Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ráðherra réttir eigendum sumarbústaða hjálparhönd VIÐ höfum þetta bara eins og með Höllustaðabeljurnar, greyin mín . Framkvæmdastjóri VSÍ gagnrýnir breytingar á líf eyriskerfi ríkisins Rekstrarábyrgð er tekin frá sjóðnum ÞÓRARINN V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir enga fram- för fólgna f breytingum á Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins ef breyt- ingarnar feli í sér að útreikningar tryggingafræðinga eigi að ráða því hversu hátt iðgjald ríkissjóður borgi í sjóðinn. Þar með hafi öll rekstrar- ábyrgð verið tekin af stjórn sjóðsins. „Við höfðum skilið þessa umræðu um breytingar á lifeyrismálum op- inberra starfsmanna þannig að rík- issjóður ætlaði að færa sig yfir á sama svið og almenni vinnumarkað- urinn þannig að það yrði samið um tiltekið iðgjald, sem svaraði til þess sem ríkið er að gera í dag, en síðan væri það verkefni stjórnenda sjóðs- ins að ávaxta sitt pund þannig að sjóðurinn geti að jafnaði staðið við réttindin. Ef það er rétt, sem ráða má af fréttum, að ríkissjóður ætli að fela tryggingafræðingi að reikna einu sinni á ári hvað iðgjald ríkisins þurfi að vera til þess að endar nái saman þá er búið að taka alla rekstrarábyrgð af þessum lífeyris- sjóði. Það er fullkomlega galið. Þar með er enginn hvati til þess að hann leggi sig fram um að ávaxta sitt pund eða halda niðri kostnaði. Ég trúi því ekki að ríkisstjórnin hafi gengist undir þetta. Ef svo er sé ég enga framför í þessu máli," sagði Þórarinn. LSR opnaður fyrir einkafyrirtækjum Fram kom á blaðamannafundi, þar sem samkomulag um breyting- ar á lífeyriskerfí opinberra starfs- manna var kynnt, að til greina kæmi að fleiri en opinberir aðilar greiddu í Lifeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR). M.a. kæmi þetta til álita við einkavæðingu ríkisfyrir- tækja. Starfsmenn Áburðarverksmiðj- unnar og Sementsverksmiðjunnar greiða í LSR þrátt fyrir að fyrir- tækjunum hafi verið breytt i hluta- félög. Starfsmenn Póste og síma verða einnig áfram í LSR eftir að stofnuninni hefur verið breytt í hlutafélag. Búast má við því að þetta mál valdi vissum átökum í framtíðinni. Ef Sementsverksmiðj- an og Áburðarverksmiðjan verða seldar, eins og rætt er um að gera, og riýir eigendur kjósa að ganga í VSÍ skapast sú staða að VSÍ fer aðsemja um launakjör verkamanna í þessum verksmiðjum samhliða samningum um launakjðr verka- manna í t.d. Dagsbrún: Þessir tveir hópar verkamanna verða hins vegar með ólík lífeyrisréttindi og þá vakn- ar sú spurning hvort þeir geti þeg- ið laun eftir sömu launatöflunni. „Ég trúi ekki að neinn launa- greiðandi sætti sig við að vita ekki fyrirfram hvaða lífeyrisreikninga hann fái í hausinn. Það mun ekkert einkafyrirtæki gangast undir slíka skilmála. Menn þurfa að hafa að- gang að skattheimtuvaldinu til að geta leyft sér slíkt," sagði Þórarinn þegar hann var spurður um þetta atriði. Fjármálaráðherra vonast eftir að frumvarp um breytingar á lífeyris- kerfi opinberra starfsmanna verði afgreitt á Alþingi fyrir áramót. Hann segir það skipta miklu máli að samkomulag hafi tekist um þessa breytingu milli stjórnvalda og samtaka opinberra starfsmanna. Alþingi verði að hafa þetta í huga og leitast við að gera ekki aðrar breytingar á frumvarpinu en þær sem samkomulag er um við opin- bera starfsmenn. Manns leitað þegar hann lá á sjúkrahúsi MAÐUR sem saknað hafði verið frá því á mánudag og lögregla hafði leitað frá því á þriðjudag fannst strax eftir að mynd af honum var birt á sjónvarpsskjánum á fimmtu- dag. Þá kom í ljós að hann hafði legið á sjúkrahúsi frá því á mánu- dag. Maðurinn hafði veikst þegar hann var staddur í kirkjugarði í Reykjavík og komist við illan leik á slysadeild Borgarspítalans. Þang- að kom hann síðdegis á mánudag og næsta morgun var hann fluttur frá Borgarspítalanum með sjúkra- bíl á Landspítalann. Ættingjar mannsins óskuðu eftir því að lögregla leitaði hans á mánu- dagskvöld þegar ekki hafði spurst til hans síðan fyrr um daginn. Að sögn Jónasar Hallssonar, aðstoðar- yfirlögregluþjóns í Reykjavík, hafði lögreglan ekki haft samband við sjúkrahús til að leita að manninum enda hafi ekkert verið talið benda til þess að hann væri veikur. Auk þess hafi maðurinn ekki verið skráður inn á Bórgarspítalann og því mundi fyrirspurn þangað ekki hafa komið að gagni. „Þarna hafa einhvers staðar orðið mistök sem ég kann ekki skýringar á," sagði Jónas. Hvorki náðist samband við yfir- lækni slysadeildar Borgarspítalans vegna þessa í gær né við lækni kunnan máli mannsins á Landspít- ala. I\lý doktorsritgerð í læknisfræði Hægt er að koma í veg fyrir blindu vegna sykursýki Jóhannes Kári Krist- insson læknir varði doktorsritgerð sína við Háskóla íslands hinn 25. maí síðastliðinn. Rit- gerðin ber heitið Diabetic Retinopathy. Screening and prevention ofblindness eða Sykursýkisskemmdir í sjónbimnu. Skimun og for- varnaraðgerðir gegn blindu. Leiðbeinandi Jó- hannesar var Einar Stef- ánsson, prófessorí augn- lækningum við HÍ. Eins og nafnið bendir reyndar til fjallar doktors- ritgerðin um það hvernig koma megi í veg fyrir sjón- depru eða blindu vegna sykursýki. í upphafí rit- gerðarinnar er sagt frá því að augnsjúkdómar vegna sykursýki séu ein algeng- asta orsök blindu á Vesturlöndum og jafnframt meðal alvarlegustu fylgikvilla sykursýki. Sjóndepra af völdum sykursýki sé einkum vegna sjónhimnusjúkdóms og þær sjón- himnuskemmdir, sem aðallega valdi sjónskerðingu, séu myndun nýæða og bjúgs á svokölluðu ma- kúlusvæði á sjónhimnunni. Hver er niðurstaða doktorsrít- gerðarinnar í stuttu máli? „Hún er sú að hægt sé að koma í veg fyrir blindu af völdum sykur- sýki ef þrír eftirfarandi þættir eru uppfylltir: í fyrsta lagi að einstakl- ingur með sykursýki fari reglulega í almennt sykursýkiseftirlit, þann- ig að blóðsykrinum sé örugglega haldið innan eðlilegra marka, því þá eru minni líkur á skemmdum í sjónhimnu. í öðru lagi að einstakl- ingar með sykursýki fari reglulega í augneftirlit, því sjónhimnu- skemmdir geta þróast á stuttum tíma. Og í þriðja lagi að leysimeð- ferð sé beitt, ef með þarf, á réttum tíma á þróunarskeiði augnsjúk- dómsins, en ekki síst þess vegna er svo mikilvægt að skoða augu sykursjúkra reglulega. Hins yegar var komist að þeirri niðurstöðu að sykursjúk börn und- ir 12 ára aldri þurfa ekki að fara í reglubundna augnskimun, því sykursýkin veldur ekki sjónhimnu- skemmdun fyrir þennan aldur. Þá má benda á að þær rann- sóknir, sem doktorsritgerðin bygg- ist á, eru með þeim fyrstu til að sýna fram á nauðsyn þessara þriggja þátta til að koma í veg fyrir blindu af völdum sykursýki. í rannsóknunum kemur fram að algengi sjónskerðingar vegna syk- ursýki á Islandi sé með því lægsta sem gerist í heiminum, en hér á landi hefur einmitt verið - mjög gott eftirlit með einstaklingum með syk- ursýki síðustu áratug- ina. Sérstaklega með tilkomu göngudeildar sykursjúkra á Landspít- ——""^¦ alanum árið 1975. Aðrar erlendar rannsóknir, eins og til dæmis í Bandaríkjunum og í Danmörku hafa sýnt fram á mun hærri blindutíðni á meðal sykursjúkra sem ekki eru undir eins góðu eftir- liti, bæði hvað varðar almennt eft- irlit og augneftirlit." Hvenær byrjaðir þú í doktors- náminu og hvers vegna valdir þú þessa sérgrein? „Það má segja að ég hafí byrjað í doktorsnáminu eftir fjórða árið í læknisfræði. En þá fékk ég sum- arstarf sem deildarlæknir á augn- deild Landakotsspítala. Þar bauðst mér að taka þátt í faraldsfræði- legri rannsókn á augnhag sykur- sjúkra sem Einar Stefánsson pró- Jóhannes Kári Kristinsson ? Jóhannes Kari Kristinsson, doktor í læknisfræði, er fæddur í Reykjavík 4. maí 1967. Hann varð stúdent frá Menntaskólan- um í Reykjavfk árið 1986 og byrjaði í læknisfræði við Há- skóla íslands þá um haustið. Hann útskrifaðist frá lækna- deild HÍ árið 1992. Hann hóf rannsóknarvinnu á augndeild Landakotsspítala árið 1990 og var í rannsóknastöðu við deild- ina í tvö ár og deildarlæknir í eitt ár. Hann byrjaði formlega í doktorsnáminu við Háskólann árið 1994 og varði doktorsrit- gerðina hinn 25. maí síðastlið- inn. Jóhannes er nú búsettur í Indianapolis, Indiana í Banda- ríkjunum og er deildarlæknir á St. Vincentspítala. Hann er kvæntur Ragnýju Þóru Guð- johnsen lögfræðingi og eiga þau työ bðrn, Jón Magnús 4 ára og Árnýju 1 árs. fessor í augnlækningum stýrði. Með tímanum tók ég svo þátt í fleiri rannsóknum. Tveimur árum eftir að ég lauk Jæknisfræðinni við HÍ eða árið 1994 innritaðist ég í doktorsnám, þar sem ég fékk metna þá rannsóknarvinnu sem ég hafði unnið við til þessa. Sam- anlagt hafa því þær rannsóknir, sem doktorsritgerðin byggist á, tekið um fimm til sex ár. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á augnlækningum og því ákvað ég snemma að sérhæfa mig í þeim, jafnvel áður en ég byrjaði í læknis- fræði." Er algengt að læknar skrifi doktorsritgerðir? „Nei, en ég hef trú á því að það muni aukast í náinni framtíð. Rann- - sóknarvinna íslenskra lækna hefur aukist gríð- arlega undanfarin ár, bæði hérlendis og er- lendis. Það á örugglega eftir að leiða til þess að —— sífellt fleiri læknanemar taki mastersgráðu eða að læknar fari í doktorsnám." Þýðir doktorspröf í læknisfræði aðþú munir helgaþig frekar rann- sóknarstörfum en ella? „Nei, ekki endilega, því þetta felur ekki í sér neinar skuldbind- ingar. En svo ég vitni í orð Einars Stefánssonar prófessors þá má samt segja að doktorsgráðan sé eins konar byrjun á hjónabandi, þar sem maður hefur ákveðnum hjúskaparskyldum að gegna. En auk þess er hún merki um að maður hafi mikinn áhuga á rann- sóknum. Þetta er í raun og veru eins og hvert annað áhugamál og ég á örugglega eftir halda því áfram í framtíðinni." Augnsjúk- dómar algeng ir hjá sykur- sjúkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.