Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 68
HEIMILISLÍNAN - Heildarlausn áfjármálum einstaklinga ($) BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Almannavarnaæfingin Samvörður ’97 Björg- unarlið frá Rúss- landi RÚSSNESK stjórnvöld munu senda björgunarþyrlu, flutningaflugvél og 40-50 manna björgunarlið til þátt- töku í almannavarnaæfíngu Friðarsamstarfs NATO, Samverði '97, sem fram fer hér á landi næsta sumar. U ndirbúningsráðstefna vegna æfingarinnar stendur nú yfir í Reykjavík. í Samverði ’97 verður Suðurlandsskjálfti sviðsettur og miðað við að Atlantshafs- bandalagið og samstarfsríki þess í Mið- og Austur-Evr- ópu komi til aðstoðar. Undir- búningsráðstefnuna sækja liðsforingjar og embættis- menn frá ríkjum NATO og níu friðarsamstarfsríkjum. Norskt varð- skip og þyrla Undirbúningur er vel á veg kominn. Fyrir liggur að Rússar, sem ekki hafa áður tekið þátt í marghliða æfíngu ríkja Friðarsamstarfsins, munu senda 40-50 manna borgaralegt björgunarlið, öfluga björgunarþyrlu og flutningaflugvél. Norðmenn senda varðskip og björgun- arþyrlu og Bandaríkin og Litháen björgunarþyrlur, svo dæmi séu nefnd. Gert er ráð fyrir að auk vamarliðsmanna í Keflavík, varaliðs frá Bandaríkjunum og hundruða íslenzkra björg- unarsveitarmanna taki um 400 manns frá samstarfs- ríkjum Atlantshafsbanda- lagsins þátt í almannavarna- æfíngunni, sem verður sú umfangsmesta, sem haldin hefur verið hér á landi. ■Undirbúningur /34 Samið um nýtt lífeyris- kerfi starfsmanna ríkisins LÍFEYRISSJÓÐI starfsmanna rík- isins verður lokað um næstu ára- mót fyrir nýjum sjóðsfélögum verði frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á sjóðnum að lögum. Forystumenn samtaka opinberra starfsmanna fagna frumvarpinu og fjármálaráðherra telur að um mikið framfaraskref sé að ræða. Frumvarpið er árangur nefndar sem í sátu fulltrúar fjármálaráðu- neytisins og samtaka opinberra starfsmanna. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja frumvarpið fram sem stjórnarfrumvarp. Það er nú til meðferðar í þingflokkum stjórnarinnar og gert er ráð fyrir að það verði afgreitt frá þeim á mánudag. Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra segir stefnt að því að frumvarpið verði að lögum fyrir áramót og þau taki gildi 1. janúar nk. Breyttar reglur í nýju kerfi Frumvarpið gerir ráð fyrir að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) verði skipt í tvennt, í A- og B-deild. Nýir starfsmenn ríkisins verði í A-deild, en núverandi starfs- menn verða í B-deild. Þeim verður þó heimilt að flytja sig yfir í nýja kerfið kjósi þeir það. Núverandi sjóðsfélagar halda öllum réttindum sínum í B-deildinni, en óverulegar breytingar verða þó gerðar á regl- um hennar með það að markmiði að styrkja fjárhagslega stöðu henn- ar og skýra atriði sem deilur hafa staðið um túlkun á. Reglur B-deildar verða í veiga- miklum atriðum frábrugðnar reglum A-deildar. Sjóðsfélagar greiða ið- gjald af öllum launum en ekki bara af föstum launum eins og nú er. Elli- og örorkulífeyrisréttur verður aukinn en dregið verður úr makalíf- eyri. 32 ára og 95 ára reglumar verða afnumdar. Lífeyrisréttur verð- ur reiknaður eftir stigakerfi eins og er á almennum markaði, en svoköll- uð eftirmannsregla verður afnumin. A-deild LSR er ætlað að standa undir sér og því var tryggingafræð- ingum falið að reikna út iðgjalda- þörf hennar. Niðurstaða þeirra var að greiða þyrfti 15,5% iðgjald í sjóð- inn. Opinberir starfsmenn munu greiða 4% eins og verið hefur, en auka greiðslur þar sem greitt verður af heildarlaunum. Ríkið hækkar sinn hlut úr 6% í 11,5%. Forystumenn starfsmanna ríkis- ins lýstu mikilli ánægju með sam- komulagið sem tókst um þessa breytingu. Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB, sagði mikilvægt að þessar breytingar leiddu ekki til skerðingar á réttindum. Jafnframt hefði tekist að bæta, mikilvæg rétt- indi starfsmanna eins og örorkulíf- eyri. Martha Hjálmarsdóttir, formaður BHM, sagði þetta ánægjulega nið- urstöðu sem menn gætu dregið lærdóm af. Eftir að samkomulag hefði náðst um markmið breyting- anna hefði vinnan gengið vel. ■ Sjóðnum lokað/35 Lásu 450 bækur á tveimur vikum FIMMTÍU og þijú sjö ára börn í þremur bekkjum í Digranesskóla eru búin að lesa um 9.000 blaðsíð- ur síðustu tvær vikur vegna nor- rænu lestrarkeppninnar Mímis, sem lýkur í dag. Telst Elínu Rich- ardsdóttur sérkennara til að hver bekkur hafi lesið um 150 bækur frá því keppnin hófst. Elín segir ennfremur að mark- viss hraðlestrarkennsla hafi verið tekin upp í 1. bekk skólans í fyrra og að öll börn hafi verið búin að læra stafina í janúar. „Annars hefðum við ekki fengið sjö ára bekk þar sem allir lesa svona hratt heldur 2-3 nemendur í hveijum bekk. Þessi böm ráða langflest við hvaða bamabók sem er, eða 50 af 53, og era því ári á undan sínum jafnöldmm hvað lestrargetu varð- ar,“ segir hún. Elín segist ekki vita til að fleiri skólar sinni lestrarkennslu í 1. bekk með sama hætti og Digranes- skóli. „Við skrifuðum langa skýrslu í kjölfarið og útdráttur úr henni mun birtast í Nýjum menntamálum fyrir jól. Þar hvetj- um við til þess að aðrir skólar taki upp þætti í lestrarkennslu sem við teljum nauðsynlega til þess að ná slíkum árangri. Foreldrar hér era n\jög spenntir yfir þessu og krakkarnir líka,“ segir Elín. Hún segir ennfremur að kennsla sex ára barna hafi tekið miklum breytingum hin síðari ár og auk þess megi ekki gleyma því að skólatími hafi lengst. „Fyrir 15 árum voru sex ára börn ekki nema tvær kennslustundir á dag í skólanum, nú eru þetta upp í sex tímar. Það hefur verið talið til þessa að ýmsir aðrir þættir þyrftu að koma á undan í kennslu, til dæmis hreyfifærni og ýmislegt þess háttar. Við höfum hins vegar horft til annarra landa, svo sem Finn- lands, Frakklands og Bretlands, þar sem börn eru látin byrja að lesa fimm ára. Af hveiju geta okkar börn ekki gert, það líka? Við vildum prófa þetta og þykj- umst vera búin að sanna það að hægt er að kenna meðalbarni að lesa fyrr,“ segir hún. Loks segir Elín að mörg 12-13 ára börn í skólanum lesi eina bók á dag og að sum komi á safnið tvisvar til þess að skipta um bók. Morgunblaðið/Ami Sæberg Morgunblaðið/Egill Egilsson Tugmilljóna tjón vestra MIKIÐ tjón varð í hvassviðrinu sem gekk yfir vestanvert land- ið í fyrrinótt, einkum á götum og vegum sem sjór flæddi yfir. Talið er að tjónið nemi tugum milljóna kr. á Vestfjörðum. „Brimnesvegurinn er nánast ónýtur. Oll klæðning er farin af veginum auk þess sem þar er mikið grjót,“ sagði Guðjón Guðmundsson verkstjóri í áhaldahúsi ísafjarðarabæjar á Flateyri. Myndin sýnir um- merkin á Brimnesvegi þegar veðrinu hafði slotað. „Eg hef búið hér í fjörutíu ár og man ekki eftir svona Iátum,“ sagði Guðjón. ■ Fyrirtækin í Orfirisey/6 ■ Vindhraðinn fór mest/16 Tölvuleik- ir undir eftirlit TIL hefur staðið að tölvuleik- ir verði skoðaðir á líkan hátt og kvikmyndir. Lög þar að lútandi voru samþykkt síðast- liðið vor, en framkvæmdin þykir hins vegar mun erfiðari en þegar um kvikmyndir er að ræða. Þetta kemur fram í máli Sigurðar Snæbergs, kvikmyndagerðarmanns og starfsmanns Kvikmynda- skoðunar, en hann var einn þeirra sem Daglegt líf Morg- unblaðsins fékk til þess að kynna sér vinsælasta tölvu- leik seinni tíma, Quake. Tölvuleikir verða sífellt fullkomnari og framleiðendur keppast um að gera þá sem líkasta raunveruleikanum. Þannig eru kvikmyndir gerð- ar sérstaklega til þess að hægt sé að nota myndskeið úr þeim í tölvuleiki. Samhliða þessu hefur myndvinnslu leikja fleygt fram og þrívídd- arleikir, þar sem tekist er á við ófreskjur og ýmislegar viðbjóðslegar verur, verða sí- fellt óhugnanlegri og vinsælli. „Ég held að það sé full ástæða til þess að fylgjast með leikjum, ekki síst eftir að framleiðendur hafa farið þá leið að breyta kvikmynd- um í leiki til að gera þá sem raunverulegasta,“ segir Sig- urður. Oddi Erlingsson, sálfræð- ingur, er einnig meðal þeirra sem fenginn var til þess að kynna sér Quake. Hann segir ekki ljóst hvaða áhrif ofbeldi í tölvuleikjum hafí á siðferðis- þroska barna, en eftir því sem þeir verði raunverulegri séu meiri líkur á því að þeir hafi áhrif til hins verra. ■ Ýmislegar/B2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.