Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
3 BRÉF TIL BLAÐSINS
I
' Hvers vegna treysti
ég Biblíunni?
I
í
í
4
i
4
í
i
i
i
i
i
<
i
I
(
(
(
(
(
(
Frá Gregory Aikins:
UMRÆÐAN innan kirkjunnar um
homma og lesbíur hefur vakið at-
hygli mína. Fyrst og femst vegna
þess hvað hún sýnir hve lítið traust
menn bera til Biblíunnar. Biblían
er bók sem mikið er rætt um, en
oftast án þess að fólk hafi lesið
hana alla. Fólk fer meira að segja
oft að mínu mati illa með bók bók-
anna og misnotar hana sér í hag
hvort sem það er að reyna að sanna
kenningar sínar eða afsanna gildi
Biblíunnar sjálfrar.
Mig langar að segja frá nokkrum
rökum fyrir því hvers vegna ég
treysti því sem Biblían segir, orð
fyrir orð, og af hverju ég hef byggt
allt mitt líf á boðskap hennar.
Ég trúi Biblíunni sem orði Guðs
vegna þess að:
1) Hún hefur sýnt sig að vera
trúverðug í gegnum aldirnar, enda
hefur hún breytt lífi milljóna manna
til hins betra. Hins vegar hafa
bæði einstaklingar og þjóðir sem
hafa óhlýðnast Biblíunni gert það
sjálfum sér til tjóns.
2) Handrit Biblíunnar sem við
eigum eru elstu og áreiðanlegustu
handrit fornalda.
3) Biblían hefur verið vandlega
þýdd í gegnum aldirnar.
4) Upprisa Jesú Krists er best
sannaða staðreynd sögunnar og
Jesús staðfesti að öll Biblían er orð
Guðs.
5) Fornleifafræðin hefur aldrei
afsannað neinar staðhæfingar í
Biblíunni.
6) Trú á það sem hún segir hef-
ur breytt lífi mínu til hins betra og
reynst mér trúverðug í hvert skipti
sem ég hef reitt mig á hana.
Mér er þess vegna nákvæmlega
sama um hvað kirkjustofnun eða
kirkjudeild segir um homma og
lesbíur. Að stunda samkynhneigð-
arkynlíf er rangt, ekkert annað.
Siðferðilega er þessi hegðun röng,
hvað sem menn segja. Biblían talar
mjög skýrt, hún kallar þessa hegð-
un „kynvillu“ og „ranglæti“. Þeir
sem stunda svona líferni munu ekki
ganga inn í Guðs ríki. Hún segir
líka að það sé von fyrir kynvillinga.
„Og þetta voru þér, sumir yðar.
En þér létuð laugast, þér eruð helg-
aðir, þér eruð réttlátir fyrir nafn
Drottins Jesú Krists og fyrir anda
vors Guðs.“ (I Korintubréf 6:11).
Fólk sem er hneppt í þrældóm þess-
arar syndar þarf að losna við hana,
alveg eins og aðrir þurfa að losna
við syndir eins og hórdóm, ljúg-
vitni, ofdrykkju og svo framvegis.
Margt fólk hefur einmitt frelsast
undan kynvillu. Þegar við gefumst
Jesú Kristi sem okkar persónuleg-
um frelsara og Drottni frelsar hann
okkur undan synd og gefur okkur
getu til að vinna sigur á hvaða
slæmri hegðun sem er.
Á okkar dögum er það mikið í
tísku að mæla hlutina út frá því
sem manni finnst eða út frá eigin
löngunum, en ekki út frá siðferði-
legum lögmálum. Við eigum öll
ýmsar tilhneigingar sem við verðum
að beijast á móti af því að þær
stafa af okkar eigin girndum. Við
verðum að byggja líf okkar í kring-
um lögmálsbunda þungamiðju, sér-
staklega í siðfræði. Málið er að
þegar við leyfum tilfinningum okk-
ar að ráða ferðinni erum við orðin
eins og stjórnlaust skip sem hrekst
fyrir vindi og straumum.
Þessi umræða um samkyn-
hneigða snýst ekki fyrst og fremst
um jafnrétti. Hún snýst í rauninni
ekki heldur um pólitík. Kjarni máls-
ins er hvað er rétt og hvað er rangt.
Ég kýs að standa þar sem Biblían
stendur í þessu máli. Þetta hefur
alltaf reynst mér öruggt og árang-
ursríkt. Ég vona að sem flestir
muni standa með mér á þessum
góða grunni.
GREGORY AIKINS,
prestur og starfsmaður hjá samtökun-
um Greater Europe Mission.
LÍN er ekkert grín
Frá Herdísi Hallmarsdóttur:
Lánasjóðurinn - félagslegur
jöfnunarsjóður?
Hlutverk Lánasjóðs íslenskra
námsmanna er að tryggja náms-
mönnum tækifæri til náms án tillits
til efnahags eins og fram kemur í
1. gr laga um
Lánasjóð ís-
lenskra náms-
manna nr.
21/1992. í dag
búa þeir náms-
menn, sem þurfa
að framfleyta
sér á námslán-
um, við það
óréttlæti að fá
lánin greidd eftir
að þeir skila námsárangri. Það
fýrirkomulag neyðir námsmenn til
að leita á náðir bankanna og sækja
þar um yfirdráttarlán til að brúa
bilið þar til þeir hafa náð að skila
þeim námsárangri er LÍN krefst.
Þeir þurfa þannig að bera vaxta-
kostnað af yfirdráttarlánum og get-
ur sá kostnaður hæglega orðið allt
að fimmtíu þúsund krónur á ári ef
námsmaður þarf að dreifa námi
sínu yfir allt árið.
Ekkert námssvigrúm veitt
Eftirágreiðslukerfið byggist á því
að 100% námsárangri sé skilað fyr-
ir hvert misseri. Þeir sem mest eiga
undir námslánum komið sér til
framfærslu, eins og t.a.m barnafólk
og fólk utan af landi, þurfa oft að
taka á sig umtalsverða fjárhagslega
áhættu með yfirdráttarskuld. Lítið
sem ekkert má koma upp á próf-
tíma. Hvorki námsmenn sjálfir né
börn þeirra mega veikjast á þessum
tímabilum sem oft tengjast bæði
kvíða og álagi — þáttum sem oft
stuðla að því að heilsan gefur sig.
Óvissan um framfærsluna er heldur
ekki til að bæta aðstæður til náms-
ástundunar. Fall á prófi getur haft
það í för með sér að námsmaður
hrökklist frá námi og neyðist til að
hefja launavinnu um leið, ef hann
á ekki að láta vaxtaskuld við banka
vinda upp á sig. Skiptir hér engu
hvort námsmaður er að hefja nám
eða er á seinni stigum þess.
Þessi kjör eru óviðunandi og þjóð-
inni til skammar að búa þannig að
æsku sinni.
Námsmönnum fækkar í kjölfar
breyttra lánasjóðslaga
í kjölfar breytinganna á sjóðnum
1992 hefur lánþegum hjá lánasjóðn-
um fækkað. Mest ber á fækkun
barnafólks, einstæðra foreldra og
fólks utan af landi — þeirra sem
mest þurfa á aðstoð sjóðsins að
halda. Þetta fólk treystir sér ein-
faldlega ekki lengur til að axla þá
fjárhagslegu áhættu sem það hefur
í för með sér að taka námslán. Af
þessu ætti að sjást gleggst hversu
illa hefur tekist til við að tryggja
jafnræði til náms án tillits til efna-
hags.
Námsmenn hafa aldrei krafist
þess að fá námslán án þess að þeir
þurfi að sýna árangur í námi. Hins
vegar er þörf á að veita námsmönn-
um svigrúm, þannig að þeim sé
gefið færi á að skila námsárangri
á ársgrundvelli. Jafnframt er gerð
sú sjálfsagða krafa að námsmenn
fái greidd út námslán mánaðarlega
eftir fyrsta misseri.
HERDÍS HALLMARSDÓTTIR,
fulltrúi stúdenta í stjóm LÍN.
Lasep Expnession Penfium
Laser tölvurnar hafa verið á íslenskum markaði lengur en
nokkur önnur PC - samhæfð tölvutegund, eða frá árinu 1986.
1I//LASER
computer
16mb vinnsluminni • 1,2 gb
harður diskur • 8 hraða geisladrif
16 bita hljóðkort • 80w hátalarar
14" litaskjár»Windows95*
Windows 95 lyklaborð •
Microsoft mús.
100 mhz. 1Z3.9Q0 stgr.
133 mhz. 134.900 stgp.
1 , ■>'■ k* m * * * * #*'# / 1 1 t I I t ,
I!! ;1l o I
Heimilistölvan er nýjasta heimilistækið og býður upp á ótal möguleika til gagns og
gamans fyrir alla fjölskylduna. 10 ára traust reynsla af Laser heimilistölvum hér á landi
er trygging fyrir góðri endingu - og verðið er mjög gott!
Heimilistæki hf
TÆKNI-OG TÖLVUDEILD
SÆTÚNI 8 • SlMI 569 1500 • http://www.ht.is
Kynnið ykkur málið betur og lítið inn til okkar!