Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16.- NÓVEMBER 1996 43 MINNIIMGAR ALBERT INGIBJARTSSON + Albert Ingi- bjartsson var fæddur á Sólhjöll- um, litlu húsi á mótiim Urðarveg-ar og Engjavegar á ísafirði, hinn 11. febrúar 1929. Hann andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísafirði 11. nóvem- ber - síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjartur Ingimundarson og Bjarnfríður Jóns- dóttir. Albert átti sex systkini, þau Anton. Ágúst, Guðna, Helgu og Guð- mund. Eftir lifa Guðni á ísafirði, Jón í Keflavík og Helga í Sandgerði. Albert kvæntist Kristinu Sveineyju Bjarnadóttur í júní- mánuði árið 1955 og eignuðust þau þrjú börn; Benedikt Bjarna, Fríðu Kristínu og Auði Jón, Erlu. Sonurinn Bjarni eins og hann er alltaf kallaður er giftur Guðrúnu Guðbjartsdóttur og eiga þau fjögur bðrn, Guðbjart Atla, Guðjón Pál, Auði Erlu og Krist- inn Snæ. Fríða er gift Herði Kristj- ánssyni og eiga þau fjóra syni, Hauk Má, Jón Albert, Hörð Pál og Auðun Birgi. Auður eign- aðist tvær dætur, Sveineyju, dóttur Jónssonar, og Erlu Björku, dóttur Pálmars Gunn- arssonar. Auður Erla og yngri dóttirin Erla Björk fórust í flugslysi 5. apríl 1986. Utför Alberts fer fram frá ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kristinu Baldurs Það var stórt skarð rofíð í kunn- ingjahópinn á Hlíf á ísafírði og fjöl- margra annarra vina Alla Ingibjarts mánudaginn 11. október síðastlið- inn. Rétt eins og hendi væri veifað var hann hrifinn frá okkur góður, kátur og einlægur vinur, og það rétt fyrir fótaferðartíma svo ekki fengum við almennilega tækifæri til að kveðja hann. Ekki fór Albert þó án þess að gera vart við sig, því börnin hans vöknuðu bæði klukkan fjögur þessa sömu nótt, óafvitandi hvers vegna, og hvaða fréttir biðu þeirra fjórum tímum seinna. Albert Ingibjartsson var fæddur í Sólhjöllum við Urðarvegsbrekkuna á ísafirði og því sannkallaður Hlíð- arpúki. Þar eignaðist hann góða vini og var margt brallað í Hlíðinni á þeim dögum. Strákarnir hans Vil- hjálms, Veturliða og Jóns Andr- éssonar, krakkarnir á Hlíðarenda, tilheyrðu þessum hópi. Það væri óðs manns æði að telja upp allan þann fjölda vina sem Alli eignaðist í gegn- um árin, bæði sem frjálsíþrótta- og knattspyrnumaður og í gegnum sína atvinnu. Allur sá vinafjöldi geymir minninguna um þann góða dreng sem Alli hafði að geyma og hann rifjaði oft upp góðar samverustund- ir með kunningjunum í samræðum við börnin sín og tengdabörn. Foreldrar hans, Ingibjartur Ingi- mundarson og Bjarnfríður Jónsdótt- ir, voru fólk af gamla skólanum, og unnu hörðum höndum við uppeldi barna sinna sjö, við erfiðar aðstæð- ur og þröngan húsakost. Þrátt fyrir lítil efni, var ávallt gáski í loftinu á litla heimilinu og músíkgáfunni miðlaði móðirin af samviskusemi til barna sinna. Músíkkennslan í föðurhúsum ásamt gáskanum og léttleikanum hefur fylgt þeim systkinum alla tíð síðan. Alli Ingibjarts, eins og flestir þekktu hann, var þar engin undan- tekning. Lítt spilaði hann þó á hljóð- færi, en væri honum réttur einhver slíkur gripur var hann ekki lengi að finna út hvernig fá mætti úr honum laglínu. Alli stundaði ýmsa vinnu um ævina, bæði á sjó og landi. Einna lengstan feril átti hann þó hjá Mjólk- ursamlagi ísfirðinga þar sem hann starfaði um áraraðir. Þar eignaðist hann góða vini eins og víðar á lífs- leiðinni. Albert var vel tekið af fjölskyldu Kristínar, konu sinnar, systkina- hópnum og sér í lagi af tengdafor- eldrunum, Bjarna Hanssyni og Kristínu Jóhannsdóttur. Með þeim átti hann margar góðar stundir, líka eftir að upp úr hjónabandi hans og Kristínar slitnaði, þar varð aldrei til nein óvild eða hatur. Ég kynntist Alla fyrst sem vænt- anlegur tengdasonur á vordögum 1974. Þá var hjónaband hans orðið brothætt og stutt í að til sambúðar- slita drægi. Ég fann fljótt að Alli var sú manngerð sem vildi eiga alla menn að vinum sínum. Aldrei heyrði ég frá honum styggðaryrði í minn garð, jafnvel þó í odda skærist er Alli missti um tíma fótanna í hinum eilífa lífsdansi. Eftir að leiðir okkar Fríðu dóttur hans tvinnuðust saman varð sambandið við Alla stöðugt nánara. Fljótlega varð hann heima- gangur á okkar nýstofnaða heimili á Seljalandsveginum. Og er lífið virtist ætla að tæmast af allri gleði fyrir augum hans, varð það til þess að hann varð heimilisfastur hjá okk- ur til margra ára og fylgdi okkur eftir sem skugginn við hver búsetu- skipti. Það væri rangt að segja að það hafí ávallt verið dans á rósum. Vissulega tók það á strengdar taug- ar ungs fólks með vaxandi fjöl- skyldu að glíma við allt það mót- læti er virtist íþyngja Alla um tíma. Þá kom Guðmundur heitinn bróðir hans til skjalanna. Hann var glettinn stríðnispúki, rétt eins og Alli yngri bróðir hans, og þeim kom vel sam- an. Gummi kunni ráð sem dugði til að koma Alla aftur á rétta sporið í lífinu og fékk hann til að fara á togarann Júlíus Geirmundsson. Á Júlíusi varð Alli aftur eins og hann átti að sér að vera, enda óx vinahóp- urinn hröðum skrefum þar um borð. Þó stundum reikaði Alli út af spor- inu náði hann fljótlega áttum aftur og vinátta hans, gleði og leikur við börn okkar munu örugglega fylgja okkur öllum þar til við hittum hann á ný. Alli var viðkvæm sál og því fékk fráhvarf bróður hans, Agústs og síðan skilnaður nokkru seinna mikið á hann. Ekki var það heldur til að hjálpa viðkvæmri sál er ein helsta hjálparhellan á þeim tíma, Guð- mundur bróðir hans, dó snögglega eftir að hafa eytt með honum skemmtilegri kvöldstund í Gúttó. Ekki létu örlögin Alla í friði þó þá væri þegar mikið á hann reynt. Aftur var gripið í taumana á harka- legan hátt 5. apríl 1986 og missti hann þá dótturina Auði Erlu og kornunga dótturdóttur Erlu Björku í hræðilegu flugslysi í Ljósufjöllum. Þetta var honum sem og öllum öðr- um aðstandendum þungur baggi að rogast með. Eftir lifði eldri dóttir Auðar, hún Kristín Sveiney sem hefur æ síðan verð hluti af fjölskyld- um Fríðu og Bjarna í Hnífsdal, þó hún hafi átt sitt fasta heimili í föð- urhúsum í Reykjavík. Þrátt fyrir allt var það kannski barnslega gleð- in og manngæska Alla sem átti ekki hvað sístan þátt í að hjálpa eftirlifandi systkinum, börnum þeirra, Stínu litlu og mökum að tak- ast á við lífíð á nýjan leik. Það eru ófáar stundirnar sem Alli sat og spilaði við okkur tengda- bðrnin, börnin og barnabörnin. Hann hafði mikið yndi af spilum. í spilamennskan sameinuðust þrír bræður í órjúfandi vinskap, þá oft með öðrum spilamönnum til að fylla fjögur pláss við borðið. Alli, Guðni og Toni sátu margan daginn og margt kvöldið að spilum með góðum vinum. Ekki var Alli þó með sinn fasta sess við borðið fyrst í stað, en er bróðirinn Anton hvarf yfir móðuna miklu myndaðist skarð í vinahópinn sem sjálfgefið var að Alli yrði að fylla. Hann stóð þar sína þligt og var sannkallaður vinur vina sinna. Þ6 Alli ætti fast athvarf hjá börn- um sínum um árabil fannst honum án efa að sér væri þar á einhvern hátt ofaukið. Herbergi á Hernum á Mánagötunni var lítill ánægjuauki en er hann fékk úthlutað íbúð á Hlíf varð hann allur annar maður. Óhætt er að segja að hann hafi gjör- breyst við þau umskipti. Þá gat hann loksins eftir fjölmörg ár sýnt okkur hinum hvað hann gat og kunni. Á örskömmum tíma bjó hann sér þar til bráðmyndarlegt heimili, sér og sínum til mikils sóma. Ekki stóð þá á honum að endurgjalda okkur þá gistingu er hann taldi sig hafa notið á okkar heimili. Auðunn GUÐRIÐUR EIRÍKSDÓTTIR + Guðríður Eiríksdóttir fæddist í Efri-Gróf í Vill- ingaholtshreppi 30. desember 1909. Hún lést 25. október síð- astliðinn og fór útftfr hennar fram frá Keflavikurkirkju 1. nóvember. Mig setti hljóða þegar ég frétti að Gaua vinkona mín væri látin. Þótt ég vissi að þetta væri fram- undan er maður aldrei viðbúinn því að góðir vinir kveðji. Minning- arnar koma upp í hugann. Okkar fyrstu kynni voru þegar ég kom sem unglingur að Vesturkoti á Skeiðum og dvaldi hjá fósturforeld- rum hennar mörg sumur og var strax tekin sem ein af fjölskyld- unni. Þessi vinátta sem þarna varð hefur haldist í öll þessi ár. Nú þakka ég henni samfylgdina og ekki síst fyrir allt sem hún og Jó- hann maður hennar gerðu fyrir mig þegar ég missti son minn. Voru þá ófáar ferðir sem þau hjón- in buðu mér um landið til að gleðja mig og stytta mér stundir. Bið ég Guð að blessa þig, kæra vinkona. Hafðu þökk fyrir allt. Fjölskyldu hennar votta ég samúð mína og bið þeim Guðs blessunar. Agústa Hróbjartsdóttir, (Gústa). Birgir sonur okkar var mest þeirrar gæfu aðnjótandi og kunni hann vel að meta gæsku afa síns á Hlíf. Loksins þegar birta virtist vera að glæðast í lífi Alla gripu örlögin enn í taumana, rétt eins og þau gætu ekki látið þennan sómamann í friði. Snöggt hjartaáfall í vor leyfði honum augnablik að líta yfír í ann- an heim en hann var ekki á því að gefa þessa veröld upp á bátinn. Eftir stutta sjúkralegu stóð Alli upp á ný og nú aftur sem nýr maður. Áratuga reykingar gaf hann upp á bátinn og fór að iðka gönguferðir og hjólreiðar í gríð og erg. Hann virtist una hag sínum sem aldrei fyrr og var þegar farinn að hlakka til næstu jóla. Við sem fylgdust með honum tókum þó eftir því að mæði var farin að sækja að honum án þess að það hringdi beint viðvörun- arbjöllum. Eg naut þess alloft á undanförn- um misserum að hafa Alla með mér sem félaga í ökuferðir í leiðöngrum sem blaðamaður. Oft vorum við ein- ir og var það sannarlega góður fé- lagsskapur. Alli þekkti nefnilega ótrúlegasta fólk og gott var að leita í smiðju til hans hvað það snerti. Síðastliðinn laugardag varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að fara með Alla í síðasta langa bíltúrinn í lífí hans. Ferðinni var heitið í gömlu smiðjuna á Þingeyri þangað sem Alli hafði aldrei áður komið. Hafði hann mjög gaman af að skoða öll gömlu áhöldin og tækin og fannst mikið til koma. Hafði hann á orði eftir að hafa þegið veitingar hjá þeim systkinum Katrínu og Kristj- áni og syni hans Róbert, að gaman hefði verið að haf a Pétur Haraldsson vélstjóra, einn af vinunum á Hlíf, með í ferðina. Þessi athugasemd hans segir kannski allt um Alla sem segja þarf. Honum fannst hann nefnilega alltaf þurfa að miðla öllu til annarra sem honum áskotnaðist í Iífínu. Hann var aldrei efnaður maður í veraldlegum skilningi því ef hann eignaðist eitthvað fannst honum ekkert sjálfsagðara en að miðla ættingjum og vinum af því meðan nokkuð var eftir. Hann var ávallt að hugsa um afkomu annarra og hugsaði mikið til barna sinna og barnabarna í þeim efnum. Þannig var hann af veikum mætti alltaf tilbúinn að gefa sinn hlut í verald- legum gæðum en fann þó ávallt til vanmáttar síns hvað fjárhag snerti. Það eru þó ekki hans veraldlegu eigur sem koma til með að skipta sköpum fyrir okkur sem eftir stönd- um því hann skildi miklu meiri verð- mæti eftir en það. Manngæska, grín, gleði og einlæg vinátta er það sem Alli skilur eftir fyrir eftirlifandi börn sín og barnabörn, systkini og góða vini á Hlíf og víðar um ókomna tíð. Það eru verðmæti sem aldrei verða seld burt úr bænum og þeim getur enginn stolið frá okkur. Alla er sárt saknað af börnum sínum, tengda- börnum, barnabörnum, systkinum og vinum. Öll minnumst við einlægs vinar sem aldrei lærði að bðlva. - Blessuð sé minning hans. Htfrður krisljánsson. f ófatett í miklu úrvali fófa*ett,horroófar Cínni? íófa^ett 3+2 Vöndud gæðahúsgöqn á goou verði! CRAFT OF SWEDEIM Undirföt fyrir útivistarfólk Heimsþekktur sænskur undirfatnaður, sem færir líkamsrakann frá húðinni og heldur henni þurri. Þér líður vel í CRAFT OF SWEDEN, hvab sem á dynur. Verðið er frábært: Peysur fró kr. 2.150 Buxur fra kr. 2.290 Samfestingar fró kr. 3.980 CRAFT OFIWEOEN - listin aö klæða sig rétt UTIVISTARBUÐIN við Umferðarmiðstöðina Sími: 551 9800 og 551 3072 Fæst einnig í Toppmenn og sport, Akureyri OpÍðL frakl.lO.OO- fZShúsqöqn Hjá okkur eru Visa- og Euroraö- samningar ávísun á staðgreidslu Armúla 8 - 108 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.