Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR ARNLA UGSSON + Guðmundur Arnlaugsson fæddist í Reykjavík 1. september 1913. Hann lést í Land- spítalanum 9. nóv- ember síðastliðinn. Guðmundur var elsta barn hjónanna Arnlaugs Ólafsson- ar, bónda og verka- manns, f. 8.8. 1888, d. 2.9.1971, og Guð- rúnar Guðmunds- dóttur húsfreyju, f. 6.9. 1884, d. 6.8. 1943. Systkini Guð- mundar voru Skúli, f. 30.9. 1916, d. 8.6. 1917, Sigríður, f. 18.1. 1918, Ólafur, f. 2.3. 1920, d. 28.11. 1984, María, f. 19.6. 1921, Helgi, f. 17.3. 1923, Elías, f. 8.11. 1925, og Hanna, f. 29.7. 1928, d. 13.1.1984. Kona Guðmundar var Hall- dóra Ólafsdóttir, hjúkrunar- kona, f. 20.7. 1915, d. 12.10. 1978. Þau bjuggu framan af í Kaupmannahöfn en síðan í Reykjavík, fyrst á Öldugötu 25 og síðar í Drápuhlíð 45. Börn þeirra eru: 1) Ólafur, stýrimað- ur, f. 15.3. 1943, eiginkona Nancy Knudsen Guðmundsson, þau skildu. Dætur þeirra eru Elfrida Johanna, háskólanemi, f. 5.11. 1973, og Erica Jean grunnskólanemi, f. 30.5. 1983. Síðari kona Ólafs er Liz Guð- mundsson, f. 26.10. 1941. 2) Arnlaugur, tæknifræðingur, f. 21.7. 1945, eiginkona Anna Kristjánsdóttir, prófessor, f. 14.10. 1941. Börn þeirra eru Hlíf sem er BA í mannfræði, f. 1.2.1972, gift Hilmari Thors, stjórnmálafræðingi, f. 3.12. 1965, Guðmundur, mennta- skólanemi, f. 15.10. 1976, og Skúli menntaskólanemi, f. 2.5. 1980. 3) Guðrún, tónlistar- kennari, f. 19.3. 1947, eigin- maður Björgvin Víglundsson, verkfræðingur, f. 4.5. 1946. Dætur þeirra eru Lára, læknir, f. 16.9. 1968, og á hún dóttur, Halldóru, f. 31.1. 1994, og Halla, háskólanemi, f. 16.6. 1975. Guðmundur stundaði nám i Menntaskólanum í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild 1933. Sama haust hóf hann nám við Kaup- mannahafnarháskóla og var aðalgrein hans stærðfræði en auk hennar eðlisfræði, efna- fræði og stjörnufræði. Fyrri hluta prófi lauk hann vorið 1936, gerði þá hlé á námi og kenndi við Menntaskólann á Akureyri til 1939. Cand.mag. prófi lauk Guðmundur síðan 1942 og kenndi við mennta- skóla í Kaupmannahöfn uns heimsstyrjöldinni lauk. Er heim kom kenndi Guðmundur við Menntaskólann á Akureyri og Menntaskólann í Reykjavík. Hann kenndi stærðfræði við verkfræðideild Háskóla Islands og eðlisfræði í heim- spekideild HI. Þá var hann stunda- kennari við Verzl- unarskóla íslands og síðar við Kenn- araháskóla Islands. Árið 1965 var Guð- mundur skipaður fyrsti rektor Menntaskólans við Hamrahlíð og kenndi þar einnig lengst af nokkra stærðfræði. Þar var hann frumkvöðull og farsæll stjórnandi við gerð öldunga- deildar og áfangakerfis en hvort tveggja leit fyrst dagsins ljós 1972. Hann lét af störfum rektors við MH árið 1980. Um langt skeið gegndi Guð- mundur margvíslegum trúnað- arstörfum, var ritari raunvís- indadeildar Vísindasjóðs í 22 ár, sat í landsprófnefnd um áratuga skeið, var námssljóri í stærðfræði og eðlisfræði við menntamálaráðuneytið og full- trúi ráðuneytisins í norrænum nefndum um skólamál. Hann skrifaði og þýddi fjölda kennslubóka, einkum í stærð- fræði og eðlisfræði. Guðmund- ur var kunnur fyrir afskipti sín af skák, Iengi landsliðsmaður og ólympíumótsfari 1939, ís- landsmeistari 1949 og alþjóð- legur skákdómari fyrstur ís- lendinga árið 1972. Hann var gerður heiðursfélagi Skáksam- bands Bandaríkjanna 1972 og Skáksambands íslands 1975. Guðmundur skrifaði fjölda bóka og greina um skák og studdi á margvxslegan hátt efl- ingu skáklistarinnar og unga skákmenn. Hann flutti þætti um skák bæði í útvarp og sjónvarp. Síðustu ár var hann dómari í nokkrum aðþjóðlegum áskor- endamótum vegna heimsmeist- araeinvígis. Arið 1979 var Guð- mundur sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar og árið 1995 nafnbót _ heiðursdoktors við Háskóla íslands. Eftir að hann lét af störfum sem rektor Menntaskólans við Hamrahlíð var hann m.a. virkur við dóm- arastörf á skákmótum fram á síðustu ár. Einnig stundaði hann skriftir og fræðistörf fram á síðustu vikur og eru nokkur þeirra verka, sem hann vann að, að koma út á næstu mánuðum. Síðustu æviár sín átti Guðmundur samvistir við Öldu Snæhólm og trygga og einlæga vináttu. Utför Guðmundar Arnlaugs- sonar fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Á kveðjustund leitar hugurinn víða í tíma og rúmi. Minningar lifna og dægurmál hljóðna. í dag er kvaddur Guðmundur Arnlaugsson, fyrsti rektor Menntaskólans við Hamrahlíð og löngu þjóðkunnur maður fyrir störf sín á margs konar vettvangi fræða, menntunar og menningarmála. Hann var ekki ung- ur maður, hann var síungur. En það er aðeins sá sem samfara vísdómi hins reynda manns varðveitir áhuga og gleðina af að skyggnast um og skapa. Mig langar að byrja á því að bregða upp mynd af síðustu árunum í lífi Guðmundar. Tölvan sem ég sit við er sú sama sem hann notaði jafnan er hann var að skrifa eða þýða á heimili okkar Arnlaugs. Á köflum kom hann daglega og fylgd- ist samfara skriftum með barna- bömunum sínum hér á bæ vaxa úr grasi. Allt fram undir þetta haust var hann reglulega á ferðinni við skriftir. Tölvan geymir áhugaverð verk. Þýðing á Sögu tímans eftir Stephen W. Hawking, kaflinn Gull- öld grískrar stærðfræði í bókinni Grikkland ár og síð, greinin Þyngd- araflið í Náttúrafræðingnum 64(1), Sigurður Guðmundsson í Andvara 117. árgangi og þýðingar á Raf- fræði I og Raffræði II eru meðal þess sem komið hefur út eftir hann á allra síðustu árum og er þá ótal- inn mikill fjöldi birtra greina um skáklistina, sögu hennar og merki- sviðburði. En tölvuskrámar geyma miklu fleira en það sem þegar er komið út. Þýðing á bókinni Ár var alda eftir Steven Weinberg sem á frum- málinu nefnist „The First Three Minutes", bókin Stærðfræðingurinn Ólafur Dan Daníelsson - saga brautryðjanda, sem unnin var í sam- vinnu við þriðja stærðfræðinginn, Sigurð Helgason prófessor, og bók- arkafli um fyrstu fímmtán árin í Afmælisriti Menntaskólans við Hamrahlíð. Allt er þetta meðal þess sem á eftir að koma fyrir sjónir les- enda. Annað efni er þar einnig sem einkum mun gleðja afkomendur og þá sem stóðu honum næst en þar má nefna listilega skrifuð minning- arbrot frá ýmsum atburðum, skrif hans um foreldra sína og fleira margt. Við Amlaugur þekktum það sem hann var að skrifa því að hann ræddi gjarnan um efnið við okkur, leitaði liðsinnis um tæknileg atriði og leyfði okkur að njóta með sér. Og enn víðar lagði Guðmundur gjörva hönd á plóg. Á borðinu við rúmið hans á Landspítalanum lá nýútkomið enn eitt verkið sem hann átti aðild að, Ensk-íslensk og ís- lensk-ensk Orðaskrá úr stjörnufræði með nokkram skýringum. Hann sagði mér að það væri afrakstur einstaklega ánægjulegs samstarfs þeirra sem störfuðu í orðanefnd Stjamvísindafélags íslands. Guðmundur Amlaugsson var fjöl- hæfur og menntamaður í besta skilningi. Hann var jafnvígur á nátt- úravísindi sem og stærðfræði og önnur hugvísindi. Hann var kunn- áttusamur unnandi tónlistar, vel að sér í bókmenntum, fróður um land og sögu og talaði fagurt og auðugt mál. Hann var skarpur og víðsýnn á vettvangi skáklistarinnar, ástsæll kennari og bæði framkvöðull og farsæll stjórnandi í menntamálum. Hann var smávaxinn og fínlegur en lyfti grettistaki, hann var hæversk- ur og hljóðlátur en orðin hans gerðu það allt í senn, að rista djúpt, fræða vel og lyfta huganum hátt. Hann lét sér aldrei nægja að vera þjóðkunnur og metinn af fjölþættum verkum sínum hér á landi og víðar. Hann var einnig máttarstólpi fjöl- skyldu sinnar, leiðtogi í systkina- hópi, hrókur alls fagnaðar á ættar- samkomum og hvetjandi til aukinna samvista allt eins og faðir hans, Arnlaugur Ólafsson, þremur ára- tugum fyrr. Hann fylgdist glöggt með bamabömunum og litlu lan- gafabami og var þeim ætíð vinur í verki sem orðum. Guðmundur var ljóðelskur maður og skrifaði á góðum stundum gjarn- an Ijóð eða ljóðabrot þeirra skáida, sem hann mat mest, fyrir ættmenni og vini. Á kveðjustund í Dómkirkj- unni í dag munu hljóma af vöram ungmennaskarans orð náttúrafræð- ingsins Jónasar Hallgrímssonar, en þau valdi Guðmundur sjálfur. Smávinir fagrir, foldar skart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvert ððru að segja frá. Þeir sem syngja era kór Mennta- skólans við Hamrahlíð og Hamrahlíð- arkórinn en fátt þótti honum vænna um á glæsilegum brautryðjendaárum við Hamrahlíð en það fjölmennta- starf sem stjómandi kóranna, Þor- gerður Ingólfsdóttir, byggði upp. Hann tók vel á móti ungu tónlistar- konunni sem leitaði til hans á upp- hafsárum MH, vann ötullega að því að koma á tónlistarbraut við skól- ann, studdi kórinn með ráðum og dáð og fylgdi honum á ferðum hans víða um landið okkar og önnur lönd. Honum þótti vænt um það þegar bamabömunum hans fjölgaði í kóm- um og ógleymanleg gleðistund var sumarkvöldið 1995 sem kórinn kom syngjandi eftir götunni til að heiðra hann og samgleðjast vegna_ heiðurs- doktorsnafnbótar Háskóla íslands. Eins og fram hefur komið lauk Guðmundur cand. mag. prófí frá Kaupmannahafnarháskóla í stærð- fræði með aukagreinar eðlisfræði, efnafræði og stjömufræði. Hann hlaut styrk til náms fyrstu árin en gerði síðan hlé á námi að fyrri hluta loknum til að afla fjár til að kosta áframhaldandi nám sitt. Svo gæfu- samlega vildi til að þau ár, 1936- 1939, stundaði hann kennslu við Menntaskólann á Akureyri og hóf þar með þann farsæla kennsluferil sem mikill fjöldi nemenda þakkar. Akureyrarárin vora honum minnis- stæð og hann hefur skrifað nokkuð um þau, ekki síst um skíðaferðir sín- ar og aðrar göngur með samstarfs- mönnum og vinum. Að loknu cand.mag. prófí 1942 kenndi hann við danska menntaskóla til styijald- arloka. Á Kaupmannahafnarárum hans var hann virkur í ýmsum félagsmál- um. Honum stóð til boða að velja milli íslenska og danska landsliðsins á Ólympíumótinu í skák í Buenos Aires 1939. Þar valdi hann hið ís- lenska og hefur skrifað um ferð þeirra félaga yfir hafíð. Þá tók Guðmundur mikinn þátt í starfí Félags íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn og var um skeið formaður þess. Saga þess félags er merkileg og hefur verið skráð en fá skeið trúi ég að séu eins merk í henni og ár síðari heimsstyij- aldarinnar þegar Danmörk var her- tekin, Kaupmannahöfn myrkvuð og lítið sem ekkert samband við ísland. Þá hélt Stúdentafélagið kvöldvökur á hálfsmánaðar fresti undir stjóm þeirra Jóns Helgasonar og Jakobs Benediktssonar og gaf út ritið Frón sem flutti greinar um íslensk málefni og menningu. Guðmundur tók mikinn þátt í þessu starfi og vinátta frá Hafnaráram var honum kær. Einnig var vinátta við skólafélagana úr MR, ekki síst stúdentana frá 1933, mikil og traust alla tíð. í Kaupmannahöfn kynntust þau Guðmundur og Halldóra Ólafsdóttir en hún lagði stund á framhaldsnám í geðhjúkran. Þau giftust þar og eignuðust elsta bamið Ólaf. Skömmu eftir heimkomu með Esjunni 1945 fæddist yngri sonurinn Amlaugur. Eftir að fjölskyldan hafði komið sér vel fyrir í húsi föður hans á Öldu- götu 25, sem hann hafði reyndar sjálfur tekið þátt í að byggja sumar- ið 1934, fæddist dóttirin Guðrún. Er leið á sjöunda áratuginn fóra tengdabörnin að birtast og nú er senn von á tólfta afkomanda þeirra hjónanna. Halldóra lést haustið 1978. Ég minnist hamingjuríkra stunda á heimili tengdaforeldra minna og hversu opnum örmum þau tóku mér þegar mín eigin móðir lá á banabeði og lést. Þau vora mér bæði sem bestu foreldrar og vinir alla tíð og bömin okkar nutu gjö- fulla samskipta við þau hvert á sinn hátt. Störf Guðmundar um miðbik ævinnar vora margvísleg. Umfangs- mest er kennsla hans í stærðfræði og eðlisfræði við Menntaskólann á Akureyri, Menntaskólann í Reykja- vík og Menntaskólann við Hamrahlíð en einnig við Háskóla Islands og síð- ar Kennaraháskóla íslands. Þá má ekki gleyma þáttum hans í sjónvarpi þegar stærðfræðikennslan var ein- mitt að byija að losna úr viðjum alda- gamalla og úreltra hefða. Hann var glöggur á það sem skipti máli í stærðfræðinámi og lagði áherslu á að kennsla yrði ætíð að efla og styrkja hugsun nemenda. í sjónvarp- inu kynnti hann nýjungar á lipran og áhugaverðan hátt og var ásamt fyrrverandi forseta voram, Vigdísi Finnbogadóttur, einn fyrsti kennari í íslensku sjónvarpi. Jafnframt þessu gegndi Guðmundur ýmsum trúnað- arstörfum um langt skeið sem ritari raunvtsindadeildar Vísindasjóðs, prófsemjandi í eðlisfræði innan landsprófsnefndar, námstjóri í stærðfræði og fulltrúi menntamála- ráðuneytisins í norrænum nefndum um skólamál. • Nafni hans mun þó verða haldið lengst á lofti vegna brautryðjanda- starfa í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Hann réðst til starfa sem rektor 1965 og kynnti sér skólamál erlend- is fyrsta árið ásamt því að vinna undirbúningsstörf, m.a. í samstarfí við arkitekt skólans, Skarphéðin Jó- hannsson, en frá upphafí var ákveð- ið að skólabyggingin skyldi gera kleift að reyna nýjar leiðir í mennta- skólanámi. Farið var af stað með völdum en fámennum hópi kennara og jafnframt því að leiða fyrsta hóp- inn til stúdentsprófs vorið 1970 var hugsað og hugsað um það á hvem hátt mætti gera menntaskólann bet- ur færan um að veita ungu fólki skilyrði til að vaxa að visku og dáð og njóta gleðinnar við það að leggja sig fram á allan hátt í námi. Guð- mundur brýndi reyndar frá upphafí fyrir mönnum vökulleika og mann- dóm. í fyrstu skólasetningu Mennta- skólans við Hamrahlíð hinn 24. sept- ember 1966 sagði hann: „í stað and- legra ígulkera ótal skólabóka er okk- ur þörf manna með hvassan skiln- ing, haga hönd og opinn huga — að ógleymdu hjartanu sanna og góða — manna sem aldrei dettur í hug að þeir séu full lærðir, en sífellt halda áfram að auka við þekking sína og skilning." Árið 1972 var tímamótaár. Snemma árs mátti sjá stóran hóp fullorðins fólks streyma að Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Eitt áhugamála Guðmundar hafði verið að ryðja úr vegi nátttröllabjörgum lokaðra námsbrauta sem skólakerfíð var þá fullt af. Honum fannst ekki rétt að greint fólk og áhugasamt skyldi ekki eiga þess kost að bæta við menntun sína svo langt sem það hefði orku og áræði til. Og kallinu var svarað með þeim mikla fjölda sem mætti til kynningar á öldunga- deild við MH. Nýr kafli var hafinn í menntun þjóðarinnar. Síðar á þessu sama ári komu til náms við skólann fyrstu nemendur áfangakerfísins samfara því að síð- ustu nemendur bekkjakerfísins hófu sitt næstsíðasta námsár. Áfanga- kerfið þróaðist á komandi árum og reynt var að sníða annmarka af jafn- óðum. Það var skapað hérlendis þótt vissulega væri reynt að læra af öðram það sem nýta mátti. Guð- mundur var í sköpun þess framkvöð- ull og einstakur stjórnandi öflugs hóps samkennara, bæði þeirra sem með honum unnu að hönnun kerfis- ins og okkar hinna sem bragðumst við tillögum og tókum þátt í að koma þeim í framkvæmd. Ég var svo gæfusöm að starfa með tengda- föður mínum við Hamrahlíð á þess- um áram. Honum hafði ég aldrei kynnst sem nemandi en örlögin höfðu hagað því þannig að ég var að ljúka námi í stærðfræði og sögu þegar ég tengdist fjölskyldu hans. Við áttum því mörg sameiginleg áhugamál og störfuðum saman að ýmsum verkum. Mér er í minni glöggskyggni hans þegar áfangakerfið var komið nokk- uð á legg og sjá mátti hættuna af því að búta nám niður í óskylda áfanga eða námskeið. Þá bjó hann til lokaáfanga fyrir þá nemendur sem mest lærðu í stærðfræði þar sem hann veitti þeim yfirsýn, knúði þá til að tengja saman þekkingar- brotin, opnaði þeim skilning á marg- víslegum venslum innan stærðfræð- innar og gaf þeim viðameiri og áhugaverðari verkefni að glíma við en þeir höfðu fengið áður. Mér gafst kostur á að kenna þennan áfanga með honum og síðar í fjarveru hans. Ég held að viða skorti slíka áfanga í okkar skólakerfí í dag — stund og stað til að ná áttum og dýpka skilning sinn en Guðmundur Arn- laugsson skildi mjög vel gildi þess. Vorið 1980 lét Guðmundur af störfum við Menntaskólann í Hamrahlíð þótt hann sinnti áfram íjölmörgurn verkefnum einkum skriftum eins og upphafsorðin gefa skýrt til kynna. Hann átti þá enn eftir mörg gæfurík ár og naut þess að lifa heilsusamlegu lífí, ganga, synda og ferðast. Þar naut hann samvista við Öldu Snæhólm og vin- áttu hennar öll árin og þau ferðuð- ust víða, meðal annars vegna dóm- arastarfa Guðmundar á alþjóðlegum áskorendaeinvígum skákmeistara. Einnig dvöldu þau árlega á Spáni og nutu þeirra dvala. Alda studdi Guðmund vel í veikindum hans og færam við henni alúðarþakkir fyrir. Einnig eru sendar kærar þakkir til læknis og alls hjúkranarliðs á krabbameinsdeild Landspítalans. Margir munu segja að Guðmund- ur Arnlaugsson lifí í verkum sínum og það er rétt. En hann lifir einnig í ást og virðingu okkar allra sem nutum þess að eiga hann að læriföð- ur, vini og velgjörðarmanni. Og svo mun lengi verða, Einlægar þakkir og far þú í friði, ástkæri tengdafaðir minn. Anna Kristjánsdóttir. Guðmundur Arnlaugsson fyrrver- andi menntaskólarektor, dósent og heiðursdoktor við Háskóla íslands, er látinn, 83 ára að aldri. Guðmund- ur gekk í fararbroddi skólamanna landsins á langri og viðburðaríkri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.