Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Siglufjarðar Þann 7. október var spilaður tví- tnenningur í tveimur 10 para riðlum, þijú efstu pör í hvorum riðli voru sem hér segir: A-riðilI: Jóhann Stefánsson - Stefanía Sigurbjömsdóttir 78 Þorsteinn Jóhannsson - Bjöm Ólafsson 76 Benedikt Siguijónsson - Jón Kort Ólafsson 70 B-riðill: Jón Tr. Jökulsson - Ólafur Jónsson 90 Björk Jónsdóttir—Jón Sigurbjömsson 73 Birgir Bjömsson - Þorsteinn Jóhannesson 64 Þijú næstu mánudagskvöld voru spiluð 3 fyrstu kvöldin af 4 í hinu árlega Sigurðarmóti Bridsfélags Siglufjarðar í tvímenningi. ■s Staða efstu para eftir þijú kvöld er þessi: Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjömsson 135 AntonogBogiSigurbjömssynir 129 ÓlafurJónssonogJónT.Jökulsson 78 ÞorsteinnJóhannssonogJónH.Pálsson 73 Að þremur kvöldum loknum í Sig- urðarmóti voru efstu og neðstu pörin dregin saman í tveggja kvölda hrað- sveitakeppni, en lokastaðan varð þessi: Sveit Önnu Láru Hertervig: Anton/Bragi Sigurbjömssynir - Anna Lára Herter- vig/NíelsFriðbjamarson 815 Sveit Kristínar Bogadóttur: Kristín Bogadóttir/Guðlaug Márusdóttir - Jóhann Stefánsson/Stefanía Sigurbjömsdóttir 798 Sveit Benedikts Siguijónssonar: Ólafur Jónsson/Trygvi Jökulss. - Rafn og Bene- dikt Siguijónssynir 796 Sveit Birgis Bjömssonar: Birgir Bjömsson/Þorsteinn Jóhannesson - Haraldur Amason/Hinrik Aðalsteinsson 788 Spilamenska í féiaginu er grósku- mikil sem fyrr, 20 pör að meðaltali sækja spilakvöld félagsins á mánu- dagskvöldum og féiagar eru duglegir að sækja mót, bæði í kjördæminu og utan þess. Spilað er á Hótel Læk. Bridsdeild Sjálfsbjargar Mánudaginn 11. nóvember lauk 5 kvölda hraðsveitakeppni, 11 sveitir tóku þátt í keppninni. Efstu sveitur urðu: Sveit stig Pátl Vermundsson, Þorvaldur Axelsson, Sigurður R. Steingrimsson og Halldór Aðalsteinsson 2057 Sævar Hauksson, Helgi Jónsson, RúnarHaukssonogJóhannBogason 2030 Kristján Albersson, Einar Finnbogason, Ómar Óskarsson og Skúli Sigurðsson 2007 30 gerdír af sœtum sófum! Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475 • J K -op,a j„a »9 ♦ lo«9a,f K^/SW- sun""'1"* Kolaportié O Súri livalurinn kominn Kaupir 1 kg. ýsuflök og færð 1 frítt - Hrefnukjötið komið Fiskbúöin okkar er aftur komin með ýsuflakatilboðið landsfræga um helgina. Sem dæmi um annað úrval má nefna glænýja Rauðsprettu í raspi og marinerað Hrefnukjöt. Einnig mikið úrval af tilbúnum fiskiréttum, fiskbökum og ljúfengum fiskibollum. Líttu við og geróu góð fiskkaup. O Nýtt og fcrskt hrossakjöt ..og að sjálfsögðu líka feita, salataða hrossakjötið Benni er um þessa helgi með áskonin til þeirra sem vilja feitt og saltað hrossakjöt -á meðan birgðir endast. Hann er líka með reykt og söltuð svið, hangilærin góðu, áleggið ljúfa, ostafylltu lambaframpartana, gómsætu hangibögglana og nýju Dalakoff áleggspylsuna. ö \ LUimuv.ui uLuiiimnmi ■ ■sunnudaa kl. 12-16' Trúbador meö gítar og munnhörpu spilar gömlu góðu lögin kl. 12:00-14:00 Tvcer ungar stúlkur úr Sinfónýjuhljómsveit œskunnar spila á fiðlur kl. 14:00-16:00 BROSHJ ..í Yfir 200 seljendur um hverja helgi tryggja skemmtilegt og fjölbreytt vöruúrval. Vöruverðið er ekki vandamál og prúttið virkar vel. Stemmningin er góð og mannlífíð er líflegt. qIADU í KOiAPORTIÐ ^ ÍDAG Með morgunkaffinu saman. Ást er... aö láta sér liöa vel ÞÚ gætir þurft að bíða svolítið, félagi. Eg er með linsurnar hennar í vasanum. Farsi SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á helgar- skákmótinu á Bfldudal í sum- ar. Jóhann Hjartarson (2.565), stórmeistari, hafði hvítt og átti leik gegn Sæv- ari Bjamasyni(2.285), al- þjóðlegum meistara. 22. - Ha8-c8 var síðasti leikur svarts. 23. Rd5! - Dd8 (Auðvitað ekki 23. - exd5? 24. exd5 og svarta drottn- ingin fellur) 24. Rxe6! - fxe6 25. Dxe6+ - Kf8 26. f5 - g5 27. Dh6+ - Kf7 28. f6 - Hc5 29. Dg7+ - Ke6 30. d4 - Hxd5 31. exd5+ - Kxd5 32. f7 - Hf8 33. Hf5+ og svartur gafst upp. Skákin er fengin úr tímaritinu Skák, glænýju hefti. Gunnar Finnsson, sem titlar sig “fyrrverandi skólastjóra í Trékyllisvík" skrifar sérlega skemmtilega grein um helgarmótið. Jóhann Hjartarson sigraði með yfir- burðum á Bíldudal. HVÍTUR leikur og vinnur VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Tapað/Fundið Lök fuku TVÖ teygjulök fundust á planinu við Dalsel sl. fimmtudagsmorgun. Þau hafa líklega fokið af snúru í rokinu nóttina áður. Upplýsingar í síma 557-4215. Hjól tapaðist GRÁTT og fjólublátt Weeler 3080 fjallahjól með dempara, á gráum dekkjum var tekið fyrir utan Hvassaleiti 123, Reykjavík, í síðustu viku. Þeir sem geta gefið upp- lýsingar um hjólið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 553-0247. Fundarlaun. Úr tapaðist KARLMANN SÚR af Milus-gerð með grárri skífu og svartri leðuról tapaðist á leiðinni frá Laugavegi 37 að danska sendiráðinu við Hverfis- götu (gengið niður Klapparstíg) á tímabil- inu 17.15-17.30 laugar- daginn 9. nóvember sl. Skilvís finnandi vinsam- lega hafi samband í síma 551-5481 eftirkl. 17eða við Jóhannes í s. 551-7010 á skrifstofu- tíma og er fundarlaunum heitið. BRIDS Umsjón Guðmundur l’áll Arnarson LEIKUR íslands og Brasilíu í riðlakeppni ÓL var sýndur á töflu. Dálkahöfundur sat hjá í þessum leik og fylgdist með fyrstu spilunum í sýn- ingarsalnum. Strax í öðru spili bárust slæm tíðindi úr lokaða salnum. Jón Baldurs- son og Sævar Þorbjömsson höfðu sagt sjö grönd og far- ið einn niður. „Þetta gæti orðið 17 stiga sveifla til Brasilíu," sagði töfluskýr- andinn Ron Andersen. Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁK + ÁK1075 ♦ ÁDG2 ♦ Á9 Vestur Austur ♦ D98642 + G5 V D98 llllll * G2 ♦ 4 111111 ♦ 108765 * G106 ♦ 8432 Suður + 1073 V 643 ♦ K93 + KD75 Á sjónvarpsskjánum blöstu við Brasilíumennimir Chagas og Branco í NS og Matthías Þorvaldsson og Aðalsteinn Jörgensen í AV. Á meðan Chagas í norður var enn að telja punktana sína opnaði Matthías í austur ■óvænt á tveimur laufum! „Hvað er að gerast?" gali í Andersen, en félagi hans, Barry Rigal, hafði skýringar á reiðum höndum: „Á þess- um hættum opna íslending- arnir á tveimur laufum til að sýna vond spil!“ „Hvað myndi móðir mín sáluga segja við þessu,“ sagði Andersen og bætti við: „Þið sem eruð að ganga í salinn, takið eftir — það er austur, ekki norður, sem hefur opnað á tveimur lauf- um.“ Spekingarnir létu dæluna ganga nokkra hríð, en þegar leið að lokum sagna hefði mátt heyra saumnál detta: Vestur Norður Austur Suður Aðalst. Chagas Matthías Branco - - 2 lauf Pass Pass Dobl Pass Pass 2 spaðar 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 5 lauf Pass 5 tíglar Pass 6 lauf Pass 6 tíglar Pass 7 hjörtu Pass Pass Pass „Það þarf hjartagosann út til að gefa spilið," sagði Kaplan. Matthías spilaði út og á sjónvarspsskjánum sást greinilega að það var gosi! Kliður fór um salinn, en aðeins örskamma stund, því þetta reyndist vera spaðagosinn. Chagas spilaði hratt: Hann fór inn í borð á tígulkóng til að spiia hjarta á tíuna og gosa Matthíasar. Síðan lagði hann upp, en Aðalsteinn gerði at- hugasemd, því hann vildi fá stungu í tígli. Tveir niður og 3 stig til íslands! Víkveiji skrifar... ASAMA tíma og rætt er um að ofbeldi sé vaxandi vanda- mál í samfélaginu, sérstaklega á meðal unglinga, hefja íslenzkir fjölmiðlar til skýjanna hnefaleika- keppni á milli nytsamra einfeldn- inga vestur í Bandaríkjunum, sem berja vitið hver úr öðrum fyrir peninga framan við sjónvarps- myndavélarnar. Víkverja finnst vægast sagt hæpið að klæða þessa lágkúru; sem er bönnuð með lög- um á Islandi, í búning íþrótta. íþróttir eiga að vera göfgandi fyr- ir andann og hollar fyrir líkam- ann, en ekki heila-, heilsu- og mannskemmandi eins og þessi skipulögðu slagsmál eru augljós- lega - ekki þarf annað en að horfa á viðtölin við „meistarana", bólgna, bláa og tæplega talandi, í fréttatímum til að sannfærast um hollustu „íþróttarinnar". Vík- veiji er sömuleiðis forviða á því að virðuleg fyrirtæki leggi nafn sitt við þessa vafasömu iðju með því að styrkja útsendingar frá „hnefa- leikaeinvígjum“ í sjónvarpi. Sömu fyrirtæki ættu sennilega auðveld- ara með að vinna sig í álit meðal almennings með því að gefa fé til stofnana og samtaka, sem hjálpa ofbeldismönnum að verða nýtir og friðsamir samfélagsþegnar. xxx LÆBRIGÐI tungumáls geta verið vandasöm í meðförum, einkum þegar þýtt er af einu máli á annað. Orð, sem er hárnákvæm- lega valið í einu tungumáli til að tjá ákveðna merkingu, getur verið óþýðanlegt yfir á önnur tungu- mál. Víkveiji hefur stundum velt því fyrir sér hversu mikið af upp- runalegri merkingu komist til skila, t.d. þegar blaðamenn Morg- unblaðsins þýða upp úr enskum fréttaskeytum ummæli, sem höfð eru eftir rússneskum eða kínversk- um ráðamönnum og upprunalega sögð á þeirra tungu. Og skyldu viðkomandi kannast við ummælin aftur þegar starfsmenn rússneska eáa kínverska sendiráðsins hafa þýtt þau aftur yfir á eigin mál og sent heim í utanríkisráðuneyti? VÍKVERJI þekkir nýlegt dæmi af þessu. Emma Bonino, sjávarútvegsstjóri Evrópusam- bandsins, skrifaði grein hér í blað- ið, þar sem hún tjáði sig meðal annars um framkomu íslenzkra skipa á Flæmska hattinum og í Smugunni. Framkvæmdastjórinn skrifaði grein sína á ensku og notaði orðið „robust“ til að lýsa hegðun Islendinga. í þýðingu Morgunblaðsins var notað orðið „óheflaður“, sem mönnum þótti ná sömu merkingu og er einn af möguieikunum, sem orðabókin hefur að geyma. í þýðingu af ís- lenzku og aftur yfir á ensku, til dæmis í alnetsfréttum Iceland Review, var „óheflaður“ hins veg- ar þýtt sem „uncouth", sem hefur sterkari og neikvæðari merkingu í ensku en „robust“, þótt sú þýðing sé líka samkvæmt orðabókinni. Þannig þótti útlendingum, sem lásu ummæli Bonino tvíþýdd, hún taka furðusterkt til orða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.