Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SUÐURHLUTI Kringlunnar var opnaður með viðhöfn í gærmorgun þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri klippti á borðann sem strengdur var þvert yfir gang-
inn. Auk hennar eru á myndinni til vinstri Werner Rasmussen, formaður Húsfélags Kringlunnar, og Einar I. Halldórsson, framkvæmdasljóri verkefnissljórnar Kringlunn-
ar. Fyrir utan söluskrifstofu Flugleiða hafði þegar myndast röð kl. 9 um morguninn, eins og sést á myndinni til hægri, en þar eru seldir farmiðar á tilboðsverði.
FJÖLDI fólks lagði leið sína í
Kringluna í gær þegar suður-
hluti, hennar sem áður var Borg-
arkringlan, var formlega tekinn
í notkun. Innanstokks hefur ailt
verið endurskipulagt og útlit
húsanna tveggjautandyra hefur
verið samræmt. f suðurhúsi er
að finna sambland af verslun,
afþreyingu og þjónustu um 25
fyrirtækja.
Framkvæmdir við stækkun
Kringlunnar hófust fyrir fjórum
mánuðum en smiðshöggið verð-
ur rekið á framkvæmdir þegar
byggingu 700 sæta kvikmynda-
húss lýkur en það verður tekið
í notkun um næstu áramót.
Kringlan er nú samstæða um 120
verslana á um 38.000 fermetra
svæði.
Að sögn Einars I. Halldórsson-
ar, framkvæmdastjóra verkefn-
isstjórnar, var unnið að lokafrá-
gangi í húsinu fram á síðustu
stundu en í gærmorgun þegar
gestir tóku að streyma að var
allt orðið klappað og klárt.
Við opnunarathöfnina kl. níu
um morguninn afhenti Þorgils
Óttar Mathiesen, formaður fs-
lenska fasteignafélagsins sem
staðið hefur að framkvæmdum
undanfarna fimm mánuði, Wern-
er Rasmussen stjórnarformanni
Húsfélags Kringlunnar lykla að
suðurhúsi. Þá bauð Werner nýja
rekstraraðila velkomna og
BRESKIR götulistamenn kættu gesti Kringlunnar.
Suðurhús Kringlunnar tekið í notkun
Fjölmenni á opnunardegi
kvaðst vona að suðurhlutinn
styrkti Kringluna enn frekar
sem alhliða verslunar- og þjón-
ustumiðstöð. Að því loknu opnaði
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarsljóri suðurhlutann form-
lega með þvi að klippa á borða
með sömu skærum og þegar
Kringlan var vígð fyrir tæpum
áratug.
Ýmiss konar
opnunartilboð
I suðurhúsi er töluvert af stór-
um verslunum m.a. er bókaversl-
unin Eymundsson með stærstu
sérverslun landsins sem selur
eingöngu bækur en þar fást um
9.000 titlar af bókum og blöðum
á um 400 fermetra svæði. Hús-
gagnaverslunin Habitat opnaði
einnig í gær en hún er í 900
fermetra húsnæði. Söluskrif-
stofa Flugleiða í Kringunni hef-
ur fært sig um set yfir í suður-
húsið og í tilefni flutninganna
verða seld ódýr flugfargjöld til
sjö áfangastaða í Evrópufram á
laugardag. Um kl. 9 í gærmorg-
un hafði þegar myndast löng
biðröð fyrir utan en í eftirmið-
daginn var búið að selja um 300
farmiða.
Flestar verslanir Kringlunnar
bjóða í tilefni opnunarinnar af-
slátt af vörum og þjónustu auk
þess sem margvísleg skemmtun
er í boði fyrir viðskiptavini.
Námsmenn skora á ríkisstjórnina að breyta lögum um LÍN
Málþing um framtíð heilsugæslunnar
Útifundur á Austurvelli
NÁMSMENN halda útifundi á
Austurvelli í Reykjavík, Ráðhús-
torgi á Akureyri og víðar um land
kl. 12.30 á hádegi í dag.
Á fundinum á Austurvelli verða
flutt stutt ávörp og formönnum
ríkisstjómarflokkanna afhentar
tvær áskoranir með undirskriftum
u.þ.b. 15 þúsund námsmanna.
Skorað er á ríkisstjórnarflokkana
að gera tafarlaust nauðsynlegar
breytingar á lögum um Lánasjóð
íslenskra námsmanna og for-
gangsraða í þágu menntunar við
skiptingu ríkisútgjalda.
Harkalegnr niðurskurður
í fréttatilkynningu frá sam-
starfsnefnd námsmannahreyfíng-
anna, sem stendur fyrir útifundun-
um og undirskriftasöfnuninni, segir
meðal annars: „Nefnd sem mennta-
málaráðherra setti á laggimar í
þeim tilgangi að endurskoða lögin
um LÍN hefur ekki komið saman
í þijá mánuði sökum ágreinings
stjómarflokkanna. Harkalegur nið-
urskurður hefur verið boðaður og
í bígerð er að leggja sérstakan
„fallskatt" á námsmenn í fram-
haldsskólum.“ Með því að standa
upp frá skólabókunum og fjöl-
menna á útifund vilja námsmenn
„sýna ráðamönnum þjóðarinnar
að þeir hafi stuðning námsmanna
til að sýna það í verki sem þeir
forgangsraða í orði þegar þeir
segjast vilja hlut menntunar sem
mestan og bestan,“ segir ennfrem-
ur í fréttatilkynningunni.
í áskoruninni sem fjallar um
forgangsröðun í þágu menntunar,
rannsókna og vísinda segja náms-
menn brýnast að hætta við boðað-
an niðurskurð til framhaldsskól-
anna, stórauka vægi iðn- og
starfsnáms, auka fjárveitingar til
háskólastigsins og tryggja gæði
kennslu með bættum launakjörum
kennara.
Hvað varðar breytingar á LÍN
segja námsmenn grundvallaratriði
að koma mánaðarlegum útborgun-
um námslána á að nýju og létta
endurgreiðslubyrði lánanna.
Útifundir á sex stöðum
Aðild að samstarfsnefndinni
eiga Bandalag íslenskra sérskóla-
nema, Félag framhaldsskólanema,
Iðnnemasamband íslands, Sam-
band íslenskra námsmanna er-
lendis, Stúdentaráð Háskólans á
Akureyri og Stúdentaráð Háskóla
íslands.
Útifundirnir eru í Vestmanna-
eyjum, á Selfossi, ísafirði, Egils-
stöðum, Akureyri og Reykjavík.
-----» ♦ ♦-----
Infiúensan
ókomin en
mikið um
kvefpestir
KVEF og pestir heija nú á lands-
menn en ennþá hefur ekki greinst
inflúensa, að sögn Lúðvíks Ólafs-
sonar, héraðslæknis í Reykjavík.
Hann segir að í sjálfu sér sé
ekkert óvenjulegt við ástandið,
þessi aukning á kvefpestum sé
eðlileg á þessum árstíma. „Vissu-
lega vantar menn á vinnustaði og
krakka í skóla en það er bara eins
og gengur á þessum tíma,“ segir
Lúðvík.
Vinna þarf að
uppbyggingu
LANDSSAMTOK heilsugæslu-
stöðva halda aðalfund sinn í dag
og að honum loknum hefst mál-
þing um framtíð heilsugæslunnar.
Málþingið hefst kl. 13 í Borgar-
túni 6 í Reykjavík.
í fréttatilkynningu frá samtök-
unum segir m.a. að niðurstaða
þeirrar umræðu, sem fór af stað
við deilu heilsugæslulækna og
stjórnvalda fyrr á árinu, sé víðtæk
samstaða um að öflug heilsugæsla
sé undirstaða árangursríks og
hagkvæms heilbrigðiskerfis.
Framundan sé því mikið starf við
uppbyggingu heilsugæslustöðva,
fyrst og fremst á höfuðborgar-
svæðinu.
Frummælendur á málþinginu
eru þau Kristján Erlendsson, skrif-
stofustjóri í heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytinu, Katrín Fjeldsted,
formaður Félags íslenskra heimil-
islækna, Þórunn Ólafsdóttir í
stjórn deildar hjúkrunarforstjóra
og framkvæmdastjóra í heilsu-
gæslu innan Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga, Össur Skarp-
héðinsson, formaður heilbrigðis-
og trygginganefndar Alþingis, og
Siv Friðleifsdóttir, varaformaður
nefndarinnar. Að loknum fram-
sögum verða almennar umræður.
Heilbrigðisráðherra boðar
nýmæli
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð-
isráðherra ávarpar aðalfundinn við
upphaf hans. í viðtali í Heilsugæsl-
unni, nýútkomnu fréttabréfi
Landssamtaka heilsugæslustöðva,
boðar ráðherrann ýmis nýmæli.
Má þar nefna lagafrumvarp um
héraðsstjórnir heilbrigðismála á
kjörtímabilinu, fyrirhugaða reglu-
gerð um farþjónustu sérfræðinga
á landsbyggðinni og hugmyndir
um að reka saman hjúkrunarheim-
ili, sjúkrahús og heilsugæslu.
Fundarboðendur gera ráð fyrir að
þessi ummæli heilbrigðisráðherra
í viðtalinu verði tilefni til umræðna
á fundinum og málþinginu.