Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 14
?, f t vwivTjftvr *t wv't a-a t n*it, i
14 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Samheiji og dótturfélög sameinuð í eitt félag með um 7,8 milljarða króna veltu
MESSUR
Hagnaður af rekstri
síðasta árs 553 milljónir
Félagið verður skráð á almennum
hlutabréfamarkaði í byrjun næsta árs
SAMHERJI og dótturfélög verða sameinuð í eitt félag fyrir áramót. Félag-
ið verður að því loknu, í upphafi næsta árs, skráð á almennum hlutabréfa-
markaði. Hagnaður af rekstri félaganna var 553 milljónir króna á síðasta
ári. í fyrstu verða hlutabréf á Opna tilboðsmarkaðnum en síðar á Verð-
bréfaþingi íslands. Fyrstu skrefin á verðbréfamarkaðnum hafa þegar
verið tekin en nú stendur yfir 300 milljóna króna skuldabréfaútboð sem
Landsbréf-Akureyri og útibú Landsbankans á Akureyri sjá um, en þetta
er fyrsta útboðið sem skrifstofa Landsbréfa á Akureyri annast.
„Við teljum að þetta gefi okkur
aukna möguleika til lengri tíma lit-
ið,“ sagði Þorsteinn Már Baldvins-
son, framkvæmdastjóri Samherja,
en eigendur fyrirtækisins kynntu
sameiningu Samheija og tengdra
fyrirtækja sem og afkomutölur á
fundi í gær.
Umfangsmikill rekstur
Dótturfélög Samherja hér á landi
eru Strýta, Söltunarfélag Dalvíkur,
Eyrarfrost, Hamar, Stokksnes og
Oddeyri en í útlöndum á Samherji
eignarhlut í þremur félögum, De-
utsche Fishfang Union í Þýska-
landi, Framherja í Færeyjum og
nýlega keypti Samheiji Onward í
Bretlandi auk þess sem félagið rek-
ur söluskrifstofu þar í landi.
Samheijahópurinn rekur tíu
frystitogara, fímm ferskfísktogara,
tvö fjölveiðiskip, tvær rækjuverk-
smiðjur, eina sfldar- og loðnuvinnslu
og söluskrifstofu í Bretlandi. Veiði-
svæði fískiskipanna eru í íslenskri
fískveiðilögsögu, á Reykjaneshrygg,
í grænlenskri lögsögu, í norskri og
rússneskri lögsögu, í Smugunni, á
Flæmska hattinum, við Svalbarða,
í Norðursjó á Hatton banka og í
kanadískri lögsögu.
Besta árið í sögu félagsins
Hagnaður af rekstri Samheija
og dótturfélaga var 553 milljónir
króna á liðnu ári og veltufé frá
rekstri nam 815 milljónum króna.
Velta Samheijahópsins nam sam-
tals 6,5 milljörðum króna á liðnu
ári, þar af var veltan á íslandi 4,4
milljarðar, 400 milljónir í Færeyjum
og 1,7 milljarðar í Þýskalandi.
Áætlað er að veltan verði 7,8
milljarðar króna á þessu ári. Gert
er ráð fyrir að veltan verði 5,3 millj-
arðar á íslandi, þar af koma 2,8
milljarðar frá útgerð og 2,5 millj-
arðar frá landvinnslu. Aætluð velta
í Færeyjum er 400 milljónir á þessu
ári og í Þýskalandi 2,1 milljarður.
Nettóskuldir í árslok eru áætlaðar
um 3,4 milljarðar króna, þar af eru
skuldir á íslandi 3 milljarðar.
Þorsteinn benti á að svipaðar
aflaheimildir lægju að baki skulda
félagsins innanlands og utan, eða
riflega 21 þúsund tonn, en nettó-
skuldir væru þó rúmlega sjö sinnum
minni í útlöndum.
„Síðasta ár var okkur gjöfult,
reksturinn gekk vel og farsællega.
Þetta var besta árið í sögu fyrirtæk-
isins,“ sagði Þorsteinn Már, en
Samheiji er 13 ára gamalt fyrir-
tæki og hefur ávallt skilað hagnaði.
Kraftarnir nýttir á erlendum
vettvangi
Ekki liggur enn fyrir endanleg
ákvörðun um hvort eða hver hluta-
fjáraukning í Samheija verður, en
reynist vænleg tækifæri til vaxtar
í starfsemi þess gæti hlutafjáraukn-
ing orðið umtalsverð þegar á fyrsta
ári, jafnvel allt að einum milljarði.
Núverandi eigendur Samheija hafa
ekki í hyggju að selja bréf sín í
félaginu nema að litlu leyti. Þeir
vænta þess að nýir fjárfestar, ein-
staklingar, fyrirtæki og sjóðir sjái
sér hag í að kaupa hlutabréf í Sam-
heija og styrkja þannig rekstur
þess enn frekar, en gert er ráð fyr-
ir að kraftar starfseminnar verði
ekki síst nýttir á erlendum vett-
vangi á komandi árum.
Markmiðið með því að gera Sam-
heija að almenningshlutafélagi er
að taka þátt í þeirri þróun sem ein-
kennt hefur starfsemi íslenskra
sjávarútvegsfyrirtækja á síðustu
árum. Það hefur gert fyrirtækjun-
um mögulegt að bæta rekstur sinn,
aðlaga sig breyttum aðstæðum og
auka umsvif með stuðningi hluthafa
á breiðum grunni. Ekki síst þykir
mikilvægt að styrkja stöðu Sam-
heija með breiðri eignaraðild þar
sem framundan er harður slagur
um neytendur. Undanfarið hefur
fyrirtækið lagt mikla vinnu í að
tengja saman sjófrystingu og
áframhaldandi vinnslu í landi.
Morgunblaðið/Kristján
AÐALSTEINN Helgason, framkvæmdastjóri Strýtu, Þorsteinn
Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelms-
son, eigendur Samherja.
1995 1996
Upphæðir í milljónum króna Áætlað
Velta heima 4.400 5.300
1995 1996
Upphæðir í milljónum króna Áætlað
Velta heima 4.400_________5.300
Utgerð 2.800
Landvinnsla 2.500
Velta ytra* 2.500
n'Tæreyjum 400
íÞýskalandi 2.100
Heildarvelta 7.800
Nettóskuldir heima________ 2.757 3.000
Nettóskuldir ytra 400
Veltufé frá rekstri 815
Hagnaður 553
Aflaheimildir í íslenskri lögsögu 1996/97** 21.247 tonn
* Tölur vegna breska fyrirtækisins Onward Fishing eru ekki í þessari samantekt.
** Aflaheimildir ytra eru sist minni.
AKUREYRARKIRKJA: Sunnudaga-
skólinn verður kl. 11 í kirkjunni,
sunnudagaskóli Glerárkirkju kemur í
heimsókn. Hátíðarguðsþjónusta kl.
14 í tilefni af afmæli kirkjunnar.
Barnakór kirkjunnar tekur þátt í
messunni. Kvenfélag Akureyrarkirkju
verður með veislu, kaffí, brauðsölu
og lukkupokasölu í Safnaðarheimilinu
eftir messu. Eyvindur Erlendsson les
upp úr nýrri og eldri þýðingu Bibl-
íunnar kl. 17 á sunnudag. Bjöm Stein-
ar Sólbergsson leikur á orgelið. Biblíu-
lestur kl. 20.30 næstkomandi mánu-
dagskvöld í Safnaðarheimili. Mömmu-
morgun á miðvikudag frá kl. 10 til 12.
GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og
bænastund í kirkjunni kl. 11, laugar-
dag. Bamasamkoma kl. 11 á morg-
un. Guðsþjónusta verður kl. 14. Fund-
ur æskulýðsfélagsins verður kl. 17.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 11 á morgun, bænastund
kl. 19.30, almenn samkoma kl. 20.
Heimilasamband á mánudag kl. 16,
krakkaklúbbur fyrir 6 ára og eldri á
miðvikudag kl. 17 og Biblíulestur kl.
20.30. 11+ á fímmtudag kl. 17 fyrir
10 til 12 ára, hjálparflokkur kl. 20.30.
Flóamarkaður á föstudag, unglinga-
kór kl. 19.30 á föstudag og unglinga-
klúbbur kl. 20.
HVÍTASUNNUKIRKJ AN: Safn-
aðarsamkoma kl. 11 á sunnudag,
samkoma kl. 14, stjómandi verður
Ólafur Zóphoníasson, samskot til
kristniboðs. Krakkaklúbbur fyrir 10
til 13 ára kl. 17.30 á þriðjudag, Bibl-
íulestur og bænasamkoma kl. 20 á
miðvikudag, krakkaklúbbur á föstu-
dag kl. 17.15, unglingasamkoma kl.
20.30 sama dag. Vonarlínan, sími
462-1210, símsvari allan sólarhring-
inn með orð úr ritningunni sem gefa
huggun og von.
KAÞÓLSKA kirkjan, Eyrarlands-
vegi 26: Messa í dag, laugardag, kl.
18 og á morgun, sunnudag, kl. 11.
KFUM og K: Bænastund kl. 20.30
á sunnudag. Allir velkomnir.
ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Fjöl-
skyldumessa ki. 11 á morgun, sunnu-
dag. Mömmumorgun á miðvikudag
kl. 10 til 12.
SJÓNARHÆÐ, Hafnarstræti 63:
Sunnudagaskóli á morgun, sunnudag,
kl. 13.30 í Lundarskóla. Almenn sam-
koma á Sjónarhæð kl. 17. Ástjamar-
fundur kl. 18 á mánudag á Sjónar-
hæð, leikir og söngur. Unglingafund-
ur á fóstudag kl. 20.30 á Sjónarhæð.
Allir eru velkomnir.
Hátíðardag-
skrá á Dalvík
Dalvík. Morgunblaðið.
BÓKASAFN Dalvíkur gengst fyrir
hátíðardagskrá í dag í tilefni af
degi íslenskrar tungu og hefur
fengið til liðs við sig nemendur úr
Dalvíkurskóla.
Dagskráin verður fluttu á bóka-
safninu og eru hún tileiknuð Jónasi
Hallgrímssyni. Þar mun Halldór
Blöndal samgönguráðherra m.a.
flytja erindi um skáldið .
Dagur íslenskrar tungu
í Akureyrarkirkju
Á morgun, sunnudag, kl. 17.00 veröur
dagskrá í Akureyrarkirkju til kynningar á
nýrri Biblíuþýðingu sem nú er unnið að.
Dagskrá:
Þýðingin kynnt.
Upplestur: Eyvindur Erlendsson, leikari.
Orgelleikur: Björn Steinar Sólbergsson.
HIÐ ÍSLENSKA BIBLÍUFÉLAG
Blað allra landsmanna!
ffotgtutfelafrife
- kjarni málsins!
Atvinnumálaskrifstofan og Rannsóknarstofnun Háskólans
VIÐAMIKIL könnun á atvinnu-
lífinu á Akureyri og ýmsum
þáttum í rekstri fyrirtækja í
bænum verður gerð í næstu
viku. Að könnuninni standa
Atvinnumálaskrifstofan á Ak-
ureyri og Rannsóknarstofnun
Háskólans á Akureyri, en nem-
endur á öðru ári í rekstrar-
deild háskólans gera könnun-
inaþ Þeir munu einnig vinna
úr henni að hluta undir hand-
leiðslu rannsóknarstofnun-
arinnar.
Helgi Jóhannesson, for-
stöðumaður Atvinnumálaskrif-
stofunnar, segir að farið verði
í um 240 fyrirtæki á Akureyri
og verður hafist handa næst-
komandi mánudag, 18. nóvem-
ber. „Fyrirtækin í bænum eru
hluti af því háskólaumh verfi
sem hér er,“ segir Helgi. „At-
vinnulífið þarf því að taka
ákveðnu áreiti frá háskólanum
og við væntum þess að for-
Viðamikil
atvinnu-
könnun
svarsmenn fyrirtækjanna sem
farið verður í taki nemunum
með jákvæðum huga og
áhuga“.
Meðal þess sem könnunin
tekur til er mannaflagreining,
húsnæðisþörf, endurmenntun-
arþörf, stuðningsumhverfi,
viðhorf til þjónustu Akureyrar-
bæjar, markaðsmál atvinnulífs,
samvinnu fyrirtælya og hvort
áhugi sé fyrir slíkri samvinnu
og eins verður athugað hvort
vandamál og þá hvaða séu í
rekstrinum auk þess sem al-
mennt verður kannað hvernig
sé að reka fyrirtæki á Akur-
eyri.
Ástandið kannað
annaðhvert ár
Helgi segir að hugmyndin sé
að gera svipaða könnun annað-
hvert ár, en á milli sé ætlunin
að skoða ákveðna atvinnugrein
eða málaflokk nánar. „Könnun
af þessu tagi gefur okkur góðar
upplýsingar um ástand atvinnu-
mála í bænum og hvað helst
brennur á forsvarsmönnum
fyrirtækjanna,“ segir Helgi, en
þá er einnig ætlunin að koma
niðurstöðum til þeirra er málið
varðar. Viðhorfi sljórnenda
fyrirtækjanna til þjónustu Ak-
ureyrarbæjar verður þannig
komið til bæjaryfirvalda og
endurmenntunardeild Háskól-
ans á Akureyri mun fá þær nið-
urstöður úr könnuninni er snúa
að þörf fyrir endurmenntun svo
dæmi séu nefnd.