Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 263. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 16. NOVEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tæp hálf miiljón flóttamanna fer frá Zaire til Rúanda • • Oryg-gisráðið nær sam- komulagi um fjölþjóðaher Washington, New York, Goma. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna (SÞ) náði í gærkvöldi samkomulagi um ályktun og orðalag umboðs fjöl- þjóðaherliðs, allt að 10.000 manna, sem er á leið til Zaire til hjálpar á aðra milljón flóttamönnum frá Rú- anda, sem þangað flýðu vegna fjöldamorða í heimalandinu 1994. Fregnum þess efnis að milli 300 og 400 þúsund Hútúa hefðu yfirgefið Mugunga-flóttamannabúðirnar í gær og væru á leið til Rúanda var vel tekið víða um heim. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði það vissulega uppörvandi frétt- ir að flóttamennimir hefðu lagt af stað fótgangandi frá Mugunga-búð- unum í austurhluta Zaire til Rúanda í gær. Engu að síður væri stjórn hans staðráðin í að senda hermenn til hjálparstarfa í Zaire, voldugasta ríki heims gæti ekki snúið baki við vandanum sem þar blasti við og yrði, í samstarfi við önnur ríki, að koma þjáðu fólki þar til hjálpar. Lofaði Jacques Chirac afstöðu Bandaríkja- forsetans og sagði hlutverk fjölþjóða- liðsins síst hafa minnkað. Fulltrúar alþjóðlegra hjálpar- stofnana fögnuðu sömuleiðis heim- för flóttafólksins. Talsmaður Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) staðfesti að kóleru hefði orð- ið vart meðal flóttamanna í aust- urhluta Zaire. Óttast væri að farald- ur gæti brotist þar út. Franskir embættismenn sögðu hart lagt að stjórnvöldum í Rúanda að halda uppreisnarmönnum Tútsa í Zaire í skefjum. Vegna pólitísks ágreinings í Öryggisráði SÞ væri nú útlit fyrir að fjölþjóðaherinn kæmist ekki til Zaire fyrr en um miðja næstu viku. Ráðamenn í Zaire hótuðu í gær að segja Búrundí og Rúanda stríð á hendur til þess að veija yfirráð sín í austurhluta Zaire. „Borgirnar Uv- ira, Goma og Bukavu [í austurhlut- anum] eru setnar hersveitum frá Búrundí og Rúanda," sagði aðstoð- arutanríkisráðherra Zaire. Yng’sti hjarta- þeginn á batavegi New York. Daily Telegraph. NÝFÆDD stúlka, Cheyenne Pyle, sem fékk nýtt hjarta klukkustund eftir að hún fæddist, er á góðum batavegi. Hún er yngsti hjartaþegi sög- unnar. Stúlkan fæddist á Jackson- barnaspítalanum í Miami í Flórída sl. sunnudag. Á sama tíma dó nýfætt barn og var hjarta þess, á stærð við borð- tennisbolta, grætt í hana. í ljós kom við ómskoðun, er fóstrið var 33 vikna, að vinstri helmingur hjarta Cheyenne Pyle var visinn og gat ekki dælt blóði. Valkostir foreldra hennar voru hjartaígræðsla strax eftir fæðingu eða að bíða hættulegrar skurðaðgerðar þar til barnið væri nokkurra ára gamalt með óhjákvæmilegri lömun. Að öðrum kosti blasti dauði við stúlkunni. Hjartaaðgerðin tók sex stundir. Fyrst var iíkaminn tæmdur af blóði, því næst kældur niður í 17 gráður á celcíus til að stöðva starfsemi líffæra, en frá þeirri stundu höfðu læknar klukkustund til að Ijúka hjartaflutningnum. Dugðu þeim 50 mínútur. Reuter TÆPLEGA hálf milljón Hútúa yfirgaf flóttamannabúðir í Mugunga í Zaire í gær vegna bardaga þar um slóðir og hélt heimleiðis til Rúanda. Var myndin tekin við landamærabæinn Goma. Toto Riina Mafíósí fær ekki eftirlaun Róm. Reuter. ÍTÖLSK félagasmálayfirvöld hafa úrskurðað að mafíósinn Salvatore „Toto“ Riina, foringi foringjanna, fái ekki lífeyri á þeirri forsendu að hann hafi auðgast á glæpa- starfsemi. Riina afplánar nokkra lífstíð- ardóma fyrir mafíustarfsemi og er nú fyrir rétti ásamt 27 öðrum fyrir morð sem framin voru í sprengjuherferð í Róm, Mílanó og Flórens árið 1993. Hann var gómaður 1992 eftir 23 ár á flótta undan réttvísinni. Hann hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu, kveðst blásnauður almúgamaður sem alltaf hafi þurft að hafa mikið fyrir því að draga fram lífið. Því trúa fáir, ekki síst eftir að mikill fjársjóður, m.a. tugir kílóa af gullstöngum, verðmæt- um gullúrum og demöntum fund- ust undir gólfi íbúðar í eigu Riin- as á Sikiley fyrir tveimur mánuð- um. Þá hafa um 300 íbúðir og hús, sem talin voru í eigu Riinas en skráð á skyldmenni hans, ver- ið gerð upptæk. Rétt fyrir 65 ára afmæli sitt í fyrra sótti Riina um að fá rétt til lágmarks eftirlauna frá rík- inu. Þau nema 370.000 lírum á mánuði, jafnvirði 15.500 króna. „Eg skil ekki hvers vegna mér hefur verið hafnað, ég er at- vinnulaus og á ekki grænan eyri,“ sagði Riina í yfirlýsingu sem lögfræðingur hans afhenti fjölmiðlum í gær. Varað við tilræðum STUÐNINGSMENN Irska lýð- veldishersins (IRA) í norðurhluta Belfast hafa málað kveðjur til mótmælenda á veggi að undan- förnu þar sem þeir eru beðnir að búa sig undir sprengjuregn. Breska öryggisþjónustan telur að hryðjuverkamenn IRA undir- búi sprengjuherferð á Norður- írlandi og í Bretlandi fyrir jól. Matvælaráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Róm Ríkar þjóðir segja fátæk- um að hjálpa sér sjálfar Róm. Reuter. HINAR auðugri þjóðir heims svör- uðu í gær ákalli ráðamanna fátækra ríkja um aukna aðstoð fyrir van- nærða með því að segja að þeir Reuter þyrftu að axla meiri ábyrgð sjálfir. Saudi-Arabar og Þjóðverjar voru meðal þeirra sem lögðu áherslu á það á fimm daga matvælaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Róm að þró- unaraðstoð ein og sér væri ekki nóg til að ná árangri. Of háð aðstoð? „Til langs tíma er það ekki til fyrirmyndar hvað mörg þróunarríki eru að miklu leyti háð matvælaað- stoð frá þróuðum ríkjum og hjálpar- stofnunum," sagði Abdullah bin Abdul-Aziz bin Muammar, landbún- aðar- og vatnsveituráðherra Saudi- Arabíu, í ræðu í gær. Hann sagði að þessi ríki yrðu að vera reiðubúin til að „taka á mat- vælavandanum af meiri alvöru, raunsæi, ákveðni og sjálfstæði [og] nýta eigin auðlindir, möguleika og fólk“. Á ráðstefnunni hefur það mark- mið verið sett að fækka vannærðum jarðarbúum um helming árið 2015. Talið er að nú búi 840 milljónir manna við fæðuskort. Jochen Borchert, landbúnaðarráð- herra Þýskalands, sagði að tvö skil- yrði væru fyrir því að þetta mark- mið næðist: „Annars vegar þarf skil- virka, alþjóðlega samhæfingu og eftirlit. Hins vegar veltur árangur fyrst og fremst á því hvað þróunar- ríkin sjálf leggja af mörkum,“ sagði ráðherrann. Fátt um leiðtoga Ráðstefnan er haldin hjá Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna (FAO) og hafa færri leiðtogar vestrænna rikja sótt hana en vonir stóðu til. I yfirlýsingum stofnunarinnar kemur fram að það mikill matur sé framleiddúr í heiminum að í raun ætti enginn að þurfa að líða skort.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.