Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ URVERINU LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 17 Nýir tímar í fiskviðskiptum hjá Seagold Limited í Hull SEAGOLD Ltd. í Hull var stofnað 1. maí 1 vor til að annast sölu á sjófrystum afurðum Samheija hf., dótturfyrirtækja og samstarfs- fyrirtækja í Bretlandi og á nálægum mörkuðum. Guðni Einarsson ræddi við Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóra um Seagold Ltd. sem líklega er yngst í hópi fyrirtækja íslendinga á Humberside-svæðinu. Morgunblaðið/Guðni GÚSTAF Baldvinsson er framkvæmdastjóri Seagold Ltd. VIÐSKIPTI Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. Selur 6% hlut í ís- landsbanka EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Alþýðu- bankinn hf., stærsti hluthafi Islands- banka hf., hefur selt helming hluta- bréfa sinna í bankanum. Félagið átti um 12,4% hlut í bankanum eða um 480 milljónir að nafnvirði, en seldi kringum 240 milljónir að nafnvirði. Kaupendur bréfanna voru nokkrir lífeyrissjóðir, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins. Kaupverð fékkst ekki uppgefið í gær, en ljóst er að verðið er nálægt núverandi markaðsverði bréfanna á Verðbréfa- þingi. Hlutabréf í íslandsbanka hafa verið að seljast á genginu 1,80 í vik- unni, þannig að söluverðmætið hefur að öllum líkindum verið í kringum 430 milljónir. Hjá Eignarhaldsfélag- inu er gert ráð fyrir að stærstum hluta fjármagnsins verði varið til kaupa á skráðum hlutabréfum á Verðbréfaþingi. Félagið hefur raunar fjárfest töluvert að undanförnu. Það jók við hlut sinn í Tæknivali nýlega um 6 milljónir og greiddi 40 milljón- ir fyrir bréfin. Þá voru lagðar 25 milljónir í nýtt hlutafé i Stöð 3. Fólk Ráðinn yfirmaður markaðsviðskipta Búnaðarbankans • ÁRNI Oddur Þórðarson við- skiptafræðingur hefur verið ráðinn yfirmaður markaðsviðskipta Bún- aðarbankans. Hann mun hefja störf hinn 1. febrúar næst- komandi. Mark- aðsviðskipti Búnaðarbank- ans sinna við- skiptum við fyr- irtæki og stofn- anafjárfesta á sviði verðbréfa, gjaldeyris og framvirkra samninga. Arni Öddur lauk cand. oecon. prófi frá Háskóla íslands árið 1993 og hefur frá brautskráningu starfað hjá Fjárfestingarfélaginu Skandia. Hann var forstöðumaður fyrir- tækja- pg stofnanasviðs þess fyrir- tækis. Á háskólaárum sínum sinnti hann ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. formaður Mágusar, félags við- skiptafræðinga, 1991-1992 og sat í stúdentaráði fyrir hönd Vöku, fé- lags lýðræðissinnaðra stúdenta, um tveggja ára skeið. Markaðsviðskipti Búnaðarbankans eru hluti af hinu nýstofnaða verðbréfa- og fjárstýr- ingarsviði bankans. Gústaf á að baki 10 ára dvöl í Hull. Að loknu BA-prófi í sagn- fræði frá Háskóla íslands fór hann til framhaldsnáms í stjórn- unarfræðum við háskólann í Hull og lauk þaðan MA-prófi. Gústaf vann síðan í átta og hálft ár hjá Isberg Ltd. þar til Seagold Ltd. var stofnað. Auk Gústafs vinnur Ingibjörg Aradóttir hjá fyrirtæk- inu. Reiknað er með að þriðji starfsmaðurinn bætist við fljót- lega. Fiskur frá fjórum löndum „Fyrirtækið var fyrst og fremst stofnað til að selja afurðir Sam- heija hf., dótturfyrirtækja og sam- starfsfyrirtækja og við seljum fyr- ir aðra líka,“ sagði Gústaf. Dóttur- fyrirtæki Samheija utan íslands eru Framheiji í Færeyjum, Deutsc- he Fischfang Union í Þýskalandi og Onward Fishing Company í Skotlandi. Gústaf segir að Samheijahópur- inn geri út 10 frystitogara. Frá stofnun hefur Seagold Ltd. selt 400-500 tonn af frystum flökum á mánuði. Áætlað er að ársveltan verði um 1,5 milljarðar króna. Gústaf segir það jafna út sveiflur í framboði hvað fiskurinn kemur víða að. í sumar komu til dæmis 1.300 tonn frá Þýskalandi á 10 vikum en síðan þá hefur framboð þaðan minnkað, en aukist að sama skapi frá Færeyjum og íslandi. Gústaf segir að megnið af þessum fiski hafi selst í Bretlandi, einnig fór nokkuð til Frakklands og Bandaríkjanna. „Við erum einvörðungu með sjó- fryst flök,“ segir Gústaf. „Vænt- anlega mun Seagold Ltd. einnig hafa umsjón með sölu á ísfiski af skipum Onward Fishing Company, þótt stefnan sé alls ekki að fara út í sölu á ferskfiski eða rækju.“ Að sögn Gústafs á Samheiji hf. mjög gott samstarf við Royal Greenland í rækju og engin ástæða til að hrófla við því. Kjarvalsstaðir Frá framleiðanda til neytenda Gústaf segir að með stofnun Seagold Ltd. sé stefnt að því að stytta bilið á milli framleiðenda og neytenda. „Samheiji vill hafa ítök í afurðum sínum alla leið á áfangastað." Hann segir að Sea- gold sé afsprengi nýrra tíma í fis- kviðskiptum. Það sé úrelt að fisk- urinn fari í gegnum marga millil- iði, hvort heldur á íslandi eða í Englandi. Kaupendurnir fylgi fisk- inum en ekki sölumönnunum. Gústaf sagði Samheija hf. hafa frá upphafi lagt megináherslu á mikil og jöfn gæði. Framleiðsla þeirra undir merkinu Ice Fresh hefði á sér gæðastimpil og væri þekkt víða. Með áhrifum sínum erlendis hefði fyrirtækið fylgt sömu gæðakröfum. „Samheiji er í þeirri lykilaðstöðu að geta aðlagað veiðar og vinnslu þörfum markaðarins og þar með þjónað viðskiptavinum með jöfnu framboði á fyrsta flokks vöru,“ sagði Gústaf. Um 90% af sjófrysta fiskinum, sem Seagold Ltd. selur í Bret- landi, fer til „Fish and Chips“ (fiskur og franskar) veitingastaða. „Mínir viðskiptavinir eru litlir heildsalar um allt land sem dreifa fiskinum. Dæmigerður viðskipta- vinur áA~5 sendibíla og dreifir daglega fiski til 100-200 veitinga- staða,“ segir Gústaf. „Það er ekki hægt að komast nær ferskleika en að nota sjófrystan fisk. Kaup- endur okkar þíða flökin eftir þörf- um og djúpsteikja. Stærri flökin eru skorin í bita og smæstu flökin eru djúpsteikt heil. Þeir eru mjög meðvitaðir um gæði og gera mikl- ar kröfur, en eru jafnframt tilbún- ir að borga vel.“ Fiskur og franskar Gústaf segir að fiskur og franskar að hætti Breta sé fyrsta flokks matur. Sjálfur borðar hann oft slíkan mat en sleppir þó edik- inu. „Ég mæli með því fyrir íslend- inga að þeir prófi Fish and Chips þegar þeir koma í verslunarferðir hingað,“ segir Gústaf. Hann á fjögur börn, frá 7 mánaða upp í 12 ára aldur, með konu sinni Önnu Gunnlaugsdóttur. Þegar fjölskyld- an gerir sér dagamun og fer út að borða vilja krakkarnir ekki hamborgara heldur fisk og fransk- ar. „En ég hef sagt við krakkana að um leið og þau fari að fá sér edik út á fiskinn, þá sé_ kominn tími til að fara heim til íslands." oÚtihurðir «gluggar Smíðum útihurðiry bílskúrshurðir, svalahurðir, glugga, fog ogfleira. Vélavinnum efni. BjLDSHÖFÐA 18 • 112 REYKJAVIK SIMI 567 8100 • FAX 567 9080 Árni Oddur Þórðarson Stærsti viðburður á sviði upplýsingatækni hér á landi til þessa Ráðstefna um Scandic Hótel Loftleiðir 26. - 27. nóvember ► Network ► Sjáðu ,-V ... TI:YM ■ GF/- <~3Jz Fc rzl'cl ár, íyrrrluGÍncrj «-r'«=*==* Oracle • Sun • Netscape • Legato • Skýrr • Þróun • Intranet • ie • Unisys • http://www.oracle.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.