Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umræður á Alþingi um skattalagabreytingar ríkisstjórnarinnar Lýst eftir jaðarskattstillögum ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar lýstu eftir tillögum ríkisstjórnarinn- ar um aðgerðir til að draga úr jaðar- áhrifum tekjuskatts í umræðum á Alþingi á fimmtudag, er Friðrik Sophusson fjármálaráðherra mælti fyrir röð stjórnarfrumvarpa um breytingar á skattalögum. Frumvörpín miða að því meðal annars að fylgja eftir stefnu ríkis- stjórnarinnar í ríkisfjármálum eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1997. Efnislega ganga þau m.a. út á breytingar á gjald- heimtu ríkissjóðs af fyrirtækjum og einstaklingum, lækkun vörugjalda og breytingum á tryggingagjaldi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu skattastefnu ríkisstjórnarinn- ar að umtalsefni í ræðum sínum. Ágúst Einarsson, þingflokki jafnað- armanna, sagði að fyrirhugaðar breytingar, einkum á tekju- og eignasköttum, væru eins og pantað- ar af Vinnuveitendasambandinu. Jón Baldvin Hannibalsson sagði umræðuna um þennan skattalaga- pakka ríkisstjórnarinnar vera lítils virði nú, þar sem aðgerðir gegn jaðarsköttunum ættu að njóta for- gangs; þær breytingar sem fyrir- hugaðar væru með fyrirliggjandi frumvörpum væru aukaatriði svo lengi sem ekki væri tekið á jaðar- sköttunum. Samræming trygginga- gjalda umdeild Fjármálaráðherra upplýsti, að vinnu hinnar stjómskipuðu nefndar, sem ynni að tillögum til lausnar jaðarskattavandans og í eiga sæti fulltrúar ráðuneyta og aðila vinnu- markaðarins, miðaði vel áfram og myndi hún standa við gefna tíma- áætlun. í stjómarsáttmála ríkis- stjórnarflokkanna er kveðið á um, að umrædd nefnd skili tillögum fyr- ir árslok 1996. Samræming tryggingagjalda at- vinnuveganna var eitt umdeildra atriða í frumvörpunum, sem nokkr- ir þingmenn stjórnarflokkanna sáu ástæðu til að lýsa óánægju sinni með, þar á meðal Egill Jónsson, Sturla Böðvarsson og Ólafur Þ. Þórðarson. Ágúst Einarsson lýsti furðu sinni á því, að stjórnarþingmenn skyldu lýsa sig mótfallna svo mikilvægu atriði í fýrirhuguðum skattalaga- breytingum. Fjármálaráðherra ítrekaði, að pólitísk ákvörðun hefði verið tekin um að tryggingagjaldið yrði samræmt milli atvinnugreina; á henni byggðist frumvarpið, sem borið væri fram eins og hvert annað stjórnarfrumvarp, sem nyti eðlilegs meirihlutastuðnings. Samkvæmt tillögum frumvarps- ins mun samræming trygginga- gjaldsins gerast í þrepum til ársins 2000, þannig að þá muni öll íslenzk fyrirtæki, sama í hvaða atvinnu- grein þau starfa, greiða sama hlut- fall, 5,5%, af veltu sinni í trygginga- gjald. Fyrirtæki í landbúnaði og sjávarútvegi eru nú í lægra gjald- þrepi, sem er 3,55%. Árlega mun sjávarútvegur og fiskvinnsla þurfa að greiða um 180 millj. króna hærra gjald og samtals á aðlögunartíma- bilinu um 700 millj. króna. Fjármálaráðherra tók í þessu sambandi fram, að fyrirhuguð leng- ing þess tímabils, sem fýrirtæki geta fært rekstrartap á milli ára til tekjuskattsfrádráttar, úr fímm árum í átta muni fyrst og fremst koma sjávarútvegsfyrirtækjum, sem söfnuðu miklum skuldum á árunum 1988-1990, til góða. Framsóknarflokkur Flokksþing aðra helgi Framsóknarflokkurinn heldur 24. flokksþingið á Hót- el Sögu 22.-24. nóvember. Stofnunar flokksins árið 1916 minnst en yfirskrift þingsins er Framsókn í 80 ár. Þingið verður sett klukkan 10 föstudaginn 22. nóvember og syngja félagar úr Karla- kórnum Fóstbræðrum áð því loknu. Klukkan 11 verður skip- að í málefnahópa og þá flytur Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, yfirlits- ræðu eftir hádegishlé. Opin afmælisdagskrá hefst í Háskólabíói klukkan 13.45 á laugardag og um kvöldið er kvöldverðarhóf í Súlnasal. Kosning til stjórnar flokksins verður gerð 13.20 á sunnu- dag. Fiat sýning hjá nýju umboði UMBOÐ fyrir Fiat bíla á nýjum stað verður formlega opnað um helgina en það er fyrirtækið ístraktor í Garðabæ sem tekið hefur við innflutningi Fiat en það hefur lengi haft umboð fyrir t.d. bíla frá Iveco. Hjá ístraktor verða sýndar um helgina hinar ýmsu gerðir Fiat bíla, Bravo, Brava, Punto og smábíliinn Cinquecento. Síðar er von á nýj- ustu gerðinni, Marea og Istrakt- or býður einnig Alfa Romeo og Lancia Kappa. Forráðamenn Istraktors skrif- uðu fyrir rúmum mánuði undir samning við Fiat og í framhaldi af því var ráðist í að stækka húsnæði fyrirtækisins við Smiðs- búð í Garðabæ um 400 fermetra. Verður sýningarsalur á jarðhæð og varahlutabirgðir og verslun á efri hæð hins nýja húsnæðis. Morgunblaðið/Ámi Sæberg BRAVO og Brava eru nýjustu Fiat bílarnir sem sýndir verða hjá nýju Fiat umboði um helgina. Komið hefur verið á beinu tölvu- sambandi við aðalstöðvar Fiat á ítaliu og segir Páll Gíslason framkvæmdasljóri það flýtja mjög fyrir pöntunum, ekki síst á varahlutum. Páll Gíslason segir að kapp- kostað hafi verið að fá alla bílana sem best búna, m.a. með heml- alæsivörn og líknarbelgjum og muni kaupendur njóta afsláttar á tryggingaiðgjöldum sjá Sjóvá- Almennum og Ábyrgð vegna þessa. Verð á Brava og Bravo gerðunum, sem komu á markað snemma á árinu, er kringum 1.300 þúsund krónur, Cinquec- ento kostar 890 þúsund krónur og Punto kostar milli 1.100 og rúmlega 1.200 þús. kr. Marea sem væntanlegur er um áramótin kostar um 1.500 þúsund kr. Opið hús verður hjá Istraktor milli kl. 10 og 17 laugardag og sunnudag. Útflutningur á tölvum til veðurfræðirannsókna HALO, haf- og lofthjúpsfræðistof- an, hefur selt kerfi til að reka tölvu- reiknaðar veðurspár hjá alþjóðlegri stofnun og viðræður standa yfir við fleiri stofnanir um sölu á tölvum og hugbúnaði til veðurfræðirann- sókna. Halo, haf- og lofthjúpsfræðistof- an í Reykjavík, helgar starfsemi sína rannsóknum og þróun á sviði haf- og lofthjúpsfræða. í starfi fyr- irtækisins er ennfremur lögð áhersla á að beita fullkomnustu upplýsingatækni til að vinna úr og miðla niðurstöðum rannsóknanna sem leitast er við að setja í sam- hengi við atburði líðandi stundar, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu fyrirtækisins. í starfínu hefur sérstaklega verið unnið að hafísrannsóknum á norðurslóðum, rannsóknum á eyðingu ósóns í heið- hvolfi og dreifmgu rykagna um loft- hjúpinn. Forstöðumaður Halo er Bjöm Erlingsson, hafeðlisfræðing- ur. Hugbúnaðarkerfi og hermilíkan „Á Halo hefur verið komið upp fullkomnu hugbúnaðarkerfi og hermilíkani til útreikninga á eðlis- ástandi og ferlum í lofthjúpnum. Hermilíkan fyrir veður hefur verið aðlagað íslenskum aðstæðum og í undirbúningi er frágangur og upp- setning þess til þess að nota til útreikninga á geislunarferlum, dreifingu gosösku og efnamengun frá stóriðjuverum. Sérstakt áherslu- atriði í rannsóknum og þróun á Halo er að tengja saman rannsókn- ir af mismunandi tagi og fást með þeim hætti við samspil lofthjúps og hafs í veðrahvolfi annars vegar, og hins vegar við samspil veðrahvolfs og heiðhvolfs um veðrahvörfin," segir í fréttinni frá Halo. í síðarnefnda tilfellinu hefur Halo beint sjónum sínum að áhrifum gosefna sem berast um lofthjúpinn á eyðingu ósóns í heiðhvolfi. Veg og vanda af þessu starfí hafa þeir Dr. Guðmundur G. Bjarnason, há- loftaeðlisfræðingur og Sigurður Jónsson, veðurfræðingur. Vekur athygli erlendis Fram kemur í fréttinni, að tækni- legar útfærslur og lausnir á upplýs- ingatæknilegri hlið veðurfræði- rannsókna á Halo hafa vakið at- hygli erlendra samstarfsaðila og annarra -stofnana með hliðstæða starfsemi og Halo. Snemma í haust óskuðu nokkrir aðilar eftir því að fá tilboð í búnað, uppsetningu, frá- gang og þjónustu á sambærilegum búnaði og komið hefur verið upp á Halo. „Nú er svo komið að lokið hefur verið við uppsetningu á kerfi til að reka tölvureiknaðar veðurspár og veðurfræðirannsóknir hjá alþjóð- legri stofnun, -„World Laboratory, Mediterranean Research Center". Stofnunin vinnur að ýmsum verk- efnum á sviði vísinda og mannúðar- mála víðsvegar um heiminn, svo sem í Kína og Miðausturlöndum. Stofnunin starfrækir einnig útibú fyrir Miðjarðarhafssvæðið á Sikiley á Ítalíu. Háskólinn á Möltu hefur tekið tilboði Halo í uppsetningu kerfís fyrir rannsóknastofnun fyrir haf- og veðurfræði og verður búnaður- inn og kerfið sett upp á næstu vik- um. Beðið hefur verið um tilboð í uppsetningu hliðstæðra kerfa í Egyptalandi og á Sjálfstjórnar- svæðum Araba. Háskólinn á Kýpur hefur hafið könnunarviðræður við Halo um sölu á kerfinu, en úttekt og samanburði á valkostum er enn ekki lokið. Fleiri aðilar hafa einnig sýnt kerfinu áhuga,“ segir í tilkynn- ingu Halo. Veg og vanda af þróun, hönnun og uppsetningu kerfísins hefur Björn R. Björnsson, reikni- og tölv- unarfræðingur. Enda ástæða til! FIAT bifreiðar eru með ABS bremsukerfi, öryggispúða (Airbag), bílbeltastrekkjara og þjófavöm sem staðalbúnað. FIAT ER FIAT BRAVA 1,4 SX 1.298.000.- Meðal afljorgun pr.m.32.300,- Miðað við 25% útborgun og 36 mánaða bílalán.* Hjá Fiat gera menn gott betur en að uppfylla staðalkröfur um öryggi. Þess vegna stenst Fiat nú þegar þær kröfur sem Evrópusambandið kemur til með að gera um árekstrarvarnir í nýjum bílum árið 1998. Nú um helgina kynnum við fjóra nýja bíla sem allir hafa hlotið einróma viðurkenningar. BRAVO og BRAVA voru valdir bílar ársins í Evrópu 1996. PUNTO fékk sömu viðurkenningu 1995 og smábíllinn CINQUECENTO var valin hagkvæmasti bíllinn í Danmörku. Reynsluakstur segir meira en mörg orð. Við hvetjum þig því til að heimsækja okkur í Garðabæ um helgina. Opið í dag laugardag frá kl 10-17 og sunnudag frá kl 10-17. FIAT HEFUR ÖRUGGLEGA RÉTTA BÍLINN FYRIR ÞIG. BÍLASÝNlNö laugardaö‘ SUNNUDAG Istraktor SMIÐSBÚÐ 2 GARÐABÆ SÍMI: 565 6580
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.