Morgunblaðið - 16.11.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.11.1996, Qupperneq 14
?, f t vwivTjftvr *t wv't a-a t n*it, i 14 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Samheiji og dótturfélög sameinuð í eitt félag með um 7,8 milljarða króna veltu MESSUR Hagnaður af rekstri síðasta árs 553 milljónir Félagið verður skráð á almennum hlutabréfamarkaði í byrjun næsta árs SAMHERJI og dótturfélög verða sameinuð í eitt félag fyrir áramót. Félag- ið verður að því loknu, í upphafi næsta árs, skráð á almennum hlutabréfa- markaði. Hagnaður af rekstri félaganna var 553 milljónir króna á síðasta ári. í fyrstu verða hlutabréf á Opna tilboðsmarkaðnum en síðar á Verð- bréfaþingi íslands. Fyrstu skrefin á verðbréfamarkaðnum hafa þegar verið tekin en nú stendur yfir 300 milljóna króna skuldabréfaútboð sem Landsbréf-Akureyri og útibú Landsbankans á Akureyri sjá um, en þetta er fyrsta útboðið sem skrifstofa Landsbréfa á Akureyri annast. „Við teljum að þetta gefi okkur aukna möguleika til lengri tíma lit- ið,“ sagði Þorsteinn Már Baldvins- son, framkvæmdastjóri Samherja, en eigendur fyrirtækisins kynntu sameiningu Samheija og tengdra fyrirtækja sem og afkomutölur á fundi í gær. Umfangsmikill rekstur Dótturfélög Samherja hér á landi eru Strýta, Söltunarfélag Dalvíkur, Eyrarfrost, Hamar, Stokksnes og Oddeyri en í útlöndum á Samherji eignarhlut í þremur félögum, De- utsche Fishfang Union í Þýska- landi, Framherja í Færeyjum og nýlega keypti Samheiji Onward í Bretlandi auk þess sem félagið rek- ur söluskrifstofu þar í landi. Samheijahópurinn rekur tíu frystitogara, fímm ferskfísktogara, tvö fjölveiðiskip, tvær rækjuverk- smiðjur, eina sfldar- og loðnuvinnslu og söluskrifstofu í Bretlandi. Veiði- svæði fískiskipanna eru í íslenskri fískveiðilögsögu, á Reykjaneshrygg, í grænlenskri lögsögu, í norskri og rússneskri lögsögu, í Smugunni, á Flæmska hattinum, við Svalbarða, í Norðursjó á Hatton banka og í kanadískri lögsögu. Besta árið í sögu félagsins Hagnaður af rekstri Samheija og dótturfélaga var 553 milljónir króna á liðnu ári og veltufé frá rekstri nam 815 milljónum króna. Velta Samheijahópsins nam sam- tals 6,5 milljörðum króna á liðnu ári, þar af var veltan á íslandi 4,4 milljarðar, 400 milljónir í Færeyjum og 1,7 milljarðar í Þýskalandi. Áætlað er að veltan verði 7,8 milljarðar króna á þessu ári. Gert er ráð fyrir að veltan verði 5,3 millj- arðar á íslandi, þar af koma 2,8 milljarðar frá útgerð og 2,5 millj- arðar frá landvinnslu. Aætluð velta í Færeyjum er 400 milljónir á þessu ári og í Þýskalandi 2,1 milljarður. Nettóskuldir í árslok eru áætlaðar um 3,4 milljarðar króna, þar af eru skuldir á íslandi 3 milljarðar. Þorsteinn benti á að svipaðar aflaheimildir lægju að baki skulda félagsins innanlands og utan, eða riflega 21 þúsund tonn, en nettó- skuldir væru þó rúmlega sjö sinnum minni í útlöndum. „Síðasta ár var okkur gjöfult, reksturinn gekk vel og farsællega. Þetta var besta árið í sögu fyrirtæk- isins,“ sagði Þorsteinn Már, en Samheiji er 13 ára gamalt fyrir- tæki og hefur ávallt skilað hagnaði. Kraftarnir nýttir á erlendum vettvangi Ekki liggur enn fyrir endanleg ákvörðun um hvort eða hver hluta- fjáraukning í Samheija verður, en reynist vænleg tækifæri til vaxtar í starfsemi þess gæti hlutafjáraukn- ing orðið umtalsverð þegar á fyrsta ári, jafnvel allt að einum milljarði. Núverandi eigendur Samheija hafa ekki í hyggju að selja bréf sín í félaginu nema að litlu leyti. Þeir vænta þess að nýir fjárfestar, ein- staklingar, fyrirtæki og sjóðir sjái sér hag í að kaupa hlutabréf í Sam- heija og styrkja þannig rekstur þess enn frekar, en gert er ráð fyr- ir að kraftar starfseminnar verði ekki síst nýttir á erlendum vett- vangi á komandi árum. Markmiðið með því að gera Sam- heija að almenningshlutafélagi er að taka þátt í þeirri þróun sem ein- kennt hefur starfsemi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á síðustu árum. Það hefur gert fyrirtækjun- um mögulegt að bæta rekstur sinn, aðlaga sig breyttum aðstæðum og auka umsvif með stuðningi hluthafa á breiðum grunni. Ekki síst þykir mikilvægt að styrkja stöðu Sam- heija með breiðri eignaraðild þar sem framundan er harður slagur um neytendur. Undanfarið hefur fyrirtækið lagt mikla vinnu í að tengja saman sjófrystingu og áframhaldandi vinnslu í landi. Morgunblaðið/Kristján AÐALSTEINN Helgason, framkvæmdastjóri Strýtu, Þorsteinn Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelms- son, eigendur Samherja. 1995 1996 Upphæðir í milljónum króna Áætlað Velta heima 4.400 5.300 1995 1996 Upphæðir í milljónum króna Áætlað Velta heima 4.400_________5.300 Utgerð 2.800 Landvinnsla 2.500 Velta ytra* 2.500 n'Tæreyjum 400 íÞýskalandi 2.100 Heildarvelta 7.800 Nettóskuldir heima________ 2.757 3.000 Nettóskuldir ytra 400 Veltufé frá rekstri 815 Hagnaður 553 Aflaheimildir í íslenskri lögsögu 1996/97** 21.247 tonn * Tölur vegna breska fyrirtækisins Onward Fishing eru ekki í þessari samantekt. ** Aflaheimildir ytra eru sist minni. AKUREYRARKIRKJA: Sunnudaga- skólinn verður kl. 11 í kirkjunni, sunnudagaskóli Glerárkirkju kemur í heimsókn. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í tilefni af afmæli kirkjunnar. Barnakór kirkjunnar tekur þátt í messunni. Kvenfélag Akureyrarkirkju verður með veislu, kaffí, brauðsölu og lukkupokasölu í Safnaðarheimilinu eftir messu. Eyvindur Erlendsson les upp úr nýrri og eldri þýðingu Bibl- íunnar kl. 17 á sunnudag. Bjöm Stein- ar Sólbergsson leikur á orgelið. Biblíu- lestur kl. 20.30 næstkomandi mánu- dagskvöld í Safnaðarheimili. Mömmu- morgun á miðvikudag frá kl. 10 til 12. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund í kirkjunni kl. 11, laugar- dag. Bamasamkoma kl. 11 á morg- un. Guðsþjónusta verður kl. 14. Fund- ur æskulýðsfélagsins verður kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, bænastund kl. 19.30, almenn samkoma kl. 20. Heimilasamband á mánudag kl. 16, krakkaklúbbur fyrir 6 ára og eldri á miðvikudag kl. 17 og Biblíulestur kl. 20.30. 11+ á fímmtudag kl. 17 fyrir 10 til 12 ára, hjálparflokkur kl. 20.30. Flóamarkaður á föstudag, unglinga- kór kl. 19.30 á föstudag og unglinga- klúbbur kl. 20. HVÍTASUNNUKIRKJ AN: Safn- aðarsamkoma kl. 11 á sunnudag, samkoma kl. 14, stjómandi verður Ólafur Zóphoníasson, samskot til kristniboðs. Krakkaklúbbur fyrir 10 til 13 ára kl. 17.30 á þriðjudag, Bibl- íulestur og bænasamkoma kl. 20 á miðvikudag, krakkaklúbbur á föstu- dag kl. 17.15, unglingasamkoma kl. 20.30 sama dag. Vonarlínan, sími 462-1210, símsvari allan sólarhring- inn með orð úr ritningunni sem gefa huggun og von. KAÞÓLSKA kirkjan, Eyrarlands- vegi 26: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11. KFUM og K: Bænastund kl. 20.30 á sunnudag. Allir velkomnir. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Fjöl- skyldumessa ki. 11 á morgun, sunnu- dag. Mömmumorgun á miðvikudag kl. 10 til 12. SJÓNARHÆÐ, Hafnarstræti 63: Sunnudagaskóli á morgun, sunnudag, kl. 13.30 í Lundarskóla. Almenn sam- koma á Sjónarhæð kl. 17. Ástjamar- fundur kl. 18 á mánudag á Sjónar- hæð, leikir og söngur. Unglingafund- ur á fóstudag kl. 20.30 á Sjónarhæð. Allir eru velkomnir. Hátíðardag- skrá á Dalvík Dalvík. Morgunblaðið. BÓKASAFN Dalvíkur gengst fyrir hátíðardagskrá í dag í tilefni af degi íslenskrar tungu og hefur fengið til liðs við sig nemendur úr Dalvíkurskóla. Dagskráin verður fluttu á bóka- safninu og eru hún tileiknuð Jónasi Hallgrímssyni. Þar mun Halldór Blöndal samgönguráðherra m.a. flytja erindi um skáldið . Dagur íslenskrar tungu í Akureyrarkirkju Á morgun, sunnudag, kl. 17.00 veröur dagskrá í Akureyrarkirkju til kynningar á nýrri Biblíuþýðingu sem nú er unnið að. Dagskrá: Þýðingin kynnt. Upplestur: Eyvindur Erlendsson, leikari. Orgelleikur: Björn Steinar Sólbergsson. HIÐ ÍSLENSKA BIBLÍUFÉLAG Blað allra landsmanna! ffotgtutfelafrife - kjarni málsins! Atvinnumálaskrifstofan og Rannsóknarstofnun Háskólans VIÐAMIKIL könnun á atvinnu- lífinu á Akureyri og ýmsum þáttum í rekstri fyrirtækja í bænum verður gerð í næstu viku. Að könnuninni standa Atvinnumálaskrifstofan á Ak- ureyri og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, en nem- endur á öðru ári í rekstrar- deild háskólans gera könnun- inaþ Þeir munu einnig vinna úr henni að hluta undir hand- leiðslu rannsóknarstofnun- arinnar. Helgi Jóhannesson, for- stöðumaður Atvinnumálaskrif- stofunnar, segir að farið verði í um 240 fyrirtæki á Akureyri og verður hafist handa næst- komandi mánudag, 18. nóvem- ber. „Fyrirtækin í bænum eru hluti af því háskólaumh verfi sem hér er,“ segir Helgi. „At- vinnulífið þarf því að taka ákveðnu áreiti frá háskólanum og við væntum þess að for- Viðamikil atvinnu- könnun svarsmenn fyrirtækjanna sem farið verður í taki nemunum með jákvæðum huga og áhuga“. Meðal þess sem könnunin tekur til er mannaflagreining, húsnæðisþörf, endurmenntun- arþörf, stuðningsumhverfi, viðhorf til þjónustu Akureyrar- bæjar, markaðsmál atvinnulífs, samvinnu fyrirtælya og hvort áhugi sé fyrir slíkri samvinnu og eins verður athugað hvort vandamál og þá hvaða séu í rekstrinum auk þess sem al- mennt verður kannað hvernig sé að reka fyrirtæki á Akur- eyri. Ástandið kannað annaðhvert ár Helgi segir að hugmyndin sé að gera svipaða könnun annað- hvert ár, en á milli sé ætlunin að skoða ákveðna atvinnugrein eða málaflokk nánar. „Könnun af þessu tagi gefur okkur góðar upplýsingar um ástand atvinnu- mála í bænum og hvað helst brennur á forsvarsmönnum fyrirtækjanna,“ segir Helgi, en þá er einnig ætlunin að koma niðurstöðum til þeirra er málið varðar. Viðhorfi sljórnenda fyrirtækjanna til þjónustu Ak- ureyrarbæjar verður þannig komið til bæjaryfirvalda og endurmenntunardeild Háskól- ans á Akureyri mun fá þær nið- urstöður úr könnuninni er snúa að þörf fyrir endurmenntun svo dæmi séu nefnd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.