Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1996 31 AOSENPAB GREIIMAR Sannleikurinn og málefni fatlaðra Guðmundur Ragnarsson PÁLL Pétursson fé- lagsmálaráðherra ger- ir enn tilraun með grein í Morgunblaðinu 12. nóvember sl. til að gera Landssamtökin Þroskahjálp ótrúverð- ug og sakar undirrit- aðan um rangfærslur og svikabrigsl. Það er leitt að ráherrann skuli ekki getað fjallað um málefni fatlaðra á mál- efnanlegri hátt en raun ber vitni og ítrekaðar dylgjur hans í garð Landssamtakanna Þroskahjálpar eru ekki sæmandi félagsmála- ráðherra íslenska lýðveldisins. Rétt er að taka fram að hagsmunasam- tök fatlaðra á íslandi, Landssam- tökin Þroskahjálp og Öryrkjabanda- lag íslands, hafa bæði ályktað á sama hátt um Framkvæmdasjóð fatlaðra á fundum sínum í haust. Helzt lítur út fyrir, segir Guðmundur Ragnarsson, að félags- málaráðherra trúi ekki sínum eigin tölum. Félagsmálaráðherra sýnir þó hvergi í skrifum sínum að farið hafi verið með rangt mál heldur staðfestir að gagnrýni á niðurskurð framlaga til Framkvæmdasjóðs fatlaðra er rétt og skal það útskýrt nánar. Lög um málefni fatlaðra og fjárlagafrumvarp Landssamtökin Þroskahjálp hafa bent á að samkvæmt lögum um málefni fatlaðra skuli óskertar tekj- ur Erfðafjársjóðs renna í Fram- kvæmdasjóð fatlaðra. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1997 verða tekjur af erfðafjárskatti 420 milljónir en framlag í Fram- kvæmdasjóð fatlaðra er áætlað 165 milljónir króna sem ætlað er að mestu leyti til fjárfestinga. Mismun- urinn á fyrirheitum í lögum um málefni fatlaðra og fjárlagafrum- varpinu er 255 milljónir. Þetta stað- festir ráðherra í grein sinni en kýs að kalla niðurskurðinn „að rjúfa tengslin milli erfðafjárskatts og Framkvæmdasjóðs". Þarna er um stefnubreytingu að ræða frá gild- andi lögum og væri skynsamlegra að kalla hlutina sínum réttu nöfn- um. Samanburður milli ára 1996 og 1997 Samkvæmt fjárlögum 1996 fær Framkvæmdasjóðurinn 257 milljón- ir og auk þess 80 milljónir vegna sölu Sólborgar á Akureyri og sam- kvæmt frumvarpi til fjáraukalaga sem nú liggur fyrir Alþingi er farið fram á 88 milljónir til viðbótar. Þetta eru samtals 425 milljónir en af þeirri fjárhæð fara um 130 millj- ónir í rekstrarliði á árinu og þá standa eftir um 295 milljónir sem fara til framkvæmda. 257 + 80 + 88 - 130 = 295. Niðurskurður á framkvæmdafé frá árir.u 1996 er því fyrirhugaður um 130 miHjónir og er ítrekað að allar þessar tölur eru úr fjárlögum og fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar enda eru þær allar staðfestar í grein ráðherr- ans. Það er því með öllu óskiljan- legt hvað undirritaður hefur farið rangt með en helst lítur út fyrir að ráðherrann trúi ekki sínum eigin tölum. Því er haldið fram í frumvarpi til fjárlaga að framlög til málefna fatlaðra aukist um 190 milljónir á næsta ári en ástæða er til að skoða þá staðhæfingu nánar. Það er rétt að framlög samkvæmt fjárlaga- frumvarpi næsta árs hækka um þessa tölu borið saman við fjárlög 1996 en þar með er ekki öll sagan sögð. Samanburðurinn er ekki réttur fyrr en búið er að taka tillit til þeirra breytinga sem verða á fjárlagatölu ársins. í grein félags- málaráðherra kemur fram að þar er um að ræða 80 milljónir vegna sölu Sólborgar auk þess sem frumvarp til fjáraukalaga gerir ráð fyrir 98 milljónum til viðbótar. Þetta eru samtals 178 milljónir sem draga þarf frá 190 milljóna aukningunni til að gera samanburðinn raunhæf- an. Til viðbótar má geta þess að 87 milljónir af þessum 190 eru hækkanir vegna áhrifa launa- og verðlagsbreytinga og ekki er það aukning á þjónustu við fatlaða. Heildarframlög til málefna fatlaðra munu því ekki hækka í raun á næsta ári eins og gefið er í skyn. Málefni Kópavogshælis í grein undirritaðs í Morgunblað- inu 7. nóvember sl. var félagsmála- ráðherra ekki kallaður svikari held- ur var bent á að íbúar Kópavogs- hælis sem áformað væri að flyttu brott væru sviknir. Staðreynd máls- ins er sú að stjórnarnefnd ríkisspít- alanna samþykkti að leggja Kópa- vogshæli niður og opna í húsnæði þess nýja deild sem ber heitið End- urhæfingardeild Landspítalans, Kópavogi, og var það gert í sam- ráði við hlutaðeigandi ráðuneyti. Jafnframt var gerð áætlun um brottflutning íbúa stofnunarinnar en félagsmálaráðherra sagði í sjón- varpsviðtali 23. október sl. að frek- ari útskriftum af Kópavogshæli yrði frestað til þess að unnt yrði að minnka biðlista annarra eftir hús- næði. Ég veit að margir íbúa Kópa- vogshælis og aðstandendur þeirra telja sig svikna í þessu máli. Félagsmálaráðuneytið lét nýlega gera úttekt á málefnum fatlaðra í Reykjavík og vonandi hafa þar safnast gagnlegar upplýsingar sem nýtast við að skipuleggja og bæta þjónustu við fatlaða. Það er skyn- samleg leið til að fá upplýsingar um hvar þörfin er brýnust og Landssamtökin Þroskahjálp vilja gjarnan taka upp viðræður og sam- vinnu við ráðuneytið um framtíðar- uppbyggingu í málaflokknum. Við treystum því að félagsmálaráðherra vilji vinna vel að málefnum fatlaðra en við munum hér eftir sem hingað til gæta hagsmuna þeirra eins og við teljum best. Höfundur er fonnadur Landssamtakanna Þroskahjálpar. Veislusolir A Wollingohú/ia GfiPi-mn sími 555 4477 m HEWLETT' PAQKARD PRENTARAR OG SKANNAR Gerið l verösamanburö Tölvu-Pósturinn Hdmnrksgæði > Lngmnrksvcrð GLÆSIBÆ, ÁLFHEIMUM, SÍMI 533 4600, FAX: 533 4601 M JL NQeíspá, PRAVMWKINN 6*11 ^ okpip ap veW^* FÁÐU t»ÉR MIÐA FYRÍR KL. 20.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.