Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + MINNINGAR ASTA ÞORKELSDÓTTIR + Ásta Þorkels- dóttir fæddist í Reykjavík 27. des- ember 1908. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 7. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorkell Guðmundsson, f. 19.8. 1875 á Sól- mundarhöfða í Ytri-Akranes- hreppi í Borgar- firði, af ætt sr. Hall- gríms Péturssonar, sálmaskálds, d. 7.3 1928 í Reykjavík, og kona hans, Signý Guðmundsdóttir, f. 1.12. 1877 á Leirulækjarseli í Álfta- neshreppi i Mýrasýslu, ættuð af Mýrum í marga ættliði, d. 13.11. 1918 í Reykjavík úr sjpönsku veikinni illræmdu. Asta var fjórða barn þeirra. Signý ólst upp á Leirulæjarseli, húsmóðir í Reykjavík. Þau Þor- kell eignuðust fimm börn. Hann ólst upp á Sólmundarhöfða til 1895, bjó síðan í Reykjavík, sótti einn vetur sjómannaskóla, síðan sjómaður, bátasmiður og kalfaktari (hampþéttari) til dauðadags; kvæntist 30.9. 1923 Elínu Margréti Elífasdóttur, f. 22. ágúst 1898, d. 5. ágúst 1925, barnlaus. Systkini Ástu voru: 1) Ásta Ragnheiður, f. 20.8 1903, d. 8.11. 1903 úr kíghósta. 2) Guðmundur Ástvaldur, f. 23.9. 1904, d. 9.10. 1904. 3) Óskar Ástmundur, f. 23.2.1906, d. 22.8. 1988, starfsmaður Slippfélagsins í Reykjavík hf. í 65 ár, þar af 40 ár aðalgjald- Ásta Þorkelsdóttir, föðursystur mín, er látin áttatíu og átta ára að aldri. Nú er skarð fyrir skildi, þegar hún er horfin okkur um alla eilífð. Hún fæddist í Reykjavík og ól allan sinn aldur þar. Ekki var mulið und- ir foreldra hennar þau Þorkel Guð- mundsson, bátasmið og kalfaktara og k.h. Signýju Guðmundsdóttur, enda deildu þau hlutskipti sínu með öðru alþýðufólki^ í Reykjavík. Þegar móðir Ástu lést í spönsku veikinni 1918, var hún aðeins tíu ára. Skömmu síðar tók Anna, móð- ursystir hennar, einstæð móðir og verkakona í Reykjavík hana að sér og ól upp. Anna var fátæk af verald- legum gæðum en rík í hjarta, hag- mælt vel. Þá lærði Ásta að meta góðan kveðskap. Ung að árum hóf Asta að stunda fimleika hjá Jóni Þorsteinssyni í Glímufélaginu Ár- manni. Náði hún góðum tökum á keri, maki: Sigríður Ingunn Ólafsdóttir, f. 26.9.1912 í Flatey á Breiðafirði, hús- móðir í Reykjavík, þau eignuðust fimm börn. 5) Skarphéð- inn, f. 15.2. 1912, d. 19.4. 1950, lækn- ir, síðast á Höfn í Hornafirði, maki: Lára Sesselja María Björnsdóttir, f. 5.9. 1918, d. 9.10. 1996, þau eignuðust sex börn. Ásta eignaðist son, Reyni Gisla, með Karli Gíslasyni, f. 15.11. 1909 í Króki í Grafningi í Arnessýslu, d. 16.8. 1963, bílstjóra og verk- stjóra hjá Mjólkurstöðinni í Reykjavík. Foreldrar hans voru Gísli Gíslason, fyrr bóndi í Króki, siðar í Reykjavík, og kona hans; Ásbjörg Þorkels- dóttir frá Asgarði í Grímsnesi. Þau Karl voru heitbundin, en þeim var ekki skapað nema að skilja. A) Reynir Gísli Karlsson, f. 27.2. 1934 í Reykjavík, íþróttakennari, nú IþróttafuII- trúi ríkisins og deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, maki: Svanlríður María Guðjónsdótt- ir, f. 30.12. 1940 á ísafirði, hús- móðir og kennari íReykjavík; börn þeirra eru: 1) Ásta María, f. 23.2. 1962, húsmóðir og full- trúi í menntamálaráðuneytinu, maki: Pétur Árni Rafnsson, f. 13.5. 1962, leikmyndameistari hjá RÚV, þau hafa eignast þrjú bórn. 2) Guðjón Karl, f. 13.11. 1963, íþróttakennari og sölu- þeirri íþrótt og bar þess jafnan merki, létt og lipur, bar sig vel og hélt reisn sinni til hinsta dags. Snemma varð Ásta að stunda laun- aða vinnu. Fyrst var það á netaverk- stæði Völundar, þar sem net fyrir togara voru gerð. Svo vel lærði hún til netahnýtinga að hún fékk alltaf vinnu við þær, þegar henni lá á. Oft hafði hún aðstöðu til netahnýt- inga á heimili sínu, þar sem hún gat gripið til þeirra, til þess að drýgja tekjur sínar. Þegar Anna lést, 1933, stóð hún ein. Ári seinna var hún sjálf orðin einstæð móðir, sem varð að sjá sér og syni sínum farborða. Nú tók við nokkuð örðug- ur tími, en Ásta lét ekki deigan síga. Fyrsta skýra mynd mín af Ástu er frá dvöl minni í Viðey, þar sem ég dvaldist með fjölskyldu minni sumrin 1937 og 1938. Ásta var þar einnig með son sinn, Reyni Gísla. stjóri, maki: Lilja Birna Arnórs- dóttir, f. 24.3. 1967, matvæla- fræðingur, þau hafa eignast tvö börn. Ásta giftist 17.12. 1938 Hil- bert Jóni Björnssyni, f. 10.3. 1914 í Vestmannaeyjum, d. 19.11. 1974, sjómanni, lengi bátsmaður á ms. Esju og fór með henni í hina frægu för til Petsamó í Finnlandi 1940, starfaði hjá Skipaútgerð ríkis- ins til 1955, síðan við Reykjavík- urhöfn til dauðadags. Foreldr- ar hans voru: Björn Bjarnason, f. 20.6. 1884 í Eystri-Tungu í Landbroti i V-Skaftafellssýslu, d. 8.4. 1957 í Reykjavík, lengi verkstjóri hjá Kárafélaginu á Sundabakka í Viðey, og kona hans, Þorbjörg Ásgrímsdóttir, f. 20.9. 1895, d. 14.12. 1964, húsmóðir í Vestmannaeyjum, í Viðey, síðast í Reykjavík. Börn þeirra Hilberts eru: B) Þor- björg Hilbertsdóttir, f. 13.4. 1939 í Reykjavík, húsmóðir þar, nú skólaritari. Fyrri maki: Guð- mundur Davíðsson, f. 10.7. 1940, húsasmiður; skildu; sonur þeirra var: 1) Ásgeir, f. 25. ágúst 1958, d. 9.10.1964. Seinni maki: Jóhannes Þórólfur Gylfi Guðmundsson, f. 20.5. 1931, leigubílstjóri, skildu. Synir þeirra eru 2) Skarphéðinn, f. 30.7. 1963, vinnuvélastjóri. 3) Þórólfur, f. 6.3. 1967, nemi, maki: Berglind Steinarsdóttir, f. 7.10. 1964, húsmóðir; þau hafa eignast tvö börn. 4) Hörð- ur, f. 21.6. 1969, baðvörður. C) Sævar Hilbertsson, f. 27.5. 1946, BA í ensku, höfundur kennslubóka í ensku, nú kenn- ari við Kvennaskólann í Reykja- vík. Útfðr Ástu fer fram í Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Dvölin þar einkenndist af ævintýr- um, sem við krakkarnir rötuðum í eða ímynduðum okkur, böðuð í birtu og fölskvalausri gleði. Þar var Ásta hin glaðbeitta og hlýja frænka, sem sinnti okkur systkinum, Ninnu og mér, sem hennar eigin börn værum. Upp frá því átti ég minn stað í huga hennar og hjarta, sem ég sótti næringu í alla okkar samveru, nær- ingu, sem hefur orðið mér afar kær í tímans rás. Heimili hennar stóð okkur síðan opið, sem okkar annað heimili væri. I Viðey kynntist Ásta mannsefni sínu, Hilbert Jóni Björnssyni, sem hún giftist 12. des- ember 1938. Svo dvölin þar færði einnig þeim gleði og hamingju. Hilbert var lengi sjómaður hjá Skipaútgerð ríkisins, bátsmaður á m/s Esju, og fór með henni til Pets- amó 1940, til þess að sækja íslend- inga, sem höfðu orðið innlyksa í stríðsbyrjun. Var það mikil hættu- för á tímum miskunnarlauss kaf- bátahernaðar. Hilbert var oft lang- tímum fjarverandi við störf sín á sjónum. Hvíldi því allt veraldar- vafstur þeirra á herðum Ástu, sem bjó þeim fallegt og hlýlegt heimili, sem var opið gestum og gangandi. Þau bjuggu lengi á Njálsgötu 29, 1940-54. Þar var þá mitt annað heimili, enda kom ég nær daglega. Börn hennar voru og eru mér sem systkini. Þar ríkti gleði og kátína í ranni. Fyrst eftir að Hilbert kom í land og hóf störf hjá Reykjavíkur- höfn 1955, áttu þau heima á ýmsum stöðum. Síðast og lengst bjuggu þau í Hraunbæ 108, eða frá 1967. Hilbert lést um aldur fram 1974. Ásta bjó þar áfram með syni sínum, Sævari, en fluttist árið 1991 á Hrafnistu, þar sem hún lést. Bræður Ástu, sem upp komust, voru Óskar og Skarphéðinn. Þau systkin voru mjög músíkölsk og tónelsk. Ásta lék á orgel heima hjá sér, sér ^ og sínum til mikillar ánægju; Óskar Iék með Lúðrasveit Reykjavíkur um áratuga skeið og tók þátt í mörgum viðburðum í tón- listarlífinu á sínum tíma; Skarphéð- inn lék á orgel, samdi kórverk og stjórnaði kór á Höfn í Hornafirði, þar sem hann var læknir. Ekki áttu þau kost á formlegu námi í tónlist - kannski fáeinum spilatímum í æsku - sem þá og reyndar enn er tíðkað. Þau nutu tónlistar í ríkum mæli og miðluðu öðrum af sínum nægtarbrunni, hvert á sinn hátt. Ekki naut fjölskylda mín sam- vista við Skarphéðin og hans fólk, sökum fjarlægðar þeirra frá Reykjavík, en aftur á móti í ríkum mæli við Ástu og hennar fjölskyldu. Við höfum alla tíð verið mjög sam- rýnd, nánast sem ein fjölskylda, enda höfum við löngum deilt tíma okkar með þeim. Til þess að tryggja böndin enn betur var stofnað til gönguklúbbs - Vegmóðs - sem var við lýði í nær þrjá áratugi, þar sem ungir sem aldnir tóku þátt og hitt- ust reglulega - einu sinni í viku og röltu saman um nágrenni Reykjavíkur. Þar voru þau Ásta og Hilbert mikilvægir frumkvöðlar. Oft var glatt á hjalla hjá þeim Ástu - sögur, söngur og leikir. Allt viðmót Hilberts og sjómannasögur hans og glaðværð Ástu áttu ekki hvað síst sinn þátt í því að laða mig og aðra að heimili þeirra. Skólasystkin barna þeirra áttu þar og skjól. Ein- skær áhugi Ástu á velferð okkar í lífinu einkenndi hana. Hún fylgdist með framvindu lífs okkar, gladdist með í smásigrum og huggaði í sorg- um. Þannig var hún - með stórt móðurhjarta, sem nær brast, er barnabörn hennar tvö létust á barnsaldri. Ásta bjó lengi með syni sínum, Sævari. Hann heimsótti hana nær daglega á Hrafnistu, svo missir hans er mikill, þegar kær móðir kveður. Við systkinin, fjölskyldur okkar og Sigríður, móðir okkar, eigum margs að minnast frá gengn- um árum með Ástu og minnumst hennar af miklum hlýhug og þakk- læti. Við vottum eftirlifandi börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð og hluttekningu við lát hennar. Hvíli hún í friði hjá skapara sín- um. Ólafur H. Oskarsson. í dag kveðjum við hinstu kveðju kæra frænku, Ástu Þorkelsdóttur. Hún var systir hans föður okkar, eina systkinið hans, sem við kynnt- umst. Þessi litla og fallega kona var hetja hversdagsins því að þrátt fyrir aðstöðuleysi og fátækt í upp- vexti ræktaði hún þá hæfileika, sem hún hafði í ríkum mæli. Hún hafði mikinn áhuga á tónlist og lærði að spila á orgel, sér og öðrum til ánægju. íþróttir stundaði hún á sín- um yngri árum, aðallega fimleika. Bar hún það með sér alla ævi í létt- um og fimlegum hreyfingum. í æsku missti hún móður sína úr spönsku veikinni, sem var mikið áfall fyrir fjölskylduna sem óhjá- kvæmilega, á þeim tíma, leystist upp og máttu börnin þá fara til vandalausra. Þau systkinin eignuðust síðan sínar fjölskyldur, maka og börn, sem tengdust sterkum böndum sem einkenndust af ást og virðingu. í leik og starfi höfum við glaðst hvert með öðru á ýmsa vegu. Með eftir- minnilegustu samverustundum fjöl- skyldnanna voru afmælin hennar Ástu frænku þann þriðja í jólum. Ekki gátum við hugsað okkur jóla- hátíðina öðruvísi en við kæmum öll saman hjá henni enda var þá alltaf glatt á hjalla. Hún hafði lag á því með sínu glaðværa sinni að skapa létt og skemmtilejrt andrúmsloft. Við frændsystkinin stofnuðum með okkur félagsskap sem hafði það að markmiði að njóta útivistar saman með fjölskyldum okkar og varð það til að styrkja enn frekar okkar góðu tengsl. Hún studdi okk- ur af alhug við þetta framtak okkar og naut þess að vera með, á meðan henni entust kraftar til. Minningar um góðarstundir lifa. Um leið og við þökkum Ástu frænku okkar samfylgdina, sendum við börnum hennar og fjölskyldum inni- legustu samúðakveðjur. Sofðu rótt, sofðu rótt nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd geymdu hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól Guð mun vitja um þitt ból. (Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi) Blessuð sé minning Ástu Þorkels- dóttur. Signý, Hanna, Fanney og Skarphéðinn Óskarsbörn. OLAFUR EINAR EINARSSON + Ólafur Einar Einarsson „ fæddist í Garðhús- * um í Grindavík 4. júní 1910. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 13. nóvember. „Lífsferðin er safn minninganna." Þær minningar eru marg- átta, mikilla sanda og - sæva eða aðeins korn í eyðimörk, allt eftir því hver á í hlut, spanna litróf hins ytri veruleika sem marg- ir skynja á svipaðan hátt í senn, eða tónstiga tilfinninga og kennda sem maðurinn á aðeins einn. Lífið er leikverk sem er flutt af samferðafólki á hverjum tíma. Sumir leikenda renna liðlega í =.gegnum hlutverk sitt, aðrir gleyma kannski rullunni stöku sinnum, spinna sig svo aftur inn í leikinn á listrænan hátt og sýna þannig einstaka að- lögunarhæfni og skap- andi hugsun. Oft verða þeir minnis- stæðastir leikenda. Nú hefur einn þeirra stigið af sviðinu í síðasta sinn eftir langa vegferð og giftudrjúgan feril, Olafur Einar Einars- son, frændi minn og vinur frá Garðhúsum í Grindavík, síðastur sona ömmu og afa, Ólafíu Ásbjarnardóttur og Einars Guðjóns Einarssonar. Aðrir munu sjálfsagt greina frá langri og merkri ævi hans nánar, mig langar rétt til að minnast á einn fjölmargra mannlífsþátta sem hann hafði ævinlega mikinn áhuga á og lét til sín taka á ýmsan hátt, sem sé stjómmál af ýmsum gerð- um, bæjármálapólitík, landsmála- pólitík, hugsjónapólitík, utanríkis- pólitík, sem sé pólitík í öllum mynd- um. Enda var Óli frændi í rauninni fæddur pólitíkus með sinn pólitíska arf að sunnan og vestan og hefði getað náð langt á þeim vettvangi hefði hann gefið sig að henni póli- tík á fullum dampi. En aðalstörf hans um ævina voru umsvifamikil útgerð og stórkaupmennska, tíma- frekar atvinnugreinar sem kröfð- ust fullrar einbeitingar og yfirlegu. Þó ritaði hann alltaf talsvert í blöð og tímarit, gaf reyndar út nokkur sjálfur, t.d. bæjarmálatímaritið Nesið í Kópavogi, o.fl., um lands- mál, og lét sér fátt óviðkomandi þegar tekist var á um ýmis deilu- mál og hagsmunamál lands og lýðs undir kjörorðinu „Je pense, depuis je suis" (Ég hugsa, þess vegna er ég til). Þar stóð hann traustum fótum, sem sannur íslendingur, með sjálfstæði í æðum. Þá var það árið 1978 að Ólafur Einar tók af skarið og stofnaði stjórnmálaflokk í anda hugmynda sinna, ef til vill hafði hann ekki verið allskostar ánægður með gamla flokkakerfið í óbreyttri mynd áratugum saman. Hann stofnaði stjórnmálaflokkinn Stjórnmála-flokkinn, sem var reyndar ekki gott nafn, hefði senni- lega átt að heita Jafnaðarmanna- flokkur íslands, en sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn fyrr en löngu síðar, og nú er að spretta lítil rós úr grasi sem vonandi verður eitt sinn að fullvaxta blómi. Að sjálf- sögðu verður það blóm „mel- grasskúfurinn harði", sem Jón Helgason skáld gaf svo frjóa mold í kyæði sínu Áföngum. Úr varð framboð til alþingis- kosninga þá um vorið. Ólafur Ein- ar kom að máli við mig, gamlan slagsmálahund úr Fylkingunni, og bauð mér sæti á lista í Reykjavík, ég yrði að vera í baráttusæti. Ég færðist undan og kom þar til inn- byggð þráhyggja okkar íranna, en eftir fortölur lét ég loks til leiðast og tók heiðurssætið, 12. sæti, á lista Stjórnmálaflokksins í Reykja- víkurkjördæmi. Þá og þar komst ég næst því að verða löglega kjör- inn þingmaður Reykvíkinga. Helstu baráttumál flokksins voru jöfnun launagreiðslna kvenna og karla, svo og réttlæti og jöfnun á öllum öðrum sviðum, aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmda- valds og fleiri mál sem enn hafa ekki gengið fram. Ég held að Gylfi Þ. Gíslason hafi verið sá fyrsti sem bryddi upp á því að aðskilnaðar þessara tveggja valdsstiga, löggjafarvalds og dómsvalds, væri þörf, þegar hann var menntamálaráðherra. Hugmyndir uxu hratt til hagsbóta með vestanvindi, en þar var and- staðan líka mest. Ætli það sé kuld: inn sem gefur okkur kjarkinn? í kjölfarið sigldi Vilmundur heitinn með baráttugleði sinni, greind og þrótti. Hvað er orðið af þessari baráttu? Kæri frændi. Eg veit að þú stendur nú við stjórnvöl á dýrum knerri, heldur til hafnar, en heggur ekki mann og annan heldur leggur þitt af mörkum sem ætíð fyrr að mannlíf megi verða friðsælt og fagurt, en umfram allt skemmti- legt, og megi leika við hvern sinn fingur. I garðinum spretti rós með ræt- ur sem liggja víða svo að hún verði ekki brott numin úr garðinum sín- um. Einar Garðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.