Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Um heims- þíng Biblíu- félaganna ^ S amskiptabyltingin og fjölmiðlatæknin hef- ur, segir Hermann Þorsteinsson, skapað nýja möguleika fyrir útbreiðslu boðskapar Biblíunnar: með hljóðsnældum, myndbönd- um og tölvutækninni. Toronto/Missisauga, Kanada, 26. september til 3. október sl. „Hún er mér kær, sú blessuð bók.“ - Sb. 295/H.H. /. HEIMSÞING Sameinuðu Biblíu- félaganna/United Bible Societies (UBS), kemur saman áttunda hvert ár. Að þessu sinni var hátíð- legt haldið 50 ára afmæli UBS. Nú komu til þingsins 346 þátttak- endur frá 138 löndum. 135 Biblíu- félög, er þjóna meira en 200 lönd- um og landssvæðum heimsins, áttu þama fulltrúa. Hingað barst á sín- um tíma boð frá UBS Cíi Hins fsl. Biblíufé- lags (HÍB) — stofnað 1815 — um að senda tvo atkvæðisbæra full- trúa á þetta afmælis- þing. Stjóm félagsins ákvað — eins og sjálf- sagt var — að fram- kvæmdastjóri félags- ins, sr. Sigurður Páls- son, færi til þessa þings. Ég hvatti for- seta félagsins, biskup íslands, eindregið til fararinnar og að nota þannig alveg einstakt tækifæri til að kynnast vel þessum heimssamtökum og í leiðinni fjölmörgum reyndum og '^Ehrifamiklum starfandi mönnum í hinum kristna heimi. — Hinn störf- um hlaðni biskup okkar og forseti HÍB - sem er elsta starfandi félag á íslandi — taldi sig því miður ekki hafa möguleika á að fara þessa för, þótt áhugaverð væri. Þegar ekki urðu aðrar undirtektir hjá stjóm félagsins við þessu góða boði, þá bauðst ég til að fara með framkvæmdastjóranum — félaginu að kostnaðarlausu. Það varð niður- staðan að UBS tilkynnti um út- nefningu okkar. Ymsum mun kunnugt um að ég gegndi án launa framkvæmdastjórastarfi HÍB í 25 ár, þar til sr. S.P., góðu heilli, ’íékkst til starfsins fyrir 5 ámm. Vegna þessarar þjónustu minnar hjá HÍB hafði ég á þessu tíma- skeiði kynnst fjölmörgum leiðandi mönnum Biblíufélaganna, sérstak- lega annars staðar á Norðurlönd- um og víðar um Evrópulönd allt austur til Moskvu, eftir fall Tjalds- ins og Múrsins. Ég hugði því gott til fararinnar með góðum vini mín- um og félaga að fá aftur tækifæri til að hitta að nýju samverkamenn á hinum mikilvægu kristnu víg- stöðvum í henni htjáðu veröld okk- ar. Á fundi stjórnar HÍB fyrr í þessum mánuði lagði einn stjórnar- manna, Ólafur Egilsson sendi- herra, til að ég byrjaði á að skrifa í Mbl. um þetta mikilvæga Bibl- íu-þing í Kanada, þar sem aðrir töldu sig þá í tímaþröng,en koma væntanlega einnig fljótt til við þessa frá- sögn — með vinnslu úr margvíslegum gögnum frá þessu þingi, sem varðar að mínum dómi alla í okkar senn 1000 ára kristna þjóðfélagi. Til að gera 50 ára sögu stutta, ætla ég að tilfæra hér kjam- góða samantekt, sem einn af leiðandi mönnum UBS, sr. Ole Chr. Kvarme, stjórnarformað- ur Evrópu- og Mið-Austurlanda- deildar UBS og framkvæmdastjóri Norska Biblíufélagsins, þar til í byijun þessa mánaðar, er hann var útnefndur dómprófastur í Osló. Hann ritaði skömmu fyrir umrætt þing: „Sameiginlegt kristniboð — endumýjuð sýn. Þegar Sameinuðu Biblíufélögin voru stofnuð 1946 dreymdi fáa um hvílíkur vöxtur þeirra yrði næstu 50 árin. En Drottinn kirkjunnar og kristin- boðsins gjörir oft meira en við höfum vit á að biðja um. Samtök 13 starfandi Biblíufélaga 1946, eru nú orðin alþjóðleg fjölskylda Bibl- íufélaga meira en 120 þjóða. Þessi þróun er vissulega eitt af undrum okkar tíma kristniboðssögu, ný mynd af dæmisögu Jesú um must- arðskornið (Mt.13.31), „smæst er Hermann Þorsteinsson FULLTRÚAR á þingi UBS í Kanada í sept.-okt. ’96. það allra sáðkorna, en nær það vex, er það öllum jurtum meira“. Vitfi til einingar og kristniboðs Hver er leyndardómur þess mikla vaxtar, sem orðinn er? Jú, fyrst og fremst sá, að allan tímann hefur það verið kjami málsins, að Jesús Kristur er hið lifandi Orð og Ritningin hinn sameiginlegi kristni arfur. Þetta hefur verið drifkraft- urinn í vaxandi sam-kristnu sam- starfi, sem nú nær til allra deilda kristinnar kirkju. Því næst er það að þessi „fók- us“ á Krist og Ritninguna hefur framkallað vilja til ráðstöfunar á íjármunum til aukinnar dreifingar Ritningarinnar, þannig að hún hef- ur nú náð nýjum þjóðum og þjóð- flokkum í 180 löndum í öllum álf- um heimsins. — Og í þriðja lagi hefur þessi „brennidepill" (fókus) verið drif- krafturinn í því starfí að gera Ritn- inguna aðgengilega á nýjum tungumálum fyrir nýja þjóðflokka í þeirri viðleitni að gjöra „allar þjóðir að lærisveinum". Á umliðn- um 50 ámm hafa 1.000 þjóðflokk- ar fengið Ritninguna á sínu máli. Áframhaldandi útbreiðsla Ritningarinnar En, djúpt þakklæti til Guðs fyr- ir það sem fengið hefur að vaxa í þessi 50 ár, ætti einnig að leysa úr læðingi bæði aðmýkt og djörf- ung, er við horfum til þeirra verk- efna sem framundan eru. Þegar Sameinuðu Biblíufélögin fögnuðu á 50 ára afmælinu á aðalfundi sín- um í Kanada í lok september 1996, þá var sjálf útbreiðsla hins ritaða Guðs Orðs áfram í forgangi. Eftir- spurnin eftir Biblíum og einstökum ritum hennar hefur aukist hraðar Kápa 50 ára afmælisrits UBS, er út kom nú í september 1996. en fjárhagur Biblíufélaganna hefur ráðið við. Um er að ræða lönd, sem á síðari árum hafa aftur opnast fyrir Biblíunni, löndin í Austur- Evrópu og í Asíu, svo og lönd þar sem kristin kirkja er í örum vexti í Afríku og Suður-Ameríku. Sam- tímis hefur fólksfjölgunin í heimin- um einnig breikkað bilið milli þeirra sem eiga Biblíuna og hinna sem ekki hafa aðgang að henni. í Kína eru nú árlega framleiddar yfir 2 milljónir Biblíu-bóka (í prent- verki í Nanking sem vestrænu Biblíufélögin fengu með leyfi kín- verskra yfirvalda að gefa þangað fyrir nokkrum árum) en fólksfjölg- unin í þessu fjölmennasta ríki ver- aldar (1200 millj.) er margföld. Ný staða menningarínnar - ný viðfangsefni Biblíufélögin standa nú frammi fyrir nýju kalli (ögrun), sem mæta verður með skarpri sýn á sjálfan Jesú Krist - hinu lifandi Orði - og hinu ritaða Orði (Ritningunni), sem sameiginlegum arfi. Á Vesturlöndum þar sem Biblían er aðgengileg, hljótum við að spyrja hvort Guðs Orð hafi þá miðlægu stöðu í kristinni kirkju og í lífi Vest- urlandabúa, sem hún ætti að hafa: Leyfum við Guðs Orði að gegnum- sýra líf og hina margslungnu menn- ingu okkar, og hvað getum við gert saman til að svo megi verða? Samskiptabyltingin og fjölmiðl- unartæknin hefur skapað nýja möguleika fyrir útbreiðslu boðskap- ar Biblíunnar: með hljóðsnældum, myndböndum og tölvutækninni. Þetta er áskorun - hvöt - sem kallar ekki aðeins eftir fjárfesting- um, heldur einnig eftir djörfung, ef það er vilji okkar og löngun að Guðs Orð nái með mótandi hætti til komandi kynslóða. Veruleikinn hjá Sameinuðu Bibl- íufélögunum reyndist enn meiri en draumur frumhetjanna fyrir 50 árum. Það vekur vissulega gleði og þakklæti, en kallar einnig eftir end- umýjaðri sýn, fyrirbæn og þjónustu - við þann Guð, sem megnar að gjöra langt umfram það sem við kunnum að biðja um. Hugleiðum þennan boðskap vel áður en lengra verður haldið með frásögn af því sem gerðist á þingi Biblíufélaganna í Kanada í sept./okt. sl. Höfundur er einn nf níu stjórnnrmönnum Hins ísl. Bihlíufélngs. .Tölvukjör 1 u n Fjölskyldan á erindi til okkar í dag heimilanna * * ** Oúndur tilboðsverö! Canon BJ-30 Pentium 166 MHz Bleksprautuprentari Sá nettasti frá Canon á hreint hlægilega lágu veröi! Margmiðlunarpakki 14" skjár - Intel Triton VX kuppasett 256 kb Pipeline Burst Cache 16 MB EDO minni - Win 95 lyklaborð Mús - Windows 95 5 hraða geisladrif -16 bita hljóðkort 15 W hátalarar - Hljóönemi Leikjapakki Spennandi tilboö! Aðeins kr. 9.900 Aðeins kr. 129.900 Aðeins kr. 12.900 MUNIÐ: Fræðsla & fjör í Tölvukjör - öll fimmtudagskvöld til kl. 22:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.