Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg SUÐURHLUTI Kringlunnar var opnaður með viðhöfn í gærmorgun þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri klippti á borðann sem strengdur var þvert yfir gang- inn. Auk hennar eru á myndinni til vinstri Werner Rasmussen, formaður Húsfélags Kringlunnar, og Einar I. Halldórsson, framkvæmdasljóri verkefnissljórnar Kringlunn- ar. Fyrir utan söluskrifstofu Flugleiða hafði þegar myndast röð kl. 9 um morguninn, eins og sést á myndinni til hægri, en þar eru seldir farmiðar á tilboðsverði. FJÖLDI fólks lagði leið sína í Kringluna í gær þegar suður- hluti, hennar sem áður var Borg- arkringlan, var formlega tekinn í notkun. Innanstokks hefur ailt verið endurskipulagt og útlit húsanna tveggjautandyra hefur verið samræmt. f suðurhúsi er að finna sambland af verslun, afþreyingu og þjónustu um 25 fyrirtækja. Framkvæmdir við stækkun Kringlunnar hófust fyrir fjórum mánuðum en smiðshöggið verð- ur rekið á framkvæmdir þegar byggingu 700 sæta kvikmynda- húss lýkur en það verður tekið í notkun um næstu áramót. Kringlan er nú samstæða um 120 verslana á um 38.000 fermetra svæði. Að sögn Einars I. Halldórsson- ar, framkvæmdastjóra verkefn- isstjórnar, var unnið að lokafrá- gangi í húsinu fram á síðustu stundu en í gærmorgun þegar gestir tóku að streyma að var allt orðið klappað og klárt. Við opnunarathöfnina kl. níu um morguninn afhenti Þorgils Óttar Mathiesen, formaður fs- lenska fasteignafélagsins sem staðið hefur að framkvæmdum undanfarna fimm mánuði, Wern- er Rasmussen stjórnarformanni Húsfélags Kringlunnar lykla að suðurhúsi. Þá bauð Werner nýja rekstraraðila velkomna og BRESKIR götulistamenn kættu gesti Kringlunnar. Suðurhús Kringlunnar tekið í notkun Fjölmenni á opnunardegi kvaðst vona að suðurhlutinn styrkti Kringluna enn frekar sem alhliða verslunar- og þjón- ustumiðstöð. Að því loknu opnaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsljóri suðurhlutann form- lega með þvi að klippa á borða með sömu skærum og þegar Kringlan var vígð fyrir tæpum áratug. Ýmiss konar opnunartilboð I suðurhúsi er töluvert af stór- um verslunum m.a. er bókaversl- unin Eymundsson með stærstu sérverslun landsins sem selur eingöngu bækur en þar fást um 9.000 titlar af bókum og blöðum á um 400 fermetra svæði. Hús- gagnaverslunin Habitat opnaði einnig í gær en hún er í 900 fermetra húsnæði. Söluskrif- stofa Flugleiða í Kringunni hef- ur fært sig um set yfir í suður- húsið og í tilefni flutninganna verða seld ódýr flugfargjöld til sjö áfangastaða í Evrópufram á laugardag. Um kl. 9 í gærmorg- un hafði þegar myndast löng biðröð fyrir utan en í eftirmið- daginn var búið að selja um 300 farmiða. Flestar verslanir Kringlunnar bjóða í tilefni opnunarinnar af- slátt af vörum og þjónustu auk þess sem margvísleg skemmtun er í boði fyrir viðskiptavini. Námsmenn skora á ríkisstjórnina að breyta lögum um LÍN Málþing um framtíð heilsugæslunnar Útifundur á Austurvelli NÁMSMENN halda útifundi á Austurvelli í Reykjavík, Ráðhús- torgi á Akureyri og víðar um land kl. 12.30 á hádegi í dag. Á fundinum á Austurvelli verða flutt stutt ávörp og formönnum ríkisstjómarflokkanna afhentar tvær áskoranir með undirskriftum u.þ.b. 15 þúsund námsmanna. Skorað er á ríkisstjórnarflokkana að gera tafarlaust nauðsynlegar breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna og for- gangsraða í þágu menntunar við skiptingu ríkisútgjalda. Harkalegnr niðurskurður í fréttatilkynningu frá sam- starfsnefnd námsmannahreyfíng- anna, sem stendur fyrir útifundun- um og undirskriftasöfnuninni, segir meðal annars: „Nefnd sem mennta- málaráðherra setti á laggimar í þeim tilgangi að endurskoða lögin um LÍN hefur ekki komið saman í þijá mánuði sökum ágreinings stjómarflokkanna. Harkalegur nið- urskurður hefur verið boðaður og í bígerð er að leggja sérstakan „fallskatt" á námsmenn í fram- haldsskólum.“ Með því að standa upp frá skólabókunum og fjöl- menna á útifund vilja námsmenn „sýna ráðamönnum þjóðarinnar að þeir hafi stuðning námsmanna til að sýna það í verki sem þeir forgangsraða í orði þegar þeir segjast vilja hlut menntunar sem mestan og bestan,“ segir ennfrem- ur í fréttatilkynningunni. í áskoruninni sem fjallar um forgangsröðun í þágu menntunar, rannsókna og vísinda segja náms- menn brýnast að hætta við boðað- an niðurskurð til framhaldsskól- anna, stórauka vægi iðn- og starfsnáms, auka fjárveitingar til háskólastigsins og tryggja gæði kennslu með bættum launakjörum kennara. Hvað varðar breytingar á LÍN segja námsmenn grundvallaratriði að koma mánaðarlegum útborgun- um námslána á að nýju og létta endurgreiðslubyrði lánanna. Útifundir á sex stöðum Aðild að samstarfsnefndinni eiga Bandalag íslenskra sérskóla- nema, Félag framhaldsskólanema, Iðnnemasamband íslands, Sam- band íslenskra námsmanna er- lendis, Stúdentaráð Háskólans á Akureyri og Stúdentaráð Háskóla íslands. Útifundirnir eru í Vestmanna- eyjum, á Selfossi, ísafirði, Egils- stöðum, Akureyri og Reykjavík. -----» ♦ ♦----- Infiúensan ókomin en mikið um kvefpestir KVEF og pestir heija nú á lands- menn en ennþá hefur ekki greinst inflúensa, að sögn Lúðvíks Ólafs- sonar, héraðslæknis í Reykjavík. Hann segir að í sjálfu sér sé ekkert óvenjulegt við ástandið, þessi aukning á kvefpestum sé eðlileg á þessum árstíma. „Vissu- lega vantar menn á vinnustaði og krakka í skóla en það er bara eins og gengur á þessum tíma,“ segir Lúðvík. Vinna þarf að uppbyggingu LANDSSAMTOK heilsugæslu- stöðva halda aðalfund sinn í dag og að honum loknum hefst mál- þing um framtíð heilsugæslunnar. Málþingið hefst kl. 13 í Borgar- túni 6 í Reykjavík. í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir m.a. að niðurstaða þeirrar umræðu, sem fór af stað við deilu heilsugæslulækna og stjórnvalda fyrr á árinu, sé víðtæk samstaða um að öflug heilsugæsla sé undirstaða árangursríks og hagkvæms heilbrigðiskerfis. Framundan sé því mikið starf við uppbyggingu heilsugæslustöðva, fyrst og fremst á höfuðborgar- svæðinu. Frummælendur á málþinginu eru þau Kristján Erlendsson, skrif- stofustjóri í heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu, Katrín Fjeldsted, formaður Félags íslenskra heimil- islækna, Þórunn Ólafsdóttir í stjórn deildar hjúkrunarforstjóra og framkvæmdastjóra í heilsu- gæslu innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Össur Skarp- héðinsson, formaður heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis, og Siv Friðleifsdóttir, varaformaður nefndarinnar. Að loknum fram- sögum verða almennar umræður. Heilbrigðisráðherra boðar nýmæli Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra ávarpar aðalfundinn við upphaf hans. í viðtali í Heilsugæsl- unni, nýútkomnu fréttabréfi Landssamtaka heilsugæslustöðva, boðar ráðherrann ýmis nýmæli. Má þar nefna lagafrumvarp um héraðsstjórnir heilbrigðismála á kjörtímabilinu, fyrirhugaða reglu- gerð um farþjónustu sérfræðinga á landsbyggðinni og hugmyndir um að reka saman hjúkrunarheim- ili, sjúkrahús og heilsugæslu. Fundarboðendur gera ráð fyrir að þessi ummæli heilbrigðisráðherra í viðtalinu verði tilefni til umræðna á fundinum og málþinginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.