að halda. Guð
blessi þig og hvíl þú í friði, ég kveð
þig með miklum söknuði.
Tengdadóttir.
GUÐBJÖRG BERG-
STEINSDÓTTIR
+ Guðbjörg Bergsteinsdóttir
fæddist á Árgilsstöðum í
Hvolhreppi hinn 23. ágúst 1919.
Hún lést á Landspítalanum 11.
október síðastliðinn og fór út-
för hennar fram frá Dómkirkj-
unni 21. október.
Hún Bagga, réttu nafni Guðbjörg
Bergsteinsdóttir, vinkona mín og
starfsfélagi minn í tollinum, er horf-
in fyrir fullt og allt, úr tilveru okk-
ar sem eftir lifum. Hún átti við
veikindi að stríða undanfarin ár.
Við Bagga störfuðum hvort við sitt
skrifborðið í tollinum, á 4. hæð toll-
byggingarinnar í áravís, og er ég
henni þakklátur fyrir samvem-
stundirnar hjá stofnuninni. Ævin-
lega var hún hin hressasta, eigin-
lega eldhress, í starfi og leik. Það
er mikil eftirsjón að slíkri mann-
eskju. í áratugavís bjó Bagga með
móður sinni, eða allt þar til hún
andaðist fyrir nokkrum árum, en
þá tók við einmanaleikinn í lífí
hennar, enda þótt hún ætti marga
vini og kunningja um ævina. Bagga
var alla tíð bamlaus og giftist aldr-
ei svo ég viti til. Hún bjó lengstum
í eigin íbúð í á Baldursgötunni. Ég
vil hér með votta eftirlifandi systr-
um hennar og öðmm ættingjum
samúð mína vegna andláts hennar.
Blessuð sé ævinlega minning vin-
konu minnar Böggu.
Páll Hannesson,
fyrrv. tollfulltrúi.
sagðir þú mér oft frá gamla tímanum.
Elsku amma. Missir þinn var mik-
ill þegar afí dó og fannst mér þú aldr-
ei söm eftir það. En nú ertu loks
komin til hans þar sem þið getið hald-
ið áfram að fylgjast með ástvinum
ykkar sem ykkur þótti svo vænt um.
Síðustu árin vom þér erfið. Þú sagðir
mér það sjálf þegar ég heimsótti þig.
Líkaminn var þreyttur en hugsun og
athygli vora á sínum stað.
Elsku amma. Ég veit að þú átt
góða heimkomu þar sem vel er tekið
á móti þér. Ég vona að þú haldir
áfram að fylgjast með mér og mínum
og veitir okkur styrk þegar á þarf
að halda. Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guð blessi minningu þína og veiti
ástvinum styrk.
Sævar Guðjónsson.
Elsku langamma, ég trúi ekki að
þú sért dáin en ég veit það. Mér fínnst
mjög erfítt að trúa því. Þú varst svo
góð og blíð, það var svo gaman að
koma í heimsókn til þín.
Ég man að þegar ég var yngri
söng ég af ánægju og ég vissi að þú
biðir eftir okkur. Þegar við komum,
hljóp ég upp stigann í herbergið og
kallaði: Amma, amma, ég er komin.
Og amma svaraði með blíðu brosi:
Ertu komin, Helga mín?
En svo liðu árin og amma var orð-
in gömul og þurfti á sjúkrahúsdvöl
að halda og var í hjólastól. En ég
vissi að þú þurftir að deyja, en ekki
strax.
Á fimmtudaginn fékk ég þær
fregnir að amma væri dáin. Ég grét
og grét. Þú fórst svo fljótt en ég veit
að þér líður vel uppi hjá Guði og það
er þér fyrir bestu.
Élsku amma mín, ég þakka kær-
lega fyrir mig og það sem þú ert
búin að gefa mér. Mig langar að
hafa litla bæn með.
Mér þykir vænt um þig, elsku
amma.
Hrygga vil ég geta glatt,
gef mér þrek að tala satt,
gera það sem göfugt er,
gæta jafnan vel að mér.
Helga Irma Sigurbjöms-
dóttir og Jóhanna Juana
Cardenas.
Nú ertu farin, elsku langamma.
Vonandi hefur þú það gott? Ég sakna
þín svo mikið og það hryggir mig að
þú skulir vera farin en ég veit að þér
líður vel hjá langafa Pétri.
Minningamar streyma fram í huga
mínum. Mér er það sérstaklega minn-
isstætt hvað þú áttir alltaf nóg af
kökum undir stiganum við hliðina á
kartöflunum. Ég man hvað það var
spennandi að fá að gista hjá þér og
hlusta á allar sögumar sem þú sagð-
ir mér alltaf rétt fyrir háttinn. Stund-
um áttirðu það til að koma í bæinn
og gista. Alltaf fékk ég að sofa við
hliðina á þér en áður en ég fór að
sofa kenndirðu mér bænir. Þér fannst
aldrei neitt mál að hjálpa mér við
lærdóminn þótt ég væri ekki í skapi
til að læra. Alltaf hafðir þú nóg af
þolinmæði fyrir okkur báðar.
Ég man hvað ég hlakkaði alltaf til
jólanna því að þá komum við og gist-
um hjá þér. Það var alltaf svo góður
bökunarilmur sem fyllti stofuna þína.
Það á eftir að verða einmanalegt
að koma til Akraness þegar þú ert
ekki lengur þama. Elsku langamma,
ávallt mun ég minnast þín.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(H. Pét.)
Claudia P. Sigurbjörnsdóttir.
Jólamatur; gjallr og fdikdar
Sunnudaginn i. desember nk. kemur út hinn árlegi blaðauki
Jólamatur, gjafir ogfondur. Blaðaukinn verður sérprentaður á þykkan
pappír og í auknu upplagi þar sem jólablaðaukar fyrri ára hafa selst upp.
í blaðaukanum verður fjallað um hvernig menn gera sér dagamun í mat og drykk
um jólin og hvernig jólaundirbúningi og jólahaldi er háttað. Birtar verða uppskriftir
af hátíða- og jólamat, meðlæti, eftirréttum, smákökum, konfekti og fleira góðgæti,
að ógleymdri umfjöllun um jólavín og aðra jóladrykki. Einnig verður fjallað um
þýðingu jólanna í huga fólks, rætt um jólasiði, jólagjafir, skreytingar og föndur við
fólk víðs vegar um land og þá sem haldið hafa jól á erlendri grund.
Starfsfólk auglýsingadeildar veitir allar nánari upplýsingar í
síma 569 1111 eða með simbréfi 569 1110
Skilafrestur auglýsingapantana
er til kl. 12.00 þriðjudaginn 19. nóvember.
Jllff0mmMmM«3»
- kjarni málsins!