Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 24
Hvernig er hægt að hjálpa svona fólki? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Ég hef til margra ára átt góðan vin og samstarfs- mann, sem er prýðismaður að öðru leyti en því að hann talar aldrei um annað en sjálfan sig. Honum finnst hann betri og meiri en flestir aðrir. Hann lend- ir oft í illdeilum vegna þess að hann getur ekki sett sig í ann- arra spor, en hann kemur aldrei auga á eigin sök í þessum málum heldur telur sig alltaf vera fóm- arlamb. Fyrir nokkru reyndi ég að tala um þetta við hann, en var þá umsvifalaust settur í óvina- herinn. Hvemig er hægt að hjálpa fólki eins og honum? Svar: í grískri goðafræði er sagt frá konungssyninum Narcissusi, sem var svo hrifinn af sjálfum sér að hann gat ekki elskað nokkra konu. Hann lá öll- um stundum á vatnsbakka og dáðist að spegilmynd sinni í vatnsfletinum uns hann varð þar til og breyttist í blómið narcis- sus, vatnalilju. Sigmund Freud notað þessa goðsögn, eins og svo margar aðrar úr grískri goða- fræði, til þess að varpa ljósi á þroskaferil mannsins, í þessu tii- viki á tengslamyndun bamsins við annað fólk. Strax eftir fæð- ingu leitast bamið við að full- nægja eðlislægum þörfum sín- um, svo sem með því að sjúga brjóst móður sinnar. Smám saman myndast við hana og aðra nánustu í umhverfi bamsins vís- ir að tilfinningatengslum. Það lærir að þiggja af öðram, kref- jast og heimta, og notfæra sér aðra á eigingjaman og tillits-. lausan hátt, en kann ekki að gefa af sjálfu sér. Heimur bams- ins er ekki stór, en hann snýst í kringum bamið sem er í miðju hans. Þessi einhliða geðtengsl era einkennandi fyrir böm að jafnaði fram undir 3ja ára aldur og hefur þetta þroskastig verið nefnt narcissistiskt eða sjálflægt stig. Eftir það hafa böm að jafn- aði öðlast nægilegan tilfinninga- þroska til þess að geta farið að mynda gagnkvæm geðtengsl við aðra, þ.e. bæði að þiggja og gefa af sjálfum sér og sýna öðram ást og tillitssemi. A þessum áram mótast sjálfsmyndin og lagður er grunnurinn að samskiptum við annað fólk síðar á lífsleiðinni. Sumir ná hins vegar ekki að þroskast nægilega vel upp úr hinu sjálflæga þroskastigi og sjálfsmynd þeirra, tilfinninga- Sjálfumgleði tengsl og hegðun ber þess merki í meira eða minna mæli allt fram á fullorðinsár. Oft kemur það fram á þann hátt sem spyrjandi lýsir hér að ofan. Þeir era ákaf- lega sjálfmiðaðir og sjálfumglað- ir, hafa lítið innsæi í eigið sálar- líf og á sama hátt eiga þeir erfitt með að setja sig í spor annarra og taka tillit til þeirra. Þeir eiga erfitt með að taka gagnrýni og sjá yfirleitt ekki sök hjá sjálfum sér. Þegar þessir eiginleikar verða mjög áberandi í fari manns, sérstaklega ef þeir hafa traflandi áhrif á samskipti hans við annað fólk, flokkast það und- ir persónuleikatraflanir. Hverjar eru ástæður þess að menn festast í óþroskaðri sjálfs- mynd og bernskuviðbrögðum? Margar skýringar hafa verið settar fram og trúlega eiga þær mismunandi vel við eftir einstak- lingum. í fyrsta lagi eru menn misjafnlega af guði gerðir og ákveðnir persónueiginleikar hafa meiri tilhneigingu til að koma fram hjá einum heldur en öðrum af þeim sökum. I öðra lagi kennir sálkönnun að meiri háttar áfall eða traflun á tilfinn- ingasviði barnsins á tilteknu þroskaskeiði geti leitt til stöðn- unar í tilfinningaþroska. Það gæti m.a. verið fólgið í því að viðkomandi hefur ekki fengið eðliiegum tilfinningaþörfum sín- um fullnægt sem barn og leitar því stöðugt eftir þeim á svo bamslegan hátt. Skapgerðarein- kenni hans stafa þá af öryggis- leysi og vanmetakennd. I þriðja lagi gætu viðbrögð og sjálfs- ímynd af þessu tagi hafa fengið óvenju mikla styrkingu frá for- eldram og fjölskyldu bamsins og af þeim sökum fest í sessi. Böm á aldrinum 2ja til 3ja ára era oftar en ekki augasteinamir í fjölskyldunni, iðulega for- dekrað og fá það á tilfinninguna að þau séu mest og best. Að sjálfsögðu er mikilvægt að styrkja sjálfsímynd og sjálfsálit bamsins, en getur þó gengið út yfir hæfileg mörk, ef barnið fær ekki raunsæja mynd af sjálfu sér fram eftir öllum aldri. Hvað er til ráða? Nú er það svo að sjálfumglaðir einstaklingar fínna sjaldnast hvöt hjá sér til að breyta þessum eiginleikum, enda angra þeir fremur aðra en þá sjálfa. Þó get- ur meðferð, sem byggist á þvi að viðkomandi fái speglun á sjálfan sig, annaðhvort í einstaklings- meðferð eða e.t.v. fremur frá þátttakendum í hópmeðferð komið að einhverju gagni. Slíka speglun getur hann líka fengið frá fjölskyldu og vinum, sem treysta sér til að segja honum til syndanna. Vafalaust hefur sá einstak- lingur, sem spyrjandi á við, marga ágæta kosti og hann er prýðismaður og góður sam- starfsmaður og vinur spyrjanda. Það gæti verið þess virði við hentugt tækifæri að ítreka við hann hvað það er í fari hans sem öðram fellur ekki, en láta hann ekki mótþróalaust setja sig í óvinaherinn. Sá er vinur er til vamms segir. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum miJli klukkun 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222. 24 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ STÓLL, Georg II, u.þ.b. 1755. LJÓSAKRÓNA, Georg III, frá 1760. SPEGILL úr linotu, Georg II, frá 1720. LISTMUNIR A LAUGARDEGI smekkur í i/exti Eeargíska tímabUið í Bretiandi * I þættinum í dag skrifar Sigríður FRAM á 18. öld- ina má segja að ákveðinn ensk- ur stíll hafi varla þekkst. Það sem var í tísku við hirðina í Evrópu barst fljót- lega til Bretlands. Ahrifin komu þó einkum frá Þýska- landi, Hollandi og Frakklandi. Á 18. öldinni reis húsgagnaiðnaður hæst í Bretlandi. Húsgagnahönnuðumir Chipp- endale, Heppelwhite og Sheraton hönnuðu fágæt húsgögn og bækur þeirra um húsgagnastíl höfðu veru- leg áhrif víðs vegar í heiminum. Fyrri hluti georgíska tímabilsins í enskri hús- gagna- gerð Ingvarsdóttir um georgíska tímabilið í Bretlandi á 18. öld, þar sem jafnvægi var milli fegurðar og notagildis. frá 1720. var í stjómartíð Ge- orgs I (1714-27) og Georgs II (1727-60). Seinni hlutinn var á dögum Georgs III (1760-1800). Georg Lúðvík, kjörfursti í Hannover frá 1698, varð jafti- framt konungur Eng- lands árið 1714. Ge- org I hafði haft nokk- ur ár til að venjast til- hugsuninni um að verða konungur Breta, sem hann virðist ekki hafa talið eftirsóknarvert. í bemsku hafði Georg I lært frönsku, ítölsku og latínu, en ensku reyndi hann aldrei að læra. Þegar þeir Georg I og II ríktu í Bretlandi, má segja að hinir auðugu borgarar hafi fest sig í mótað þjóðfélag sitt. Tókst það svo að enn í dag lætur nærri að það hvíli í sömu skorðum í öllum aðal- atriðum. Mikið vantaði á að þeir feðgar nytu lýðhylli sinna bresku þegna. Feðgamir höfðu mikið dá- íæti á þýskum siðum. Árlega dvöldu fyrstu Hannover-konungar Eng- lands langdvölum í Þýskalandi þar sem þeir undu sér mun betur en í Lundúnum. Af þessum sökum urðu ráðherramir valdameiri en ella, en þar við bættist kunnáttu- leysi Georgs I í enskri tungu. Georg II dó árið 1760, þegar styrjaldimar stóðu sem hæst. Son- arsonur hans, Georg III, tók þá við. Hann var ungur að aldri og óreyndur. Var hann í engu fremri feðrum sínum, en í einu var hann ólíkur þeim. Hann var enskur að öllu leyti, en þeir þýskir, og hann kom aldrei til Hannover. BÓKASKÁPUR úr mahóní, Georg II, frá 1730.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.